Þjóðviljinn - 21.04.1990, Síða 6
Menntamál
Bömin skapa heiminn
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kynnti í gær átak
sem ráðuneyti hans er að hefja á
sviði barnamenningar og um-
hverfismenntar en það á að
standa yfir í eitt ár. Meðal þess
sem átakið felur í sér er lenging
skólatíma 6, 7 og 8 ára barna,
þátttaka listamanna í skólastarf-
inu og þátttaka skólabarna í land-
græðslu og skógrækt.
Yfirskrift átaksins er „Börnin
skapa heiminn" og í tilefni af því
hefur verið gert veggspjald með
teikningu fimm ára stúlku á
barnaheimilinu Marbakka í Kóp-
avogi. f>ar var átakið kynnt fyrir
fréttamönnum í gær. Að sögn
Svavars var staðurinn ekki vaiinn
af handahófi heldur vegna þess
að þar fer fram athyglisvert upp-
eldisstarf. Hann sagði að til-
gangur átaksins væri að koma list
og menningu á skipulegan hátt á
framfæri við börn og ala þau upp í
því að gera þessa þætti að hluta af
daglegu lífi og starfi.
Margvísleg
verkefni
Til þess að undirbúa átakið var
skipuð sex manna nefnd í byrjun
þessa árs undir forystu Þórunnar
Sigurðardóttur leikstjóra og hef-
ur hún gert ýmsar tillögur um að-
gerðir. Meðal helstu verkefna
eru þessi:
í haust verður skóladagur 6, 7
og 8 ára barna lengdur um 1-2
tíma á dag og verður lengingin
einkum fólgin í aukningu á list-
fræðslu og skapandi starfi. 40-50
miljónum króna verður varið til
þessa verkefnis á þessu ári en það
helst í hendur við ákvæði í frum-
varpi til grunnskólalaga sem nú
liggur fyrir alþingi um að lengja
skólaskylduna um eitt ár og hefja
hana við sex ára aldur.
Á næstu dögum fá allir skóla-
stjórar, forstöðumenn dagheim-
ila og lista- og menningarstofnan-
ir bréf þar sem gerð er grein fyrir
átakinu og hvatt til þátttöku í
verkefnum þess.
Unnið verður með Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur og Skóg-
rækt ríkisins að verkefnum sem
tengjast skógrækt og landgræðslu
með nýjum hætti.
Bandalag íslenskra listamanna
hefur verið beðið að stuðla að
auknu samstarfi einstakra lista-
manna og skólanna og hefur
þeirri beiðni verið vel tekið.
í byrjun september verður
haldið málþing um listþörf og
sköpunarþörf barna og er því ætl-
að að virka hvetjandi á þá sem
starfa með börnum í upphafi
skólaárs.
Stefnt að
samfelldum
skóladegi
Svavar Gestsson vitnaði á
fundinum til viðhorfskönnunar
meðal skólafólks um brýnustu
verkefni á sviði skólamála sem
gerð var í fyrravetur en hún leiddi
í Ijós að lenging skóladagsins er
langbrýnasta verkefnið. Sagði
hann að skoða bæri lengingu á
skólatíma yngstu barnanna sem
skref í áttina að samfelldum
skóladegi. Það hefði verið ákveð-
ið í ráðuneytinu að allt það fé sem
er á lausu á hverju ári skuli notað
til að nálgast það markmið. f
haust yrðu ráðnir 70-80 kennarar
til að annast þessa auknu kennslu
yngstu barnanna. Hins vegar
sagði hann að skortur væri á
kennurum, ekki síst í listgrein-
um, og því gæti reynst örðugt að
standa við það sums staðar á
landsbyggðinni að öll aukningin
færi í listfræðslu og skapandi
starf.
Anna Jeppesen varaformaður
íslenska -
fyrir útlendinga
4 vikna byrjendanámskeið hefst 26. apríl.
Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum
klukkan 18 - 19.30.
Innritun fer fram í símum 12992 og 14106.
Kennari: Brynjar Viborg.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum.
Kennslugjald. kr. 3000.-.
Myndbandagerð
- vídeó
Nýtt námskeið er að hefjast.
Innritun 23. og 24. apríl n.k. í síma 12992 og
14106.
Um er að ræða 6 vikna námskeið frá 25.04 -
30.5. 1990.
Kennt er tvö kvöld í viku 4 kennslustundir í senn
og eina helgi.
Megin áhersla er lögð á: Kvikmyndasögu,
mynduppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í
kvikmyndum, handritsgerð auk æfinga í með-
ferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og
hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda.
Kennari: Ólafur Angantýsson.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum.
Kennslugjald: kr. 7.600.-.
nefndarinnar um átakið sagði á
fundinum að ætlunin væri að
reyna að samþætta listfræðsluna
þeim greinum sem fyrir eru. Þar
skorti hins vegar kunnáttufólk
því kennarar eru ekki menntaðir
til þess. Þess vegna væri brýnt að
koma á góðu samstarfi við lista-
menn og stofnanir á sviði lista og
menningar.
Á sunnudaginn sem er Dagur
jarðarinnar verður átakið form-
lega gangsett með opnunarhátíð í
Borgarleikhúsinu og hefst hún kl.
14. Þar verður ma. flutt lag eftir
14 ára Bolvíking, Jónatan Einars-
son, sem hann samdi sérstaklega
fyrir átakið. Forseti íslands mun
ávarpa gesti og boðið verður upp
á margskonar listsköpun barna
og unglinga, tónlist, ljóð, leiklist
og verðlaun afhent í tilefni af
Degi jarðarinnar.
-ÞH
Fertugt leikhús. Á sumardaginn fyrsta átti Þjóðleikhúsið fertugsafmæli. Af því tilefni efndu leikarar og
annað starfslið leikhússins til skrúðgöngu frá Austurvelli upp að leikhúsinu þar sem almenningi var boðið til
skemmtunar í salnum sem búið er að loka. Fjölmenni var á þessari hátíð og ekki annað að sjá en allir
skemmtu sér hið besta, enda Kári ekki farinn að hrella mannfólkið eins og hann gerði síðar um daginn.
Mynd: Jim Smart.
HAGSTOFAN FLYTUR
Hagstofa íslands opnar mánudaginn 23. apríl í nýju húsnæði að Skuggasundi 3.
Um leið tengist Hagstofan skiptiborði Stjórnarráðsins (sími 60 90 00), en það
gefur möguleika á beinu innvali til einstakra deilda og starfsmanna. Eldri síma-
númerum verður lokað, þ.m.t. öllum beinum línum.
Helstu símanúmer verða: Afgreiðsla/skiptiborð upplýsingar um vísitölur, húsaleigu o.fl. 60 98 00
Þjóðskrá upplýsingar um kennitölur, heimilisföng o.fl. fyrir einstaklinga og fyrirtæki 60 98 50
Afgreiðsla hagskýrslna, Hagtíðinda o.þ.h. 60 98 65 eða 66
Bókasafn 60 98 79
Gistináttaskýrslur 60 98 15
Inn- og útflutningur 60 98 20 eða 23-25
Mannfjöldaskýrslur 60 98 95 eða 96
Nemendaskrá 60 98 11
Neyslukönnun 60 98 35
Skráning fyrirtækja 60 98 61 eða 75
Sveitarsjóðareikningar 60 98 12
Vísitölur 60 98 34 eða 35
Hagstofustjóri 60 98 44
Staðgengill hagstofustjóra 60 98 45
Skrifstofustjóri hagskýrslusviðs 60 98 33
Skrifstofustjóri þjóðskrár 60 98 73
Faxnúmer Hagstofunnar verða:
Hagstofustjóri - hagskýrslusvið 62 88 65
Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá 62 3312
Hagstofa íslands Skuggasundi3 150 Reykjavík