Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 17
Efast um efasemdimar Trausti Jónsson veðurfræð- ingur var einn þeirra sem flutti framsögu á ráðstefnu Vatna- riannsóknanefndarinnar. Hann telur mikinn feng í komu manna eins og Warren M. Washington til íslands, þar sem (slendingar hafi ekki fjármagn né mannafla til að stunda líkanagerð af þeirri stærð- argráðu sem Washington kynnti hér. Trausti hefur ekki alltaf tekið upphrópanir þeirra sem spáð hafa alvarlegum afleiðingum gróðurhúsaáhrifanna mjög hátíð- lega. En nú hafa vindarsnúist hjá Trausta að einhverju leyti. Trausti, þú gerðir þá játningu á blaðamannafundi eftir ráðstefn- una að þú hefðir haft miklar efa- semdir í garð veðurfarslíkana áður en nú vœrirðufarinn að efast um efasemdir þínar? Já, það má eiginlega segja það. Þessir spádómar sem gefnir voru út fyrir nokkrum árum um að hér myndi hlýna um fimm eða tíu gráður, eru í engu samræmi við mína tilfinningu og veðráttuna hér, sem maður er búinn að horfa á nokkuð lengi. Ég gat engan veginn skrifað upp á þessi áhrif eins og þau voru sett fram. Síðan gerist það á undanförnu ári eða svo að meiri og meiri upp- lýsingar um að þessi aukning hita sé mjög misjöfn eftir heims- hlutum og um öll Norðurlönd hafi kólnun átt sér stað eins og hér á undanfömum áratugum. J»á koma allt í einu fram líkön, og ekki síst þetta líkan sem Warren Washington kynnti sem kannski mest hefur verið skrifað um, sem gefa niðurstöður um að hér geti verið að vænta að minnsta kosti tímabundinnar kólnunar eða að veruleg seinkun verði á hlýnun. Þetta fellur náttúrlega miklu betur við þann raunveruleika sem við búum við, sem þýðir að jafnvel þó maður sé enn með töluverðar efasemdir í þessu sam- bandi, em þær ekki eins miklar og áður. Ég er ekki lengur alveg jafnviss um að minn efi hafi verið réttur. Washington vék einmitt sjálfur að því í sínu erindi að þeir mœli- punktar sem hann og hans sam- starfsmenn hafi til grundvallar í sínu líkani séu eftil vill ofgleiðir? Þeir eru allt of fáir. Og það er til dæmis hér á Islands-, Grænlands-, Noregs- svæðinu það fáir punktar að þeir missa strax í upphafi stóran hluta Nor- egshafs á milli íslands og Noregs undir ís. Það er, að áður en þeir bæta nokkrum koltvísýringi inn í líkanið frýs mikið af þessu hafi, sem þýðir að þegar þessi ís bráðnar aftur vegna gróðurhús- áhrifa kemur fram geysileg hlýn- un, sem byggir á því að ís sem ekki er til er að bráðna. Washington bendir réttilega á þetta, sérstaklega í ágætri grein sem kom út síðast liðið sumar. Þannig að þó maður sjái svona jafnhitnunarlínur sem sýna allan heiminn og að hér í Noregshafi sé mikið hámark þessarar hlýnunar, þá er það hámark ekki raunveru- legt vegna þess að það er verið að bera saman ástand sem alls ekki er. Ef við tökum svona líkön al- mennt og setjum í sögulegt sam- hengi við viðfangsefni veður- frœðinga, að geta spáð til um veður. Þið eruð nú ekkert alltof hrifnir af því þegar þið eruð spurðir td. viku fyrir verslunar- mannahelgi hvernig veðrið verði um verslunarmannahelgina. Nú eru menn aðfást við líkön sem eru að spá um miklu stærri fyrirbœri og kannski langt fram í tímann. Hefurðu trú á því að þessum lík- önum eigi eftir að fara svofram að vísindamenn geti kannski spáð áratug fram í tímann? Árið 1950 vom fyrstu vél- virknu veðurspárnar gerðar og þá settust nokkrir greindir menn niður og spáðu fyrir um það hverjar yrðu framfarir á þessu sviði. Þeir komust að því að fyrstu framfarirnar yrðu sólar- hrings veðurspár, síðan kæmu kannski tveggja þriggja daga spár og loks kæmu framfarir í líkana- gerð, þar sem reynt væri að herma eftir heilum árstíðum, árum og heildarveðurfarskerf- ínu. Þetta er einmitt það sem hef- ur gerst. Það gerist svo sam- hliða að við getum búið til líkön þar sem öll hringrás andrúm- sloftsins er lögð undir til lengri tíma og sömuleiðis eru spárnar alltaf að ná fleiri og fleiri dögum til skamms tíma. En það er þetta tímabil þarna á milli sem er lang lang erfiðast viðfangs. Það er af dálítið flóknum ástæðum, en þó má segja að menn viti ekki hvaða áhrif mjög litlir viðburðir hafa í gegnum kerfið. Lítill viðburður getur til dæmis verið lægðar- myndun sem á sér kannski stað fyrir tilviljun og spurningin er hvort slík lægðarmyndun geti breytt veðurfari til hálfs mánað- ar, mánaðar eða jafn vel heillar árstíðar. Aftur á móti gæti árstíðar- sveiflan, það er sveifla í sól- geislun,verið svo mikil að henni takist að berja niður svona tilvilj- KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi unarkenndar sveiflur þegar til lengri tíma er litið. Það séu þá fyrst og fremst hlutir eins og gróðurhúsaáhrifin, svo kölluðu, og önnur áhrif tengd þeim ásamt heildargeislun sólar sem hafi áhrif á búskapinn þegar litið er frá einu tíu ára tímabili til annars. Þú varst sjálfur með erindi á ráðstefnunni um líkön og íslensk- ar aðstæður. Hvernig standa ís- lenskir veðurfræðingar að vígi í þessu samhengi? Við höfum náttúrlega hvorki það tölvuafl né mannafla til að stunda neina líkanasmíð á við það sem þeir gera vestur í Colara- do. Það er auðvitað langt í frá. Kostnaðurinn við þetta veldur því að þetta verður held ég seint gert hér. Okkar hlutverk er þar af leiðandi að túlka og gagnrýna þær niðurstöður sem við fáum úr þessum líkönum. Við reynum auðvitað að gera okkar besta til að fylgjast með á þessu sviði þannig að við vitum nokkurn veginn hvar málin standa á hverjum tíma og það er þess vegna mjög mikilvægt að fá mann eins og Washington hingað til lands til skrafs. Maður fær þá staðfestingu á því að maður- hafi ekki miskilið hans greinar og svo framvegis. Síðan getum við með okkar at- hugunum á veðurfari í námunda við landið, lagt ýmislegt að mörk- um, einmitt í sambandi við mat á því hvort þessi líkön eru raunhæf eða ekki. Og ég verð að segja að það er stór munur á þessum lík- önum og næstu líkanakynslóð á undan og ég vona að það verði jafnmikil framför hjá næstu lík- anakynslóð. Hafa menn gert raunveruleg líkön af veðurkerfinu, þe. hermi- líkön en ekki tölvulíkön? Það er aðeins til að menn hafi reynt það. En þau eru miklu erf- iðari viðfangs þó tölvulíkönin séu erfið. Ég hef satt best að segja séð mjög lítið um þetta skrifað und- anfarin tuttugu árin eða svo. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.