Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 7
Gorbatsjov reynir að tala um fyrir Litháum og fá þá til að segja skilið við sjálfstæðisdrauminn. Strið Azera og Armena Sovésk sundrung Þjóðernisvakning og blóðug þjóðernis- átök ógna einingu sovéska ríkisins Hörð viðbrögð Sovétstjórnar við þjóðernisátökum Azera og Armena sýna að þrátt fyrir slökun á miðstýringu eru leið- togar sovéskra kommúnista ekki tilbúnir til að leyfa Sovétríkjun- um að liðast í sundur í innbyrðis átökum þjóðernisbrota. Pótt sovéska stjórnin sé reiðu- búin til að leyfa þjóðum Austur- Evrópu að losna undan klafa sovéskra yfirráða er ekki þar með sagt að hún geti fallist á sundurl- iðun Sovétríkjanna sjálfra í mörg þjóðríki. Þegar Gorbatsjov heimsótti Litháen í síðustu viku og hvatti til stillingar var orðum hans ekki síður beint til annarra þjóðarbrota í Sovétríkjunum en Eystrasaltsþjóðanna. Þá reifaði hann hugmyndir um breytingar á stómskipan Sovétríkjanna þann- ig að einstök ríki fengju mun meira sjálfstæði og gæti ráðið sín- um málum að mestu leyti sjálf án afskipta stjórnarinnar í Kreml. Þessar hugmyndir Gorbatsjovs gætu leitt til þess að Sovétríkjun- um yrði breytt í laustengt ríkja- bandalag þar sem sum ríkin hefðu því sem næst algjört sjálf- stæði í innanríkismálum sínum. Jafnvel þótt þjóðernissinnaðir Litháar hafi tekið málaleitan Gorbatsjovs illa kann afstaða þeirra að breytast þegar þeir íhuga nánar þá erfiðleika sem einhliða sjálfstæðisyfírlýsing hefði í för með sér. Blóðug átök Azera og Armena sýna vel hætt- urnar af aðgerðum ofstækissinn- aðra þjóðernissinna sem hunsa áskoranir um friðsamlegar samn- ingaviðræður. I Sovétríkjunum eru yfir hundrað og fimmtíu þjóðir og þjóðernisbrot. Mörg þeirra eiga um sárt að binda vegna gerræðis Sovétstjórnarinnar að liðnum áratugum. Margir voru hraktir frá upphaflegum heimkynnum og fluttir nauðungarflutningi til ann- arra staða. Ef allir hygðu á hefn- dir vegna yfirgangs nágranna sinna af öðrum þjóðarbrotum eða geðþóttaákvarðana sovéskra stjórnvalda leiddi það til stjórn- leysis og styrjalda. Sovétríkin kynnu jafnvel að leysast upp í ótal smáríki sem ættu í stöðugum landamæraerj- Litháar fóru ekki í launkofa með sjálfstæðisdrauma sína þegar Gorbatsjov heimsótti þá í síðustu viku. Þegar á hólminn kemur getur hins vegar reynst erfitt fyrir þá að hrinda draumnum í framkvæmd. Sovéska ríkið á flest fram- leiðslutæki og verksmiðjur í og stór hluti iðnverkamanna eru rússneskir. Rússar eru tæp tíu prósent af þeim 3,7 miljónum sem búa í Litháen. Svipaða sögu er að segja um hin Eystrasaltsríki Sovétríkjanna, Eistland og Lett- AÐ UTAN um. Miljónir manna myndu hrökklast frá heimilum sínum af ótta við þjóðernisofsóknir eins og þegar hafa orðið í Baku og fleiri borgum í bæði Azerbaijan og Armeníu. Efnahagslífið myndi lamast þegar hópar uppreisnar- manna loka flutningaleiðum og boða til langra allsherjarverk- falla. Þannig er ástandið einmitt núna í stórum hlutum Azerbai- jans. Gorbatsjov vill fyrir alla muni koma í veg fyrir slíka upplausn. En hann gerir sér grein fyrir að það verður að draga úr miðstýr- ingu og auka sjálfstjórn þjóða So- vétríkjanna til að virkja þær við nýsköpun í efnahagslífi. Ef al- menningur telur sig undirokaðan af Sovétvaldinu er ekki hægt að ætlast til að hann leggi sig fram við framleiðslustörf. Þess vegna reynir Gorbatsjov að finna málamiðlun þar sem so- vésku þjóðimar fá aukið sjálf- stæði eftir friðsamlegum leiðum án þess að Sovétríkin splundrist. Átök Azera og Armena og kröf- ur Eystrasaltsþjóðanna um sjálf- stæði sýna hvað þetta er erfitt. land. Sovéska stjórnin kemur aldrei til með að auðvelda þeim sjálf- stæðistökuna vegna þess fordæm- is sem það veitti öðrum þjóðum Sovétríkjanna. Hún gæti til dæm- is hæglega krafið Eystrasaltsríkin um skaðabætur fyrir eignir so- véska ríkisins. Jafnvel þótt íbúar þeirra séu tiltölulega vel menntaðir saman- borið við margar aðrar þjóðir So- vétríkjanna þá er iðnaður tiltölu- lega vanþróaðar. Iðnvömr Eystrasaltsríkjanna stæðust ekki Azerar og Armenar hafa eldað grátt silfur i því sem næst 170 ár. Þótt landamæri þeirra liggi saman eru siðir þeirra og venjur mjög frábrugðnar. Azerar eru flestir múslimir en Armenar kristnir. Báðar þjóðirnar gera tilkall til Nagomo-Karabakh sem er 4.400 ferkílómetra fjallent landbúnað- arsvæði. Þar búa tæplega um hundrað og áttatíu þúsund manns sem flestir em Armenar. Sovésk- ir kommúnistar ákváðu hins veg- ar árið 1923 að það skyldi tilheyra Azerbaijan. Armenar í Nagomo-Karabakh sættu sig aldrei við að lúta mús- limum. Þegar andblær frelsis barst til þeirra með umbótastefnu Gorbatsjovs urðu kröfur þeirra um endursameiningu við Armen- íu háværarari. Þjóðemisvitund Azera fékk á samkeppni á Vesturlöndum þótt þær seljist vel í Sovétríkjunum. Allt hagkerfi ríkjanna byggist á tengslum þeirra við Sovétríkin. Hráefni í iðnað koma þaðan og þar eru framleiðsluvörur þeirra seldar. Því yrði ekki breytt á einni nóttu. Þrátt fyrir mikinn stuðning á Vesturlöndum við sjálfstæðis- kröfur Eystrasaltsríkjanna er ekki þar með sagt að vestræn ríki séu reiðubúin til að veita þeim mikinn stuðning. Tregða Norð- urlandanna við að leyfa þeim að sama tíma byr undir báða vængi. Þeir vom ekki á þeim buxunum að skila Armenum landsvæði sem þeir töldu tilheyra Azerbaijan með réttu. Azerar í Sovétríkjunum em um sjö miljónir talsins, helmingi fleiri en Ármenar sem em um þrjár og hálf miljón. Azerbaijan liggur að landamærum írans og þar búa að minnsta kosti þrjár og hálf miljón Azera. Byltingin í íran og aukin sam- skipti sovéskra og íranskra Azera hefur vafalaust haft sitt að segja til að efla þjóðernisvitund þeirra og vekja trúarofstæki ákveðinna hópa. Sovésk stómvöld hafa verið mjög varkár í viðbrögðum sínum Armenskur flóttamaður frá Baku bíður með barni sínu eftir að vera ferjaður burt úr borginni yfir Kaspíahaf. sitja fundi Norðurlandaráðs ber meðal annars vitni um þetta. Erlend stórfyrirtæki bíða held- ur ekki óþreyjufull eftir því að ríkin fái sjálfstæði svo að hægt verði að fjárfesta í iðnaði þar. Önnur Austur-Evrópuríki em ekki síður vænleg til fjárfestinga eftir fall kommúnistastjórnanna þar. Einhliða sjálfstæðisyfirlýsing þessara ríkja kæmi þess vegna nær ömgglega til með að hafa í för með sér mikla erfiðleika jafnvel þótt sovéska stórnin fél- list á hana. Lífskjör almennings myndu þá snarversna. Tilboð Gorbatsjovs um tak- markað sjálfstæði í lauslegu bandalagi við Sovétríkin kann því að fá meiri hljómgmnn meðal al- mennings þegar frá líður. við þessari þróun af ótta við að styggja múslima í öðmm hlutum Sovétríkjanna en þeir eru um fimmtíu til sextíu miljónir talsins. Vopnuð átök Azera og Arm- ena hófust fyrir tveimur árum í kjölfar kröfu armenskra íbúa í Nagomo-Karabakh um að segja skilið við Azerbaijan og samein- ast Armeníu. Samkvæmt opin- berum tölum hafa tæplega tvö hundmð manns fallið í þessum átökum, þar af rúmlega sextíu frá því á laugardag í síðustu viku. Þá hóf hópur ofstækismanna úr röðum Azera kerfisbundnar of- sóknir gegn Armenum. Upplýsingum um armenska íbúa í borginni Baku í Azerbaijan var dreift á fjölmennum mót- mælafundi þar á laugardag. í óeirðunum sem fylgdu í kjölfarið voru tugir manna, aðallega Arm- enar, barðir til bana og limlestir. Jafnvel áður en til þessara óeirða kom höfðu flestir Ármen- ar í Baku flúið þaðan. Aðeins nokkur þúsund manns vom þá eftir af þeim tvö hundmð þúsund’ Armenum sem bjuggu í borginni þegar þeir vom flestir. Undan- fama daga hafa stjórnvöld unnið að því að flytja þá Armena, sem eftir voru, burt vegna þess að ekki var hægt að ábyrgjast öryggi þeirra. Hópar Azera og Armena höfðu um nokkurt skeið safnað vopnum og myndað svokallaðar varnarsveitir. Eftir óeirðirnar í Baku hafa fylkingar þeirra víg- væðst af enn meira kappi. Azerar vilja tryggja áframhaldandi yfir- ráð sín í Nagomo-Karabakh og öðmm umdeildum svæðum. Og Armenar segjast sjálfir verða að vernda líf sitt og limi úr því að sovéski herinn geti það ekki. Sovésk stjómvöld lýstu yfir neyðarástandi á mánudag og sendu her til átakasvæðanna þeg- ar ljóst var að það stefndi í styrj- öld milli Azera og Armena. Það hefur ekki dugað til að lægja ófriðaröldurnar heldur hafa báð- ar fylkingamar sent sínar eigin hersveitir til umdeildra lands- ' væða til að vernda hagsmuni sína. Sovéski herinn hefur átt erfitt með að athafna sig vegna þess að bæði Azerar og Armenar hafa komið upp vegatálmum til að hindra för hans. Leyniskyttur hafa skotið á hann og yfirmenn í hernum em famir að lýsa ástand- inu sem borgarastyrjöld. Þetta er ekki fyrsta styrjöld Azera og Armena. Síðast börð- ust þeir árið 1915. Stríðið eru al- varlegustu innanlandsátök í So- vétríkjunum frá því að bolsévikar unnu sigur á herjum andkomm- únista við upphaf þriðja áratug- arins. Stríðið gæti ógnað stöðu Gor- batsjovs ef sovéska hemum tekst ekki að bæla átökin niður. So- véskur fréttaskýrandi benti samt á að átökin á Norður-írlandi hefðu ekki valdið miklum breytingum í breskum stjórnmálum þótt tveir áratugir væru síðan þau hófust. RAGNAR BALDURSSON SjáKstæðisdraumur Eystrasaltsrikja Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.