Þjóðviljinn - 06.04.1990, Page 28

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Page 28
Ef þú ert í vafa þá skaltu ræða við heimilislækninn. Kostir þess eru að mikilvægt trúnaðarsamband myndast milli þín og heimilislæknisins. Hann svarar spurningum þínum og ræður þér heilt um leið og hann varðveitir á einum stað nauðsynlegar upplýsingar um heilsufar þitt. Komist heimilislæknir þinn að þeirri niðurstöðu að þú þurfir á sérfræðilegri aðstoð að halda vísar hann þér til þess sérfræðings sem líklegastur er til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Vísun frá heimilislækni til sérfræðings er jafnframt upphaf að mikilvægum boðskiptum milli þeirra lækna er um mál þín fjalla, boðskiptum sem geta skipt sköpum þegar mikið liggur við. Heimsókn til’heimilislæknis á stofutíma er þér að kostnaðarlausu. HEILSAN ER ÞÍN DÝRMÆTASTA EIGN HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS , * * ARGUS/SiA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.