Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 26
Ásmundarsalur v/Freyjugötu, Harri (Höskuldur Harri Gylfason), málverk. TÍI3.3.14-18daglega. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, kynn- ing á verkum Arnars Herbertssonar. Til 6.3.14-18daglega. Gallerí Borg, Ingiberg Magnússon, teikningar og akríl-myndir. Til 6.3.10- 18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí einn einn, Skólavörðustíg 4a, Jóhann Eyfells, skúlptúrlíkön og pappírssamfellur, opn lau kl. 15. Til 15.3.14-18daglega. Gallerí Graf, Logafold 28, verkÁstu Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18 e/eftirsamkomulagi. Galleri Sævars Karls, Bankastræti 9, Guðjón Ketilsson, blýantsteikning- ar. Til 16.3. verslunartími. Gamli Lundur, Akureyri, Sigurjón Jóhannsson, Síldarævintýrið, opn lau. Til 11.3.16-18 virka daga, 14-18 helgar. Hafnarborg, Hf, Nonaginta: Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guðjónsson og Ómar Stefánsson sýna málverk, opn lau. Til 18.3.14-19 alla daga nema lau. Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, austursalur: Kjarval og landið, til 4.3. Vestursalur, formleysismálverk úr safni Riis. Vesturforsalur, verke/ SvavarGuðnason. Listamannahúsið, Birgitta Jóns- dóttir, þurrpastelmyndir, olíumálverk og punktamyndir, opn lau kl. 16, tón- list, upplestur og ýmsar uppákomur við opn. Til 1.4. versl.tími. Listasafn íslands, salir 1 -5 Uppþot og árekstrar, norræn list 1960-1972, farandsýning á vegum Norrænu list- amiðst. Til 8.4.12-18 alla daga nema mán. kaffistofa oþin á sama tíma, að- gangurókeyþis. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Mokka, Vilhjálmur Einarsson, lands- lagsmálverk. Norræna húsið, kjallari, Aurora 3, samsýn. ungra norrænna lista- manna. Til 11.3.14-19 daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar örn, einþrykk og skúlptúrar. Til 7.3. 10-18 virka daga, 14-18 helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16, lýkur ífeb. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16 mán-fö. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. fsiandsbanki, Skipagötu, Akureyri, myndir eftir Jón Eiríksson. Til 2.4. TÓNLISTIN Sunnudagstónieikar í Hafnarborg: Ester Helga Guðmundsdóttir sópran og Guðni Þ. Guðmundsson píanól. flytja nokkur lög úr velþekktum söng- leikjum m.a. Porgy og Bess, Show- boat, Sound of music og Cats, 15:30 su, aðgangurókeyþis. Tónleikar til stuðnings íslandsdeild Amnesty International, Bústaðakirkju su kl. 17, karla-og drengjakór St. Christophþrs stjórn. Hope Armstrong Erb, Karen Russo píanóleikari og strengjahljómsv. St. Catherines og St. Christophers, stjórn. Anne Bakker Stokes: íslensk sönglög, Ave Maria, amerískþjóðlög, negrasálmaro.fl. Heitl potturlnn, Duus-húsi, su kl. 21:30 T ríó Ólafs Stephensen ásamt gestum. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari haldatónl. ísafnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi mán kl. 20:30. Sónöture/C.P.E. Bach og Prokofjev auk verka e/ Árna Björnsson, Atla Ingólfsson og Béla Bartok. Rannveig Bragadóttir messósópr- an og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari halda tónl. á vegum Tónl- istarfél. í íslensku óperunni mán kl. 20:30. Gamlar ítalskar aríur, þýsk þjóðlög í útsetningu Brahms, lög e/ Schubert, Schönberg, Ravel og Rossini. Miðasala stendur yfir í Ópe- runni. íþróttahús Mosfelisbæjar lau kl. 15, KATLA, karlakórasamb. Suðurlands 15 ára afmæli, Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Hótel l'sland, jasskvöld í Café fsland laukl. 23:30, TómasR. Einarssonog fél. Kjarvalsstaðir su kl. 20:30: Jón Að- alsteinn Þorgeirsson klarinettuleik. og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí- anóleik. Grand Duo Concertante e/ Weber og sónötur e/ Saint-Saens og Brahms. Kúbanska hljómsveitin Los Novels leikur í Skuggasal Hótels Borgar í kvöld og annað kvöld og heldur tón- leika í FIH-salnum, Rauðagerði 27 lau kl. 15. LEIKLISTIN Fantasía, Skeifunni 3c, Vagnadans - í leit að hjómi, í kvöld og su kl. 21 (s. 679192). íslenska Óperan, Carmina Burana og Pagliacci, í kvöld og lau kl. 20. Leikfélag Akureyrar, Heill sé þér þorskur. Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói Höttur, lau kl. 17, su kl. 14 og 17. Leikfélag Reykjavfkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld og su kl. 20. Töfrasprotinn lau og su kl. 14. Kjöt, lau kl. 20. Þjóðleikhúsið, Endurbygging, lau kl. 20. Stefnumót, frums. í kvöld kl. 20,2. sýn. su kl. 20. Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi: Líf og friður í Langholtskirkju su kl. 20:30, söngleikur e/ Per Harling og Lars Collmar, gerist á meðal dýranna í ör- kinni hans Nóa eftir að mannkynið hefur eyðilagt lífsskilyrði á Jörðinni. Hvað á að gera um helgina? Helgi Arngrímsson „Það fer nú mikið eftir því hvernig veðrið verður hér eystra um helgina hvað maður gerir. Ef vel viðrar mun ég ásamt öðrum reyna að reka smiðshöggið á uppsetningu skíðalyftunnar hér á laugardaginn. Ætli maður reyni svo ekki á sunnudaginn að gefa sértíma til að sinna fjölskyldunni," sagði Helgi Arngrímsson, framkvæmdastjóri Álfasteins hf. í Borgarfirði eystra. HITT OG ÞETTA Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, bókmenntadagskrá su kl. 15: Þórunn Valdimarsdóttir ræðir um aðferðir við ævisagnaritun og beinir athyglinni einkanlega að landamærunum á milli skáldskaparog sagnfræði. Þórunni til aðstoðar verða leikararnir Guðný Ragnarsdóttirog Karl Guðmundsson sem lesa óbirtan kaf la úr ævisögu Þórunnar um Snorra á Húsafelli. Áheyrendum gefst kostur á að beina fyrirspurnum til Þórunnar í lok dag- skrárinnar, sem stendur í um klst. MÍR, kvikmyndasýn. í bíósalnum v/ Vatnsstíg 10 su kl. 16: Vindarnir sjö e/ Stanislavs Rostotskí (1962). Efni myndarinnar er sótt í atburði styrjald- aráranna 1941 -45. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndaklúbbur íslands, Tromp í bakhöndinni (Ace in the Hole) e/ Billy Wilder (USA1951) sýnd í Regn- boganum lau kl. 15. Norræna húsið, hádegisfyrirlestur í dag kl. 13: Ingibjörg Hafstað, Kvinn- ene i det islandske samfunnet. Laugardagskaffi Kvennalistans, lau kl. 11 að Laugavegi 17. Umræðuefni dagvistar og öldrunarmál í Reykjavík. Allirvelkomnir. Bókmenntahópur MAÍ kemur sam- an í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 lau kl. 15. Mætumöll. Félag eldri borgara í Rvík og nágr. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, su: Kl. 14 frjálst, spil og tafl, dansað frá kl. 20. Danskennsla í Nýja Dansskólan- umfellurniðurlau. Félagsvlst og gömlu dansarnir á hverju föstudagskvöldi ÍTemplara- höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir velkomnir. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Hittumst uppúr hálftíu til að drekka molakaffi og rabba saman. Konungleg skemmtun í óperunni íslenska óperan: Carmina Burana eftir Cari Orff. Hljómsveitarstjóri David Angus. Leikstjóri og dansahöf- undur: Terence Etheridge. Leikmynd • og búningar: Nicolai Dragan. Flyt- jendur: Kór og barnakór Islensku óp- erunnar ásamt jjeim Micael Jón Clarke, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Þorgeiri J. Andréssyni. Dansarar úr íslenska dansflokknum. Pagliacci eftir Ruggero Leonca- vallo. Hljómsveitarstjóri David Agn- us. Leikstjóri Basil Coleman. Leik- mynd Nicolai Dragan. Búningar: Al- exander Vassiliev. Hfjóðfæraleikur í báðum sýningum: Hljómsveit ís- lensku óperunnar. Stjórnandi kórs og æfingastjóri: Peter Locke Kór íslensku óperunnar tók áhorfendur með trompi á fyrsta tóninum í Carmina Burana á frumsýningunni um síðustu helgi. Slíkur var krafturinn f flutning- num, og sleppti ekki tökunum á áhorfendum fyrr en hringnum var lokað og verkinu lauk í upp- hafsstefinu um fallvaltleik ham- ingjunnar. Carmina Burana er fyrst og fremst kórverk, en býður jafn- framt upp á að það sé dansað með þeim kraftmikla og frumstæða takti, sem gengur í gegnum verk- ið. Söngtextar eru gömul alþýðu- kvæði um lífsnautnina frjóu og Dansarar úr íslenska dansflokknum í Carmina Burana. Ljósm: Kristinn fallvaltleik hennar, teknir upp úr miðaldahandriti frá fyrri hluta 13. aldar, sem munkarnir í Benediktbeuern-klaustrinu í Bæjaralandi höfðu varðveitt í gegnum aldir sem forboðinn og syndsamlegan texta. Þar játar óþekkt skáld á sig veikleika sinn fyrir kvennaástum, spilum og víni. Tónlistin er í senn forneskjuleg og nýtískuleg og má finna skyld- leika í henni við Stravinsky, en ÓLAFUR GÍSLASON verkið var samið og frumflutt árið 1937. Hin taktfasta hrynj- andi og sá frumstæði kraftur sem einkennir verkið gerir það að verkum að tónlistin grípur áheyrandann fyrirvaralaust og nánast kallar eftir hreyfingu. Það var því vel til fundið að flytja verkið sem „óperuballett", og margt gott og hugvitsamlegt í sviðsetningunni. Einkum skilaði karldansarinn Hany Hadaya sín- um hlut vel. Hitt er svo annað mál hvort tónlist og texti hafi ekki boðið upp á meiri erótík og trylltari hreyfingar, og kann að vera að dansinn hafi í einhverju goldið fyrir þrengslin á sviðinu. En Sigrún Hjálmtýsdóttir skilaði sópranhlutverki hinnar blóðheitu og heitt þráðu bóndastúlku með ástríðuhita sem smitaði frá sér um allan salinn svo að það nálg- aðist að við værum þarna við- stödd nútíma blót til heiðurs sjálfum Díonísos hinum gríska. Semsagt konungleg skemmtun. Eftir hléið var farið í allt aðra sálma. Óperan Pagliacci eftir Le- oncavallo er með fyrstu óperum í anda verisma eða raunsæis, sem fluttar voru á ftalíu, en hún var frumsýnd í Mflanó 1892. Þetta er hefðbundin saga um ástir og af- brýði á S-Ítalíu, en það sem gerir framsetninguna sérstaka er hvernig höfundurinn spilar á and- stæður leiks og alvöru: Farand- leikarar eru á ferð með leiksýn- ingu um Kólumbínu og Harlekín í anda Commedia dell'arte. Can- io (Garðar Cortes), sem leikur trúðinn, grunar konu sína Neddu (Ólöf Kolbrún Harðardóttir), sem leikur Kólumbínu, um ótryggð. Þegar að leiksýningunni kemur á þorpstorginu snýst kóm- edían yfir í raunverulegan harm- leik: trúðurinn ræðst að Kólumb- ínu, ásakar hana um svik og leggur hana hnífi í raunveruleik- anum. Og þegar ástmaður henn- ar birtist fær hann sömu útreið. Flutningurinn var í stuttu máli íslensku óperunni til sóma. Hjálpaðist þar flest að: góð sviðs- mynd, fagmannleg leikstjórn og góður söngur, einkum hjá Garð- ariCortes. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir sýndi líka að hún er ekki bara góð söngkona, heldur líka leikkona sem brá sér fyrirhafnar- lítið en fagmannlega í hlutverk Kólumbínu, þannig að unun var að sjá og heyra. Lófatakinu í lok frumsýningar ætlaði aldrei að Iinna og sýndi að áhorfendur kunnu vel að meta þetta framlag íslensku óperunnar sem þarna flutti sitt 19. verkefni frá upphafi með sóma. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.