Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 7
Stjórnmálaumræðan fyrir kosningarnar í augum ungversks blaða- teiknara. upplýst fólk með rótgróin tengsl vesturyfir landamærin. Rógur, gegndi Lýðræðisvettvangurinn, eruð þið að segja að við séum sveitamenn? Það er einmitt það. Lýðræðisvettvangurinn á rætur í millistétt landsbyggðarinnar og tengist vitundarvakningu hennar á fyrri hluta aldarinnar þar sem hið ungverska er hafið upp, oft í kirkjulegum tengslum. Frjálsir lýðræðissinnar eru hinsvegar borgarbúar að uppruna, mennta- menn með víða útsýn til heimsins tileinkandi sér evrópskar hug- myndir og stefnandi þeim gegn afturhaldi heimaalninganna. Þannig kemur í ljós að hug- myndafræði stóru flokkanna tveggja nær aftur fyrir slysið mikla þegar sovétmyrkrið lagðist að. Ótti við frjálslyndi Frjálsir lýðræðissinnar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með síðari umferð kosninganna; þeir höfðu talið að með nánu sam- starfi við Unga lýðræðissinna, Fi- desz, gætu þeir hugsanlega haft í fullu tré við Lýðræðisvettvang- inn. Reyndin varð önnur, Vett- vangurinn vann stórsigur, að vísu með kosningabandalagi við yfir- lýsta samstarfsflokka, Smábænd- ur og Kristilega. Hugsanlega hafa atkvæði Sósíalistaflokksins og fylgjenda ýmissa smáflokka ráðið hér nokkru um. Sósíalistaflokk- urinn var víða með eigin fram- bjóðendur í síðari umferðinni og opinberaði ekki stuðning við önnur framboð. Leiðbeining flokksforystunnar var þessi: Styðjum okkar framboð þar sem þau eru, en ella kjósi hver eftir sinni samvisku; að sjálfsögðu ekki neina þá frambjóðendur sem í ofurákefð eru líklegir til að vinna lýðræðisþróuninni tjón. Ég spurði kunningja mína Gy- ula og Ilonu, vel stætt fólk hinnar nýju miðstéttar Kadartímans, hvort ekki væri einboðið sósíal- istum að styðja fremur frjálslynd öfl en íhaldssöm, halla sér fremur að Frjálsum lýðræðissinnum en Lýðræðisvettvanginum. Það var nú eitthvað annað og ég vissi varla hvert þau ætluðu að komast í hneykslan sinni yfir slíkri fá- fræði á ungverskum stjómmál- um. Frjálsir lýðræðissinnar og þó einkum ungtyrkirnir í Fidesz eru vargar í véum, það eru þeir sem hvetja til ofsókna gegn okkur sem höfum komist áfram af eigin dugnaði og sveigt þjóðfélagið í átt til lýðræðislegri forma án þess að vera með sífellt nagg ogand- stöðutal. Hófsemdarmennirnir eru þó í Lýðræðisvettvanginum. Markaðsbúskapur þeirra er ekki í grundvallaratriðum frábrugðinn því sem Sósíalistaflokkurinn vill. Frjálsir lýðræðissinnar eru æsingamenn sem mundu setja allt þjóðfélagið á annan endann með hreinsunum jafnt í opinberu lífi sem efnahagsmálum. - Og Smá- bændaflokkurinn, spyrég, einka- eignarhugmyndir hans virðast nú ekki hvetja til þeirrar hagvirkni í framleiðslustarfsemi sem skjótast leiðir til hagvaxtar, eða hvað? - Óraunsætt afturhalds- raus í gamalmennum gegna þau. Smábændur vilja bara komast í ríkisstjóm og þeir verða ekki ver- stir. Ög Kristilegir hafa svosem engar meiningar á neinu. Gyðingar og bolsévikar! Á föstudaginn í síðustu viku var síðasti leyfilegi áróðursdagur fyrir síðari umferð kosninganna. Prentmiðlar báru vitni um það að samkeppni stóru flokkanna tveggja var nú tekin að yfir- skyggja fjasið um ávirðingar Só- síalistaflokksins. Dagblaðið Ungversk þjóð, sem er hallt undir Frjálsa lýðræðissinna, hafði komist yfir úrklippu úr ítöl- sku blaði þar sem einn af stórves- írum Lýðræðisvettvangsins hafði látið sér sæma að kalla Frjálsa lýðræðissinna gyðinga og nefndi ýmis nöfn í því sambandi. Það var svosem auðséð hverjir væru sannir Ungverjar. Dreifibréf Lýðræðisvettvangsins var að vísu ekki með gyðingaglósur (af vel- sæmisástæðum); þar voru Frjáls- um lýðræðissinnum valin önnur heiti: þeir væm að réttu bolsévik- ar og öfgamenn. Ynnu þeir sigur mætti þjóðin að nýju búast við ofsóknum af hálfu þeirra sem allt vita, öllu vilja ráða og játast lýð- ræðinu aðeins með vömnum. Jozsef Antal, leiðtogi Ungversks lýðræðisvettvangs og sigurvegari kosninganna. -SKAKAK fKAMÚK Snorrabraut 60 Símar: 12045 — 624145 Raðgreiðslur. Póstsendum samdægurs. SCOUTLUX + 25° C — - 8° C Þyngd 1.900 gr. Verð kr. 6.590,- FEMUND + 25° C — +10° C Þyngd 1.900 gr. Verð kr. 9.980,- IGLOO + 25° C — + 18° C Þyngd 2.000 gr. Verð kr. 11.980,- TRAIL 50 50 lltrar Þyngd 900 gr. Verð kr. 5.490,- PANTHER 65 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð kr. 9.990,- LYNX 4 60 Iftrar Þyngd 1.100 gr. Verð kr. 5.990,- FRAMHALDS- AÐALFUNDUR í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf., sem haldinn var hinn 17. janúar s.l., er hér boðað til fram- haldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl n.k. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06 í samþykktum félagsins. TiIIaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands- banka, Lækjargötu 12, 2. hæð, frá 18. apríl n.k. Ársreikningar félagsins, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 17. apríl n.k. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. Stjóm Eignarhaldsfélagsins lönaðarbankinn hf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.