Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 26
Alþýðubankinn, Akureyri, Ruth Hansen, málverk. Til 2.2., opiö á af- greiðslutíma bankans. FÍM-salurlnn, Garðastræti 6, sam- sýningfólagsmanna, 14-1ðvirka daga. Gallerí List, Skipholti 50 b, málverk, postulín, rakú og glerverk e/fjölda listamanna. List opnar 10:30 og lok- un fylgir verslunartíma. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Málfríður Aðalsteinsdóttir, mynd- vefnaður. Til 25.1. Verslunartími. Hafnarborg, Hf, Hiðgrænamyrkur, sýning á verkum fimm norskra mál- ara, opn lau kl. 14. Til 4.2.14-19 alla daganemaþri. Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, austursalur: Kjarval og landið, verk e/ Kjarval í eigu Rvíkurborgar. Vestur- salur: Margrét Jónsdóttir, olíumál- verk, til 21.1. Vesturforsalur: Helgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur Helgason, portrett, til 21.1. Llstasafn ASÍ v/Grensásveg, Sigur- jón Jóhannsson, málverk. Til 28.1. 16-20 virka daga, 14-20 helgar. Listasaf n íslands, allir salir, verk í eigusafnsins (1945-1989). 12-18 alla daga nema mán. kaffistofa opin á sama tíma. Mynd janúarmán. „Mynd" e/GunnarÖrn Gunnarsson, leiðsögn fi 13:30-13:45. Aðgangur og leiðsögn ókeypis. Sjóminjasafn islands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, eða eftir samkomulagi. Ölkjallarinn, Haukur Halldórsson, grafík. Þjóðmlnjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. Llstasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Mjóddin, Halla Haraldsdóttirsýnir vatnslitamyndir og glerlist í versl. Hjartar Nielsen. Til janúarloka, 10- 18:30 virka daga, 10-16 lau. Norræna húsið, anddyri: Túlkanir- Ijósmyndir Bruno Ehrs af höggmynd- um, opn lau. Til 11.2.12-19 su, 9-19 aðradaga. Kjallari: Pétur Halldórs- son, málverk,til28.1. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, verk e/ fjölda listamanna. 10-18 virka daga. Rlddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergs- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb. TÓNLISTIN Passíukórinn á Akureyri heldur tónleika í Akureyrarkirkju su kl. 17. Magnificat og Introduzione et Gloria, tvö verk fy rir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Vivaldi. Fólagar úr kammersveit Akureyrar, Björn Steinar Sólbergsson organleikari, Margrét Bóasdóttir sópran, Liza Lill- icrap sópran, Þuríður Baldursdóttir alt og Michael Jón Clarke tenór. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleik. flytja Ijóðaflokkinn Die Schöne Mulle- rin eftir Schubert á Akureyri á morgun og í Hafnarborg, Hafnarfirði mánud. kl. 20:30. Eddie Skoller skemmtir í fslensku óperunni lau og su kl. 20:30. Ástin er himnesk! Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar fslands verða í Háskólabíói í kvöld kl. 20:30 og á morgun kl. 16:30. Signý Sæmunds- dóttir sópran, Anton Steingruber ten- ór, kór Langholtskirkju. Stjórnandi Peter Guth, kórstjóri Jón Stefánsson. Kjarvalsstaðir, kammertónleikar su kl. 20:30. Píanókvintett í f-moll og klarinettukvintett í h-moll e/ Brahms. Snorri S. Birgisson, Óskar Ingólfs- son, ÞórhallurBirgisson, Kathleen Bearden, Helga Þórarinsdóttirog Nora Kornblueh. Heiti potturinn, Duus húsi, jasstón- leikar su kl. 21:30. LEIKLISTIN Leikfélag Akureyrar, Eyrnalangir og annaðfólk. LH, Unglingaleikhús, Þú ert i blóma lífsins, fíflið þitt. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Töfra- sprotinn lau og su kl. 14. Þjóðleikhúsið, Heimili Vernhörðu Alba lau kl. 20. Lítið fjölskyldufyrir- tæki í kvöld og su kl. 20. Óvitar su kl. 14 allra síðasta sinn. ÍÞRÓTTIR Handboiti. 1 .d.ka.: KA-Valur, ÍR- Stjarnan, (BV-HK, Grótta-Víkingur lau.kl. 16.30.1.d.kv.:Grótta-Haukar lau. kl. 15, Stjarnan-Fram sun. kl. 14.30, FH-Valur kl. 15.15.2.d.ka.: Þór-Selfossfös. kl. 20.15.2.d.kv.: (BV-ÍR fös. kl. 20 og lau. kl. 15, Þór- Selfoss fös. kl. 21.30. Karfa. Úrvalsd.: Þór-ÍBK, UMFG- UMFN, Valur-UMFT, Reynir-Haukar, (R-KR sun. kl. 20.1 .d.kv.: UMFN- UMFG lau. kl. 14, KR-ÍR sun. kl. 14, ÍS-ÍBKmán.kl.20.1.d.ka.:(A-ÍSfös. kl. 20.30, UMFL-UMSB lau. kl. 13, Snæfell-UBKkl. 14. Badminton. MeistaramótTBR í TBR-húsumfrákl. 10lau.og sun. Keppt í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í meistarafl. A- og B-fl, ef þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12fös. HITT OG ÞETTA Bíósalur M(R, Vatnsstíg 10: Stór- myndin Stríð og friður e/ Bondartsjúk verður sýnd í heild lau, sýning hefst kl. 10 og lýkur um kvöldmatarleytið, matar- og kaffihlé. Myndin er talsett á ensku, aðgangur aðeins gegn fram- vísun aðgöngumiða. Su kl. 16, Hvítur hraf n, myndin er talsett á ensku, að- gangurókeypis. Norræna húsið fundarsalur, mál- þing um dægurmenningu lau kl. 14 á vegum Ríkisútvarpsins og Norræna Hvað á að gera um helgina? Ómar Valdimarsson blaðamaður „Ég reikna með að þurfa að vinna eitthvað svolítið í fyrirtækinu Athygli hf. sem ég rek í félagi við Guðjón Amgrímsson og fleiri. Einhver tími fer væntanlega í að slást við börnin - og svo þyrfti ég endilega að komast á aðalfund Karlakórs Reykjavíkur. Annar tími fer væntanlega í át, svefn og lestur göfgandi bóka.“ hússins. Dagskrá: Hvað er dægur- menning? Bo Reimer dósent við Gautaborgarhásk. flytur erindi. Um- ræður undir stjórn Lars-áke Engblom forstjóra Norræna hússins. Að skemmta sér til ólífis, Sigurður A. Magnússon rithöf. talar um kenning- ar Neil Postman ofl. Menningarleg nýsköpun í íslensku rokki, Gestur Guðmundsson félagsfræð. flytur er- indi. Dægurmenning og fjölmiðlar, Stefán Jón Hafstein dagskrárstj. Rásar 2 flytur erindi. Umræður með þátttöku frummælenda og fundar- gesta. Málþingið eröllum opið. Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur kvöldvöku sem hefst á félags- vist í Skeifunni 17 kl. 20:30. Félag eldri borgara í Reykjavíkog nágrenni, Göngu-Hrólfar hittast að Nóatúni 17 lau kl. 11. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni3su, kl. 14 frjálst, spil og tafl, dansað frá kl. 20. Félagsvist og gömlu dansarnir á hverju föstudagskvöldi ÍTemplara- höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir velkomnir. Ferðafélag Islands, Heiðmörk í vetrarbúningi, létt ganga fyrir alla fjölsk. su kl. 13, brottför frá BS( aust- anm. verð 600. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Nýlagað molakaffi uppúr hálftíu. Útivist, sunnud: Leirá-Ölver, á slóðir Bauka- Jóns. Farið sjóleiðina upp á Akranes með Akraborginni, frá Gróf- arbryggju kl. 12:30. Komiðtil baka með Akrab. kl. 18, verð 1200. Nýhafnarklúbburinn tekur afturtil starfa 5. feb. nk starfsemin byggist á fyrirlestrum um myndlist, list- skoðunarferð til Madrid í fylgd sér- fróðra um miðjan mars áætluð. Fjöldi fél.takmarkaður, meðlimirsíðasta árs ganga fyrir en þeir sem hafa áhuga geta látið skrá sig í Nýhöfn, Hafnarstræti, s. 12230 fyrir 1.2. Kvenfél. Kópavogs heldurhátíðar- fund fyrir félagskonur og gesti þeirra fi 25.1. Skemmtidagskrá. Vinsam- legast tilk. þátttöku í s. 40388,40332 e/675672. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Þvert ofan í kennisetningar Á sunnudaginn var sá ég í þátta- röðinni Ég tek Manhattan hvar söguhetjan og erfingi útgáfufyr- irtækisins fór á fund markaðssér- fræðings og bað hann að aðstoða sig við að koma fótunum undir gamalt blað sem hún ætlaði að breyta í lúxustímarit og selja grimmt. Markaðsmaðurinn brosti föðurlega og sagði að slíkt krefðist í það minnsta þriggja ára undirbúnings, könnunarstarfs, markhópsleitar og guðmávita- hvers ef það ætti að lukkast. Söguhetjan hafði engan tíma til að bíða í þrjú ár heldur hóaði saman mannskap, gaf út blað og gerði það að metsölutímariti á einni nóttu. Nú segja eflaust margir að þetta geti einungis gerst í amer- ískum sjónvarpsþáttum eða öðr- um þeim gerviveröldum sem okkur standa ávallt til boða. í alvörunni sé það lína markaðs- mannsins sem gildi. í vikunni rakstégá frásögnaf frönsku viku- riti sem virðist renna stoðum undir reynslu ungu konunnar í sjónvarpsþættinum. Franskur blaðaheimur er upp- fullur af siðvenjum og hefðum sem fáum hefur reynst kleift að brjótast út úr. Það hefur þeim samt tekist félögunum tveimur sem fyrir fimm árum stofnuðu fréttaritið 1'Evénement du Jeudi (Fimmtudagstíðindi). Það brýtur að heita má gegn öílum hefðum franskra fjölmiðla og formúlum markaðsfræðinga. En gengur flott. Stofnendurnir heita Jean- Francois Kahn og Jean-Francis Held og höfðu báðir langa reynslu sem blaðamenn á ýmsum fjölmiðlum. Þeir voru orðnir langþreyttir á stífri skiptingu franskra fjölmiðla í tvær megin- fylkingar, þá sem fylgdi borgara- flokkunum að málum og hina sem hallaðist að sósíalistum, og höfðu reyndar báðir fengið að reyna hvernig fór fyrir þeim sem ekki pössuðu inn í þetta mynstur. Þeir ákváðu að stofna blað en voru hins vegar blankir eins og kirkjurottur. Þeir vildu ekki leita til auðfyrirtækja, stjórnmála- flokka eða voldugra félagasam- taka um stuðning eða með hlutabréf því með því óttuðust þeir að glata sjálfstæði sínu sem gagnrýnir blaðamenn. Þeir leituðu þess í stað til vina og kol- lega og með seiglunni tókst þeim að hala inn miljón franka sem nægði til að byrja. Alls keyptu 15.000 manns hlutabréf og blaðið komst á götuna. Viðtökurnar voru óhemju góð- ar, fyrsta tölublaðið seldist í 260.000 eintökum og það sem meira var: næstu tölublöð seldust betur en menn höfðu þorað að vona. Eftir sex tölublöð byrjaði salan að aukast aftur og nú, fimm árum síðar, seljast um 220.000 eintök í hverri viku. Kannanir hafasýntað yfir ein miljónFrakka les blaðið reglulega. Þessi góði árangur hefur náðst þótt blaðið sé dýrara í lausasölu en helstu keppinautarnir og þótt útgefendur hafi frá upphafi neit- að að bjóða kynningaráskriftir eða gera kaupendum önnur gylli- boðeinsog tíðkastmikið í útgáfu- bransanum. Þeir segjast vilja hagnast á kaupendum blaðsins en ekki lifa eingöngu á auglýsinga- tekjum eins og aðrir útgefendur. Og andstætt öðrum útgefendum leggja þeir enga áherslu á að fjölga áskrifendum, þvert á móti finnst þeim jákvætt að lesendur þurfí að ómaka sig út í sjoppu eftir blaðinu. Það sýni að þeir hafí raunverulegan áhuga á blað- inu og þannig lesendur eru girni- legir í augum auglýsenda, segja þeir. Nú gætu lesendur haldið að hér væri á ferðinni glanstímarit með sögum af frægu fólki og film- stjörnum, eða þá svæsið slúður- blað með blóðidrifnar forsíður og langan slóða meiðyrðamála í eftirdragi. En því er ekki að heilsa. Fimmtudagstíðindi eru al- varlegt og gagnrýnið fréttablað sem vílar ekki fyrir sér að taka fyrir flókin samfélagsvandamál í löngum og ítarlegum greinum. Algengt er að sami málaflokkur fái 20-30 blaðsíðna umfjöllun. Menningarmál taka mikið pláss í blaðinu sem er oftast 160 blað- síður að stærð. Fréttir og fréttaumfjöllun er samt plássfrekust og þar víkur blaðið einnig frá hefðinni að því leyti að það fylgir ekki ákveðnum flokkum eða pólitískum megin- línum. Held segir að þeim finnist allt í lagi þótt blaðið gefi ekki svar við öllum sköpuðum hlutum, nú eða þá að það gefi mörg svör við sömu spurningunni. Blaðið á alls ekki að vera hlutlaust en það á stöðugt að koma á óvart, það á enginn að geta sagt fyrir um það hvaða stefnu Fimmtudagstíðindi taka í ákveðnum málum. Þeir segja að almenningur sé orðinn þreyttur á þeirri sálrænu borgara- styrjöld sem fjölmiðlarnir heyi úr skotgröfum sínum. Og þótt Fimmtudagstíðindi séu ófeimin við að taka á við- kvæmum málum og óhrædd við að egna hvern sem er upp á móti sér selst blaðið eins og heitar lummur.Þvert ofan í allar kenni- setningar markaðsfræðinga. 26 SfÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.