Þjóðviljinn - 09.03.1990, Qupperneq 2
0
hjálpa
framtakinu
GARÐINUM
ÞEIR ÆTLA AÐ
LYFTA KJÖRUNUM
Aðilar vinnumarkaðarins leggj-
ast í líkamsrækt.
Fyrírsögn í Tímanum
ENNERUTIL
KJARKMIKLIR
MENN
Ég heyrði nýlega einhvern ske-
leggan mann spvrja hvað væri
kennt í Háskóla Islands.
Tíminn
Ég, Skaði, skil stundum hvorki upp né nið-
ur og sannast enn hið fornkveðna: þeim
skýst þótt skýrir séu.
Til dæmis finnst mér það út í hött þegar
hver félagi minn í Sjálfstæðisflokknum af öðr-
um og jafnvel Morgunblaðið líka fer að ausa
af sínu hjartablóði út yfir vaxandi stéttaskipt-
ingu í landinu. Ég á ekki orð. Hvað eru menn
að kássast upp á annarra manna jússur og
tala um stéttir og ranglæti og svona þrugl,
núna þegar jafnvel Rússar slá striki yfir alls-
konar kommúnistakjafthátt og segja
mönnum að flýta sér að verða ríkir út á sína
útsjónarsemi og dugnað? Þeir eru meira að
segja farnir að skamma sjálfa sig hástöfum í
blöðunum fyrir að ala á leti og ómennsku
með öryggishjali, atvinnutryggingu og öðru
jafnaðarbauki.
Og svo ætla þeir Eykon og Moggastrák-
arnir að fara að hífa upp þetta fólk sem ekki
hefur dug í sér til að safna aurum og leggja í
fyrirtæki og gera það gott. Ja svei því, ég segi
nú ekki meir.
Það er auðvitað vitað mál að ekki gengur
öllum jafn vel að komast upp og áfram og á
þann tind þar sem við öll munum standa, en
það er bara um eitt að ræða og það er að
gefast ekki upp því aldrei mun okkur hugvitið
skorta.
Ég var til dæmis að tala við Ólaf Bjarna
frænda minn (hann heitir bæði eftir Ólafi
Thors og Bjarna Ben), og hann var eitthvað
svo daufur í dálkinn, strákgreyið. Ég spurði
hann að því hvers vegna hann væri ekki að
reka fyrirtæki eins og venjulega.
Ég er ekkert að slíta mér út á því, sagði
hann. Það er sama hvað maður leggur sig
fram, aldrei er skapað það rétta rekstrarum-
hverfi svo að athafnaskáld eins og ég geti ort
mína firmadrápu í annála efnahagslífsins.
Jamikasskoti, sagði ég. Hvað áttu við?
Sjáðu til Skaði frændi, sagði Ólafur Bjarni.
Fyrst fór ég í rækjuvinnslu,. En þessir and-
skotar vildu ekki láta mig frá nógu stóran
kvóta til að standa undir fjárfestingum og ég
fór á hausinn. Þá fór ég í loðdýrabúskap, en
það var einmitt um það leyti sem grænu fas-
istarnir fengu ofurást á minkum og refum og
eyðilögðu allan móral og verðlag í þeim bisn-
ess svo aftur fór ég á hausinn. Þessu næst
fór ég í hótelrekstur vegna þess að það lá í
augum uppi að allir vildu koma til (slands að
halda fund eins og Reagan og Gorbatsjov,
en þeir fóru að funda annarsstaðar svo að
kúnnarnir hættu að koma um leið og ég var
búinn að festa upp gardínurnar og aftur fór ég
á hausinn.
Þú hefur vonandi ekkert meitt þig við það?
spurði ég.
Nei, Skaði, það er minnsta mál á íslandi að
fara á hausinn. Það er ekki það. Það er bara
þessi skepnuskapur að alltaf er það einhver
sem spillir rekstrarandrúmsloftinu fyrir mér,
skilurðu. Ég fór til dæmis næst í fiskeldið og
þá gerist það allt í einu að einhverjir asnar út í
heimi eru líka að framleiða lax og þessi auma
kommaríkisstjórn hér vill ekki ábyrgjast mitt
sjálfstæða og djarfa framtak eins og ætlast
var til.
AumingjaJþú, sagði ég.
Já, sagði Ólafur Bjarni. Og þegar fiskeldið
mitt var farið á hausinn þá prófaði ég svolítið
að selja bláar myndir og svoleiðis og ekki er
ég fyrr byrjaður á því en þessar fasistakerl-
ingar koma og loka fyrir allt með frekju og
banni eins og kommúnistar. Ég segi það satt
Skaði, það er ekkert frelsi í þessu landi.
En Ólafur Bjarni minn, sagði ég, þú mátt
ekki gera sjálfum þér, ættinni og einkafram-
takinu þann andskota að fara að gefast upp
strax. Sjö sinnum falla réttlátir og standa upp
aftur.
Öfund knýr og eltir mig til ókunnugra
þjóða, sagði Ólafur Bjarni. Hvað viltu að ég
geri?
Eitt svið er óreynt og gulltryggt í fram-
kvæmdinni, sagði ég.
Og hvað er það? spurði frændi minn.
Það er framleiðsla á þeirri vöru sem aldrei
verður nóg af, sagði ég. Fyrir þá vöru er
markaðurinn ótæmandi eins og himingeim-
urinn. Þessi vara heitir æðruleysi og hugarró.
Nú skaltu slá næsta lán og stofna Ró-
semdarmiðlunina fyrir alla þá sem vantar
rekstraraðstæður og þú munt verða langlífur
í landinu.
YFIRÞYRMANDI
SKORTUR Á AURA-
LEYSI
Efnahagssérfræðingar hafa
áhyggjur af þeim miklu fúlgum
lausafjár sem safnast hafa í bank-
akerfinu. Tíminn
JA ÞÓTT VIÐ
TÖPUM í HAND-
BOLTA...
íslensk námsmey (í New York)
leigir íbúð með þekktum kvik-
myndaleikara.
Fynrsögn
í Morgunblaóinu
LIFI
SAKLEYSIÐ!
Ég útskýrði hægt og skilmerki-
lega fyrir henni að ef ekki fædd-
ust kálfar þá kæmi heldur engin
mjólk. Nú rann upp ljós fyrir
dömunni og hún roðnaði.
Morgunbiaöió
HIN LÚMSKU ÁHRIF
KLÁMIÐNAÐARINS
Bónda einn, rakinn Framsóknar-
mann, dreymdi þann draum að
hann væri liggjandi í rúmi sínu.
Fannst bónda þá að inn í herberg-
ið kæmi óboðinn gestur... sjálfur
Jósep Stalín.
Er ekki að orðalengja það að
Stalín bregður sér strax upp í til
bóndans og tekur þegar að leita á
SIÐASTA VIRKI
SJÁLFSAFNEITUN-
ARINNAR
Stúlkurnar sem tóku þátt í ungfrú
Hollywood keppni tímaritsins
Samúels, komu saman í Hard
Rock Café síðastliðið fimmtu-
dagskvöld til að gæða sér á
steikum og rjómaís í fyrsta skipti í
marga mánuði.
D V
ÍSLENSK FYNDNI
Vegna tilmæla kvennanna um að
þingmönnum okkar verði sýndar
einhverjar svona (klám)myndir
legg ég til að alþingismennirnir
okkar fari og horfi á það sem þeir
gera með sínum konum - og hlæi
að.
DV
SKYLDI EKKI MEGA
SKERAHANA
SUNDUR..
Ástæðan fyrir því að Liz Taylor
ætlar bara að láta frysta sitt fagra
höfuð (þegar hún er dauð) mun
vera sú að hún er ósátt við líkama
sinn og vill gjarna fá nýjan.
DV
2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990