Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 8
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarma&ur Helgarbla&s: Ólafur Gíslason Fréttastjórl: SigurðurÁ. Fríðþjófsson Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjórl: Olga Clausen Afgrelðsla: @ 68 13 33 Auglýslngadelld:« 68 13 10- 68 13 31 Simfax: 68 19 35 Verð: í lausasölu 150 krónur Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsls og verkalý&shreyfingar Síðumúla37,108 Reykjavík Á kosninga- tímum Þessi misseri eru tímar merkilegra kosninga víða um lönd, kosninga sem haldnar eru í löndum þar sem póli- tískt valfrelsi hefur alls ekki verið fyrir hendi eða þá mjög í skötulíki. Það var kosið í Chile og þar með bundinn endir á stjórn herforingjaklíku, það var kosið í Namibiu og í Pól- landi, nú síðast fóru kosningar fram í Nicaragua og í sovétlýðveldinu Litháen, fyrstu margra flokka kosning- arnar í því risaveldi reyndar. Það er fyrst og fremst um austanverða Evrópu að kjósandi ríkjum fjölgar ört: senn verður kosið í Austur-Þýskalandi og Ungverjalandi, í apríl verður kosið í Slóveníu og Króatíu, tveim sambandslýð- veldum Júgóslavíu, í Rúmeníu og Búlgaríu í maí og í júní í Tékkóslóvakíu. Og frelsun Nelsons Mandela flýtir von- andi fyrir því að í Suður-Afríku verði efnt til kosninga með jöfnum rétti allra landsins þegna. Ekki þarf lengi að leita raka fyrir því að þessi þróun breytir hinu pólitíska landakorti heimsins mjög til batnað- ar: Hún skerðir áhrifasvæði kúgunar, hún vinnur gegn misbeitingu þess valds sem ekki þarf að óttast dóm þjóða, hún getur skapað forsendur fyrir bættri stöðu minnihlutahópa - og svo mætti lengi telja. Um leið mega það allir vita að frjálsar kosningar eru víða erfiðar í framkvæmd og í rauninni þarf alltaf að berjast fyrir því að fyllsta réttlætis sé gætt í undirbúningi þeirra og í kosningabaráttu. Ein erfið eilífðarspurning er tengd því, að flokkar og hreyfingar eru í mjög misjafnri stöðu til að berjast fyrir sínum málstað. Dæmi Nicaragua minnir á þetta: þar fékk hin sameinaða stjórnarandstaða gegn Sandinistum verulegarfjárhæðirtil kosningabaráttu frá Bandaríkjunum, á þeirri forsendu að það þyrfti að jafna það mikla forskot sem Sandinistar hefðu náð með því að hafa haft tögl og hagldir í ríkiskerfinu og fjölmiðlum í heilan áratug. Vesturþýskir sósíaldemókratar eiga með fjárhagsaðstoð og skipulagsaðstoð drjúgan þátt í því að nýstofnaður sósíaldemókrataflokkur í Austur-Þýskalandi er talinn flokka sigurstranglegastur þar í landi. í flestum tilvikum álíta menn að slík utanaðkomandi afskipti séu ósæmileg íhlutun um innanlandsmál ríkis þar sem kjósa skal - en nú eru bersýnilega uppi undantekningar sem menn eru reiðubúnir til að sættast á. í grónum lýðræðisríkjum hafa menn með ýmsum hætti reynt að svara spurningum um misjafna aðstöðu fram- bjóðenda, misjafna möguleika til að ná til fjölmiðla eða hafa það fé sem til kosningabaráttu þarf. í þeim efnum er verulegur munur á t.d. Bandaríkjunum og velflestum Evr- ópuríkjum. Evrópuríki hafa reynt að forðast að lenda í sömu súpu og bandarísk stjórnmál, sem einkennast af æ grimmari og dýrari auglýsingaslag - sem gerir verðandi borgarstjóra og þingmenn þeim mun háðari þeim sem „fjárfesta" í þeim. Evrópuríki hafa veitt pólitískum flokkum fjárstuðning, ríkisfjölmiðlar hafa með hegðun sinni dregið úr aðstöðumun og mun á fjárhag flokka - einnig þekkjum við til þess fordæmi merkileg, til dæmis af Norðurlöndum, að hið opinbera vill nokkuð á sig leggja til að tryggja það að blaðaheimurinn verði ekki allur í sama pólitíska lit. Frekustu frjálshyggjuhanar Sjálfstæðisflokksins skrifa reglulega greinar um þessi mál sem öllum er stefnt að því í raun að færa íslenskt stjórnmálalíf sem næst hinum bandarísku siðum: sá boðskapur er afleitur blátt áfram vegna þess að hann miðar að því að gera okkar lýðræði lakara en það er. Fyrir nú utan það að hann er fram settur af þeim gikkshætti, sem lætur sem allur hægrimálflutn- ingur sé einskonar hlutlæg upplýsingavísindi meðan það eru „hinir“ og þeirra blöð sem gera sig seka um þá smekkleysu að hafa pólitískar skoðanir. Arnar Herbertsson: Blóðkornin, olía á viðarplötu 1988. Svo fymast ástir sem fundir Um þessar mundir stendur yfir sýnipg á 10 olíu- texta, t.d. er málshátturinn „svo fyrnast ástir sem málverkum eftir Arnar Herbertsson í FÍM-salnum á fundir" á einni myndinni. horni Garðastrætis og Ránargötu. Það er Félag Þetta eru textar sem hafa heillað mig fyrir ein- íslenskra myndlistarmanna sem stendur fyrir þess- hverra hluta sakir, segir Arnar Herbertsson, þannig ari kynningu á verkum Arnars, en hann hefur ekki rata þeir inn í myndirnar. haldið einkasýningu hér í Reykjavík í mörg ár. Arnar Herbertsson var félagi í SÚM-hópnum á Ég hef ekki sýnt svona margar myndir síðan ég sínumtímaogsýndimeðhonumásjöundaáratugn- sýndi í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1979 sagði um og í byrjun þess áttunda. Arnar segist alltaf hafa Arnar í samtali við Þjóðviljann. stundað myndlistina með brauðstritinu í gegnum Myndir Arnars eru málaðar með olíu á viðarplöt- árin, þótt hann hafi ekki sýnt mikið. Myndirnar á ur í skærum litakontröstum með glansandi áferð þessari sýningu eru frá síðustu tveim árum. sem Arnar segir að geri litinn dýpri. f myndunum er Sýningin í FÍM-salnum stendur til 6. mars og er víða notað brons, og sums staðar bregður fyrir opin kl. 14-18 daglega. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.