Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 22

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Síða 22
ÓLAFUR GÍSLASON 1 JT 3 y-— 5" ~6 ?— S’ 8 9 JO )! )2 9 /3 (c> H /5" TU~ T~ \r W~ 1- 9 (s> T )9 8 >6 13 ie V 20 12 2J 22 )S iT 18 23 3 T" 9 VL 22 y 22 18 9 ><i 2+ 23 2<i Vt V >8 /9 9 )Z <P )8 /9 2S (s> 9 T 32 2(? 9 18 3 9 <?> /<7 3 V 18 H 22 b 9 h- 2T /5“ y W~ u 3m <5? 9 29 2/ n 9 <P ’Jo 3J 5" >8 2<r 9 Q 8 i>~ 22 ir~ V l<\ S2 )8 2.0 2% y 2 \£ 9 3 2i~ 9 V (0 20 9 V? V 3 9 8 8 9 5 n 3 32 9 >2 <2 ii 18 b' /2 /2 s? 29 20 h? (c 18 2V s~ 29 le 32 V )2 2d 12 9 28 Vh >Z T S y H <9 u VI 9 V 20 /2 V >4 s 2+ /9 1$ MATUR AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRST Krossgáta Nr. 91 Setjið rétta stafi í reitina hór fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þorpi norðanlands. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 37, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 91 “. Skitafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 26 9 (0 2H- 2 18 1 t : í \ / \ ; : \ i \ \ :r t ——j WÖFAR j KRÍUNNAR Á skúlu lun | hdmsinshöf | Unr.urjki-Jsii'xúr 1 ÍHirtyxnMafini'síxw j \ 1 * "A 1 Lausnarorð á krossgátu nr. 88 var Úlfhildur. Dregið var úr réttum lausnum, og upp kom nafn Magnúsar Björnssonar, Birkimel 6, Reykjavík. Hann fær senda skáldsöguna í Svörtukötlum eftir William Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Mál og menning gaf bókina út 1982. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 91 verðaferðasagan (kjölfar kríunn- ar -Á skútu um heimsins höf eftir þau Unni Jökulsdóttur og Þor- björn Magnússon. Mál og menn- ing gaf þessa glæsilegu bók út 1989. J- Bútungur í dymbilvikunni Þótt þorskur sé mikilvægsti nytjafiskur okkar íslendinga, þá er það undarlega sjaldan sem maður fær hann matreiddan hér á landi öðru vísi en sem saltfisk. Og manni skilst að útgerðinni hafi nú verið settar þær reglur, að sjó- mönnum beri að henda þeim undirmálsþorski í sjóinn sem slysast til að virða ekki reglur ráðuneytisins um aldurstakmörk á aðgangi í troll, net og línukróka sjómanna. Um daginn kom ég í fiskbúð og notaði þá góðu reglu að spyrja fisksalann hvað væri ferskast í borðinu. Hann benti á nokkra fallega bútunga, sem þama lágu og höfðu greinilega svindlað sér upp á borðið framhjá reglum ráðuneytisins. Ég keypti tvo ó- slógdregna bútunga sem vógu kannski rúmt kfló stykkið með haus og þóttist hafa fiskað vel. Enda reyndist þetta hið mesta góðgæti. Eftir að hafa slógdregið fisk- ana, hreinsað dökku himnuna innan úr þunnildunum og fjar- lægt 2-3 hringorma sem höfðu gert sig heimakomna þar, tók ég til stóran emaléraðan pott með loki, sem rúmaði vel fiskana tvo. Ofan í pottinn sneiddi ég tvo væna lauka og saxaði nokkur hvítlauksrif. Þá setti ég hálft til heilt glas af matarolíu út í, þurrk- aða steinselju, estragon, nokkur anísfræ, eitt lárviðarlauf, salt og pipar og að lokum 2 dósir af nið- ursoðnum tómat sem búið var að merja í sundur. Á endanum skvetti ég úr einu hvítvínsglasi yfír allt saman og setti svo þorsk- ana út í og lét allt malla í um það bið 40 mínútur í nærri 200 gráðu hita. Þetta var tilraun, sem ég hafði aldrei gert áður, enda alinn upp við það að ósaltaður þorskur sé ekki mannamatur og allra síst bútungur undir lögaldri. Þeim mun óvæntari var ánægjan þegar pottlokinu var lyft og ilmurinn af dýrindis fiskmáltíð fyllti vitin. Mátti ekki á milli sjá hvort var ljúffengara, fiskurinn eða sjálf súpan. Eftir á að hyggja held ég að ekki hefði skaðað að setja flysjaðar og niðurbrytjaðar kart- öflur út í súpuna og láta þær sjóða með, en það er þó ekki nauðsyn- legt. Hvemig væri að breyta regl- unum og skylda útgerðarmenn til að gefa sjómönnum þann bútung sem slæðist í netin í trássi við lög og reglur, og banna þeim að fleygja honum í sjóinn eins og einhver stakk upp á á Alþingi á dögunum? FJÖLSKYLDAN ELÍSABET BERTA BJARNADÓTTIR Soraarúrvinnsla Kæru lesendur. í síðasta helg- arblaði drap ég m.a. á kjör barna og fyrirbærið örvæntingu í fjöl- skyldulífi og innra með einstakl- ingnum sjálfum. Nú fer páska- hátíðin í hönd, með kærkomnum fridögum og hátíðarhöldum hjá fjölmörgum. Fermingarnar eru í algleymingi og upprisuhátíð frelsarans er mörgum fagnaðar- boðskapur, en fyrir öðram boð- skapur um vorið. Við eram iíka minnt á dauðann um bænadagana. Á stórhátíðum finnum við einnig best hverja vantar og hverjir eru gengnir héðan. Það vekur með mönnum sárar tilfinningar og ljúfar. Líkt og þegar steininum hafði verið velt frá gröf Krists og konurnar sannfærðust um að hann var ekki þar, gefa stórhátíðirnar og fríin, með tíma sínum og fjölskyldu- boðum, tilefni til að minnast þeirra sem era ekki lengur hjá okkur, hverjir era ekki lengur við borðið. En líkt og Jesús bað kon- umar að æðrast ekki, má líta á hinn styrkjandi mátt sem felst í því að þurfa að þreifa á sorg sinni. Það felst læknandi máttur í því að þora að draga sárar tilifinningar fram í dagsljósið og ef til vill deila þeim með öðrum í fjölskyldunni, eða trúnaðarvinum. Þá skapast oft eitthvert innra rými til að hleypa að einhverju nýju, nýju fólki eða einhverju sem gefur líf- inu gildi. Sorgin myndhverfist Þótt margur missirinn og að- skilnaðurinn skilji eftir menjar sínar í sálarlífinu og fjölskyldulíf- inu, getur þessi söknuður þrosk- ast með einstaklingnum eða fjöl- skyldunni. Ef sársaukanum er ekki afneitað né leyft að taka völdin í fjölskyldunni um of langan tíma, heldur veitt út og orðaður á viðráðanlegan hátt, getur hann smám saman um- hverfst í óumflýjanlega stað- reynd, sem hættir að vera ógnun eða vekja þunglyndi í daglegu lífi, fjölskyldumeðlimirnir geta smám saman leyst um tilfinninga- Að syrgja er sjálfshjálp sálarinnar svo nýjar vonir fái pláss. böndin við þann sem er farinn og leyft minningunum að lifa með sér án þess að þær verði ógnun við ný viðfangsefni í lífinu. Það eru menjamar um hið liðna sem sækja oft meira að okkur í svig- rúmi stórhátíðanna en ella. Þann- ig getur taktviss koma páskanna í og með verið tækifæri til endurúr- vinnslu sárra tilfinninga. Svipað og þegar maður tekur til í skápnum sínum, tekur út eina flíkina eftir aðra, ber við sig og brýtur svo nettlega saman og leggur í hilluna, þá tekur hún ef til vill minna pláss núna svona ný- samanbrotin. Líkt og gatslitnu flíkumar hafna í tuskuskúffunni, verða sumar vonir að víkja með- an nýjar vakna. „Þetta eru blómin“ Fyrir nokkrum áram sýndi 10 ára gömul vinkona mín mér lítinn hlut sem hún hafði unnið í smíð- inni í skólanum. Þessi litli smíðis- gripur var u.þ.b. 10x30 á hvom veg, þunn krossviðsplata og önnur heldur minni ofan á hinni. Lítill trékross ekki ósvipaður þeim, sem maður notaði við fuglagrafir í bernsku, var festur ofan á krossviðsplöturnar. Á krossinum var skorið út: „Afi“, en hún hafði þá nýverið misst hann. Kringum krossinn hafði verið límt sag, og skorið út í krossviðsplötuna: „Afi minn ég sakna þín“. - Hvað á sagið að vera? spurði ég. - Sérðu það ekki, þetta eru blómin á gröfinni hans, svarði hún. Þarna hafði barnið „unnið sig áfram“ í sorgar- ferlinu með sköpunarverki sínu, breytt gröf afa síns yfir í viðráð- anlega stærð, svo hún gæti haft hana hjá sér uppi í hillu meðan hún þurfti. Núna nokkram áram síðar spurði ég þessa vinkonu mína þegar ég kom inn í herberg- ið hennar hvað væri orðið af þessu listaverki. - Það, svaraði hún, - ég er ekkert með það uppi við lengur, en ég geymi það inn í skrifborðsskáp. Þarna sjáum við dæmi um eðli- lega sorgarúrvinnslu bamssálar- innar. Hún gat lagt í ósýnilega geymslu þessa gröf afa síns, en hún veit vel hvar hana er að finna. Hún hefur aðgang að minningunni, þótt hún hafi ekki þörf fyrir hana eins nálægt sér og fyrst eftir dauða hans. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ • Flmmtudagur 12. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.