Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 7
Vopnað valdatafl á Filippseyjum Handtaka Enrile fyrrverandi varnarmálaráðherra nægir tæpast til að tryggja stöðugleika á Filippseyjum Corazon Aquino forseti Filipps- eyja ákvað loksins að láta til skarar skríða gegn Enrile fyrr- verandi varnarmálaráðherra nú í vikunni. Hann var handtekinn og ákærður fyrir að hafa skipulagt blóðuga uppreisnartilraun hers- ins í desember. Uppreisnartilraunin, sem hófst 1. desember og lauk ekki fyrr en sjö dögum seinna, var sú blóðug- asta af þeim sex uppreisnartil- raunum sem herinn hefur gert gegn stjórn Aquino frá því að hún komst til valda árið 1986. Að minnsta kosti 113 manns féllu og 600 særðust. Allt frá upphafi lék grunur á að þessar tíðu uppreisnir hersins stæðu í tengslum við Enrile og sumir leiðtogar þeirra lýstu beinlínis yfir stuðningi við hann. Hann hefur hins vegar einatt neitað að hann beri ábyrgð á upp- reisnartilraununum þótt hann hafi samúð með málstað upp- reisnarmanna. Nú tæpum þremur mánuðum eftir síðustu uppreisnartilraunina telur ákæruvaldið sig loksins hafa nægjanleg sönnunargögn til að sanna að Enrile hafi átt aðild að henni. Hann neitar því hins vegar ennþá staðfastlega. Hann tárfell- di og sagði að sagan myndi sanna sakleysi sitt þegar hann hitti mörg hundruð stuðningsmenn sína á leiðinni í fangelsið á miðvikudag. Orsakir valda- ránstilrauna Ekki er víst að handtaka Enrile dugi til að koma í veg fyrir frekari uppreisnartilraunir hópa innan hersins jafnvel þótt hann kunni að hafa staðið á bak við þær. Mikil óánægja er innan hersins með framistöðu Aquino. Herinn átti á sínum tíma þátt í að koma henni til valda og yfirmenn hans telja sig eiga skilið að fá nokkra umbun fyrir ómakið. En Aquino hefur unnið kerfisbundið að því að minnka völd hersins sem hafði verið helsti valdastólpi einræð- isstjórnar Marcosar á síðustu valdaárum hans. Foringjar í hernum gagnrýna að herinn skuli ekki vera efldur enn frekar til að geta bælt niður uppreisn kommúnískra skæru- liða í eitt skipti fyrir öli. Komm- únistahættan var einmitt ein helsta átylla Marcosar fyrir eflingu hersins. Uppreisnaröfl innan hersins hafa líka nærst á almennri óá- nægju með hvað Aquino hefur gengið illa að standa við loforð sín um bætt lífskjör og útrýmingu spillingar í stj órnkerfinu. Leið- togi desemberuppreisnarinnar Eduardo Alenina hershöfðingi sagði markmið uppreisnarinnar meðal annars vera að útrýma skrifræði, spillingu, bæta efna- hagsástandið og útrýma komm- únistum. Þeir þóttust hafa stuðning um sextíu prósenta hermanna í stjórnarhernum sem telur 147.500 menn. Það reyndist ekki rétt þegar til kom en víst er að stór hluti hersins hafði samúð með málstað uppreisnarmanna þótt hann væri ekki reiðubúinn til að grípa til vopna gegn stjórn- inni, sérstaklega eftir að ljóst var að Bandaríkjamenn studdu hana. Skæruhernaður kommúnista Ólíklegt er að krafa hersins um fleiri vopn og meiri mannafla til AÐ UTAN Alexander Aguirre yfirmaður 15 þúsund manna lögregluliðs höfuð- borgarFilippseyja, Manila.veitir mönnum sínumtilsögn ívopnaburði. Stjórnvöld á Filippseyjum vinna aðeflingulögreglunnartiimótvægis við herinn. að berjast gegn kommúnískum skæruliðum sé Iíkleg til að skila árangri. Miklu frekar ber að líta á hana sem átyllu fyrir herinn til að auka mikilvægi sitt. Reynslan sýnir að skæruliðar hafa sótt í sig veðrið fremur en hitt við aukna vígvæðingu stjórnahersins. Þegar Marcos setti herlög árið 1972 voru skæruliðar kommún- ista sárafáir og illa vopnaðir. En hertar hernaðaraðgerðir bitnuðu ekki hvað síst á óbreyttum bænd- um svo að stöðugt fleiri bættust í hóp skæruliða eftir því sem her- inn var efldur. Þegar Marcosi var steypt er talið að skæruliðar hafi haft hátt á annan tug þúsunda manna undir vopnum auk fjölmenns varaliðs úr hópi smábænda á áhrifasvæði þeirra. Fall Marcosar og valdataka Aquino virðist lítil áhrif hafa haft á uppreisn kommúnista. Þeir sökuðu hana strax í upphafi um að ganga erinda stóreignar- manna. Samningaviðræður við komm- únista fyrst eftir valdatöku Aqu- ino runnu út í sandinn þegar ljóst var að hún var ekki tilbúin til að skipta landi stóreignarmanna á milli smábænda eins og kommún- istar kröfðust. Kommúnistar hafa aukið hern- aðaraðgerðir sínar á þéttbýlis- svæðum að undanförnu. Þeir eru taldir hafa um eða yfir tólf þús- und manns undir vopnum jafnvel þótt nokkur fækkun virðist hafa orðið í her þeirra á síðastliðnu ári. Þeir eru sagðir fylgjast grannt með þróuninni í Austur-Evrópu þar sem hver kommúnistastjórn- in á fætur annarri hefur fallið. Þeir segja að það hafi samt engin áhrif á nauðsyn áframhaldandi byltingarbaráttu á Filippseyjum þar sem þorri fólks lifir á algjörri örbirgð á meðan landeigendur og stórkapítalistar safna auði. Vera tæplega tuttugu þúsund bandarískra hermanna í tveimur herstöðvum á Filippseyjum gefur líka baráttu kommúnista þjóð- ernissinnað inntak. Bandaríkja- menn njóta ýmissa forréttinda á Filippseyjum og skæruliðar hafa að undanförnu beitt spjótum sín- um æ meira að þeim. Spilling Aquino hefur sjálf viðurkennt að ásakanir uppreisnarmanna í hernum og stjórnarandstæðinga um spillingu í stjórnkerfinu eigi við rök að styðjast. Hún réttlætir það með því að hún hafi erft emb- ættismannakerfið frá Marcosi. Það var meðvituð stefna Marc- osar að hafa laun opinberra emb- ættismanna svo lág að þeir yrðu að drýgja tekjurnar með ein- hverjum hætti. Það var bæði gert með ýmiss konar styrkjum og greiðslum sem yfirmenn þeirra réðu yfir og einnig með mútum sem þeir tóku fyrir fyrirgreiðslu. Meira að segja opinber laun háskólaprófessora voru svo lág að þeir urðu að betla kennslu- og rannsóknastyrki frá embættis- mönnum. Þrátt fyrir fögur loforð um að hún ætli að útrýma spillingu hafa tilraunir Aquino til að breyta þessu kerfi enn lítinn árangur borið. Foringjum í hernum finnst erf- itt að horfa upp á að á sama tíma og fjárframlög til hersins eru skorin niður maka stjórnmála- menn og embættismenn krókinn RAGNAR BALDURSSON Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 eins og ekkert hafi breyst þegar Marcosi var steypt. Óbreytt ástand í sveitum Aquino hefur heldur ekki get- að staðið við loforð sín um að úthluta landi til smábænda og leiguliða. Landeigendur eru öfl- ug þjóðfélagsstétt þrátt fyrir að þeir séu tiltölulega fámennir. Aq- uino hefur ekki þorað að leggja til atlögu við þá. Reyndar er vafa- samt hversu mikinn áhuga hún hefur á raunverulegri endurupp- skiptingu lands til smábænda þar sem hún er sjálf af auðugri land- eigendaætt. Áætlun Aquino um að gefa smábændum land felst í því að ríkið skuli kaupa það af land- eigendum og endurúthluta því til leiguliða. Hagsmunir land- eigenda eru þannig tryggðir jafnvel þótt þeir missi landið. Þetta er svo kostnaðarsamt að filippseyska ríkið hefur engan veginn bolmagn til að hrinda Þungvopnaður hermaður sem tók þátt í uppreisn filippseyska hersins í desember. áætluninni í framkvæmd nema á takmörkuðum svæðum. Aqu- ino hefur farið fram á alþjóðlega aðstoð í þessu skyni en erlend ríki hafa sýnt takmarkaðan áhuga á að gefa landeigendum stórfé fyrir að úthluta landi til þeirra sem yrkja það. Stjórn Aquino hefur þannig lítið sem ekkert gert til að bæta kjör almúgans sem lepur dauðann úr skel. Áróðursmeist- arar stjórnarinnar leggja þess vegna höfuðáherslu á persónu- lega kosti Aquino fremur en ár- angur hennar í starfi. Margir Fil- ippseyingar líta á hana sem líkamlegan holdgerving guðs- móðurinnar og hengja myndir af henni við hliðina á myndum af Maríu mey. Fátæktin er samt svo mikil til sveita að slíkar áróðursaðferðir bera takmarkaðan árangur. Hún er aðalástæðan fyrir því hvað skæruliðar kommúnista njóta mikils fylgis á sumum svæðum. Stór hluti hermanna í stjómar- hernum þekkir líka fátæktina í sveitum af eigin raun sem líka á þátt í því hvað margir óbreyttir hermenn hafa reynst fúsir til að taka upp vopn gegn stjórn Aqu- ino. Erfiðleikar framundan Erfiðleikar Aquino era síður en svo úr sögunni jafnvel þótt henni takist að fá Enrile dæmdan fyrir landráð. Allar orsakir óróa innan hers- ins eru enn fyrir hendi og stjórn- arandstæðingar eru nú þegar farnir að búa sig undir næstu fors- etakosningar sem verða haldnar eftir tvö ár. Jafnvel þótt Aquino segist ekki ætla að gefa kost á sér til endurkjörs segja aðstoðar- menn hennar að hún haldi öllum möguleikum opnum. Uppreisnartilraunin í desemb- er hafði slæm áhrif á efnahagslíf Filippseyja sem hafði sýnt nokk- ur batamerki undanfarin þrjú ár. Efnahagsbatinn hafði reyndar lítil áhrif á kjör almennings. Aqu- ino hefur sýnt tilhneigingu til að bregðast við aukinni þjóðfélags- ólgu og óánægju innan hersins með eflingu annarra löggæslu- sveita. Um þessar mundir er verið að sameina sveitalögregluna og rík- islögregluna jafnframt því sem fjölgað verður í lögreglunni úr 90 þúsund í 120 þúsund. Jafnframt verða tengsl lögreglu við herinn rofin, og lögreglumenn fá ekki lengur þjálfun í hernum. Þannig kemur lögreglan til með að mynda mótvægi við herinn sem stjórnvöld geta reitt sig á. Erfitt er að sjá hvernig þessi efling lögreglunnar getur leyst úr vandamálum sextíu miljón manna þjóðar þótt hún styrki kannski stjórnina í sessi. Vamaimálaráð- hena í 17 ár Juan Ponce Enrile er 66 ára gamall óskilgetinn sonur lög- fræðings. Hann er sjálfur lög- fræðingur að mennt og á valda- tíma Marcosar auðgaðist hann mjög á timburviðskiptum og fjármálabraski. Enrile hefur verið ráðherra í alls 23 ár. Hann hafði yfirumsjón með framkvæmd herlaga 1972 til Juan Ponce Enrile hafði áður vald til að hneppa menn í fang- elsi. Nú er hann sjálfur kominn í tugthúsið. 1981 og var varnarmálaráðherra í stjórn Marcosar í rúm sextán ár. Þegar Marcos riðaði til falls 1986 snerist Enrile gegn honum og beitti sér fyrir hallarbyltingu hersins sem kom Corazon Aqu- ino til valda. Hann var áfram varnarmálaráðherra í stjórn hennar í níu mánuði þar til hún rak hann vegna meintra tengsla við uppreisnarmenn innan hers- ins gegn stjórn hennar. Síðan hefur Enrile verið einn helsti forystumaður stjórnar- andstæðinga. Hann hefur verið harðorður í garð stjórnar Aquino og sakað hana um spillingu og svik á kosningaloforðum. Áhrif Enrile eru ennþá mikil innan hersins þar sem margir yfir- menn eru persónulega skuld- bundnir honum frá því að hann var varnarmálaráðherra. Enrile nýtur líka stuðnings öflugra fjármálaafla sem nutu góðs af stjórn Marcosar. Ólíklegt er að handtaka hans dragi úr áhrifum hans og er óttast að stuðningsmenn hans reyni að bjarga honum úr fangelsi ef hann verður sekur fundinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.