Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég heyri deilt
um Áburðar-
verksmiðjuna
Enn fór ég í fermingarveislu meö mínu fólki
og hlaut að snúa þaðan eins og snúið roð í
hund, hvað sem líður mínu æðruleysi í við-
ræðum. Fyrst var nú það, að þessi fjandi sem
þeir kalla kransæðakökur eða ég veit ekki
hvaö, hann fór upþ í mig og límdi saman góm
og tungu og tönnur og mátti ég ekki hélt
mæla þegar þessir æðikollar, frændfólk mitt,
fóru að rífast. Að þessu sinni var rifist um
eldinn sem varð laus í Áburðarverksmiðj-
unni.
Þetta var fínt mál, sagði Gulli blaðamaður
og reri fram í gráðið, það munaði ekki nema
hársbreidd að ammóníakið spryngi eins og í
alvörustríði og þá hefðum við legið fréttalega
í því, dauðir skrokkar út um allt í þúsundum,
flott stoff í sjónvarpsfréttir út um allan heim og
hefði sett ísland á blað enn betur en fundur-
inn í Höfða!
Hvurslags rugl og móðursýki er þetta,
sagði Þorri Framsóknarmaður. Ég hef fyrir
satt að þessi svokallaði bruni hafi aldrei verið
annað en eins og eldspýta í roki og sagði ekki
almannavarnastjórinn að það hefði gerst í
versta falli að íbúar í Grafarvogi hefðu þurft
að taka fyrir nefið í kortér eða svo vegna
vondrar lyktar. Skynsamur maður Guðjón
Petersen: hann sagði líka að aðalhættan
hefði verið sú að menn færu að trúa á hættu,
þá hefði voðinn fyrst orðið vís þegar allir
hefðu rokið upp í bíla sína og ekið burt í ofboði
og þá náttúrlega hver á annan.
Eg segi nú ekki annað en það, sagði Villa
litla frænka mín úr Kvennó, að það er
karlremba og mannhatur mestan part að
hafa fabrikkur í borg, sem geta sprungið hve-
nær sem er eins og blöðrur og drepið konur
og börn.
Hvað er þetta manneskja, sagði Þorri, viltu
ekki að við búum til áburð til að lömbin komist
á fætur og landið grænki milli fjalls og fjöru?
Svei þeirri efnafræði og freku ráðskarl-
mennsku yfir nátturunni, sagði Villa. Ég segi
þér satt Þorri, að menn eiga ekki að hafa
stærri tún en svo að sá eini sanni náttúrulegi
áburður dugi á þau sem menn geta ausið
upp undan sínum kömrum.
Þetta kalla ég nú skítarómantík, sagði Gulli
blaðamaður. En það hefði hann ekki átt að
segja því Villa gerði sér litið fyrir og henti
rjómapönnuköku beint í augað á honum með
vel völdum orðum: Mundu það, vesæll
blaðasnápur, að kona hefur löðrungað þig...
Nú var allt að komast á suðupunkt og ég
gat loksins skorið sundur kransakökulím-
tægjurnar milli minna góma og þá sagði ég
með minni sáttfýsi:
Var þessi bruni ekki bara svona misskiln-
ingur eins og stóð í einu dagblaðinu?
Misskilningur, sagði Þorri. Nei Skaði
frændi, svo grænir erum við ekki. Ég tel víst
að allt þetta hafi verið með ráðum gjört.
Með ráðum gjört? hváði ég og fleiri voru
hissa.
Já. Haldið þið að svona atburður, eldsvoði
með stórum lífsháska, sem er þó alls ekki
stór lífsháski, haldið þið að hann gerist af
tilviljun og misskilningi? Nei, elskurnar mín-
ar, hér er um útsmogna fréttahönnun að
ræða.
Og hver hannar slíkt? spurði ég
hneykslaður.
Hver hannar slíkt? Það ætti nú að liggja í
augum uppi. Þetta er náttúrlega kosninga-
brella hjá íhaldinu þínu, svo Davíð geti komið
fram eins og Batman og gert Áburðarverk-
smiðjugeyið að stórveldi hins illa og tortímt
því með gauragangi.
Kjaftæði er þetta maður, sagðí ég. Held-
urðu að Davíð þurfi á svona trikkum að halda,
gulltryggður með sinn meirihluta?
Segðu það ekki, Skaði, segðu það ekki,
sagöi Þorri frændi minn. Davið er frekjuhund-
ur oq mikið vill meira og þvi þarf hann rétt
hannaðan lífsháska fyrir borgarbua til að
vekja á sér athygli, fyrst aðrir gera það ekki.
Nei heyrðu nú...
Ég heyri hvorki það né annað, sagði Þorri
Éq bara veit mínu pólitíska viti. Og ég skil það
vel að Davíð sé svekktur á því, að enginn
tekur eftir honum í fjölmiðlum fyrir and-
skotans látum í Allaböllum og Nýjum vettlingi
og krötum í fýlu og ekki fýlu og svo fynr hinum
qlæsilega lista okkar Framsóknarmanna i
Reykjavík. í svoleiðis stöðu verður sjalfs
höndin hollust fyrir stjómmálamann: Lofi eg
mig ekki sjálfur, hver mun það þa gera? segir
í helgri bók.
I ROSA-
GARÐINUM
2 StÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 21. apríl 1990
ÞAÐ HAFA
FLEIRI GERT
Maður hefði getað verið
steindauður og ennþá að skrifa í
Alþýðublaðið.
Alþýdublaöið
AÐ VERA
EÐA EKKI...
Svo er mál með vexti að við hjón-
in stundum kynlíf, eða er það
kannski klám?
Lesendabréf í DV
MAÐURINN EINN
EREINEMA
HÁLFUR
Drukkinn knapi kom syngjandi á
hesti inn í stofu.
Fyrírsögn í DV
KROSSBERIRÍS
UPP Á PÁSKUM
Ég get sagt það alveg hreint út að
ég fór þarna í smáfýlu, en nú er
hún farin, sagði Bjarni P. Magn-
ússon, sem hefur ákveðið að taka
þriðja sæti á lista Nýs vettvangs
við borgarstjórnarkosningarnar í
næsta mánuði.
Þjóðviljinn
NÚ MÁ UMHVERFIÐ
FARA AÐ VARA SIG
Ég hefi náttúrlega áhuga á að
keyra hér um og skoða umhverfi
landsins. Ég mun skoða það eftir
því sem ég hefi tíma og mögu-
leika til, sagði Júlíus Sólnes um-
hverfisráðherra í samtali við Tím-
ann. Ráðherrann fór á skírdag í
skoðunarferð á skíðasvæði í ná-
grenni Reykjavíkur en svo illa
vildi til að ráðherrabfll hans valt
skammt frá Litlu kaffistofunni.
Tíminn
Á FLÓTTA UNDAN
ATKVÆÐUNUM?
Ég fór aðeins upp í Bláfjöllin en
það var nú svo mikið af fólki þar.
Síðan fór ég upp í Hamragil að
skoða mig um, sagði Júlíus.
Tíminn
Æ, HVARERNÚ
KARLMANNS-
LUNDIN?
Páll (Pétursson) segist ekki ætla
að láta vísa sér vegabréfslausum á
Gúlagið í Sovétríkjunum.
Tíminn
ÞAÐERVANDIAÐ
VERA TIL
Til dæmis hefi ég enn ekki fundið
fallegt orð sem mér finnst þægi-
legt að nota yfir kynfæri kvenna.
Á meðan þetta orðahallæri varir
hef ég kosið að nota orðið „píka“
en fæ alltaf léttan sting fyrir hjart-
að.
Pressan
LANGRÆKNI
ER ÞETTA!
Sigurður A. Magnússon gagn-
rýndi Platón harkalega í umræð-
um.
Morgunblaðið