Þjóðviljinn - 02.03.1990, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Qupperneq 15
Magnús Torfi Ólafsson: Með samstarfi Evrópuþjóða innan EB og evrópska efnahagssvæðisins er verið að vinna í anda alþjóðahyggju hinna gömlu frumherja jafnaðarstefnunnar. Ljósm. Kristinn Þú sagðir svo skilið við Al- þýðubandalagið og gekkst til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri-manna. Var ástœða þess ekki að einhverju leyti ágreining- ur um utanríkismál? Nei, alls ekki. Eitt það síðasta sem ég hafði afskipti af innan miðstjórnar Sósíalistaflokksins var að fá framgengt banni á flokksleg samskipti við þau ríki sem stóðu að innrásinni í Tékk- óslóvakíu 1968. Tilefnislaus klofningur Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við Samtökin var fyrst og fremst sú, að ég sá ekki að þessi klofningur vinstri-hreyfingarinn- ar ætti sér réttlætingu í pólitískum veruleika í landinu. Yfirlýst markmið okkar var sameining flokkanna þriggja, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Samtakanna í einn jafnaðar- mannaflokk. Þær vonirfóru fyrir lítiö... Já, þetta fór eins og menn vita, og það yrði of langt mál að rekja þá sögu hér. En í stuttu máli var ástæðan fyrir því að þetta mis- tókst bæði ákveðinn veikleiki og sundurþykkja innan okkar raða og svo einnig að hinir flokkarnir voru ekki á því að láta það við- gangast að upp kæmi nýtt afl á milli þeirra. Pannig voru forystu- menn Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins mjög samtaka í því að mylja Samtökin niður. Hafa breyttar forsendur í al- þjóðamálum ekki sett þessa hug- mynd á oddinn á nýjan leik og með nýjum hcetti? Ég hef nú ekki gert skoðana- könnun um málið, en það má heyra að hún er nú meira til um- ræðu en verið hefur um skeið. Það er hins vegar enn bjargföst skoðun mín að þessi klofningur stafi af gömlum vana og óvana, en ekki af pólitískri nauðsyn. Vinstri-hreyf- ingin og EB Breytingarnar í Evrópu undan- farið eru ekki einskorðaðar við austanverða álfuna. Undirbún- ingur hins opna markaðar Evróp- ubandalagsins er í fullum gangi, og sömuleiðis standa samninga- viðrœður um hið Evrópska efna- hagssvœði fyrir dyrum. Fram hef- ur komið að verulegur ágreining- ur er til staðar innan vinstri- hreyfingarinnar um afstöðuna til þessara mála, þarsem áhrifamikil öfl innan Alþýðubandalagsins hafa lýst áhyggjum sínum um pólitískt, efnahagslegt og menn- ingarlegt sjálfstœði þjóðarinnar ef gengið verði til samninga við EB. Telur þú að slíkur ótti eigi við rök að styðjast og að ágreiningur um þessi mál muni enn skipta ís- lenskri vinstri-hreyfingu í tvœr fylkingar? Mitt álit er það, að ég tel þenn- an ótta, hvort sem hann er af menningarpólitískum eða efna- hagslegum toga, vera byggðan á röngum forsendum. Þvert á móti verða menn að sjá, að þarna er í grundvallaratriðum verið að framkvæma hluti sem eru fullkomlega í anda alþjóða- hyggju hinna gömlu frumherja jafnaðarstefnunnar í Evrópu. Með þessum breytingum er verið að koma á samstarfi margra þjóða með þeim hætti að ekki verði á hlut neins gengið, og að myndaður verði stór markaður með lögum og reglum sem eiga að tryggja að markaðslögmálin þjóni fólkinu en ekki öfugt. Ég held að íslandi sé bráð- nauðsynlegt að komast í þetta samstarf, og ég tel eðlilegast að nota EFTA sem millilið eins og gert hefur verið hingað til. Það fer ekki á milli mála að Jón Bald- vin Hannibalsson hefur aukið orðstír íslands með þeim hætti sem hann hélt á málum í þeim afdrifaríku undirbúningsvið- ræðum sem áttu sér stað á síðasta ári undir hans forystu. Ég fæ heldur ekki séð hvernig menn geta ímyndað sér að ísland sé betur sett einangrað frá Evr- ópu, sem er nú vaxandi afl á heimsmælikvarða, ekki bara í efnahagslegu, heldur einnig í pól- itísku tilliti. Hjá Evrópuþjóðum eigum við að mæta meiri skilningi á sérstöðu okkar og menningu en nokkurs staðar annars staðar, og þar er markaðsstarfsemin undir betra lýðræðislegu eftirliti en annars staðar, þannig að evr- ópsku stórfyrirtækin eru ekki sú hætta sem menn vilja halda fram. Þeir sem vilja einangra okkur frá Evrópu eru í raun að stuðla að því að aðstæður skapist sem gætu orðið til að ofurselja okkur Bandaríkjunum. -ólg Havel: Lýðveldi er hvorki sósíalískl, kapítalískt né kristiiegt... Mynd - Kristinn. Sósíalisminn getur aftur fengið sína upprunalegu merkingu eftir Václav Havel Forseti Tékkóslóvakíu gerir hér grein fyrir því hve grátt kommún- istastjórnir hafa leikið sósíalism- ann. Greinin er úrdráttur úr ræðu forsetans á þinginu í Prag þann 23. janúar, þegar orðið „sósíal- ískur" var fellt á brott úr opinberu heiti Tékkneska lýðveldisins. Öll vitjum við lýðveldi sem býr við félagslegt réttlæti, þar sem enginn þarf að búa við öryggis- leysi, þar sem hvorki sjúkir né aldraðir, börn né fatlaðir þurfa að búa við skort. Við viljum lýð- veldi sem sér af alúð til þess að allar auðmýkjandi tálmanir rrrilli mismunandi parta samfélagsins séu fjarlægðir, þar sem okkur er ekki skipt í herra og þræla. Ef til vilt hefi ég sterkari óskir um slíkt lýðveldi en margur annar og það gefur mér kannski rétt til að bera fram mína tillögu hér. Við skulum játa það án fyrir- vara að orðið sósíalismi hefur glatað merkingu sinni í okkar málfarssamhengi. Enginn getur lengur sagt hvað það þýðir, hvað það þýddi við þær aðstæður sem við bjuggum við, eða hvað það er sem hugtakið sósíalismi eiginlega spannar. Og það sem verra er: eftir þá bitru reynslu sem við höf- um haft af þeim sem notuðu orð- ið sósíalismi um hrokafullt alræði sitt og gikkshátt gagnvart öðrum og sem þóttust vera þeir einu sem stæðu vörð um sósíalisma - eftir þessa reynslu vekur orðið al- menna andstyggð. Þessir menn bera ábyrgð á því að heitinu á háleitum hugsjónum verklýðs- hreyfingarinnar hefur verið breytt í heiti á alræðiskerfi. Hin siðferðilega, pólitíska og efnahagslega kreppa í landi okk- ar er rammtengd þessu orði. Pól- itísk hugsjón verður að töfrafor- múlu og töfraformúlan verður að samnefni við allt sem illt er. { staðinn fyrir kosti sósíalismans talar fólk nú um stundir um skelf- ingar sósíalismans. En þetta er ekki einu sinni það sem mestu skiptir. Jafnvel orð sem felld hafa verið í gengi geta fengið upphaflegu merkingu sína aftur, og ég efast .ekki um að nokkrir þeirra flokka sem nú eru að endurskipuleggja sig jafnt sem nýstofnaðir vinstriflokkar geti fyn eða síðar einnig skilað orðinu sósíalismi aftur merkingu sinni. Það sem mestu skiptir er að hugmyndafræðileg lýsing á fé- lagslegri og hagrænni skipan í ríki á hverjum tíma á alls ekki heima í nafni þess. Ef að ríki okkar héti til dæmis Tékkóslóvakíska kapít- alíska lýðveldið, Tékkóslóvak- íska lýðræðislýðveldið, eða Tékkóslóvakíska kristilega lýð- veldið, þá væri ég því einnig mjög andvígur. Hugmyndafræði, sem tengist við ákveðinn hóp, hvort sem hann er meirihluti þegnanna eða minnihluti á ekki heima í nafni ríkis sem vill vera lýðræðislegt. Það mundi sjálfkrafa gefa hópi þegnanna fríðindi á kostnað ann- arra, vegna þess að með þessu móti væri í reynd verið að viður- kenna hið illræmda „forystuhlut- verk“. Lýðræðisríki hefur blátt áfram ekki rétt til að túlka sjálft sig út frá einhverri pólitískri kenningu. Fyrirrennari minn, Novotný for- seti, gaf ríki okkar af einhverri þokukenndri ástæðu einkunnuna „sósíalískt". Ég veit ekki hvort hann görði þetta vegna þess að hann tryði því í raun og veru að hér fengju allir laun eftir framlagi - í marxískum anda - eða hvort hann var að fylgja tísku þess tíma, þegar þáverandi sovéskir forystumenn kröfðust slíkra við- bóta við nöfn hjáríkja sinna. En hver sem hvatinn var sýnist mér augljóst að okkar lýðveldi eigi ekki að bera slíkt nafn. Framtíðin mun leiða í ljós hvort við verðum manneskjulegt, friðelskandi og blómstrandi lýð- veldi eða ekki. En við verðum í engu bættari þótt við bættum ein- hverju lýsingarorði við heiti þess. Ég legg því fram tillögu um breytingu á stjórnarskrá. Sam- kvæmt henni heiti þjóðalýðveld- in héðan í frá Tékkneska lýðveld- ið og Slóvakíska lýðveldið og nafnið á sameinuðu ríki okkar verði Lýðveldið Tékkóslóvakía. Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.