Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 17

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 17
 Stefna Alþýðuflokksins gagnvart íslenskum kommúnistum var í samræmi við stefnu sósíaldemókrata annars staðar í álfunni, en séríslenskar aðstæður gerðu það að verkum að hún gekk ekki upp, segir dr. Stefán F. Hjartarson sagnfræðingur í viðtali um klofninginn í íslenskri verkalýðshreyfmgu sem samdar voru í Moskvu um stöðu og framtíðarstefnu komm- únista á íslandi voru samdar í samráði við ísienska forystumenn kommúnista, sem skýrðu sína af- stöðu. Þeir sögðu yfirstjórn Komintern að íslensk verka- lýðshreyfing væri svo ung og veikburða, að hún gæti ekki bor- ið tvo verkalýðsflokka á þessum tíma. Þessi skýring var tekin gild þá, og ýmsir telja að hún eigi jafnvel við enn í dag. En voru Strassborgarkenning- arnar ekki í fullu gildi þegar KFÍ var stofnaður 1930? Þær höfðu ekki verið teknar formlega úr gildi, en voru í raun ekki lengur virkar. Menn höfðu áttað sig á því, einkum í Þýska- landi, að það var ekki góð stjórn- list að kljúfa verkalýðshreyfing- una og stofna rauð verkalýðsfé- lög við hliðina á hinum. KFÍ mót- aði því aldrei þá stefnu, að heim- ilt skyldi að stofna rauð verka- lýðsfélög til höfuðs endurbóta- sinnuðum verkalýðsfélögum. Það hafði veruleg áhrif á vel- gengni þeirra að þeir voru aldrei í því óvinsæla hlutverki að kljúfa verkalýðsfélög, eins og kommún- istar annars staðar í álfunni voru sagðir hafa gert. Forystumenn Alþýðuflok- ksins, sem þekktu til Strassborg- arkenninganna, voru hins vegar undir það búnir, að kommúnistar myndu fylgja þeim í einu og öllu, en sú varð ekki raunin. í Kross- anesdeilunni 1930 stýrði Jón Rafnsson reyndar verkfallsað- gerðum sem voru í anda Strass- borgarkenninganna þar sem lýst var fyrirvaralaust yfir vinnu- stöðvun með tilheyrandi drama- tískri spennu. Það varð þá hlutskipti Alþýðuflokksins en ekki kom- múnista að kljúfa verkalýðsfélög á íslandi? Já. Á fjórða áratugnum var það meginatriði í stefnu KFÍ að varðveita stéttarlega einingu innan fagfélaganna. Alþýðu- flokkurinn stóð hins vegar fyrir því að fimm verkalýðsfélög voru klofin á árunum 1931-35. Það voru Verkalýðsfélagið Ósk á Siglufirði, Verkamannafélag Ak- ureyrar, Verkamannafélag Sigl- ufjarðar, Sjómannafélag Vest- mannaeyja og Verkalýðsfélag Glerárþorps. Þessi klofnings- starfsemi kom í kjölfar þeirra skipulagsbreytinga sem Álþýð- uflokkurinn gerði á sínu starfi 1926 með inngöngunni í Alþjóð- asamband Jafnaðarmanna og 1930 með samþykkt lagagreinar nr 14 sem útilokaði kommúnista frá setu á þingum ASÍ. Áætlun sem gekk ekki upp Allar þessar skipulags- breytingar áttu að tryggja Alþýð- uflokknum forræði innan verka- lýðshreyfingarinnar með svipuð- um hætti og gerst hafði annars staðar. Menn bjuggust við að að- gerðirnar myndu skila árangri þegar á 4. áratugnum. En betra er að spyrja að leikslokum. Búist var við að áhri kommúnista dvín- uðu, en það gerðist ekki. Vafa- laust var ein ástæðan sú að mörg- um verkamanninum þótti það yf- irgangur þegar lýðræðislega kjörnum stjórnum í einstökum verkalýðsfélögum var með þess- um hætti vikið úr Alþýðusam- bandinu. Ég hef meðal annars kannað sendibréf sem flokksholl- ir Alþýðuflokksmenn úr verka- lýðsfélögum utan af landsbyggð- inni sendu flokksforystunni á þessum tíma. Þessi bréf eru á margan hátt átakanleg, en í þeim er sú skoðun áberandi að komm- únistar hafi unnið sér traust með starfi sínu í stéttarfélögunum, en að forysta Alþýðuflokksins hafi verið um of til hægri. Hún verði að huga meira að hinni daglegu kjarabaráttu og horfa meira til vinstri. Forysta Alþýðuflokksins markaði hins vegar sína stefnu út frá reynslunni erlendis. Hún kynnti sér skýrslur og skilning forystumanna í Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna á meðan hinn almenni flokksfélagi lærði af sinni daglegu reynslu og horfðist í augu við annan veruleika. Þar að auki voru margir listamenn og rit- höfundar hlynntir boðskap kommúnista og jók það enn á hróður þeirra. Valdataka nasista Nú var kenning Komintern um að sósíaldemókratar væru sósíal- istar í orði en fasistar í verki opin- berlega í gildi frá 1928 til 1935. Hafði þessi kenning ekki áhrif innan íslensku verkalýðshreyf- ingarinnar? Eftir valdatöku nasista 1933 voru Strassborgarkenningarnar aftur orðnar virkar, en íslenska útgáfan af þeim sem ég hef séð er einmitt frá þeim tíma. Þá átti að koma á meiri aga innan hinnar kommúnísku hreyfingar og sósí- alfasistakenningin var hafin til vegs á ný. Afstaða kommúnista og sósíaldemókrata hér á landi á þessum tíma birtist skýrast í Nóvudeilunni 1933. Þá náðu ein- angrunartilraunir Alþýðuflokks- forystunnar hámarki er hún stofnaði Verkalýðsfélag Akur- eyrar sem lýsti sig reiðubúið að sætta sig við þau launakjör, sem bæjarstjórn Akureyrar hafði boðið. Um leið var Verka- mannafélag Akureyrar, sem stóð fyrir verkfallsaðgerðunum, rekið úr ASÍ en hið nýja félag tekið inn. Það var í raun aðgangsharka Alþýðuflokksforystunnar í þess- ari deilu sem bjargaði kommún- istum frá því að einangrast. Það sýndi jafnframt hversu mikla áherslu þeir lögðu á að halda ein- ingu innan síns félags, að þeir skyldu í lok deilunnar samþykkja málamiðlun, sem í raun fól í sér vissa eftirgjöf frá fyrri samningi. Hvaða lærdóm vilt þú draga af þcssari sögu? Hún sýnir okkur fyrst og fremst að Alþýðuflokkurinn uppskar ekki það sem til stóð, og forræði hans í verkalýðshreyfing- unni varð ekki tryggt með skipu- lagsbreytingunum 1926 og 1930. Kommúnistar fengu byr í seglin með heimskreppunni og áttu auðveldara með að sýna verka- lýðnum fram á yfirvofandi hrun auðvaldsskipulagsins. Kannski er lærdómurinn sá að Alþýðu- flokksforystan hafi verið of sein á sér að fylgja fordæmi bræðrafl- okkanna í Evrópu um að útiloka kommúnistana. Hefðu kommún- istar staðið frammi fyrir sam- keppni við sósíaldemókrata 1928 þegar uppsveifla var í efnahagslífi heimsins hefðu úrslitin kannski orðið önnur. Dr. Stefán F. Hjartarson: Klofningurinn í islenskri verkalýðs- hreyfingu var hvorki söguleg nauðsyn né slys, en hann verður að skoða í Ijósi þeirrar þróunar sem átti sér stað í evrópskri verkalýðshreyfingu. Ljósm. Jim Smart. Samfylkingar- krafan Sameiningarflokks alþýðu, Sósí- ins og verið því háðir en alistaflokksins 1938. iaunþegar. Nú snéri Komintern við blað- inu 1935 og afskrifaði kenning- una um sósíalfasistana en boðaði í staðinn samfylkingu gegn fasism- anum. Hverju breytti þetta um gang mála hér heima? Þessi samfylkingarkrafa Kom- intern gerði sósíaldemókrötum fyrst og fremst kleift að setja kommúnistum afarkosti sem aldrei fyrr. Samfylkingarkrafan er borin fram 1934, en staðfest af Komintern 1935. Óbilgirni sósí- aldemókrata hér á landi við fram- kvæmd samfylkingarkröfunnar birtist meðal annars í því að þar sem verkalýðsfélög sem höfðu verið klofin voru sameinuð á ný, þá fékk rauða félagið ekki að ganga inn í hitt í heild, heldur varð það að gerast á einstaklings- grundvelli, þannig að hægt væri að útiloka ákveðna einstaklinga frá aðild. Þannig átti til dæmis að sameina tvö félög í Glerárþorpi 1937-38 í eitt félag, sem hét Verkamannafélag Glæsibæjar- hrepps. Þetta var gert með þeim hætti að rauða verkalýðsfélagið var leyst upp og ákveðnir einstak- lingar innan þess útilokaðir frá aðild að hinu félaginu. Við þessar Þjóöernisstefna og sósíalismi Ef við reynum að leggja mat á það hvcrsu sjálfstæðir íslenskir kommúnistar og sósíalistar voru gagnvart Komintern, þá virðist mér að niðurstaða þín sé sú að þeir hafl mótað sína stefnu meira út frá innri aðstæðum hér á landi en tilskipunum frá Moskvu? íslenskir kommúnistar og sósí- alistar hafa alltaf verið miklir þjóðernissinnar og barist hvat- lega fyrir varðveislu íslenskrar menningar. Þeir hafa átt mikinn þátt í að stemma stigu við áhrif- um erlendrar hersetu á íslenskt þjóðlíf, svo dæmi sé tekið. ís- lenskir sósíalistar vanræktu aldrei starfið innan verkalýðsfé- laganna og þeir hafa fengist við íslenskan veruleika á forsendum þeirra lýðræðisreglna sem við búum við. Þeir hafa látið sig skipta meiru skiptingu arðsins en skipulagningu vinnunnar og eignarréttarins á framleiðslu- tækjunum, enda hafa sérís- lenskar aðstæður gert það að verkum að atvinnurekendur hafa ekki síður leitað á náðir ríkisvald'i - Viðhlæjendur Ceausescu Ég verð að segja að mér finnst sú umræða sem undanfarið hefur farið fram um fyrri tengsl ákveð- inna einstaklinga úr hinni sósíal- ísku hreyfingu við valdhafa í A- Evrópu, einkum í Rúmeníu, vera með því lágkúrulegasta sem ég hef séð lengi. Sannleikurinn er sá, að hrifning hins vestræna heims á valdhöfum í Rúmeníu var til skamms tíma almenn. í fyrsta lagi vegna þess að þeir tóku ekki þátt í innrásinni í Tékkósló- vakíu 1968. í öðru lagi og ekki síður vegna þess að Ceausescu fór að kröfum alþjóðabankans og annarra vestrænna lánardrottna og stóð í skilum með afborganir af lánum þótt það kostaði þjóð- ina hungur og gerræðislega vald- beitingu sem breytti ásýnd Rúm- eníu á einum áratug. Á sama tíma þáði Ceausescu metorð og skjall jafnt hjá Bandaríkjaforseta, Bretadrottningu, sænska kon- ungnum og Kristjáni Eldjárn. Ef heimsóknir Guðrúnar Helga- dóttur, Guðmundar J. Guð- mundssonar og Inga R. Helga- sonar til Rúmeníu eiga að vera sönnun á þýlyndi íslenskra sósíal- ista við austur-evrópska valda- gikki, þá eiga fleiri skilið að fá þann stimpil. aðstæður þurftu menn oft að kyngja meiru en góðu hófi gegndi, og ekki varð fámennið til að draga úr persónulegri illsku sem oft var til staðar eftir hörð stéttaátök. Ég held að mörgum óbreyttum Alþýðuflokksmönnum hafi þótt nóg um óbilgirni flokksforyst- unnar á þessum árum samfylk- ingarinnar gegn fasisma, og það hafi meðal annars ýtt undir að hluti flokksins með þá Héðin Valdimarsson og Sigfús Sigur- hjartarson í fararbroddi gekk til liðs við kommúnista um stofnun Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.