Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 4
Mynd: Jim Smart Össur Skarphéöinsson er á beininu Við skulum stökkva - enekki hrökkva Össur Skarphéðinsson segist vera reiðubúinn að leggja niður Alþýðubandalagið, þjóni það þeim tilgangi að stofna stóran jafnaðar- mannaflokk Félagsfundur Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkursl. mið- vikudagskvöld, sem stóð til klukkan tvö aðfaranóttfimmtudags, var mikill átakafundur einsog búist hafði verið við. Ádagskrá fundarins var kosning kjörnefndar fyrir komandi borgarstjórn- arkosningar en félagar í Birtingu fjölmenntu á fundinn með því hugarfari að ná í gegn tillögu sem Kristín Á. Ólafsdóttirborg- arstjórnarfulltrúi og fleiri Birtingarfélagar lögðu fram, um að gengið yrði til viðræðna við aðra lýðræðisflokka um sameigin- legt framboð. Tillaga Kristínar var aldrei borin undir atkvæði því einskonar málamiðlunartillaga frá Ragnari Stefánssyni og Guðmundi Albertssyni var samþykkt eftir að felld var tillaga frá Sigurjóni Péturssyni borgarfulltrúa um að vísa þessu máli til stjórnar. ÖssurSkarphéðinsson varaborgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins lét mikið til sín taka áfundinum fyrir hönd Birtingarmanna og er hann því á beininu þessa vikuna. Hvernig metur þú möguleikana á sameiginlegu framboði minni- hlutaflokkanna eftir að hafa starfað í borgarstjórn þetta kjör- tímabil? „Þetta starf mitt að borgarmál- efnum hefur sannfært mig um að það er enginn málefnamunur á milli þessara flokka. Þessir flokk- ar geta í flestum stærri málum sameinast um afstöðu og unnið sameiginlega að fjárlagagerð. Þar sem fullkomin samstaða er með þessum flokkum í öllum málefnum hlýtur sú spurning að vakna, hversvegna þeir stigi ekki skrefið til fulls og bjóða fram sameiginlegan lista. Ég hef hinsvegar alltaf verið þeirrar skoðunar að slíkt sam- eiginlegt framboð kalli á mjög nákvæma tímasetningu.“ En eru borgarstjórnarkosning- arnar nú rétti tímapunkturinn? „Ég var lengi þeirrar skoðunar að svo væri ekki. Hinsvegar hafa ýmsar forsendur verið að breytast að undanfömu. Það er ljóst að Davíð Oddsson ber höfuð og herðar yfir aðra Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn. Hinir eru meira til þess að vera með. Nú er þetta hinsvegar ekki lengur spurning um það hvort Davíð hættir í borgarmálunum heldur hvenær hann pakkar saman og sest á þing. Þá hafa ýmis vond spillingar- mál verið að koma upp í röðum Sjálfstæðisflokksins að undan- förnu. Þar nægir að nefna lóða- brask Júlíusar Hafstein og Ham- arshúsið, sem tengist Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Þjóðviljinn fjall- aði mjög rækilega um á sínum tíma. Þá er afstaða borgarstjór- ans til Fæðingarheimilisins hið versta mál fyrir íhaldið. Ef litið er á fjármálin er ljóst að t.d. ráðhúsið er komið langt fram úr öllum fjárhagsáætlunum, íhaldið hefur eytt hundruðum miljóna í Auðkúluna á hitaveitu- tönkunum og vill í viðbót eyða eitt hundrað miljónum í rol- lugarð í Laugardalnum. Það fer ekkert dult að Sjálfstæðismenn eru hræddir. Það kemur best fram í því að þeir þora ekki að hafa prófkjör hjá sér þrátt fyrir að meginþorri flokksmanna vilji það. Ég óttaðist lengi að viðhorfin gagnvart ríkisstjórninni myndu hafa áhrif á niðurstöðu borgar- stjórnarkosninganna. Nú virðist hinsvegar álit fólks á stjórninni vera að breytast og ég hef þá trú að þegar líður fram á vor verði staða hennar mun betri en nú. Samtímis fjarar undan íhaldinu og það er ljóst að Davíð virðist ekki lengur hafa tíma til þess að sinna borgarmálefnum, svo upp- tekinn er hann af því að vera varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. í ljósi þessa finnst mér öll rök hníga að því að nú sé mun betra lag en oftast áður og að mínum dómi eigum við núna að stökkva - en ekki hrökkva.“ Er sameiginlegt framboð ekki vindhögg þegar ijóst er að Kvennalistinn og Framsóknar- flokkurinn hafna því? „Afstaða Kvennalistans er alls ekki skýr. Fáeinar forystukonur Kvennalistans hafna sameigin- legu framboði en aðrar forystu- konur, sem hafa áður leitt bæði þinglista og borgarstjórnarlist- ann í kosningum eru því fylgj- andi. Þá tel ég það ekki spurn- ingu að grasrótin í Kvennalistan- um er slíku framboði fylgjandi, einkum ef A-flokkarnir væru komnir af stað. Þá held ég að Framsóknarflokkurinn ætti erfitt með að standa utan slíks fram- boðs ef allir aórir sameinuðust um að koma íhaldinu frá. En segjum svo að það færi þannig að hvorki Kvennalistinn né Framsókn yrðu með í sam- eiginlegu framboði. Þá tel ég samt rétt að Alþýðubandalagið, Birting og Alþýðuflokkurinn stæðu að sameiginlegu framboði ásamt óflokksbundnu fólki. Ég bendi á það að víða úti á landi er Alþýðubandalagið með í slíkum framboðum. Hversvegna þá ekki í Reykjavík." Er ekki viðbúið að sameigin- legt framboð fengi minna fylgi en framboð A-flokkanna í síns í hvoru lagi, með tilliti til þess að ýmsir innan raða þessara flokka myndu ekki kjósa sltkan lista. Nægir þar að benda á Sjafnar- arminn í Alþýðuflokknum, og hætt er við að þeir sem harðast hafa barist gegn þessari hugmynd innan Alþýðubandalagsins sitji heima eða styðji jafnvel Kvenna- listann? „Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hefur ævinlega verið mér ráðgáta, og ég teldi það afar óvarlegt af nokkr- um manni að ætla að gefa yfirlýs- ingar fyrir hennar hönd. Hins- vegar finnst mér vera sterk stemmning fyrir þessu innan Al- þýðuflokksins, enda stendur flokkurinn ekki vel að vígi í borg- inni. Sama er reyndar að segja um Alþýðubandalagið. Mjög hæpið er að það næði aftur því fylgi sem það fékk í síðustu borg- arstj órnarkosningum ef það byði fram sér lista. Ég hef hinsvegar það mikla trú á flokksbræðrum mínum og -systrum að ég efast ekki um að þau munu öll leggjast á eitt við að tosa ækinu áfram, að það verði eining um sameigin- legan lista. Þá má ekki gleyma óflokks- bundnu fólki í þessu sambandi. Hér er fjöldi fólks sem er dapurt og vonlaust yfir flokksræði Sjálf- stæðisflokksins en ekki tilbúið að kjósa neinn af þeim flokkum sem fyrir eru. Slíkt fólk viljum við sjá á lista sameiginlegs framboðs lýð- ræðisaflanna og jafnvel að það leiði slíkan lista. Ef svo yrði er ég ekki í vafa um að sameiginlegt framboð kæmi betur út en sér- framboð." Hvernig meturðu stöðuna eftir fundinn á miðvikudag? Varð Birting ekki undir á fundinum? „Allar tillögur sem komu fram á fundinum voru skilaboð um að Alþýðubandalagið vilji sterklega skoða alla möguleika á sameigin- legu framboði. Endanleg niður- staða ræðst svo á næsta félags- fundi, sem ég geri ráð fyrir að boðað verði til eftir eina til tvær vikur.“ Hvað fannst mönnum um hug- myndina um prófkjör? „Það kom upp mikill misskiln- ingur um að menn vildu hafa gal- opið prófkjör. Það kom í ljós á fundinum að ýmsir þeirra sem eru fylgjandi sameiginlegu fram- boði voru af þeim sökum mjög hikandi við að láta stuðning sinn í ljós. Það var talað um að heilu trúfélögin og íþróttafélögin yrðu virkjuð og jafnvel fólk úr öðrum flokkum. Ég tel vitaskuld fráleitt að hafa galopið prófkjör, enda hljóðaði tillagan alls ekki upp á það. Hug- myndin gekk í rauninni út á að hafa takmarkað prófkjör, sem einstaklingar í þeim flokkum sem að framboðinu stæðu hefðu þátt- tökurétt að, og einstaklingar utan þessara flokka fengju þátttöku- rétt ef þeir undirrituðu skriflega yfirlýsingu um stuðning við fram- boðið. Eg tel nauðsynlegt að framboðið verði víkkað með því að fá bardagafæra og frjóa ein- itaklinga utan flokka í framboð fyrir þennan lista.“ Hefur þessi slagur ekki veikt stöðu Alþýðubandalagsins? „Þessi átök eru ekki einangruð við Reykjavík, þau eru í flokkn- um víða annarsstaðar. Ég bendi bara á Norðurland eystra. Auðvitað hefur Alþýðubanda- lagið veikst vegna þessara átaka, en ég tel að þau séu óhjákvæmi- leg ef Alþýðubandalagið ætlar að fylgjast með þeim breytingum sem hafa orðið í umheiminum, og gera það upp við sig hvort það ætlar að vera flokkur með fram- tíð eða lifandi steingervingur. Eiga Birtingarmenn og stjórn ABR einhverja samleið úr þessu? „Nei. Birting og stjóm ABR eiga enga samleið. Stjórn ABR er mjög úr takti við það sem er að gerast í samfélaginu og raunar í flokknum líka. Það er komin mikil málefnaleg gjá á milli henn- ar og Birtingar. Það sem ein- kennir félaga í Birtingu er, að það að þeir vilja byggja einn stóran jafnaðarmannaflokk en hinum virðist það trúaratriði að Alþýðu- bandalagið haldi hreinleika sín- um og gangi ekki til samvinnu, hvað þá sameiningar, við aðrar hreyfingar með svipuð viðhorf. Þau hafa gleymt því að flokkur er bara tæki til að ná ákveðnu mark- miði og búa til farveg. Flokkur- inn er ekki heilagur. Ég yrði fyrstur manna til að leggja það til að Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn yrðu lagðir niður ef það þjónaði því markmiði að búa til stóran jafnaðarmanna- flokk. Ég legg áherslu á að slíkur flokkur hafi að leiðarljósi eftir- farandi: í fyrsta lagi arðsemi í at- vinnulífinu. í öðru lagi öflugt velferðarkerfi þótt það kosti aukna skattheimtu. í þriðja lagi að áhersla verði lögð á umhverf- ismál og að ísland geri sig gild- andi á alþjóðavettvangi í um- hverfisvernd. í fjórða lagi það sem ég kalla þjóðerni og menn- ingu. Síðast en ekki síst eru það svo jafnréttismálin." Ef allar sáttatilraunir fara út um þúfur má þá búast við sjálf- stæðu framboði Birtingar eða að Birting samfylki með krötum? »Ég er þeirrar skoðunar að Birting eigi að taka sér tíma og þroskast og byggja enn frekar upp málefnalegan grundvöll sinn. Borgarstjórnarkosningar eru að mínu mati ekki ýkja mikil- vægar. Ég leggst því sjálfur gegn öllum hugmyndum um sjálfstætt framboð Birtingar eða sameigin- legt framboð með Alþýðuflokkn- um einum. Það eina sem ég væri ef til vill veikur fyrir, bregðist hugmyndin um samstöðulista, væri sameiginlegt framboð Birt- ingar og Kvennalista. Þetta segi ég vegna þess að ég lít svo á að Birting standi að mörgu leyti fyrir þá sömu fersku uppreisn og Kvennalistinn stóð fyrir í árdaga. Hinsvegar hefur Kvennalistinn að mínum dómi verið að þróast í erfiða átt og virðist á hraðri leið inn í einangrun. En þetta eru ein- ungis mínar eigin vangaveitur, ég hef hvorki viðrað þær innan Birt- ingar né heldur borið upp bón- orðið við Kvennalistann.” Þú lýstir því yflr á landsfundi Alþýðubandalagsins að þú mynd- ir ekki gefa kost á þér í komandi borgarstjórnarkosningum. Stendur sú yfirlýsing enn, bæði ef Alþýðubandalagið býður fram sér og ef farið verður í sameigin- legt framboð? „Já, því fær ekkert breytt.“ -Sáf 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.