Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 21

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 21
Hugleikur Ofuiraunsær skrautleikur á Galdraloftinu Þrjár Yndisferðapíur á árshátíð fyrirtækisins. Myndir - Jim Smart , eins og þeir eru í raun og veru, þá hefur hún farið réttu leiðina við að setja það upp. En þetta er harður sósíalrealismi og kemur út á eitt hvað leikstjóri hefur reynt að gera hlutina fáránlega með því i að stækka eyru og lengja nef. Ég gæti í hæsta lagi fallist á að þetta sé sósíalsúrrealískt verk, vegna þess hvað það hefur verið sett upp á súrrealískan hátt, en þar við bætist að þetta er vitanlega post glacialt leikrit. - Eg get kannski samþykkt að þetta sé post glasnost leikrit, segir Sigrún. - Hefði það verið leikið í Sovétríkjunum fyrir fimm árum hefði það ábyggilega verið bannað. Börnum að minnsta kosti. En hvað varðar þessa svo- nefndu súrrealísku túlkun mína á verkinu þá er það einfaldlega svo að þegar ekki er lengur hægt að nota meðul raunsæisins til að koma hlutunum á framfæri grípur maður til fáránleikans. Hér á landi er fólki talin trú um að það búi við lýðræði, en síðan er þann- ig um hnútana búið að hér er ekk- ert lýðræði í raun. Verkið snýst um það að sýna áhorfendum að þeir búa við falskt lýðræði, - eða Scheindemomkrati og því er þetta kennsluleikrit og þar að auki pólitískasta verk, sem ég hef leikstýrt. - Nei, þar er ég ósammála, segir Árni. - Ég verð að undir- strika að þetta verk hefur ekkert með glasnost að gera og að það er algjörlega ópólitískt. Þetta er bara leikrit um venjulega Reykvíkinga við leik og störf. Eg er nú alinn upp í anda ungmenn- afélaganna og þarna er ég í raun- inni bara að skrifa ópólitíska sveitalýsingu. Sautján leikarar fara með hlut- verk í Yndisferðum, en auk þeirra koma við sögu Alda Sig- urðardóttir, sem gerir búninga, Vilborg Valgarðsdóttir, sem sér um gervin og Árni Baldvinsson, sem mun víðar hafa látið ljós sitt skína en á Galdraloftinu. Miða- sala er í síma 24650. LG Árni Hjartarson: Ópólitískur sósíalsúrreal- ismi. Sigrún Valbergsdóttir: Hveturlitla manninn til dáða Reykvíska áhugaleikfélagið Hugleikur sýnir þessa dagana splunkunýtt leikrit eftir Árna Hjartarson. Yndisferðirheitir verkið og er skrautleikur, og eru sýningaráGaldraloftinu, Hafnar- stræti 9. Skrautleikurinn ersjö- unda verkefni Hugleiks og sér- staklega samið fyrir leikhópinn, en hann hefur, með einni undan- tekningu, aðeins sýntfrumsamin verk eftir félaga í Hugleik á sex ára starfsferli sínum. Tónlistin í Yndisferðum er eftir höfund verksins, Árna Hjartarson, sem segir Yndisferð- ir vera ópólitískt raunsæisverk. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir, en að hennar mati er Yndisferðir leikrit með boðskap, kennsluleikrit í anda Brechts. - Leikurinn gerist í Rúg- brauðsgerðinni, á árshátíð ferða- skrifstofunnar Yndisferða, segir Sigrún. - Þar kemur ýmislegt í Ijós um starfsemi fyrirtækisins eins og oft vill verða á árshátíð- um, en forstjóri fyrirtækisins er dæmigerður framagosi. Hann er í sérstökum samböndum við helstu framámenn landsins og leikur þann leik að kaupa eigin fyrirtæki rétt áður en það fer á hausinn, breytir því svo í hlutafé- lag sem hann síðan setur á haus- inn, og það leiðir svo aftur til þess að hann er kosinn til æðri metorða. - Þetta er sem sagt dæmigerð- ur sósíalrealismi, segir Ámi. - Mér fannst kominn tími til að íslensku þjóðlífi væru gerð skil í nútímaverki og þarna fjalla ég um þau vandamál, sem upp geta komið í lífi dæmigerðs íslensks at- hafnamanns og lýsi því hvemig hann fer að því að leysa þau vandamál. Nú er mikið talað um litla manninn og þetta leikrit sýnir einmitt hvernig athafna- maðurinn kemst hjá því að láta þennan litla mann hanga í sér og tefja sína för. Menn þurfa nefni- lega ekki að láta einhver smá- vægileg vandamál hindra sig í að ná sínum markmiðum og um það fjallar leikritið. - Það kann að vera að höfund- ur hafi ætlað sér að skrifa um þetta, segir Sigrún. - En þegar upp er staðið er þetta kennslu- leikrit í anda Brechts og höfðar því að sjálfsögðu til litla mannsins vegna þess að það hvetur hann til dáða. Þetta er leikrit sem höfðar til samkenndar fólks, hvetur það til að rísa upp gegn ofurvaldi Forstjórinn og hótelstýran ræða viðskipti. framagosanna og sýnir því hvern- ig það getur sjálft eignast sitt fyr- irtæki með því að beita friðsam- legum aðferðum. Þetta er þar af leiðandi verk sem bendir fólki á leiðina til bjartari framtíðar. Þeg- ar menn hafa séð svona leikrit hugsa þeir málin, fara svo að ræða saman á kaffistofunni dag- inn eftir og gera loks uppreisn gegn þeirri kúgun sem þeir búa við. - Þetta er algjör misskilningur hjá leikstjóranum, segir Árni, - því þetta er einmitt leikrit um hvernig á að bæla niður uppreisn. Það eina sem ég gæti kannski skrifað undir í túlkun hennar á verkinu er að ef það þarf leikhús fáránleikans til að sýna hlutina íslandsmót á Loftleiðum Úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni hófst í gær. Er þetta birtist sjónum lesenda, er iokið tveimur umferðum af sjö. Umsjónarmaður tók saman til gamans, áunnin stig meðlima þeirra sveita sem spila til úrslita. Útkoman var: Verðbréfíslandsbanka 580 Flugleiðir 546 Try ggingamiðstöðin 393 Ólafur Lárusson 374 Modern Iceland 329 Ásgrímur Sigurbjömsson 292 Símon Símonarson 179 Samvinnuferðir 179 Þetta eru áunnin stig spilara á síð- asta ári, en þess ber að gæta að aðeins 5 spilarar telja í sveitum Modern og Símonar. Eins og ofansagðar línur segja til um, er meistarastigaskrá BSÍ komin út. 2-3 eintökum er dreift á hvert fé- lag innan BSf, en að auki geta félagar keypt sér eintak á kr. 100 á skrifstofu sambandsins. Skráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó ekki prent- uð heldur unnin í fjölritunarstofu hér í bæ og sett að mestu af einum stjórn- armeðlima BSÍ (í sjálfboðavinnu). Þó er ein nýbreytni í skránni, en það eru áunnin stig á síðasta ári. 25 spilarar hafa áunnið sér stór- meistaranafnbót í íslenskum bridge, en stigaskráning með þessu formi hófst 1. maí 1976. Þeir eru: Jón Baldursson 1257 Guðlaugur R. Jóhannsson 1117 Sigurður Sverrisson 1110 Þórarinn Sigþórsson 1106 Örn Arnþórsson 1105 Valur Sigurðsson 1068 Ásmundur Pálsson 1031 KarlSigurhjartarson 934 Guðmundur P. Arnarson 900 Símon Símonarson 876 Aðalsteinn Jörgensen 804 JónÁsbjörnsson 751 Þorlákur Jónsson 730 Guðmundur Hermannson 724 SævarÞorbjörnsson 713 Guðmundur Pétursson 709 Hjalti Elíasson 686 Hörður Arnþórsson 676 Hermann Lárusson 618 Ólafur Lárusson 613 Bjöm Eysteinsson 607 Stefán Guðjohnsen 596 BRIDGE Ólafur Lárusson Sigtryggur Sigurðsson 573 HrólfurHjaltason 539 ÞorgeirP. Eyjólfsson 512 Stigahæsti spilari síðasta árs var Aðalsteinn Jörgensen, sem skorðaði hvorki meira né minna en 142 stig. f 2. sæti var svo Ragnar Magnússon með 128 stig, Guðlaugur R. Jóhanns- son með 111 stig og Orn Arnþórsson með 107 stig. Fleiri komust ekki yfir 100 stiga markið. Hermann Sigurðsson og Jóhannes Oddur Bjarnason sigruðu síðasta þriðjudag hjá Skagfirðingum og tóku með sér vegieg páskaegg heim, að launum. Rúnar Lámsson og Sveinn Sigurgeirsson fengu einnig egg fyrir 2. sætið. Á þriðjudaginn verður fram haldið konfektkvöldum hjá Skagfirð- ingum. Hér var ætiunin að eyða plássi undir skrif um undirbúning íslands- mótsins í sveitakeppni. Hvemig ekki á að auglýsa mót, hvernig ekki á að hringja í keppendur tveimur dögum fyrir mót og heimta sagnkerfi og fleira, en umsjónarmaður hreinlega nennir ekki að eyða orku í þvílíka smámuni. Þó læðist að manni sú spurning í dag: Hvað er Bridgesam- bandið að gera með skrifstofu, þegar enginn vinnur þar? Þegar minningarmótið um Stefán Pálsson hjá Bridgefélagi Hafnarf- jarðar er hálfnað, leiða þau enn mótið Hjördís Eyþórsdóttir og Anton R. Gunnarsson. 30 pör taka þátt í mótinu, sem er vel skipað þekktum spilumm. Verðlaun í mótinu gefur Sigtryggur Sigurðsson, til minningar um þann góða dreng, Stefán Pálsson. Ákveðið hefur verið að Bridge- sambandið festi kaup á tölvu, til notk- unar í daglegri starfsemi. í framhaldi af þeirri ákvörðun er ekki úr vegi að geta þess, að forrit það sem notast var við á Stöð 2 í sambandi við úrslita- leikinn í Bikarkeppni BSÍ sl. haust, er ónothæft. Það blasir því við að Bridgesambandið hefur greitt 200 þús. kr. fyrir þennan eina sjónvarps- leik. Dýr myndi Hafliði allur. Sigmundur Stefánsson hefur tekið að sér starf fyrirliða og fararstjóra kvennaliðs okkar sem kemur til með að taka þátt í Norðurlandamótinu í Þórshöfn í sumar. Bimi Eysteinssyni hefur verið falið að velja landslið yng- ri spilara, sem mun taka þátt í Evr- ópumóti yngri spilara (25 ára og yng- ri) í sumar. Danir hafa löngum átt snjalla spil- ara, sérstaklega hin síðari ár. Einn af þeim er Knut Aage Boesgaard. Lítum á handbragðið hjá honum, en spilið kom fyrir á Evrópumótinu 1987: S: G109 H: KD4 T: 752 L: G852 S: 43 S: 862 H: 9762 H: 83 T: ÁD4 T: G983 L: D973 L: ÁK106 S: ÁKD75 H:ÁG105 T: K106 L:4 Boesgaard var sagnhafi í 4 spöðum íSuður. Út kom laufuppáásogsíðan laufakóngur. Einhver spilaáætlun? Ein leiðin er að trompa laufið og spila Austur upp á tígulás eða litlu hjónin í tígli. En Boesgaard var með aðrar hugmyndir í kollinum; trom- paði laufið smátt, hjarta upp á kóng, lauf úr borði og trompað með drottn- ingu, hjarta inn á drottningu og trom- paði síðasta laufið með spaðakóng. Síðan spaðaás og meiri spaði og spað- anían sá um síðasta tromp mótherj- anna. Síðan biðu 4 slagir á hjarta. Slétt staðið. Einfalt? Líkurnar á að spaðinn brotni 3-2 eru 68%, sem minnka þó eitthvað ef við tökum inn í dæmið að hjartað brotni 5-1 í andstöðunni. Sem eru í allt rúmlega 60% líkur, miðað við einfaldar 50-55% líkur á tígulásnum réttum eða litlu hjónunum fyrir fram- an kóng/ tíu í tígli. Var einhver að tala um of rnikla stærðfræði í þessari íþrótt? Flmmtudagur 12. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.