Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eg er nefndur stalínisti! Þið ráðið hvort þið trúið því en svona er þetta nú. Ég segi nú um þessa síðustu daga eins og segir í Prédíkaranum: mér líka þeir ekki. Maður getur ekki treyst á neitt. Það er allt frá manni tekið. Ég hefi lengi barist hart við heimskommúnismann, eins og þið vitið, og svo er hann allt í einu gufaður upp og þykist aldrei hafa verið til. Ég hefi sem góður Sjálf- stæðismaður, glímt enn lengur við SIS, og svo er hann á förum líka og vill verða hlutafé- lag. Svo koma einhverjir Grænlendingar og Finnar á Norðurlandaráðsþing og ætla að taka af okkur jólasveininn líka. Ég segi nú eins og karlinn: Ég er ekki ég og hrossið á einhver annar. Það er eftir öðru í þessu rugli að nú er búið að gera mig, Skaða, að stalínista! Og hvernig gerðist það? Nú er að segja frá því. Ég var að kjafta við hann frænda minn, hann Karl Marx Jónsson, sem þið kannist við. Hann er náttúrlega orðinn svo mikill jafn- aðarmaður þessa dagana að mér verður flökurt. Og segist alltaf hafa verið. Eiginlega. Jæja góði, sagði ég. Ég man nú ekki betur en þú hafir hengt upp í herberginu þínu stóra mynd af Stalín í hvítum stakk úti á akri og bænt þig fyrir framan þennan skeggjaða engil á hverju kvöldi. Þú misskilur þetta Skaði, sagði Kalli. Eg hengdi bara upp myndina vegna þess að þetta var falleg og listræn mynd. Vitið þið það, ég nennti varla að fara að stríða Kalla á þessu, því ég er kristinn maður og húmanisti. En þá hljóp fjandinn í Kalla eins og stundum og hann sagði: Annars mundi ég tala varlega í þínum sporum, Skaði. Því engan þekki ég meiri stalínista en þig. Ég? stalínisti? hváði ég og varð ekki eldri. Já, sagði Karl Marx Jónsson. Og hvursu má það vera? spurði ég. Þú ert Stalínisti að hugarfari og aðferð, sagði Kalli. Kjaftæði, sagði ég. Nei, sagði hann. Þú til dæmis leyfir kon- unni þinni ekki út fyrir dyr á miðilsfundi og systur þína hana Rósu hefurðu sett í ritbann svo hún má sig ekki andlega hræra. Kvenfólk á ekki að láta eins og asnar, sagði ég. Það var einmitt það sem Stalín hélt, sagði Kalli. Þessi hegðun þín er návæmlega eins og yfirgangur Stalíns við kerlu sína og dóttur og allir vita hvernig það fór. Stalínisminn, væni minn, hann byrjar í heimahúsum, eins og Grettir Ásmundarson sagði: án er illt gengi nema heiman hafi. Þú segir fréttir, sagði ég. Já, sagði Kalli. Svo trúir þú á Flokkinn þinn, að hann hafi einn rétt fyrir sér. Að sálfsögðu, sagði ég. Sjálfstæðisflokk- urinn minn er ekki eins og einhver ruglaður kommaflokkur. Hann kemst að því sem rétt er og satt og gerir það. Vissi ég ekki, sagði Kalli sigri hrósandi. Þú ert lærisveinn bæði Leníns og Stalíns í flokksmálum, það fer sko ekkert á milli mála. Þú þykist geta sannað hvað sem er, sagði £g Auðvitað get ég það, sagði Karl marxisti. Tökum til dæmis þína stalínsku leikfléttu þegar þú tókst völdin í átthagafélagi Grunnvíkinga. Hvað koma Grunnvíkingar við þeim rauða hundi Stalín? spurði ég og varorðinn svolítið gramur. , ,. . . Þeir koma honum mikið við. Fyrst bolað- irðu Tóta úr stjórn félagsins með því að láta þá Kalla og Sigga bera það út að Tóti vildi sameinast öðrum vestfirskum atthagafe- löqum Alveg eins og Stalín notaði Sínovjév oq Kamenéf til að bola Trotskí frá vegna þess að hann vildi byltingu út um allt. Svo þegar Tóti var úr leik snerirðu þér að Sigga og KallaeinsoghverannarStalín. Þúkomst því á kreik aö þeir hefðu setlaö að selja oöol feðra sinna í Grunnavík einhverjum ríkum sumarbústaðafólum frá ísafirði eða jafnvel Reykjavík. Nú og hvað með það? spurði ég. Hvað með það. Þetta var alveg jafnmikil lygi og þegar Stalín bar það svo upp á Síno- véf og Kamenéf að þeir hefðu ætlað að selja Rússland hálft undan honum - Bretum eða Þjóðverjum eða hvaða heimsveldistuskum sem væri. Þú lést þá Sigga og Kalja meira að segja játa þessar syndir á sig á stjórnarfundi eins og í hverjum öðrum pólitískum sýndar- réttarhöldum! Já, og þeir játuðu af fúsum og frjálsum vilja, sagði ég. Gáðu að því! Ónei, sagði Kalli. Upp koma svik um siðir. Þú hafðir króað þá af og hellt þá fulla og látið þá skrifa upp á allskonar skuldabréf sem þeir voru bundnir af. Þeir urðu að gera eins og þu sagðir og hverfa svo úr sögu Grunnavikur- niðja með smán eins og hverjir aðrir aum- ingjar. Nei, Skaði minn, stalínisti ert þú, i hugsunum, orðum og gjörðum, og eins gott fyrir þig að viðurkenna það strax. lloc I n—^ I 3S Jj —— II ' E ■c K \\CS9 § Ég held ég gangi heim I tilefni B-dagsins. Þaðer\ sannarlega jtilefni til aðl thalda uppy á ársafmælið 7^ Já, og það að maður er ekki enn kominn á Voginn, það er svo heív... langur gangur^ , þangað. r\ ROSA- GARÐINUM nm HÁSKALEG HEILSUGÆSLA Að sögn eins stjórnarmanns var ástandið orðið með öllu óviðun- andi og hvorki sjúkrahúsinu né skjólstæðingum þess bjóðandi upp á það að læknarnir væru stöðugt í blóðugum skylmingum innbyrðis. Vestfirska fréttablaðid LAXAR ERU SVÍN Mengun frá einni laxeldisstöð á við tíu þúsund manna byggð. DV ÁNÚAÐTAKA HANN FRÁ OKKUR LÍKA? Deilt um jólasveininn á fundi Norðurlandaráðs. ANDINN OG HOLDIÐ Elskurnar mínar, síðan ég hætti að vera smáfelld í hugsun og gerðist stórbrotnari er ég svo fyr- irferðarmikil andlega að fólk spá- ir í mig sem meiriháttar gellu. Pressan ÍSLENSKTILVIST- ARKREPPA Hefur þú ekki einhverntíma ósk- að þess að þú værir hundur eða köttur? Pressan SAMSTAÐA BARNA BILAR Rúmur helmingur barnanna taldi Rauðhettu verulega illa siðaða stúlku, vegna þess að hún fór ekki að fyrirmælum móður sinn- ar, heldur stytti sér leið gegnum skóginn. Þeim fannst að fyrir þessa framkomu ætti stúlkan fyllilega skilið að vera étin af úlf- inum. Pressan EKKIAÐ SPYRJA AÐ DANAHATRINU! Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna sektar vegna sýninga stöðvarinnar á tveim dönskum kvikmyndum. Morgunbla&ið AFSAUÐUM ERTU KOMINN Jónas ritstjóri (Kristjánsson) hlýtur að vita það, að ef engin sauðkind hefði verið til síðustu þrjár aldirnar þá væri hann ekki Ul' Tíminn VÖLUNDARHÚS ÆÐRISTJÓRN- MÁLA Ennfremur nefnir Morgunblaðið frétt Alþýðublaðsins um gagn- rýni Hreggviðs Jónssonar þing- manns Frjálsynda hægriflokksins á forsætisráðherra vegna kaupa Landsbankans á Samvinniiþank- anum sem dæmi um hraaðslu Al- þýðuflokksins (við kjósendiír). Alþýðublaðið 2 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.