Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 20

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 20
PISTILL AUÐUR SVEINSDÓTTIR SKRIFAR Landvemd -árið 1990 Þegar landgræðslu- og náttúru- verndarsamtök íslands, Land- vernd, voru stofnuð fyrir 20 árum voru hugtök sem eyðing ósón- lagsins, gróðurhúsaáhrif, endur- vinnsla PCB, o.fl. o.fl. óþekkt í íslensku máli. Aðalstarf hinna nýstofnuðu samtaka var þá baráttan við hina miklu gróðureyðingu landsins. Þeirri baráttu hefur verið haldið áfram en það miðar skelfing hægt. Af hverju? Erum við ekki nógu dugleg, eða er það ein- göngu af því að þessi alvondi rík- issjóður og Alþingi vilja ekki láta okkur fá meiri peninga? Beitum við réttum aðferðum? eða er áhuginn frekar í orði en á borði? Starf náttúruverndarsamtaka er sífelld barátta - barátta fyrir betra umhverfi og betra lífi allra einstaklinga, ekki eingöngu mannsins. Þessari baráttu lýkur aldrei. En nú eru tímamót! Um- ræðan í heiminum um verndun umhverfisins fer sífellt vaxandi og um fátt er meira talað en um- hverfismál. Vísindamennirnir gefa okkur ekki langan tíma - eitthvað verður að gerast og allir verða að leggjast á eitt. Þó að við séum aðeins örfáar þúsundir hér á þessu landi þá ber okkur líka að sýna umhverfi okk- ar tillit og virðingu. Því má ekki gleyma hversu algjörlega við erum háð því hvað aðrar þjóðir gera. Ef kjarnorkuúrgangi verð- ur sleppt í hafið umhverfis okkur (bara af slysni!) þá seljum við ekki neinn fisk í bráð! Þegar bflaframleiðendur ákveða að draga úr framleiðslu bensíndrifinna bfla, og hækka jafnframt verðið, þá verðum við að dansa með. Þegar PVC plast verður bann- að, eða þegar flestar einnota um- búðir verða bannaðar þá verðum við að hlíta því og auðvitað með brosi á vör. Það er oft sagt að landið okkar sé svo hreint og ómengað! Vissu- iega búum við í fallegu, landi já og hreinu ef við miðum við ýmis lönd t.d. í Austur-Evrópu, en hvernig væri hér umhorfs ef hér væru 2,5 miljónir manna og allir höguðu sér eins og við? Þá væri hér ljótt um að litast. Eitt af bar- áttumálum Landverndar er í höfn, þ.e.a.s. stofnun umhverfis- ráðuneytis og því ber að fagna. Auðvitað þarf slíkt ráðuneyti tíma til að vinna sér sess í stjórnkerfinu og komast á skrið og allir sem vilja þessum mála- flokki vel hljóta að styðja af heilum hug fýrstu spor þessa nýja ráðuneytis. Það hvflir mikil ábyrgð á Júlíusi Sólnes fyrsta umhverfisráðherra íslands, já og reyndar allri ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar að þarna sé vel af stað farið og þar verði valinn maður í hverju rúmi. Það er til nóg af dugmiklu og hæfi- leikaríku fólki sem bíður með óþreyju eftir að tekist verði á við umhverfismál íslands af alvöru, festu og kunnáttu. Þrátt fyrir hið nýja umhverfis- ráðuneyti hefur aldrei áður verið jafn mikil þörf á óháðum sam- tökum sem Landvernd. Sam- tökum sem ekki eru bundin á klafa laga og reglugerða, sam- tökum sem eru vettvangur fyrír hressileg skoðanaskipti og gagn- arýna umræðu um náttúru og um- hverfisverndarmál. Allirsem ein- hvern áhuga hafa á þessum mála- flokki, og þeim fer sem betur fer fjölgandi, eiga að styðja við bakið á þessum samtökum og gera þau enn öflugri og betri. Án fólksins sem vill gera ísland betra, hreinna og gróðursælla verður engin Landvernd! hóPe! SELFOSS Þægileg gisting um páskana Eins manns herbergi kr. 2.700 Tveggja manna herbergi kr. 3.600 Tveggja manna stór herbergi á kr. 4.400 ANNAR I PASKUM: KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 15-17 Fjöiskylduskemmtun kl. 17 með hljómsveitinni Karma hóPe/ SELFOSS Sími 98-22500 Astin og dauði Vincents van Goghs Um þessar mundir er þess minnst aðhundrað áreru liðinfrá því málarinn mesti, Vincent van Gogh, lést. Og eru nú allir sótraft- ar á sjó dregnir við að skrifa um þennan listamann: enda er allur ferill hans eins og sérhannaður fyrir þá sem vilja lesa eitthvað bragðmikið og krassandi um listamanninn sem furðufugl og ógæfumann og misskilinn snill- ing. Hér er ailt sem til þarf: ógæfu- samar ástir, ungur maður á rangri hillu, sem finnur sig í listinni, en listastofnunin er honum fjand- samleg og markaðurinn. Hann býr við sult og seyru og hefði orð- ið enn skammlífari ef góður bróðir, Theo, hefði ekki lagt hon- um lið. Erfiðir skapsmunir, hæp- in geðheilsa, vonbrigði, basl - allt leggst á eitt: aðeins 37 ára gamall fremur Vincent van Gogh sjálfs- morð. Síðar meir kemur svo frægðin og aðdáunin: nú seljast myndir mannsins sem öngva mynd seldi á ÁRNI BERGMANN sextíu miljónir dollara, myndirn- ar sem eru fengnar að láni til af- mælisýninga í Hollandi nú eru tryggðar fyrir þrjá miljarði doll- ara. Allar öfgar listasögunnar sem- sagt, saman komnar í einum punkti. Og náttúrlega telja menn sig vera að draga eitthvað nýtt fram í dagsljósið. í Spiegel nýlegum segir frá slíkum skrifum og athug- unum, sem mest lúta að sjálfsvígi van Goghs. Þar ber mest á tveim þáttum: í fyrsta lagi hafi sam- skiptin við bróðurinn Theo og fjölskyldu hans ekki verið eins hjartanleg og afkomendur Theos hafa viljað vera láta, þar hafi komið upp erfið staða á síðustu dögum listamannsins sem gerði sitt til að hrinda honum fram af. í annan stað eru menn að draga fram í dagsljósið ógæfusma ást. Samkvæmt þeim heimildum hef- ur Vincent van Gogh orðið ástfanginn af Marguerite Gauchet, dóttur Gauchets lækn- is, sem liðsinnti van Gogh á síð- ustu mánuðum ævi hans. Að vísu ber heimildum ekki saman, sumir segja að stúlkan hafi endurgoldið ást listamannsins, aðrir að hún hafi verið hrædd við hann - en hitt sé víst: að faðir hennar hafi stíað þeim í sundur. Marguerite Gauchet giftist aldrei. Hún lést 1949. í herbergi hennar hékk mynd sem Vincent van Gogh hafði málað af henni ungri. Hin rómantíska listamanns- mynd er sem sagt fullkomnuð. byggt á Spiegel Draugar og draumar í lowa Bíóborgin Draumavöllurinn (Field of dreams) Leikstjóri: Phil Alden Robinson Handrit: Phil Alden Robinson eftir bók W. P. Kinsella,Jihoeless Joe“ Aðalleikarar: Kevin Costner, James Earl Jones, Amy Madigan og Burt Lancaster. Yfirleitt veit maður að ein- hverju leyti hvernig mynd maður er að fara á þegar maður skrepp- ur í bíó, sérstaklega ef myndin kemur frá aðaldraumaverk- smiðjunni í Hollywood. En ann- að slagið koma myndir sem hlýða ekki klisjunum og koma manni þess vegna reglulega á óvart. Þannig mynd er Drauma- völlurinn. Það er ekki auðvelt að segja nákvæmlega um hvað hún er, og ég er heldur ekki viss um að það skipti máli. í Draumavellinum leikur Ke- vin Costner svolítið skrítinn bónda, Ray Kinsella, í Iowa-fylki í Bandaríkjunum. Hann á konu og barn og er tiltölulega ham- ingjusamur þótt hann hafi rifist við pabba sinn um hafnabolta (baseball) áður en pabbinn dó. En svo heyrir Ray raddir á maís- akrinum sínum. „Ef þú byggir hann,þákemurhann.“Ray hlýð- ir allt að því orðalaust, hann eyði- leggur akurinn og byggir hafna- boltavöll og bíður þess að hafna- boltastjarnan „Shoeless" Jack- son komi, en hann dó fyrir u.þ.b. 15 árum. Völlurinn fyllist síðan af löngu dauðum hafnabolta- stjörnum sem aðeins fáir úvaldir geta séð. Og ekki er allt búið enn, raddirnar koma aftur og Ray þeytist um landið þvert og endi- langt til að leita að fleiri draugum með alls konar afleiðingum. Fljótt á litið er þetta mynd um hafnabolta og drauga, sem eru tvö mjög vinsæl myndefni en þó nokkuð óvenjulegt að smella þeim saman í eina mynd en í Draumavellinum liggur annað og fleira. Hún er um drauma sem gerta ræst ef bara þú leyfir þér að vera dáldið galinn annað slagið. Hún er um dauðann og kannski ekki síst um kynslóðabilið og það sem er hryllilega hallærislegt þeg- ar maður er tvítugur er hreint ekki svo halló á fertugsaldrinum. Myndatakan er svo falleg, að Draumavöllurinn er algjört augnakonfekt og ekki spillir leikurinn fyrir henni heldur. Costner er rísandi stjarna í Bandaríkjunum og það er auðvelt að skilja hvers vegna. Ef einhver vill fjárfesta í tveim ánægjulegum klukkutímum þá er Draumavöllurinn fyrirtaks leið til þess. Sif Gunnarsdóttir 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. apríl 1990 Van Gogh: Sjálfsmynd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.