Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 21
Sigurjón Jóhannesson: Glorious, eða Dýrðleg öld (1969). Myndir - Jim Smart
- Sýningin er hugmynd Maa-
rettu Jaukkuri, sem var sýninga-
stjóri Norrænu listamiðstöðvar-
innar á Sveaborg. Hún átti líka
hugmyndina að sýningunni Nor-
ræn konkretlist, farandsýning-
unni sem var hér í Listasafninu í
sumar og það má segja að þessi
sýning sé beint framhald hennar;
hún náði einmitt fram til um
1960. Maaretta bað einn list-
fræðing frá hverju Norðurland-
anna að velja verk og skrifa kafla
í sýningarskrá, en auk þess gerð-
um við sögulegt yfirlit, sem við
birtum í skránni. Það nær yfir
menningu, stjórnmál og myndlist
á Norðurlöndum á sjöunda árat-
ugnum og er gert til að setja það
sem gerðist í myndlistinni í víðara
samhengi.
- Þegar á fyrsta fundi okkar
sem völdum verkin, eða í apríl
1988, kom í ljós að það var mjög
erfitt að gera samnorræna sýn-
ingu með einhverjum heildar-
svip, því svo ólíkir hlutir voru að
gerast á Norðurlöndunum á þess-
um árum. En þessi munur gerði
líka að verkum að það var mjög
spennandi að koma þessari sýn-
ingu saman.
- Við fyrstu sýn fannst mér
Danmörk og ísland eiga meira
sameiginlegt en hin löndin, þar
ríkti meira stjórnleysi í listum og
meiri framúrstefna en í nágrann-
alöndunum. Finnarnir voru
meira á fagurfræðilegri línu, enn-
þá að vinna úr hugmyndum frá
sjötta áratugnum, en Svíarnir
voru hins vegar mikið að fást við
sósíalrealismann. En það kom
reyndar smám saman í ljós að þó
þetta virtist vera það sem væri
ríkjandi í list þessara landa var
þar mun meiri fjölbreytni þegar
betur var að gáð.
- Við gáfum okkur ákveðnar
línur, sem við völdum svo eftir,
en okkur var mikill vandi á hönd-
um því löndin eru það mörg að
við gátum ekki valið nema fá verk
frá hverju landi. Ég fór þá leið að
ég valdi verkin áður en ég valdi
listamennina og reyndi þá að
velja þau verk sem mér fannst
hafa markað þetta tímabil á ís-
landi.
- Ég miðaði Iíka við það sem
var að gerast erlendis á sama
tíma, því þó mikið sé talað um að
ísland sé sér á parti erum við þó
hluti af ákveðnu menningarsvæði
og hljótum að skoða okkar list í
samhengi við það sem er að ger-
ast í kringum okkur. Eins vildi ég
velja verk, sem ekki eru bundin
þeim tíma sem þau komu fram á
og ég held að muni koma til með
að standa fyrir sínu eftir þrjátíu til
fjörutíu ár.
- Það má sjálfsagt deila um
hvernig valið hefur tekist, en mér
var mikill vandi á höndum bæði
vegna þess hvað ég mátti velja fá
verk og eins vegna þess að mikið
af þeim verkum, sem mesta at-
hygli vöktu á þessum árum eru
týpd eða eyðilögð. Það var al-
gerigt að menn gerðu verk, sem
ekki áttu að vara og notuðu því
forgengileg efni eins og súrmjólk
eða ost eins og Dieter Roth gerði.
Mér tókst ekki að fá neitt af þeim
verkum sem ég valdi eftir hann,
þau eru eign safna í Þýskalandi og
þau þorðu hreinlega ekki að lána
þau vegna þess hvað þau eru
brothætt og illa farin. Það varð
því úr að þau verk sem Nýlista-
safnið á eftir hann urðu fyrir val-
inu.
- Verkin á sýninguna eru líka
valin áður en SÚM-sýningin var
haldin hér, mitt val væri ef til vill
annað hefði ég vitað af henni. En
þó þau verk sem eru á sýningunni
fyrir íslands hönd hafi kannski
oft verið sýnd hér á landi hafa þau
ekki verið sýnd á hinum Norður-
löndunum og það verður að hafa í
huga að hér er um samnorræna
sýningu að ræða.
- A sýninguna hér vantar
eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu
af þeim verkum, sem upphaflega
urðu fyrir valinu. Það var einfald-
lega ekki hægt að koma þeim
fyrir í Listasafninu. En það var
ekki hægt að setja þessa sýningu
saman með aðeins einn sýningar-
stað í huga, hún á að fara svo
víða. íslensku verkin eru þó öll
með á sýningunni hér nema eitt
stórt verk eftir Erró.
LG
Baldvin Hálldórsson og Gunnar
Eyjólfsson íTilbrigöi við önd.
Þjóðleikhúsið:
STEFNUMÓT
4 Höfundar: Michel de Ghelderode,
Harold Pinter, David Mamet, Peter
Barnes og Eugene Ionesco.
Leikstjórar: Hlín Agnarsdóttir (yfir-
umsjón), Ingunn Ásdísardóttir, Sigr-
íður Margrét Guðmundsdóttir, As-
geir Sigurvaldason.
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson.
Leikmynd og búningar:
Gunnar Bjarnason
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
í sýningunni sem ber yfirskrift-
ina Stefnumót koma saman tvær
skemmtilegar hugmyndir. Valdir
eru saman einþáttungar sem með
einum eða öðrum hætti tengjast
við spurningar um „lífið í leikhús-
inu - leikinn í lífinu“ - og með því
að hver höfundur nálgast þessa
hluti með sínum hætti fáum við
fjölbreytni eða vissa sundurgerð
innan þemarammans. í annan
stað fara nokkrir frægustu leikara
Þjóðleikhússins í fjóra áratugi
með helstu hlutverkin og lúta þá
stjórn ungra leikstjóra sem ekki
hafa sett upp verk áður fyrir það
hús.
Einþáttungarnir eru vissulega
misjafnir. Til dæmis hefur „Góð
til að giftast" eftir stórfrægan nú-
tímaklassíker, Eugene Ionesco,
ekki staðist vel tímans tönn
Hljómar eins og hikandi stílæfing
fyrir absúrdismann - eins þótt vel
sé að þættinum búið með hlá-
legum leik-og-dansi Rúriks Har-
aldssonar og Herdísar Þorvalds-
dóttur. „Biðstöð" Pinters er eins
og mínímalískur lagstúfur sem
líður fljótt hjá í agnarlitlum ein-
semdarharmleik konunnar (Her-
dís) sem hefur orðið allan tím-
ann. Þessi „mínímalismi" er þó
ómaksins verður eins og betur
sannast í öðrum örþætti eftir
Pinter, „Það er nú það“ sem er
um tvær kerlingar sem hafa hellt
sálum sínum í tevatnið sem þær
sötra af stakri samviskusemi:
þessar kerlur léku þær Bríet Héð-
insdóttir og Bryndís Pétursdóttir
af góðu öryggi.
Tveir eru þeir þættir sem ræki-
legast tengjast við þema sýning-
arinnar. Hinn fyrri er þáttur
Ghelderode um leikarana þrjá
sem ætla kannski að fara í alvöru
með sinn ástaþríhyrning inn í
vonlaust og forneskjulegt meló-
Hver karl og kona aðeins leikarar
drama.Hér er úr mörgum hnút-
um að leysa þar sem sífellt er
farið fram og aftur á milli lífs og
leiks. Margt var laglegt í túlkun
þessa þáttar - þó verður hann nú
tekinn sem dæmi um það, að hér
og þar í Stefnumótum brást ör-
yggið, jafnvel kunnáttan, fyrir-
gangur gat tekið ráðin af ná-
kvæmninni. Betur tókst til í
„Leikæfingu" Peter Barnes, þar
sem lífið kemur inn í leikhúsið
ÁRNI BERGMANN
með aumlegri skrifstofublók
(Arnar Jónsson) sem vill að
leikarinn (Bessi Bjarnason) skili
honum aftur konunni. Leikarinn
bjargar sér úr þeirri klemmu með
haglegri lygi sem hann leikur með
prýði og líkast til betur en það
hlutverk sem hann átti að æfa.
Hér hefur áhorfandinn ekki upp
á neitt að klaga svo heitið getur.
En þá er enn ekki vikið að þeim
pörtum sýningarinnar sem mestri
upplifun valda: fer þar saman
máttur textans, marksækin
leikstýring og leikur sem í styrk
og fágun gerir áhorfandann mun
meira en sáttan við sinn hlut. Hér
er átt við það sem þeir Baldvin
Halldórsson og þá enn frekar
Gunnar Eyjólfsson gerðu úr „Til-
brigði við önd“ eftir David Ma-
met, ísmeygilegum texta sem þó
hefði verið hægur vandi að drepa
ef leti manna hefði til þess staðið.
Og í annan stað skal hér borið
sérstakt lof á „Stað og stund“
eftir Peter Barnes, áleitinn þátt
um stúlku (Anna Kristín Arng-
rímsdóttir) sem leitar til læknis á
sjálfsmorðingjavakt (Bríet Héð-
insdóttir) til að fá - að því er hún
segir - ráð til að koma sér sem
tryggilegast úr þessum heimi.
Þessi leikhúsgestur hérskal fús-
lega viðurkenna það að hann elt-
ist mest við orðið eftir að tjald
lyftist. En hitt er víst, að músík og
lýsing og leikmyndir - allt var
þetta með geðfelldum blæ ein-
Bríet Héðinsdóttirog Bryndís
Pétursdóttir í Það er nú það.
faldleika og þeirrar listrænu þessa ágæta stefnumóts við leik-
skynsemi sem sveif yfir vötnum krafta Þjóðleikhússins.
Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21