Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 13
læknisskoðuninni þurfti ég að
segja frá öllum atburðinum aftur,
sem er mjög erfitt. Það er samt
nauðsynlegt fyrir alla skýrslutöku
og þess háttar.
Eftir þetta allt saman átti að
fara með mig upp í Auðbrekku
þar sem Rannsóknarlögreglan er
til húsa, til að klára skýrslutök-
una. Ég gat ekki hugsað mér það
og bað um að fá að fara heim. Þá
var komið fram undir morgun, en
nauðgunin átti sér stað um 2
leytið um nóttina. Lögreglumað-
urinn fylgdi mér heim til mömmu
minnar, ég gat ekki farið heim til
mín því ég er þriggja barna móð-
ir. Og þar hélt skýrslutakan
áfram.
- Fékkstu enga aðstoð eða hjálp
um nóttina?
- Nei, en að vísu sagðist lög-
reglumaðurinn hafa spurt mig
hvort ég vildi fá konu frá Kvenna-
athvarfinu til að vera með mér í
þessu, en ég hafi sagt nei. Ég man
ekki eftir því. Maður er svo dof-
inn og náttúrlega í algjöru sjokki,
þannig að hugsunin er kannski
ekki alveg skýr.
Þetta er einmitt eitt af þeim at-
riðum sem við hjá Samtökunum
viljum breyta. Við viljum að lög-
reglan hringi í okkur um leið og
kæra um nauðgun er lögð fram.
Það er gífurlega mikilvægt að fá
aðstoð strax.
Þá fyrst
gat ég grátiö
Ég var sem sagt heima hjá
mömmu og seinnipartinn var ég
orðin ansi illa farin. Læknirinn
sem skoðaði mig hafði lagt á það
ríka áherslu að ég hefði samband
við Kvennaathvarfið, og skrifaði
símanúmerið fyrir mig á miða.
En ég hafði hvorki hugsun né
uppburði í mér til að hafa sam-
band. Mömmu leist hins vegar
ekki á ástand mitt þama um eftir-
miðdaginn, þannig að hún
hringdi.
Það kom síðan alveg yndisleg
kona frá Samtökunum, alveg blá-
ókunnug en hún settist hjá mér,
tók utan um mig og sagði mér að
gráta. Og þá fyrst gat ég grátið.
Hún þurfti ekki að segja neitt,
hún skildi alveg hvernig mér leið.
Hún hjálpaði mér ofsalega
mikið. Ég þurfti að fara tvisvar í
viðbót til rannsóknarlögreglunn-
ar og hún fór með mér. Það var
gífurlegur stuðningur. Ég efast
um að ég hefði komist í gegnum
þetta án hennar stuðnings.
Þessir óhuganlegu fordómar í
garð kvenna sem hafa lent í
nauðgun, eru ótrúlegir. Þessar
sögur sem heyrast um skýrslu-
tökur og yfirheyrslur eru alveg
sannar. Ég var að vísu nokkuð
heppin, því málið lá alveg ljóst
fyrir. Það var komið að mannin-
um og ég hafði vitni. En það sem
sumar konur þurfa að ganga í
gegnum er ekkert grín. Það er
einmitt þessi aðstoð og ráðgjöf
sem hefur vantað í þessu þjóðfé-
lagi. Þessi samtök sem við erum
að stofna, Samtök gegn ofbeldi,
hafa það að markmiði að veita
þessa aðstoð.
Það er annað í þessu sambandi,
sem er hvernig tekið er á móti
konum sem hefur verið nauðgað.
Fyrst er farið á slysadeildina,
þaðan í læknisskoðun og svo
framvegis. Að vera að þeytast
með konur út um allan bæ er
auðvitað fáránlegt. En nú stend-
ur til að opna móttöku á einum
stað, þar sem öll aðhlynning,
skoðun, yfirheyrslur og skýrslu-
taka fara fram. Allt á sama staðn-
um. Og það er mjög gott mál.
Eins og ég sagði áðan er mjög
mikilvægt að kona sé með til að-
stoðar í öllum þessum málum,
allavega fannst mér það. Sérstak-
lega í yfirheyrslum og skýrslu-
tökum. En rannsóknarlögreglan
var hálfpartinn á móti þessum
samtökum okkar og treg til að
vinna með okkur. Sem er mjög
skrýtið og á miklum misskilningi
byggt. Ég er alveg viss um að öll
skýrslutaka yrði mun auðveldari
og gengi betur ef slík aðstoð væri
til staðar í öllum tilfellum.
Réttarhöldin voru
hryllileg
Það er svo margt sem þarf að
laga í þessu kerfi okkar. Til dæm-
is í réttarhöldunum var ég bara
vitni í málinu. Ég mátti ekki hafa
neinn lögfræðing eða slíkt í rétt-
arsalnum, nema auðvitað sak-
sóknara. Mér finnst það fáránlegt
vegna þess að lögmenn þessara
afbrotamanna eru harðsvíraðir
náungar og gera allt sem þeir geta
til að gera lítið úr manni og snúa
út úr.
Þessi réttarhöld sem ég þurfti
að ganga í gegnum voru vægast
sagt hryllileg. Ég hef aldrei upp-
lifað annað eins. Þar þurfti ég
náttúrlega að segja frá öllu einu
sinni enn, og upplifa atburðinn
aftur og aftur. Mér var snúið fram
og til baka, það var snúið út úr
fyrir mér og lögfræðingurinn
hans gerði allt sem hann gat til að
gera mér þetta erfitt. Og þá kom
hjálp þessara kvenna sér vel. Þær
stóð við hliðina á mér allan tím-
ann.
Ég ákvað strax að kæra mann-
inn, en það eru alveg ótrúlega
margar sem kæra ekki. Leggja
hreinlega ekki í það og það er líka
algengt að konum sé boðin dóms-
sátt eða skaðabætur. Enda er
ekkert grín að ganga í gegnum
þetta ferli sem fylgir kæru, svo ég
tali nú ekki um fordómana.
Svo ég komi að því aftur,
hversu mikilvæg þessi aðstoð er,
hvað þessar konur í Samtökunum
eru að vinna gott og jákvætt starf.
Ég held að ég væri dauð ef ég
hefði ekki fengið þessa hjálp.
Hvað heldurðu að séu margar
konur úti í þjóðfélaginu sem hef-
ur verið nauðgað, sem ganga um
með hnút í maganum, vegna þess
að þær hafa ekki fengið neina
hjálp? Hafa ékki getað talað við
nokkurn mann um þetta. Þær eru
alveg ótrúlega margar. Það hafa
komið til okkar hjá Samtökunum
mjög margar konur, sem þannig
er ástatt fyrir og leitað hjálpar.
Sorg sem ég
þarf að lifa með
- Hvernig líður þér í dag?
- Ég verð auðvitað að lifa með
þessu og það tekur sinn tíma að
læra það. Sem betur fer er ég það
vel upplýst að þessi sjálfsásökun
sem heltekur konur, var ekki
lengi hjá mér. Reiðin kom tiltölu-
lega fljótt. En fyrst var ég dofin,
fannst ég algerlega dauð, þar til
allt í einu reiddist ég heiftarlega.
Síðan kom hatrið. Ég er líka orð-
in það gömul, komin á fertugs-
aldurinn, að ég er það þroskuð að
ég gat með góðri aðstoð unnið úr
þessum tilfinningum. Að ein-
hverju leyti allavega.
Þessi tilfinning er dálítið svip-
uð sorgartilfinningu. Flestir hafa
upplifað ástvinamissi og þá sorg
sem honum fylgir. Þetta er dálítið
líkt. Sorg sem ég þarf að læra að
lifa með. Ég er talin sterk og
sjálfstæð kona, en ég hefði alls
ekki komist ein í gegnum þetta.
Ég veit ekki hvernig ung stúlka
sem er nauðgað, fer að því að
komas't heil í gegnum þennan
hrylling.
Ég er auðvitað reið út í mann-
inn fyrir að hafa gert þetta, en ég
er líka reið út í kerfið. Það er svo
mikið hægt að bæta og laga, ef
viljinn er fyrir hendi. Það þarf
aukna fræðslu um þessi mál, það
þarf að efla umræðuna og það
þarf meiri aðstoð við konur. Og
ekki bara konur, því aðstandend-
ur þurfa ekki síður hjálp og að-
stoð. Þeir vita sjaldnast hvernig
þeir eiga að bregðast við þegar
dóttur eða eiginkonu er nauðgað.
Ég get nefnt sem dæmi um
hvað þetta kerfi okkar er gailað,
að ef konu er nauðgað og hún
verður óvinnufær í einhvern
tíma, fær hún ekki sjúkrapeninga
frá ríkinu. Hins vegar ef það er
ráðist á þessa sömu konu og hún
lamin niður og kannski fótbrotn-
ar, og verður þar af leiðandi
óvinnufær, þá fær hún sjúkrapen-
inga. Nauðgun fellur sem sagt
ekki undir skilgreiningu ríkisins
um ofbeldi eða árás.
Þetta er bara ein af brotalöm-
um kerfisins í sambandi við
nauðganir. Þær eru hins vegar
ótal margar. Og það sem við í
þessum ráðgjafarhóp erum að
reyna að gera, er að breyta þessu.
Samtökin eru til að hjálpa og að-
stoða konur og ég vil hvetja allar
þær sem hafa lent í nauðgun til að
hringja eða koma. Það er alltaf
einhver á vakt, allan sólarhring-
inn og þarna fær kona alla þá að-
stoð sem hún óskar eftir. Henni
er ekki ýtt út í neitt, það eru ekki
teknar neinar ákvarðanir fyrir
hana, heldur er hún studd í því
sem hún ákveður sjálf. Það er
mjög mikið atriði að konan taki
ákvarðanir sjálf í málinu, hvort
hún vill kæra eða ekki, en við hins
vegar styðjum hana í öllu. ns
a aðstoð
um fyrir námskeið sem hentar
þeim sem afskipti hafa af fórnarl-
ömbum kynferðislegs ofbeldis,
stéttum eins og lögreglu, lögfræð-
ingum, læknum, fóstrum osfrv. í
miðstöðinni er ætlunin að sinna
upplýsingasöfnun sem auðveldar
fræðslustarf af þessu tagi.“
Tveggja ára
málþóf
- Er mikil þörf á því?
„Já, það skortir verulega á að
búið sé að samræma viðhorfin til
kynferðislegs ofbeldis. Ég vil í því
sambandi vitna til athugunar sem
Áslaug Þórarinsdóttir gerði á því
hvað hefði orðið um kærur sem
lögreglunni bárust sl. tíu ár. Á
þessum tíma voru lagðar fram 30
kærur vegna kynferðislegs of-
beldis gagnvart börnum en að-
eins fimm þeirra lyktaði með
óskilorðsbundnum dómi. Helm-
ingur málanna féll niður hjá
rannsóknarlögreglu og ríkissak-
sóknara og af þeim 14 málum sem
komust til dómstóla lauk tveimur
með dómssátt en aðeins fimm
með óskilorðsbundnum dómi.
Og málin eru lengi í meðferð, að
meðaltali eru þau í hálft ár hjá
lögreglu, hálft ár hjá saksóknara
og heilt ár í sakadómi, samtals
um tvö ár. Þessi tími sem með-
ferðin tekur lýsir afar litlum
skilningi á stöðu kvenna og
barna, td. í þeim málum þar sem
feður eru sakborningarnir.
Yfirvöld hafa bent á að í sifj-
aspellsmálum sé oft mjög erfitt
að uppfylla sönnunarbyrðina.
Börn eru ekki gjaldgeng vitni og
sjaldnast eru nokkur vitni að því
þegar þau eru beitt ofbeldi. Það
er ekki nema um sé að ræða
líkamlega áverka eða einhver
komi að sem hægt er að sanna
hvað gerðist. í þessum málum
gilda að sjálfsögðu sömu reglur
og í öðrum sakamálum og fram-
hjá þeim er erfitt að komast því
enginn vill að neinn sé dæmdur
saklaus. Okkur sýnist hins vegar
að það sé ekki jafnströng krafa
gerð um sannanir í þjófnaðarmál-
um og sifjaspellsmálum. Ég veit
ekki hvað veldur en mér hefur
dottið í hug að vegna þess að hér
er um fjölskyldumál að ræða sé
kerfið tregara til að dæma.
Þetta er afskaplega slæmt því
vont er að verða fyrir sifjaspell-
um en verra að málið sé fellt nið-
ur af dómara. Slíkt eykur veru-
lega á sektarkenndina.
Við viljum að almenningur
hugsi um kynferðislegt ofbeldi og
geri sér grein fyrir því að það er
eins og hvert annað félagslegt
vandamál sem þarf að vinna
gegn. Það er rík tilhneiging til
þess að fólk stingi höfðinu í sand-
inn og segi að svonalagað komi
bara fyrir aðra. En þetta getur
hent okkur öll.“
Heimilið er
hættulegast
- Nýlega varð mikil umrœða
um kynferðislegt ofbeldi í kjölfar
handtöku Steingríms Njálssonar.
Hvað fannst þér um þá umrœðu?
„í hvert skipti sem svona um-
ræður verða fjölgar þeim talsvert
sem leita til okkar, oft með atvik
sem gerðust fyrir mörgum árum.
Ég er á því að öll umræða sem
fram fer á skynsamlegum nótum
sé af hinu góða því hún eykur
þeim þor sem bera byrðar.
Hins vegar var framlag fjöl-
miðla til umræðunnar um
Steingrím Njálsson ekki til fyrir-
myndar. Það var reynt að gera
hann að blóraböggli. Þarna var
ókunnugur maður sem tældi til
sín ungan dreng og þjóðin fékk
útrás fyrir reiði sína. En málið er
ekki svona einfalt. Það gleymdist
til dæmis alveg í þessari umræðu
að hættulegasti staðurinn fyrir
konur og börn er heimilið, þar
eru flestir ofbeldisglæpir fram-
dir,“ sagði Guðrún Jónsdóttir.
-ÞH
Guðrún Jónsdsóttir félagsráðgjafi. Mynd: Kristinn.
Föstudagur 9. mars 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13