Þjóðviljinn - 09.03.1990, Page 24
Fréttir segja okkur heldur dap-
urleg tíðindi af stöðu fiskeldis hér
á fslandi. Og eins og fyrri daginn
heyrum við að hér sé séríslensk
saga að endurtaka sig; kappið
hefur gefið allri forsjá á kjaftinn,
allir ætla að græða á því sama á
sama tíma. En við erum reyndar
ekki einir á báti — við höfum í fisk-
eldismálum mjög dregið dám af
Norðmönnum og þeir eru heldur
betur í vandræðum sjálfir, svo
sem rakið verður hér á eftir.
Afköstin
óguðlegu
Þess eru reyndar ótal dæmi um
þessar mundir, að nýjar fram-
leiðslugreinar, ný útgerð, sigla í
strand fyrr en varir. Hér í blaðinu
hefur verið tekið dæmi um nor-
ska skelfiskævintýrið sem er af-
skaplega svipað fslenskum
reyfurum úr atvinnulífinu. Á
skömmum tíma er 20-30 bátum
breytt til að þeir stundi skelfisk-
veiðar frá Norður-Noregi: þetta
er gróðavænlegt og um leið er
þetta byggðamál. En þessi floti er
svo afkastamikill að á tveim eða
Laxaævintýrið gekk svo Ijómandi vel framan af...
frystihúsum. Með öðrum orðum:
Iaxafjall bætist við þau smjörfjöll
og kjötfjöll sem menn eru orðnir
vanir að draga á landakortið.
Þessi viðbrögð eru m.a. til
komin með þeim hætti, að írar og
Skotar kærðu snemma á þessu ári
Norðmenn fyrir undirboð fyrir
Evrópubandalaginu í Brússel. í
kærunni var sagt að Norðmenn
hefðu lækkað verðið um heil átj-
án prósent til að geta yfirhöfuð
losað sig við sívaxandi fram-
leiðslu sína.
Ný fisktegund
verður til
Þessi óþægilegi vöxtur fram-
leiðslunnar á sér m.a. rætur í sí-
fellt fullkomnari fiskeldistækni.
Seiðin ná með töluvistýrðri fóðr-
un, þar sem vítamín og steinefni
eru hvergi spöruð, þriggja kílóa
þyngd eða meir á tveim árum.
En svo er annað. Sá lax sem í
búrum elst upp, hringsólandi eins
og vankaðir boxarar í tölverðum
þrengslum (oft er meir en 25 kíló
af lifandi fiski í rúmmetra vatns)
og síétandi, hann er allt annar
Fiskeldisdraumurinn
að snúast í
martröð?
Norskir laxabændur eiga í vaxandi vandræðum með afurðir
sínar og verðið fellur - Verður hinn göfugi lax að
„hormónakjúklingi“ nýs áratugar?
þrem árum hefur hann gert
tvennt í senn: grafið undan verði
á afurðunum og eyðilagt miðin.
Og eftir liggjur hálfur þriðji tugur
báta, bundinna við bryggjur, og
nokkurra miljarða skuldir sem
væntanlega falla á margskammað
ríki - hvort sem sósíaldemókratar
stjórna því eða íhaldsmenn.
Skiptir ekki máli, eins og Kristinn
segir Ólafsson.
Hér sem fyrri daginn rekumst
við á eitt einkenni ríkra og vel
tæknivæddra þjóðfélaga samtím-
ans: þau eru feiknalega afkasta-
mikil. Ekkert vex lengur með
þeim „náttúrlega" hraða sem ein-
kennir gróður jarðar, fjármagn
og gróðavon og tæknilegir mögu-
leikar sameinast um að ofbjóða á
skömmum tíma bæði náttúruauð-
lindum og mörkuðum.
Feiknalegur
vaxtarhraði
En snúum okkur aftur að
dæmisögum um laxeldið norska,
sem hér eru hafðar úr vestur-
þýska vikuritinu Spiegel.
Þegar Thor Mowinkel, bisn-
essmaður frá Bergen, hóf sína
laxarækt á sjöunda áratugnum,
þótti sönnum fiskimönnum mað-
urinn vera mjög langt úti að aka.
En viti menn: Hann græddi vel á
því að ala seiði í búrum og ekki
leið á löngu þar til hver af öðrum
tók að líkja eftir honum.
Nú eru um 750 laxeldisstöðvar
starfræktar við stendur Noregs á
svæðinu milli Stavanger og Ham-
merfest.
Norðmönnum gekk sölu-
mennskan líka dável. Þeir komu
því inn hjá viðskiptavinum - ekki
síst Þjóðverjum - að lax væri
göfug trygging fyrir réttri
stemmningu í samkvæmum, þar
fyrir utan væri hér um heiisusam-
legt fóður að ræða, fátækt að kól-
esteróli og þar með líklegt til að
stuðla að því að æðakerfi velferð-
arþegnsins héldist í góðu lagi.
Sem fyrr segir gekk einstaklega
vel að koma eldisfiski á borð
Vestur-Þjóðverja. í fyrra átu þeir
fimmtán þúsund tonn, og er það
þreföld neysla á við það sem hún
var fyrir tíu árum.
Eftirspurnin keyrði norska
fiskeldismenn áfram eins og lög
gera ráð fyrir (en þeir ráða nú um
60% af heimsmarkaðinum).
Vöxturinn hefur verið ævintýra-
legur: árið 1980 fengust ekki
nema 4100 tonn af laxi úr eldis-
stöðvunum, en í fyrra nam fram-
leiðslan llOþúsundum tonna. Og
aðrir sátu ekki auðum höndum
heldur - írar og íslendingar,
Skotar og margir fleiri hafa stór-
aukið sín afköst líka.
Spenntu
bogann of hátt
En nú hafa fiskeldismenn ber-
sýnilega spennt bogann of hátt.
Framleiðslan í Noregi gæti á
þessu ári farið upp í 150 þúsund
tonn og Skotar eru að nálgast 50
þúsund tonna markið. Meðan
framboð á ýmsum tegundum
sjávarafla dregst saman og verð
allt að tvöfaldast þá hefur verð á
eldislaxi verið óbreytt eða lækk-
að. Nú kostar kílóið af ferskum
laxi 25-30 mörk og fer lækkandi.
Til þess að koma í verð fyrir
hrun hafa norsku sölusamtökin
nú í j anúar gripið til róttækra að-
gerða. Þau ákváðu að taka um 40
þúsund tonn af væntanlegri offra-
mleiðslu úr umferð og geyma í
fiskur en menn fóru af stað með í
upphafi fiskeldisævintýrsins.
Hann bregst ekki lengur við eins
og „náttúrlegur" fiskur, hvorki til
flótta eða til veiðiskapar. Sífellt
er verið að búa til með erfðaverk-
fræði ný afbrigði sem éta sig feit
(éta jafnvel á sig ístru segja
sumir) á æ styttri tíma. Laxinn er
að verða eins og hver annar kyn-
bótagrís.
Villtur lax í
hættu
Sá sanni villti lax er hinsvegar
að verða svo sjaldgæfur að fáir
hafa efni á að veiða hann eða éta.
Mörgum ám hefur verið spillt
með mengun (síðasti fiskur af
laxakyni sást í Rínarfljóti árið
1953). Á markaði er tölvert af
„villtum laxi“ sem er reyndar
einskonar millistig milli fiskeldis
og þess sem var: smáfiskur er
settur í árnar og gengur svo í sjó
og elst upp í hafbeit og þar fram
eftir götum.
Allt er í þessum efnum vanda
bundið: Spiegel minnir til dæmis
á það að villtur lax er í vaxandi
hættu frá sínum tömdu frændum.
Eldisfiskur sleppur úr búrum og
hefur með sér sjúkdóma ýmis-
konar auk þess sem hann spillir
erfðastofnum villilaxins. Þar að
auki stafar mikilli mengun frá
fiskeldisstöðvunum: „þeir skíta
út alla firði“ segja menn í Noregi.
Eldisfiskur er viðkvæmur fyrir
allskonar sýkingu og sníkjudýr-
um og sífellt þarf að beita alls-
konar eitri og fúkkalyfjum til að
verja hann. Leiðir af sjálfu sér að
þetta stríð bætir hvorki fiskinn né
oröstír hans - né heldur umhverfi
fiskeldisstöðvanna.
Semsagt: því miður lítur svo út
sem laxeldisævintýrið ætli að snú-
ast upp í enn eina hremmingar-
söguna af „lærisveini galdra-
mannsins" - af tæknigaldri sem
þjónar mönnum vel og fúslega
um skeið en verður lítt viðráðan-
legur þegar til lengdar lætur.
Og laxinn? Hann er að falla í
gengi í hugum fólks. Eða það ótt-
ast Stefan Stippl sem vinnur að
markaðssetningu á laxi í Frank-
furt. í hugum fólks, segirhann, er
laxinn að verða að alikjúklingi tí-
unda áratugarins.
Sú ákvörðun Norðmanna að
frysta hluta söluvandans mun
litlu breyta. Frystur lax glatar
ýmsum skárri eiginleikum sínum
eftir hálft ár í geymslu. Menn
gera ráð fyrir því að á komandi
hausti verði að rýma kæligeymsl-
urnar. Og sá fiskur verður þá
seldur fyrir hálfvirði, segja sér -
fróðir.
Fiskeldi - íslenskt hagsýsludaemi?
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990