Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 22
Olafur Haukur
Símonarson
Gamalt vín
á nýjum
belgjum
Það launakerfi, sem læknar
hinna fornu keisara Kínaveld-
is bjuggu við, hefur mér alltaf
þótt til fyrirmyndar. í megin-
atriðum var það þannig, að
læknar fengu þokkaleg laun
uns einhver veiktist, þá þurftu
læknarnir að byrja að greiða
sjúklingnum. Hélt þeim
greiðslum áfram með stig-
vaxandi þunga uns tekist hafði
að lækna viðkomandi, eða sá
kránki geispaði golunni í
höndum læknanna. Stigi sjúk-
lingurinn yfir móðuna miklu
naut læknirinn engrar launa-
tryggingar næstu tvö árin.
A tímum hraðvaxandi út-
gjalda ríkis, bæja og sveitar-
félaga, svo ekki sé minnst á
einstaklinga, væri ekki úr vegi
að íhuga hvort þarna kunni að
liggja í drafinu hagfræðilegur
gimsteinn. Hið forna kínver-
ska kerfi mundi að líkindum
tryggja að við nálguðumst
fremur en fjarlægðumst þau
markmið sem heilbrigðis-
kerfið óhjákvæmilega hlýtur
að hafa, en þau eru: færri
sjúklingar, færri læknar og þar
af leiðandi minni útgjöld til
heilbrigðismála. í dag er þró-
unin öfug: sífellt fleiri sjúk-
lingar, sífellt fleiri læknar og
síaukin útgjöld til heilbrigðis-
mála.
I raun mundi þetta líta
þannig út, að þú velur þér
heilsugæslulækni, greiðir hon-
um t.d. eitt þúsund krónur í
laun á viku. Venjulegur
heimilislæknir sinnir um þús-
und manns, þannig að brúttó-
laun læknisins, takist honum
að halda heilsufari vinnuveit-
enda sinna þokkalegu, mundu
nema um einni miljón á viku.
Hraki hinsvegar heilsufars-
ástandi þessara þúsund
manna verulega, má gera ráð
fyrir að læknirinn þurfi að
greiða talsverðan hluta launa
sinna til þeirra sjúku. Varla
verður talið nema eðlilegt að
læknar hafi rétt á að endur-
tryggja sig gagnvart drepsótt-
um, sem mundu annars að lík-
indum samkvæmt þessu kerfi
koma þeim á vonarvöl. í
gamla kerfinu hefðu þeir hins-
vegar fitnað á heilsuleysi og
kröm umbjóðenda sinna.
Undirritaður hefur heldur
aldrei sætt sig fullkomlega við
þá skipan mála, að bifreiða-
eigandi þurfi að greiða fyrir
viðgerðir á bifreið sinni. A
þeim vettvangi mætti líka
áreiðanlega spara talsvert fé
með því að taka upp hið forna
kínverska kerfi, þótt ekki sé
vitað til þess að það hafi náð
til ábyrgðar á ökumönnum
eða ökutækjum á sínum tíma,
enda hvorki búið að finna upp
bensínmótorinn né ABS
bremsukerfið.
En markmiðið yrði vita-
skuld að draga framleiðendur
bifreiða, sem eru taldar mestu
manndrápstæki er Homo sap-
iens hefur fundið upp, til
ábyrgðar, alveg á sama hátt og
foreldri ber mikla ábyrgð á
ástandi og gjörðum afkvæma
sinna. Fyrirkomulagið yrði að
líkindum þannig, að framleið-
endur væru eftirlitsskyldir
með tæknilegu ástandi öku-
tækis, en einnig kunnáttu,
hæfni og viðhorfum öku-
manns til annarra vegfarenda.
Á sama hátt og hver maður
færi mánaðarlega til sfns
heilsugæslulæknis, sem reyndi
að tryggja að skjólstæðing-
urinn yrði ekki veikur með því
að lesa honum pistilinn um
mataræði, útivist, slökun og
heilbrigði í fjár- og kynferðis-
málum, þá færi skjólstæðing-
urinn mánaðarlega á bifreiða-
verkstæðið þar sem fjöl-
kunnugir bifvélavirkjar
grannskoðuðu ökutækið og
tryggðu að það væri í besta
husanlegu ástandi, en verk-
stæðisformaðurinn héldi á
meðan stuttan fund með öku-
manni sem hæfist á innhverfri
íhugun, en síðan yrði farið yfir
öll helstu atriði er snerta
ábyrga hegðan undir stýri, til-
lit til annarra ökutækja og
ökumanna, en þannig gæti
framleiðandinn og eftirlits-
verkstæði hans best reynt að
firra sig hugsanlegum útgjöld-
um vegna bilana á tækinu
sjálfu og fíflslegrar hegðunar
ökumanns á götunum.
Ný viðhorf, ný framtíðar-
sýn!
Virgill á gott, hann á enga foreldra eða aðra ættingja, sem ævinlega eru til trafala... Ólöf Ýr Árnadóttir í
hlutverki Virgils.
Virgill
og vinir hans
VIRGILLLITLI
eftir Ole Lund Kirkegaard
Leikfélag Kópavogs sýnir
Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir
Leikmynd og búningar: Gerla
Þýðing, textar og tónlist: Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson
Lýsing: Egill Örn Árnason
Leikfélag Kópavogs frumsýndi
á laugardaginn við góðar undir-
tektir gesta sinna þriðja leikritið
eftir barnabókum danska rit-
höfundarins Ole Lund Kirke-
gaard sem lést fyrir fáeinum
árum. Minningu hans er áreiðan-
lega haldið eins vel á lofti á ís-
landi og í heimalandi hans, og
nægir að minna á hinn sívinsæla
Gúmmí-Tarsan, sem öll börn
elska þrátt fyrir grimmdina undir
gamansömu yfirborði sögunnar
(eða kannski vegna hennar?).
Nýja sýningin er byggð á sam-
nefndri sögu um Virgil litla sem
hvorki er samfelld saga né eins
rismikil og Gúmmí-Tarsan. Sýn-
ingin er heldur ekki samfellt
leikrit heldur safn af stuttum at-
riðum, atvikum úr lífi stráksins
Virgils og vina hans, Tótu Siggu
og Karls Emils. Þau búa í litlu
þorpi og gera ýmislegt sér til
dægrastyttingar: reyna að finna
maka handa öldungis aleina
storkinum á þaki kaupmanns-
hússins, stríða kennaranum sín-
um, hleypa upp afmælisveislu
heima hjá Karli Emil, leita að
fjársjóði og veiða dreka. Milli at-
riða var stundum nótt með rökkri
á sviðinu og tungli á himni, og
leikhúsgestirnir ungu sýndu full-
an skilning á því að Virgill þyrfti
líka stundum að sofa. Ur þessari
blöndu varð þétt og hröð sýning,
soðin saman með mörgum glað-
værum söngvum og fram reidd
með mikilli kátínu. Rós í hnapp-
agat Ásdísar Skúladóttur leik-
stjóra.
Virgill (Ólöf Ýr Árnadóttir) er
eins konar Lína langsokkur.
Hann á enga foreldra eða aðra
ættingja - sem ævinlega eru til
trafala eins og börn vita. Þess
vegna þarf hann aldrei að þvo sér
eða fara út í búð, vaska upp eða
vinna önnur leiðindaverk sem
foreldrum er svo tamt að fela
börnum eða borða hollan mat.
Drekkur bara appelsín í morgun-
mat og étur lakkrísrör. í stuttu
máli á hann gott. Hann sefur í
þægilegu hengirúmi í hænsna-
kofa, í sömu fötunum og hann er í
á daginn og hefur aldrei heyrt um
fyrirbærið „náttföt“ sem Karl
Emil þarf að klæða sig í á kvöldin.
Virgli finnst náttföt reyndar veru-
lega spennandi þangað til hann
fréttir að til að komast í þau verði
maður fyrst að fara í bað; þá
blöskrar honum. Eina eftirlitið
sem Virgill fær er frá hananum í
hænsnakofanum sem vekur hann
á morgnana til að fara í skólann.
Þetta er sem sagt verk um stór-
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
feflt félagslegt vandamál:
munaðarlaust barn sem sefur
umhirðulaust í hænsnakofa og
virðist ekki vera neins staðar í
fæði, og má nærri geta að hann
fengi ekki að vera í friði annars
staðar en í leikhúsinu í bænum
Kópavogi þar sem félagsleg þjón-
usta er betri en annars staðar ger-
ist. Slíkur er máttur listarinnar.
Andstæðan við Virgil er Karl
Emil (Frosti Friðriksson) lilið-
stæða Tomma og Önnu í Línu-
bókunum. Hann á afskaplega
smáborgaralega foreldra og er
ákaflega þægur og prúður dreng-
ur sem alltaf spyr mömmu sfna.
Gegn vilja þeirra heillast hann af
útigangshrossinu Virgli sem
aldrei þarf að biðja neinn leyfis.
Það hefur löngum verið
Akkilesarhæll góðu barnanna.
Sama er að segja um Tótu Siggu
(Jóhönnu Pálsdóttur). Uppruni
hennar og aðstæður eru alveg á
huldu í leikritinu, en hún kannast
heldur ekki við náttföt. í sögunni
heitir hún reyndar Óskar og er
tvímælalaust til bóta fyrir verkið
að hann skipti um kyn.
i Mér datt í hug meðan ég horfði
á sýninguna með hinum börnun-
um að leikstíll þöglu kvikmynd-
anna lifði ennþá góðu lífi í barna-
leikritum. Öll persónusköpun er
ýkt, svipbrigði eru meiri, hreyf-
ingar stærri og hljóð hærri en við
eigumaðvenjastíleikhúsi. Þarna
lifa líka stereótýpurnar þó að þær
séu löngu dauðar í raunveru-
leikanum: kennslukonan viðutan
sem dettur ekkert í hug annað
enn æpa á nemendur sína, vina-
legi kaupmaðurinn á horninu
sem gefur börnum lakkrís,
giftingarsjúka grannkonan,
mamman með svuntuna og svo
framvegis.
Krakkarnir þrír voru hæfilega
stórkarlalegir í hlutverkum sín-
um. Ólöf Ýr er ágæt leikkona
sem á mörg skemmtileg svip-
brigði og hreyfingar, en það var
svolítið erfitt að muna eftir því að
hún ætti að vera strákur. Frosti
lét Karl Emil taka sjálfan sig af-
skaplega hátíðlega sem fyrir-
myndardreng og bjó til sann-
færandi persónu. Tóta Sigga var
ekki eins mótuð og strákarnir frá
höfundar hendi, en Jóhanna bjó
til sprækan stelpugopa.
Sviðið í Félagsheimili Kópa-
vogs er lítið og erfitt um vik að
setja þar upp heilan bæ sem
krakkar ærslast um. Þar risu þó
litrík hús undan handarjaðri
Gerlu, í stíl við teikningar Ole
Lund, snúrustaurar, grindverk
og hvaðeina, auk þess sem hús
Karls Emils gat opnast og hleypt
okkur inn! Og skólanum var
rennt inn og út að vild. Snjallt var
að láta leikinn færast fram á gólf-
ið þegar krakkarnir fara út fyrir
bæinn, út á villta svæðið þar sem
alls konar ófreskjur geta legið í
leyni fyrir forvitnum krökkum.
Drekinn var gerður af miklum
hagleik eins og glöggt heyrðist í
salnum þegar hann rak hausana
út úr gömlu myllunni.
Þýðing Aðalsteins Ásbergs var
á tilgerðarlausu máli og lögin
hans hljómuðu vel; Fjársjóðs-
lagið er einna minnisstæðast. Allt
í allt: Ágæt skemmtun.
Sonnettur
Shakespeares
og tónlist frá endur-
reisnartímanum
Menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar gengst fyrir
bókmennta- og tónlistardagskrá í
Hafnarborg næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20.30.
Þar verða nokkrar af sonnett-
um Shakespeares lesnar bæði á
frummálinu og í íslenskri þýðingu
Daníels Á Daníelssonar. Flyt-
jendur verða Oliver Kentish og
Arnar Jónsson. Þá munu þau
Camilla Söderberg blokkflautu-
leikari, Ólöf SesseljaÓskarsdótt-
ir víóluleikari og Snorri Örn
Snorrason lútuleikari flytja tón-
list frá endurreisnartímanum.
Miðasala verður í Hafnarborg á
laugardag og sunnudag kl 14-19.
22 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990