Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 28
Pólitískt réttarmorð
Kate Kaku: Mark Curtis ólst upp í indíánabyggð og kynntist kynþátta-
misrétti frá barnæsku... Ljósm. Kristinn.
Kate Kaku, eiginkona bandaríska kjötiðnaðarmannsins Mark Curtis,
segir mann sinn hafa verið dæmdan í 25 ára fangelsi á upplognum
sökum vegna stuðnings hans við innflytjendur og kúgaða
minnihlutahópa
Ég er hér á (slandi til þess að
kynna málstað eiginmanns míns,
Mark Curtis, en hann var dæmd-
ur af undirrétti í lowa í Bandaríkj-
unum fyrir upplognar sakir 1988
til 25 ára fangelsisvistar. Hann
var dæmdur fyrir nauðgun á 15
ára blökkustúlku og innbrot, á
vitnisburði tveggja lögregluþjóna
í borginni Des Moines, lowa. Hin
raunverulega ástæða fyrir dóm-
inum er hins vegar pólitísk: Curt-
is, sem vann í sláturhúsi, hafði
beitt sér fyrir réttindum innflytj-
enda meðal verkamanna, auk
þess sem hann hafði starfað í El
Salvador-samstöðunefndinni og
tekið virkan þátt í baráttu gegn
kynþáttamisrétti...
teknir á vinnustað sem „ólög-
legir“ innflytjendur.
Kate Kaku sagði að unnið væri
að því að taka mál Curtis fyrir á
ný í bandaríska dómskerfinu.
Jafnframt væri unnið að því að
taka málið fyrir í alþjóðlegu
mannréttindanefndinni í Genf og
hjá Amnesty International. Hún
sagðist undir það búin að barátt-
an gæti orðið löng, en hún sagðist
jafn sannfærð um að sigur myndi
vinnast og mannorð eiginmanns
hennar hreinsað. Kate Kaku hélt
héðan til Svíþjóðar, þar sem hún
mun kynna málstað manns síns
eins og hún hefur gert í fjölmörg-
um löndum. _5ig
Þetta sagði Kate Kaku, eigin-
kona bandaríska kjötiðnaðar-
mannsins Mark Curtis, sem nú er
stödd hér á landi. Með ötulli bar-
áttu fyrir málstað manns síns hef-
ur henni og félögum Curtis tekist
að fá fjölmargar virtar alþjóð-
legar mannréttindastofnanir og
einstaklinga og fulltrúa verka-
lýðssamtaka og mannréttinda-
samtaka til þess að veita máli
þessu stuðning. Meðal stuðnings-
manna samstöðunefndarinnar er
Geir Gunnarsson alþingismaður,
Tony Benn, þingmaður á breska
þinginu, Annika Ahnberg á sæn-
ska þinginu, Mannréttindanefnd
Frakklands, Suðuramerísku
mannréttindasamtökin í Iowa,
formaður Sambands verkalýðsfé-
laga í matvælaiðnaði í Bandaríkj-
unum, formaður bandarísku
samtakanna um rétt innflytjenda
o.s.frv.
Kate Kaku sagði að mál þetta
varðaði ekki einungis það rétt-
armisferli sem Mark Curtis hefði
orðið fyrir, heldur væri um að
ræða réttindabaráttu innflytj-
enda sem ættu nú undir högg að
sækja, bæði í Bandaríkjunum og
Evrópu.
Kate Kaku kynnti mál Mark
Curtis á ráðstefnu skiptinema-
samtaka um kynþáttamisrétti nú í
vikunni, auk þess sem hún hefur
átt samtöl við verkalýðsfélög og
stjórnmálamenn og gengist fyrir
opinberum fundi. Kate sagði að
málinu hefði alls staðar verið vel
tekið, einnig af Amnesty á ís-
landi, en umsókn hefur nú verið
lögð fyrir Amnesty International
um að Mark Curtis verði viður-
kenndur sem pólitískur fangi.
Nýlega birtist hér í blaðinu
frétt, þar sem sagt var frá bók
sem gefin er út af samtökunum
Workers League, þar sem því er
haldið fram að Curtis sé sekur.
Kate sagði samtök þessi vera dul-
búin fasistasamtök, sem starfi í
Bandaríkjunum undir yfirskini
sósíalisma í því skyni að spilla
fyrir réttindabaráttu verkafólks.
Samtökin hefðu beitt sér gegn
verkfallsaðgerðum víða í Banda-
ríkjunum en þó einkum beitt sér
gegn Sósíalíska verkamanna-
flokknum, sem Mark Curtist
starfaði í.
Kate sagði að Mark Curtis
hefði alist upp í indíánabyggð í
Nýja Mexíkó, og kynnst kynþátt-
amisrétti frá barnæsku. Hann
hafi því ákveðið að helga líf sitt
baráttunni gegn kynþáttamis-
rétti, en kynþáttahatur sé meðal
annars útbreitt innan lögreglunn-
ar í Iowa. Þannig var Mark Curtis
misþyrmt og hann kinnbeinsbrot-
inn eftir handtökuna um leið og
lögregluþjónarnir ásökuðu hann
um að „elska mexíkana og litað
fólk“. Mark Curtis hafði dagana
fyrir handtökuna unnið að því að
skipuleggja fund og vinnustöðv-
un í mótmælaskyni gegn því að 17
samverkamenn hans frá Mexíkó
og E1 Salvador höfðu verið hand-
Öiyggi í viðskiptum
-heiðarlegskattskil!
Réttir viðskiptahættir ttyggja heiðarleg skattskil.
Þau eru undirstaðaþeirra sameiginlegu verkefha í
landinu sem við njótum öll góðs af.
Útgáfudagur.
Reikningur tölusettur
íyrirfram.
Fjöldi vinnustunda,
einingarverð og heildarverð.
Tegund sölu, þ.e. lýsing á því
sem selt er.
Fjárhæð virðisaukaskatts.
/
HafðuÞin
viðsHipt'
á hreinu!
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Nótuviðskipti eru allra hagur. Með rétt útfyllta nótu (sölureikning) í
höndunum hefur viðskiptavinurinn tryggingu fyrir því að skatturinn sem
hann greiðir í verðinu kemst til skila. Viðskiptavinurinn hefur þá líka réttinn
sín megin ef eitthvað kemur upp á. Fyrirtældð hefur öll bókhaldsgögn
á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra.
Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir reikningar eiga að vera.
Nafri kaupanda (og auk þess
kennitala ef kaupandi er
virðisaukaskattsskyldur).
Nafrí, kennitala og vsk.-númer
seljanda.