Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 12

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 12
Norðurlandaráð Burt með gömlu kre Sósíalistar þurfa að leita nýrra leiða til þess að leysa vandamálin þar sem gömlu aðferðirnar duga ekki lengur til, segir Lilli Gyldenkilde, fulltrúi SF á Norðurlandaráðsþingi Lilli Gyldenkilde var fulltrúi Socialistisk Folkeparti (SF) á þingi Norðurlandaráðs í vikunni. Hún hefur setið í stjórn SF frá 1976 og á danska þinginu frá 1977 og í Norðurlandaráði frá 1984, þar sem hún starfar í nefnd um fólags- og umhverfismál. Við hittum Lilli meðan á þinginu stóð til þess að leita frétta af helstu verkefnum SF um þessar mundir og því, hvernig flokkurinn hafi brugðist við breyttum forsendum í samstarfi Evrópuþjóða. Lilli, hver eru helstu verkefni flokka vinstri-sósíalista á Norður- löndum, ogþásérstaklegaSF, um þessar mundir? Þótt flokkar vinstri-sósíalista starfi á svipuðum grunni á öllum Norðurlöndunum, þá hefur uppgjör þeirra við kommúnista ekki verið með sama hætti á öllum Norðurlöndunum, en það skiptir miklu máli varðandi höf- uðverkefni hvers flokks fyrir sig um þessar mundir. Hvað varðar SF, þá hefur aldrei leikið nokkur vafi á um af- stöðu okkar: flokkurinn klauf sig út úr danska kommúnistaflokkn- um í kjölfar uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956. Eftir árang- urslausar tilraunir Aksels Larsen til þess að gera danska kommún- istaflokkinn að opnum lýðræðis- legum flokki var SF stofnað 1959. Okkar vandi er því ekki fólginn í uppgjöri við fortíðina, því það hefur fyrir löngu farið fram innan flokksins. Við höfðum hins vegar samband við flokkana í A- Evrópu - nema sovéska flokkinn, þau sambönd voru fyrst tekin upp eftir valdatöku Gorbatsjovs, og gagnvart Rúmeníu þá rufum við öll tengsl formlega fyrir 3-4 árum síðan. Ríkisrekstur engin trygging fyrir sósíalisma Það sem okkar flokkur stendur fyrir eru í stuttu máli grundvallar- atriði eins og stýrt markaðshag- kerfi, frelsi verkalýðsfélaga, frjáls verkfallsréttur, fleirflokka- kerfi o.s.frv. Við göngum út frá því að í þjóðfélaginu séu hags- munaátök á milli launþega og at- vinnurekenda, og við iítum á það sem hlutverk okkar að styðja verkalýðshreyfinguna á þingi á sama hátt og borgaraflokkarnir styðja atvinnurekendastéttina. Við viljum vinna að auknu lýð- ræði fyrir verkafólk á vinnustaðn- um með rétt til meðákvörðunar, meðeignar og meðábyrgðar. Við viljum að lífeyrissjóðir launþega fái fullt frelsi til þess að fjárfesta í atvinnulífinu rétt eins og aðrir. Þetta eru í stuttu máli helstu grundvallaratriðin í okkar stefnu. Meðal vinstri manna eru enn til menn sem eru þeirrar skoðunar, að ríkisrekstur sé fortakslaust af hinu góða og einkarekstur af hinu vonda. Ég er ekki þeirrar skoð- unar og tel ekki að ríkisrekstur sé nokkur trygging fyrir sósíalisma. 80% Danavill Nato-aðild Nú var flokkur ykkar á sínum tíma andvígur aðildinni að Atl- antshafsbandalaginu. Hefur þessi afstaða breyst við breyttar að- stceður? Það er rétt að við eigum langa hefð fyrir andstöðu gegn Nato, og við höfum verið þeirrar skoð- unar að hægt verði í framtíðinni að leggja hernaðarbandalögin niður. Hins vegar má segja að sú breyting hafi orðið á afstöðu okk- ar að við höfum horfst í augu við það að um 80% dönsku þjóðar- innar er hlynnt aðild að NATO, og við getum auðvitað ekki ann- ao en Deygt okkur undir þann meirihlutavilja. Því höfum við á seinni árum í auknum mæli leitast við að beita áhrifum okkar innan bandalagsins. Gert Petersen formaður flokksins tók fyrir löngu frum- kvæði að þeirri stefnu, að Danir styddu einhliða afvopnun. Það var rökstutt með þeirri einföldu röksemd að einhver yrði að vera fyrstur til að snúa við af þeirri braut vígbúnaðarkapphlaups, sem hélt heiminum í heljargreip- um. Þetta var áður en Gorbatsjov kom með sínar nýju hugmyndir. Okkar flokkur hefur fagnað þeim árangri sem náðst hefur í afvopn- unarmáium, sem staðfestir að við höfðum rétt fyrir okkur: þetta var hægt. En við teljum að Bush- stjórnin í Bandaríkjunum hafi farið sér allt of hægt í þessum efn- um, og teljum það mjög ámælisv- ert að þeir skuli nú ætla sér að byggja nýja kynslóð eyðingar- vopna út í geimnum með stjörn- ustríðsáætiuninni svokölluðu. SF tók virkan þátt í friðar- hreyfingunni, og ég er sjálf virk í friðarhreyfingu kvenna, og danska friðarhreyfingin er ekki dáin þótt hún hafi þegar getað fagnað miklum árangri. í Evrópusúpunni miðri SF var á sínum tíma andvígt inngöngunni í EB. Hefur stefna flokksins gagnvart bandalaginu tekið breytingum í gegnum árin? Jú við vorum svarnir andstæð- ingar inngöngu Danmerkur í EB 1972. Það var vegna þess að Rómarsáttmálinn var fyrst og fremst kapítalísk forskrift fyrir ríku löndin í Evrópu. Með tíman- um hefur hins vegar orðið nokkur breyting á afstöðu okkar. Við átt- um frumkvæði að því á danska þinginu, að stofnuð var sérstök Evrópumarkaðsnefnd. Stjórn- völdum voru jafnframt sett þau skilyrði, að enginn danskur ráð- herra geti farið til Brússel til þess að skrifa undir bindandi samþyk- ktir án þess að hafa umboð meiri- hluta markaðsnefndarinnar. Innan þessarar nefndar höfum við oft myndað meirihluta, ýmist með sósíaldemókrötum eða ra- díkölum eða öðrum flokkum um að stöðva ákveðnar bindandi að- gerðir, sem við vorum á móti. Þetta hefur jafnframt þýtt að við erum orðin innblönduð í málin og stöndum ekki lengur fyrir utan án ábyrgðar. Þá höfum við einnig eitt af 16 sætum Danmerkur á Evrópuþinginu í Strassbourg. Þingið hefur ekki svo mikil völd enn, völdin liggja í ráðherranefn- dinni, en þróunin er þó í átt til aukinna valda þingsins. Á þing- inu eigum við samstarf við evróp- ska vinstri-sósíalista. Þetta þýðir í raun að við sitjum í súpunni miðri og hefur leitt til umræðna um það hvort við ætt- um ekki að reyna að beita áhrif- um okkar í auknum mæli innan bandalagsins. Meðal annars eru þar verkefni sem blasa við er varða hinn nýja félagsmálasátt- mála bandalagsins, tryggingu lág- markslauna, atvinnuleysisbóta, sjúkratrygginga o.s.,frv. Þá hafa allir þeir atburðir sem gerst hafa í álfunni utan EF mikla þýðingu fyrir framtíð bandalags- ins, ekki síst umræðan um Stór- þýskaland. Myntbandalag EB Við höfum verið mjög gagnrýnin á áform um gjaldeyris- og myntbandalag EF af fleiri ástæðum. í fyrsta lagi myndi það færa áhrifavaldið yfir peninga- stjórn okkar yfir á einhvern risa- bankann í Þýskalandi, í öðru lagi verður slíkt bandalag að okkar mati til þess að útiloka þau lönd sem nú æskja þess að koma inn í bandalagið: Ungverjaland, Austurríki, Pólland, og einnig EFTA-ríkin sem óska lausari tengsla. Þetta gengur þvert á þá pólitísku nauðsyn sem nú er fyrir því að loka engum dyrum á Austur- og Mið-Evrópuríkin. Hér á þinginu hef ég talað í dag um nauðsyn þess að rödd Norðurlandanna heyrist með á- kveðnari og samstilltari hætti í Evrópu. Benelux-löndin hafa tal- að einum rómi innan EB til þes að auka áhrif sín. Miðjarðarhafs- löndin gera það sama. Við þurf- um að finna þann samstarfs- grundvöll sem gerir okkur kleift, þrátt fyrir ólíka stöðu, að tala ein- um rómi innan Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa litið til okkar sem fyrirmyndar. Við þurfum að standa vörð um þau gildi sem liggja norræna velferðarkerfinu til grundvallar, og við eigum að leggja áherslu á opið samstarf á milli þjóðanna, en ekki lokaða klúbba. Að nota EB gegn markaðsöflunum Telur þú ekki að Evrópu- bandalagið geti orðið til góðsfyrir aðildarþjóðirnar og styrkt Evr- ópu á alþjóðavettvangi? Við erum á því innan SF, að markaðsöflin eigi að fá að ráða að vissu marki. En geri þau það ein mun það leiða glötun yfir stóra hópa. Þess vegna tel ég að nota eigi EB til þess að setja markaðs- öflunum þær skorður er tryggi að þau þjóni fólkinu. Nú er sá mögu- Kjellbjörg Lunde, fulltrúi SV í Noregi í Norðurlandaráði. Mynd - Krist- inn. Æskan tekur — og við hlustum á æskuna, segir Kjellbjörg Lunde, varafor- maður og þingflokksformaður Sósíalíska vinstriflokksins í Einn af fulltrúum Noregs á þingi Norðurlandaráðs í Reykja- vík þessa dagana er Kjellbjörg Lunde frá Sósíalíska vinstri- flokknum í Noregi. Hún er kenn- ari að mennt, hefur tekið virkan þátt í norskum stjórnmálum frá því á áttunda áratugnum og setið á Stórþinginu frá 1981. Hún er ættuð af slóðum Ingólfs Arnar- sonar í Sunnfjord í Vestur- Noregi, en býr nú í Storð, skammt frá Bergen. Hún hefur setið í Norðurlandaráði frá 1989 og er í efnahagsmálanefnd ráðsins. - Hafa atburðirnir í Austur- Evrópu undanfarna mánuði á einhvern hátt haft áhrif á Sósíal- íska vinstriflokkinn norska eða umræðuna um hann á opinberum vettvangi? - Okkar flokkur er lýðræðis- legur vinstriflokkur og hefur á engan hátt stutt eða samþykkt það stjómarfar sem ríkt hefur í Austur-Evrópu. Nýliðnir atburð- ir hafa því hvorki haft áhrif á við- horf almennings til okkar né valdið neinum hugmyndafræði- legum umræðum eða „uppgjöri" innan flokksins. SV hefur hins vegar eins og fjölmargir aðrir flokkar og hreyf- norska Stórþinginu ingar á Norðurlöndum fylgst með því sem gerst hefur í grasrótinni í Austur-Evrópu. Við höfum myndað persónuleg tengsl með heimsóknum til þessara landa við fulltrúa kirkjudeilda, umhverfis- verndarsamtaka og andspyrnu- hópa af ýmsu tagi. Með sam- skiptum við þessa undirstrauma í þjóðfélögunum höfum við áttað okkur vel á göllum þess kerfis sem þar hefur ríkt og væntingum fólksins um lausnir. Þessu starfi höldum við náttúrlega áfram, en nú hafa okkur opnast miklu betri tækifæri til að bjóða liðveislu okkar við uppbyggingarstarf af ýmsu tagi. Norðurlandabúar geta miðlað af reynslu sinni varðandi fjöldamörg viðfangsefni. - Hver eru viðbrögð þín, Kjellbjörg, þegar andstœðingar sósíalismans benda á atburðina í Austur-Evrópu og segja þá sönn- un þess að sósíalisminn sé búinn að vera? - Ég vil frekar segja: Þessi teg- und af kommúnisma er dauð. Það var óhjákvæmilegt og fyrir- sjáanlegt og er því í sjálfu sér eng- in frétt, þótt atburðirnir séu stór- kostleg breyting, að þetta skuli loksins hafa gengið eftir eins og við spáðum. Við í SV höfum alltaf sagt að ríkisforsjáin, mið- stýringin, einsflokkskerfið og frelsistakmarkanirnar væru röng hugmynd. röng stefna, röng að- ferð, röng framkvæmd. Því má samt ekki gleyma, að ríki Austur-Evrópu eru innbyrðis mjög ólík um margt. Það má ekki spyrða þau jafn náið saman og mörgum hefur hætt við. Þau eru á ólíku þróunarstigi varðandi at- vinnulíf og efnahagsmál almennt, sem og stjórnarfar og lýðræðis- hefð. Þjóðernishópar innan þeirra eru ólíkir og allt hefur þetta áhrif á þau skref sem þar verða stigin á næstunni. Ég er til dæmis smeyk um að þau ríki A-Evrópu sem minnst hafa af lýðræðislegum hefðum, geti lent í vandkvæðum vegna þeirra verkefna sem nú þarf að leysa. Þar geta auðveldlega skapast ólga og órói, sem auðvelda sterkum aðilum að ná þeim undirtökum sem þeir gætu ekki við þá lýðræðisskipan sem við teljum sjálfsagða. Eina virka skipulagið í mörgum þessara rikja er innan hersins. Eðlileg krafa fólksins í A- Evrópu er um aukinn hagvöxt og I i I i 1 4 12 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föatudagur 2. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.