Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 17
Fulltrúi Afríska þjóðarráðsins á Islandi Pritz Dullay, fulltrúi Afríska þjóöarráðsins í Danmörku, kom til íslands í gær til að taka þátt í tónleikum tileinkuðum frelsun Mandela. í dag mun Dullay hitta Steingrím Hermannsson forsæt- isráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra að máli. Líklegt er að hann muni fara fram á að engin slökun verði á innflutningsbanni á s-afn'skar vörur á meðan Apartheid ríkir í landinu, en Afríska þjóðarráðið hefur hvatt til þess að ekki verði hróflað við efnahagslegum refsi- aðgerðum á S-Afríku á meðan kynþáttastefnan er við lýði. Á morgun kl. 17 rnun Dullay tala á fundi sem Vináttufélag ís- lands og Kúbu og Pathfinder- bóksalan standa fyrir í Sóknar- salnum Skipholti 50A. Á fundinn kemur einnig Ama- do Rivero frá Kúbu, en hann er yfirmaður Norðurlandadeildar ICAP, stofnunar um vináttu- tengsl Kúbu við aðrar þjóðir. Kynnt verður sérstaklega rit- gerðasafn Fidels Castro, „In De- fence of Socialism“, sem Pathfinder-bókaforlagið gaf út á síðasta ári. Þar er m.a. fjallað um þátt Kúbana í baráttunni gegn Apartheid-stefnunni í S-Afríku. Auk þess munu um 50 bókatitlar liggja frammi á fundinum, ásamt með veggspjöldum og merkimið- um. Túlkað verður á íslensku á fundinum og hægt verður að kaupa kaffiveitingar. -Sáf ánudaginn 5. mars, opnar Iönlánasjóður í nýju hús- næði á þriðju og fjórðu hæð húss- ins við Ármúla 13a. Flutningur og sjálfstæður rekstur sjóðsins leiðir af sér ný framtíðarmarkmið til bættrar þjónustu við viðskipta- menn og betri árangurs til hags- bóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.30 alla virka daga. Ur Armúla 7 í Armúla 13a iðniAnasjóður ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVlK SlMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.