Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 5
_________________________________________________________ Akranes Atvinnulausum konum fjölgar Fiskiðjan Arcticgjaldþrota. Fimmprósentatvinnuleysiá Akranesi. 136 konur atvinnulausar Atvinnulausum konum á Akra- nesi fjölgaði enn þegar Fisk- iðjan Arctic var lýst gjaldþrota nýlega. Arctic hafði að jafnaði 20-25 manns í vinnu, aðallega konur. Atvinnuleysi á Akranesi jafngildir nú um fímm af hundr- aði útsvarsgreiðenda og hefur hluti fólksins verið svo lengi án r Igær var opnuð miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mið- stöðin er til húsa í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3, og hefur hlotið nafnið Stígamót. Starfsemi Stígamóta byggist á ráðgjöf og fræðslu og er hún veitt bæði í einstaklingsviðtölum og í sjálfshjálparhópum þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi. Einnig verður efnt til námskeiða fyrir þær starfsstéttir og hópa sem afskipti hafa af fórn- arlömbum kynferðislegs ofbeld- is. í öllu starfi Sígamóta verður lögð til grundvallar reynsla þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi af þessu tagi. Ljóst er að mikil þörf er fyrir atvinnu að það hefur misst rétt- inn til bóta. Arctic hafði lengi átt í erfið- leikum áður en til gjaldþrots kom. Unnið var að hlutafjár- aukningu á síðasta ári og tókst m.a. að fá hlutafé frá bandarísk- um aðilum. Auk þess fékk fyrir- tækið fyrirgreiðslu úr atvinnu- þjónustu af þessu tagi því margt bendir til að kynferðisglæpum fari fjölgandi. I það minnsta fjölgar þeim atvikum sem uppvíst verður um. Sem dæmi má nefna að í símaráðgjöf Kvennaathvarfs- ins komu fram 24 sifjaspellamál og 15 nauðganir árið 1988. í fyrra hafði sifjaspellunum fjölgað í 84 og nauðgunum í 48. í Stígamótum verður símavakt allan sólarhringinn í símum 626868 og 626878 en skrifstofan verður opin virka daga kl. 12-19. -ÞH Sjá viðtöl á bls. 12-13 Nokkrar þeirra kvenna sem standa að stofnun Stígamóta úti fyrir Hlaðvarpanum en miðstöðin er til húsa á annarri hæð. Mynd: Kristinn. tryggingarsjóði, en allt kom fyrir ekki. Talið er að skuldir umfram eignir nemi um 50 miljónum króna. Fyrirtækið hefur aðallega feng- ist við vinnslu grásleppuhrogna. Um síðustu mánaðamót voru 156 manns á atvinnuleysisskrá á Akranesi. Þar af eru konur 136, sem er fjölgun frá því í janúar, en atvinnulausir karlar eru heldur færri nú en í janúar. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að margir hafi verið svo lengi án atvinnu að þeir hafi misst réttinn til bóta. Síðast þegar bætur voru greiddar misstu 12 konur réttind- in. Þær verða að bíða í nokkrar vikur eftir því að öðlast rétt á ný. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann væri ekki bjartsýnn á að hægt yrði að koma upp nýjum atvinnutækifærum á Akranesi á næstunni. „Mér þykir hins vegar ótrúlegt ef við höfum ekki náð botninum núna. Þetta getur varla versnað. Ég vona að hægt verði að hefja framleiðslu í Arctic fljótlega aft- ur,“ sagði Gísli. _gg Konur Stígamót í Hlaðvaipa Konur opna miðstöð fyrir fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis að Vesturgötu3. Byggirá reynslu fórnarlamba Nýtt álver Yfirlýsing um ásetning Jón Sigurðsson: Forstjórar álfyrirtœkjanna þriggja koma ínœstu viku tilþess að gangafrá yfirlýsingu um að nýtt álver verði reist. Mögulegir byggingarstaðir skoðaðir Forstjórar álfyrirtækjanna Alumax, Granges og Hoogo- vens koma hingað til lands í byrj- un næstu viku til að skrifa undir „yfírlýsingu um ásetning um að Ijúka samningum um byggingu nýs álvers á í slandi", að sögn Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Forstjórarnir munu einnig kynna sér þá staði sem til greina koma fyrir nýtt álver og munu fara norður í Eyjafjörð og austur á Reyðarfjörð og skoða Reykjanes- svæðið. Jón Sigurðsson sagði að í því plaggi sem forstjórarnir kæmu til með að undirrita yrði ma. tíma- áætlun um þá samningagerð sem framundan er og útlínur hennar markaðar. Ráðherrann sagðist ekki telja staðsetningu nýs álvers fyrsta og stærsta málið í þessum efnum, eins mikilvæg og hún þó væri. Mikilvægast væri að sam- komulag næðist um að hér rísi nýtt álver. Hver maður gæti þó séð að staðsetning svo stórs fyrir- tækis gæti haft mikla þýðingu fyrir viðkomandi byggðarlag. Hann myndi því tefla fram sjón- armiðum um æskilega þróun byggðar í landinu. Hagkvæmni staðsetningarinn- ar ræðst ekki eins mikið af virkj- unarmöguleikum nú og áður, að sögn Jóns. Eftir því sem hring- tenging raforku um landið yrði öruggari og betri og um leið og ákveðið yrði, sem hann teldi nauðsynlegt í sambandi við bygg- ingu stórs iðjuvers, að virkja á Austurlandi, yrði komið svo öflugt hringtengt kerfi að stað- setning iðjuvers yrði frjálsari. Tæknileg atriði yllu því samt að eitthvað dýrara yrði að staðsetja stóriðju á Austurlandi en annars staðar. -hmp Iðnskólinn Bonjin borgi líka Iðnskólinn villfá viðbótarhúsnœði. Menntamálaráðuneytið vill að Davíð borgi líka Nemendur í Iðnskólanum í Keykjavík afhentu fulltrúa borgarstjóra beiðni um það í gær að borgin taki þátt í kaupum á húsnæði fyrir skólann, sem býr við mikil þrengsli. Yfir þúsund nemendur og kennarar skrifuðu undir beiðnina. Fjármálaráðuneytið hefur gef- ið vilyrði fyrir kaupum á húsinu við Skólavörðustíg 45, en menntamálaráðuneytið gerir það að skilyrði að borgin greiði 40 af hundraði kostnaðar. „Við bíðum eftir að ríkið hafi samband við okkur vegna þessa máls og svörum engu fyrr. Nýju lögin um verkaskipti ríkis og sveitarfélaga gera ráð fyrir að rík- ið borgi kostnað sem þennan nema sveitarfélagið hafi frum- kvæði í málinu,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri þegar Þjóðviljinn bar málið undir hann í gær. Davíð sagði að hugmyndin um kaup á húsnæði fyrir Iðnskólann hefði ekki verið rædd hjá borg- inni enn sem komið væri og benti á að nýafgreidd fjárhagsáætlun gerði ekki ráð fyrir þeim. Stefán Jeppesen, formaður stjórnar Skólafélags Iðnskólans, sagði við Þjóðviljann að skólan- um lægi á að fá viðbótarhúsnæði. „Nemendur skólans eru 1700 og þrengslin eru mikil. Okkur vantar tilfinnanlega félagsað- stöðu og lesstofu," sagði Stefán. -gg Föstiidnmir 9. mars 199fl wvtt upi nARRI AO — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.