Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 9
Það er eitthvað sem vill verða til Tomas Tranström- er: Þegar ljóðið er komið á prent fer það að lifa sínu eigin lífi - á eigin ábyrgð Tomas Tran- strömer:Sál- fræðingnum og Ijóðskáldinu kemurvel sam- an. Mynd: Jim Smart Sænska Ijóðskáldið Tomas Tranströmer, sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir Ijóðabók sína Fyrir lif- endur og dauða (För levande och döda), segir verðlaunin fyrst og fremst þýða tímabil fjárhagslegs öryggis. - Og góður fjárhagur er mjög mikilvægur fyrir mig sem Ijóðskáld, því þannig fæ ég meiri tíma til að yrkja, segir hann. - Ég gæti til dæmis tekið mér frí frá minni launavinnu í einhvern tíma og helgað mig skáldskapnum. - Ég veit ekki hvaða þýðingu þessi verðlaun koma til með að hafa innan Norðurlandanna en ég býst þó við að þau tákni að mínar bækur verði þýddar og fái góða dreifingu í það minnsta í Noregi og Svíþjóð. Pýðingar á milli þeirra norður- landamála, sem líkust eru, sænsku, norsku og dönsku, hafa löngum verið vandamál. Manni finnst þessi tungumál svo lík að það sé heimskulegt að vera eitthvað að þýða á milli þeirra, en raunin er sú að sé lesandinn ekki vel að sér í viðkomandi tungu- máli fer eitt og annað fyrir ofan garð og neðan og áhuginn dvín. Þar við bætist að bækur nágrann- anna lenda i skugga engilsaxn- eskra bókmennta sem hreinlega flæða yfir markaðinn á meðan ótrúlega lítið af bókmenntum berst á milli Norðurlandanna. Ég er sálfræðingur að mennt, er í fimmtíu prósent starfi sem slíkur og hef mikla ánægju af því. Ég vinn á atvinnumiðlun meðal annars við það að ráðleggja og eiga samtöl við fólk, sem þarf að endurmennta sig til dæmis vegna vinnuslysa, en þau eru mjög al- geng í héraðinu í kringum Vester- ás þar sem ég bý, vegna þess að þar er mikill iðnaður og mikið um einhæfa verksmiðjuvinnu. Sálfræðingnum og ljóðskáld- inu kemur vel saman en það er erfitt að finna tíma til alls sem þarf að gera því bæði störfin hafa ýmsa snúninga í för með sér. Sem höfundur tek ég þátt í ýmsum uppákomum, ég fæ mikið af bréfum sem ég þarf að svara og það er mikið hringt, og þó mér finnist þetta skemmtilegt tekur það mikinn tíma þegar ég er líka í fastri vinnu. Ég er orðinn 58 ára og þetta er ekki eins auðvelt og það var fyrir tuttugu árum, því með öllu þessu þarf ég líka að hafa tíma til að skrifa. Ég skrifa vegna þess að það er eitthvað sem vill verða til í gegn- um mig. Ljóðið vill út og þegar það er komið á prent verður það frjálst og fer að Iifa sínu eigin lífi, - á eigin ábyrgð. Ég veit lítið um mína lesendur, en ég efast um að ég myndi halda áfram að yrkja ef engir væru lesendurnir. Það er mér mikilvægt að vita að ein- hverjir lesa ljóðin en hins vegar finnst mér ekki skipta máli hvað margir gera það því það er betra að hafa tíu áhugasama lesendur en hundrað, sem kæra sig koll- ótta um það sem þeir lesa. Það er stöðug þróun í mínum skáldskap. Ég skrifa aldrei eina bók í einu þannig að það séu þáttaskil á milli þeirra, heldur verða ljóðin til jafnt og þétt og ég vel síðan úr þeim og set þau á bók. Yfirleitt eru þau ekki einu sinni í tímaröð í bókunum. Það hefur auðvitað orðið einhver breyting á mínum ljóðum í gegn- um árin því maður eldist og þroskast, en ég yrki ekki í áföng- um heldur er þetta jafnt og þétt flæði. LG Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐÁ 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.