Þjóðviljinn - 06.04.1990, Page 14

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Page 14
íslenskir regnmenn Sigríður Lóajónsdóttir: Einhverfir þurfa fyrst og fremst á öryggi að halda Á íslandi fæöast 2-4 einhvert börn á hverju ári. Þessar upplýs- ingar komu fram á námsstefnu um einhverfu sem haldin var í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta varö kveikjan að því að við heim- sóttum sambýli einhverfra ung- linga að T rönuhólum og kynntum okkur þá þjónustu sem þeim er búin. Á Trönuhólum 1 er heimili sjö einhverfra unglinga. Þetta eru einstaklingar sem eru mjög við- kvæmir fyrir öllum breytingum og óvæntum uppákomum. Fötl- un þeirra felst í því að af líkam- Iegum orsökum eru þeir ófærir um að vinna úr áreiti úr umhverf- inu. Þeir eiga mjög erfitt með að mynda félagsleg og tilfinningaleg tengsl við annað fólk. Þetta gerir alla meðferð mun erfiðari en þegar um annars kon- ar fötlun er að ræða. Á meðan við dvöldum að Trönuhólum 1 voru tveir vistmanna í miklu uppnámi. Annar vegna þess að í bflnum sem keyrir þá í leikfimi hafði sætaskipan barnanna verið breytt. Hinn gat ekki skilið né unnið úr þeirri röskun sem innrás blaðamanns og ljósmyndara inn á heimilið olli. Hann missti tökin á heims- mynd sinni þegar verið var að færa til húsgögn, stilla upp fólki og á allan hátt að raska mynstri hversdagsleikans. Það var átakanlegt að sjá hversu illa hon- um leið og hve erfitt hann átti með að ná stjórn á tilfinningum sínum. Gífurlegt álag Eftir að aftur var komin ró á hlutina spurðum við Sigríði Lóu Jónsdóttur, sálfræðing og for- stöðukonu meðferðarheimilisins að Sæbraut og Sambýlisins að Trönuhólum 1 hvort þetta skapaði ekki mikið álag á starfs- fólkið. „Jú, þetta er gífurlegt álag og mjög erfið vinna. Við höfum ver- ið mjög heppin með starfsfólk hér á heimilinu og lítið verið um mannabreytingar. Það verður líka að vera því sambýlisfólkið er flest viðkvæmt fyrir óvæntum uppákomum eða breytingum. Ég beinlínis geri líka í því að ráða aðeins fólk sem ætlar að vera áfram. Nú, svo er þriggja mánaða reynslutími sem nýtist fólki til að átta sig á því hvort það vill starfa hér. Meðferðin á sambýlinu miðar öll að því að hjálpa þeim einstak- lingum sem þar búa til eins mikils sjálfstæðis og mögulegt er. Þegar við vorum á staðnum var verið að baka í eldhúsinu því tveir íbú- anna áttu afmæli og ætlunin var að halda upp á það. En hvað geta þau lært? „Þau eru mjög misjafnlega á vegi stödd,“ segir Sigríður. „Það er í gangi þjálfun í ýmsum störf- um. Sum geta matbúið einfaldar máltíðir en önnur þurfa við það aðstoð. Öll vaska þau upp og taka þátt í að þrífa húsið.“ Fastar skorður Á heimilinu er skipulag allt í föstum skorðum. Það er ákveðin rammi utan um allar daglegar at- hafnir. Hver einstaklingur hefur sína stundaskrá sem á eru verk- efni hvers og eins. í gangi er einn- ig þjálfun í ýmsum störfum. En þau hafa verið í starfsþjálfun bæði á vernduðum vinnustöðum og einnig á hinum almenna vinn- umarkaði. Þrjú eru í skóla, en ein er út- vinnandi. Hún fer til og frá vinnu á hverjum degi og er sú eina sem fer út án aðstoðarmanns. Öll njóta þau markvissrar þjálf- unar í íþróttum, sundi auk sér- stakrar samskiptaþjálfunar. „Þau eru skólaskyld eins og öll önnur börn á íslandi. Við erum svo heppin að hér er enginn greinarmunur gerður á fötluðum og ófötluðum einstaklingum hvað það varðar. Sums staðar er það gert. Þau hafa öll verið í sér- skólum, sum í Öskjuhlíðarskóla, önnur í Safamýrarskóla en í fyrra var opnuð sérdeild fyrir ein- hverfa í Digranesskóla í Kópa- vogi. Þau fá tiltekinn fjölda kennslu- stunda á viku, síðan fer fram ýmis konar starfsþjálfun. Þau eru skólaskyld til 18 ára aldurs en þá er hægt að sækja um 2-3 ára fram- legingu. Þau sem hér búa eru öll hætt í skóla nema 3 strákar. Þessi elstu hafa sótt fullorðinsfræðslu á vegum Þjálfunarskóla ríkisins. Þar er boðið upp á námskeið t.d leikfimi einu sinni í viku, sund og fleira. Við höfum einnig rekið vinnu- stofu hér inni á heimilinu eða í húsnæði hér í nágrenninu. Þá fáum við verkefni frá fyrirtækjum hér í bænum. Þetta er aðallega ýmis konar pökkunarvinna. En sum eru mjög dugleg við þetta. Nú í vetur hefur þessi vinnustofa verið hér inni á heimilinu. Það er stefnt að því að koma upp vernduðum vinnustað fyrir þessa einstaklinga. Það hefur verið reynt að setja þá inn á aðra verndaða vinnustaði en það hefur ekki gengið nema í einu tilfelli. Það er stúlka frá okkur sem vinn- ur á Örva í Kópavogi. Krakkarnir læra líka að nýta Hluti heimilismanna áTrönuhólum ásamt starfsstúlkum og Sigríði Lóu Jónsdóttur sálfræðingi. Verið að baka afmælistertur í tilefni dagsins. alla þjónustu í nágrenni heimilis- ins. Fara í sund, leikfimi, úti í búð o.s. frv. Sum hafa unnið með stuðningi frá okkur úti á hinum almenna vinnumarkaði en nú er það ekki hægt lengur. Vegna þess að þau hafa ekki getað samlagast þeim reglum sem þar gilda. Þau eru að hætta í skóla og þá þurfa þau eitthvað að gera eftir það.“ Tengsl krakkanna við fjöl- skyldur sínar eru misjöfn og ráð- ast aðallega af hæfni þeirra sjálfra til tengslamyndunar. Þau heim- sækja foreldra sína eftir samkomulagi. Sum fara um helg- ar og eru yfir nótt en önnur dvelja einn dag. Þess á milli er svo for- eldrum og ættingjum frjálst að heimsækja þau. Við spurðum Sigríði hvort sérstaklega væri unnið að aukinni tengslamyndun við fjölskylduna? „Nei, það er ekki gert hér. Það er gert á meðan þau eru yngri. Þau sem hér búa hafa öll verið á bamageðdeild og þar er mikið unnið með fjölskyldutengsl. En aðstæður fjölskyldnanna eru mis- jafnar og breytilegt hvað hentar hverju barni. Sumum hentar að vera sótt á ákveðnum tíma og dvelja dag eða dagpart. Önnur geta notið þess að dvelja heila helgi. Við ræðum þetta við for- eldrana og komumst að sam- komulagi um hvað hentar best hverjum einstaklingi og hverri fjölskyldu. Þau sem hér búa eru flutt að heiman og þetta er hugsað sem framtíðarheimili fyrir þau svo lengi sem ekki býðst eitthvað annað betra. Áður var þetta hugsað sem meðferðarheimili og að þau færa seinna á sambýli en það reyndist ekki heppilegt. Það var of mikil röskun fyrir þau að skiljast að og flytja í nýtt um- hverfi. Hingað koma einstak- lingar alls staðar að af landinu en best væri auðvitað að þeir ættu kost á sambýli í sinni heima- byggð." Hlýlegt heimili Trönuhólar 1 er venjulegt ein- býlishús í venjulegu íbúðar- hverfi. Húsið er allt hið vistlegasta. Herbergin björt og rúmgóð og þar koma vistmenn sér fyrir eftir óskum og smekk hvers og eins. Hér er greinilega lagður metnaður í að íbúum megi líða sem allra best. Hér er ekki stofnanabragur á neinu. „Nei, enda er sambýlið fyrst og fremst heimili fyrir einhverfa unglinga. Unglinga sem eru það erfið, að ekki er hægt að hafa þá inni á venjulegum heimilum. Það álag sem því fylgdi yrði öllum um megn. Þau þurfa alveg sérstaka meðferð og við reynum að veita þeim hana hér. Það er dagamun- ur á þeim flestum og þau eru líka með mismunandi alvarleg ein- kenni einhverfu. Við starfsfólkið höfum líka alltaf haft það viðmið hvernig við sjálf myndum vilja búa og tekið ákvarðanir út frá því. Hér erum við inni í miðju íbúðarhverfi og það getur skapað ákveðin vanda- mál. Sérstaklega ef íbúar skilja ekki hvað er á ferðinni. En sú hefur ekki orðið raunin hér. Við eigum góða að þar sem eru Rotarymenn í Breiðholti. Hér mæðir mjög mikið á öllu og allt viðhald er kostnaðarsamt og erfitt. Þeir komu hér og hjálpuðu okkur við að skipta um gólfteppi, bólstra sófa og fleira. Þetta var alveg ómetanleg aðstoð því fjár- lög heimilisins leyfðu ekki þetta viðhald. Það er líka ólýsanlegt hvað það var mikils virði að finna þann hlýhug sem fylgdi.“ Gefandi starf Einhverfa er eitt þeirra vanda- mála sem hafa verið ósýnleg eða alla vega órædd til skamms tíma. Margir halda því að hér sé á ferð- inni eitthvert nýtt vandamál, en svo er ekki. Áður voru einhverfir einstaklingar vistaðir á barnageð- deildum, vistheimilum þroska- heftra og öðrum stofnunum sem ekki tóku sérstakt tillit til vanda- mála þeirra. En hver eru þá þessi sérstöku vandamál einhverfra? Sigríður Lóa: „Fyrst og fremst hve erfitt þeir eiga með tjáskipti og að mynda tengsl. Bæði félags- leg og tilfinningaleg tengsl. Eg hef nokkur kynni af vangefnum og þeir eru yfirleitt mjög félags- lyndir og opnir. Einhverfir eru svo viðkvæmir og erfitt að hjálpa þeim þegar tilfinningajafnvægið hefur raskast. Allt rennur saman í eitt fyrir þeim og þeir geta ekki unnið úr því.“ Hvernig er samskiptaþjálfun- inni háttað? „Það er ákveðinn tengill úr hópi starfsfólksins fyrir hvert barn. Síðan er unnið að því að skapa traust milli þessara tveggja. Það ermjögjákvæð þró- un að fylgjast með hvernig smátt og smátt skapast traust og hvem- ig þau fara að taka þennan ák- veðna starfsmann fram yfir hina. Sigríður Lóa: „Það fylgir því mikið álag að vinna með einhverfa en það er mjög gefandi." Það fylgir því mikið álag að vinna með einhverfa en það er mjög gefandi. Ég hef þekkt ein- hverfa síðan 1976 og það er búið að vera spennandi að fylgjast með þróuninni. Þetta heimili var opnað 1982 og nú í síðasta mán- uði vorum við að opna nýtt heim- ili á Seltjarnarnesi. Ég líki því ekki saman hvað það er mikill munur á vistmönnum hér og þeim sem eru að byrja þar. Þau sem hér búa eru svo miklu félags- lyndari og meðfærilegri. Koma þau einhvern tíma til með að geta lifað sjálfstæðu lífi? „Nei, það er aðeins lítill hluti einhverfra sem getur það. Það er ein stúlka hér hjá okkur sem get- ur farið sinna ferða ein. Hin koma alltaf til með að þurfa að- hald og aðstoð. Við reynum að blanda þeim eins og kostur er í hóp heilbrigðra, en það hefur reynst erfitt vegna ýmis konar af- brigðilegrar hegðunar. Ekki sérgáfur í kvikmyndinni Regnmaður- inn lék Dustin Hoffman ein- hverfan mann sem var ótrúlega talnaglöggur. Sigríður var spurð, hvort það væri tilfellið að ein- hverfir hefðu oft einhverja sér- gáfu. „Nei, það var talið að þau hefðu einhverja sérgáfu en rann- sóknir hafa sýnt að það er undan- tekning en ekki regla. En það er til. í Regnmanninum var ekkert samræmi milli tilfinningaþroska og vitræns þroska. Hann hafði þessa gáfu en gat ekkert notað hana í daglega lífinu. Við starfsfólkið fórum saman að sjá þessa mynd og það var ótrúlega margt sem við þekktum, t.d. göngulagið. Það voru ýmsir einstaklingar sem við þekktum í mörgu sem þar kom fram. Þar sást líka hversu mikilvæg hún er þessi ótrúlega vanafesta. Það fór allt úr skorðum ef rúmið var ekki á réttum stað eða ef nærbuxurnar voru ekki af réttri tegund.“ Hér kveðjum við regnmennina íslensku og þökkum fyrir okkur. Vandi þeirra er mikill en greini- lega alls ekki með öllu óbætan- legur. -ss Bandarísk stjómmál í lamasessi Það kostar æ meira í peningum að taka þátt í pólitík í Bandaríkjunum. Og þessi „sölukostnaður“ gerir pólitíska umræðu æ ómerkilegri, lamar hið pólitíska kerfi Þetta er algeng niðurstaða hjá bandarískum fréttaskýrendum um þessar mundir, þegar þeir eru að velta fyrir sér ástæðum fyrir því að Bandaríkin eru ekki lengur nafli heimsins, að sögulegar á- kvarðanir eru teknar annarsstað- ar og svo því hve halloka banda- rískur iðnaður fer nú fyrir japan- skri og þýskri samkeppni. Marklaust hjal Gjarna byrja menn sínar vangaveltur á því að minna á augljósa þverstæðu: annarsvegar er óvinurinn, Sovétríkin og sov- étættaður kommúnismi, hrun- inn, hinsvegar er sem hin póiit- íska forysta Bandaríkjanna viti þá ekki sitt rjúkandi ráð, kunni ekki að bregðast við, eigi engar dugandi hugmyndir um það hvert skal héðan halda. Michael Oreskes byrjar grein um þetta mál í New York Times á þessum dæmigerðu orðum hér: „Um leið og bandarískar lýð- ræðishugsjónir og gildi virðast vera að sigra um allan heim, hef- ur ógæfusamleg samstaða náðst um það heima fyrir að bandarísk stjórnmál séu orðin svo grunn- færnisleg, full með illkvittni og reyndar merkingarlaus, að þau geti hvorki skapað hugmyndir né forystu sem þarf til að veita Bandaríkjunum leiðsögn í heimi sem tekur örum breytingum.“ Hver stjórnmálamaðurinn af öðrum tekur undir viðhorf af þessu tagi. Mondale fyrrum vara- forseti segist aldrei hafa séð fyrir sér aðra eins markleysupólitík og nú. Edwards, formaður stjórn- málanefndar Repúblikana, segir að allir hlutir séu gerðir svo lítil- fjörlegir í meðferð stjórnmála- manna og fjölmiðla að marktæk umræða sé „næstum því ómögu- leg“. Lamandi ótti Ekki vantar vandamál að glíma við: hvað er hlutverk Bandaríkj- anna í breyttum heimi, hvað á að gera við vígbúnaðarapparatið á afvopnunartímum, hver þorir að takast á við uppsafnaðan um- hverfisvanda, litla aukningu í framleiðni, ofbeldi og eiturlyfj- aneyslu stórborganna, fjárlaga- halla og skuldasöfnun? En við- brögð stjórnmálamanna og þeirra sem sækjast eftir að kom- ast í þeirra hóp eru yfirleitt þau, að sópa öllu óþægilegu undir teppið, sneiða hjá því að taka af- stöðu sem gæti í einhverju orðið á kostnað vinsælda. Vitnum aftur í fyrrnefndan Oreskes: „í staðinn fyrir að bregðast við þeim breytingum sem verða í heiminum segjast þeir sem kosnir eru til ábyrgðarstarfa lifa í ótta við hina fjóra skelfilegu riddara dauðans í nútímastjórnmálum. En þeir eru: árásir andstæðinga í sjónvarpi, hnýsni blaða í einka- mál þeirra, hundingjaháttur al- mennings og þörfin á að safna gríðarlegu fé til að kaupa sér tíma í sjónvarpinu til að svara árásum, hnýsni og hundingjahætti." Éngin þessara vandamála eru ný af nálinni. En stjórnmála- menn bandarískir koma sér auðveldlega saman um að sam- einað afl þeirra fari mjög vax- andi, ekki síst vegna áhrifa sjón- varps. Niðurstaðan er lágkúra, sundurvirkni, lömun. Og er þá sama hvort litið er til erfiðra ák- varðana um velferðarmál heima fyrir, um skólakerfi sem er ber- sýnilega mjög í lamasessi, eða þarfar á að bregðast við sam- eiginlegum markaði í Evrópu, sem Bandaríkjamenn óttast mjög að muni skilja þá eftir á köldum viðskiptaklaka. Að ekki sé talað um óttann mikla við Japan, sem er sem óðast að koma í staðinn fyrir Rússagrýluna í bandarískri þjóðarvitund. Yfirskegg Havels í grein þeirri í New York Tim- es, sem hér hefur verið vitnað til, var minnt á glæsilega og vel hugs- aða ræðu um lýðræðið sem Václ- av Havel forseti Tékkóslóvakíu flutti á bandaríska þinginu ekki alls fyrir löngu. Þingmenn hlust- uðu með öfund nokkurri hvernig þessi fyrrverandi pólitíski fangi rakti sín sjónarmið: lýðræði í sannri merkingu orðsins verður aldrei annað en hugsjón sem menn stefna að: það er hægt að nálgast það en það er aldrei hægt að ná því til fulls. Þið Bandaríkja- menn hafið það forskot, að þið hafið verið að nálgast lýðræði án truflana í meira en 200 ár... Hvernig mundi nú, spyr Oreskes greinarhöfundur, fara fyrir þess- um hugsandi manni í kosningum í Bandaríkjunum? Bill Thomas, þingmaður frá Kaliforníu, svarar þeirri spurn- ingu með öðrum. „Hve mikla peninga hefur hann? Hvaða ráð- gjafa hefur hann fengið sér? Er hægt að fá hann til að raka af sér yfirskeggið? Það eru ekki málefni sem eru á dagskrá, sonur sæll. Við erum að tala um ímynd. Ef þú átt tvær miljónir dollara þá get ég tryggt árangur.“ Dýr kosninga- bisness Það er orðinn eins og hver ann- ar bisness að vinna kosningar, stórbisness sem hefur útrýmt sjálfboðaliðum og öðrum áhuga- mönnum - sviðið er á valdi skoð- anasérfræðinga og höfunda sjón- varpsauglýsinga. Rekstrarkostn- aður stjórnmálanna vex gífurí^te hratt. Á þessu ári verður m«ni en hálfum miljarði dollara eytt í kosningaslag til fulltrúadeildar og öldungadeildar og það er tíu sinnum hærri upphæð en 1974. Þessi peningaaustur hefur að sjálfsögðu í för með sér gamal- kunnar hættur sem Eisenhower forseti hafði áhyggjur af á sínum tíma þegar hann talaði um við- leitni samkrulls iðjuhölda og herforingja til að kaupa upp stjórnmálamenn. Menn leggja fé í kosningaslag eins og hvert ann- að fyrirtæki og vilja fá arð af fjár- festingunni til baka. En hér er fleira á seyði. Þessi staðreynd, að stjórnmál eru rekin áfram fyrir peninga með aðferðum auglýs- ingaiðnaðar gerir meira en að drepa allt sem kenna mætti við hugsjón. Ástandið lamar allt frumkvæði, alla sköpun. Menn reyna frekar að grafa sig niður þar sem þeir eru en að veita samfélaginu forystu. Stjórnmála- menn láta sér nægja að drattast á eftir almenningsálitinu, sem er fengið með sífelldum skoðana- könnunum. Því er haldið fram að skoðanakannanir séu framför í lýðræði, en slíkt mat er mjög vill- andi: kannanirnar leyfa ekki um- ræðu um eitt eða neitt, kannanir sniðganga samhengi vandamál- anna, kannanir mæla fyrst og fremst tilfinningaleg viðbrögð við einföldum uppástungum eða formúlum. Allt endar í þeim vítahring, að stjórnmál lúta gagnkvæmri fyrir- litningu stjórnmálamanna og al- mennings. Umræðan öll ferst í auglýsingahasar. Og enginn veit sitt rjúkandi ráð. Það er helst að stóru flokkarnir tveir geti nú komið sér saman um að reyna að koma þeim sið á, að frambjóð- endur í kosningum fái eitthvað af ókeypis tíma í sjónvarpi. Þeir gætu ef til vill sagt eitthvað sem máli skiptir ef þeir fengju til um- ráða svosem fimm mínútur. Það sé hinsvegar borin von ef þeir eigi að koma sínum boðskap á fram- færi í röð af 30 sekúndna auglýs- ingamyndum. Margir taka undir þessa hug- mynd. En sjónvarpsstöðvarnar vilja vitanlega ekki missa sí- stækkandi spón úr sínum aski og telja hér um að ræða hið versta tilræði við heilög markaðs- lögmál. ÁB tók saman. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990 Föstudagur 6. aprrl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.