Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 7
Hugleiðingar w a sumardaginn fyrsta eftir förtil Berlínar eftir Svavar Gestsson Mótmælafundur í Austur-Berlín: Eigum við að byrja upp á nýtt með sviknum kosningaloforð- um? stendur á borðanum. Nokkur meginatriði sem aldrei hrynja Imyndum okkur að við hefðum búið í Austur-Berlín. Að við eigum ættingja fyrir handan múr- inn sem við hefðum ekki séð i 40 ár. Að launin væru 1000 mörk á mánuði. Húsaleigan 75 mörk á mánuði. Að það taki 15 ár að bíða eftir. Trabantbílnum. Eða: Að barnaheimili fyrir öll börn séu sjálfsagður hlutur. Að skólakerf- ið gangi sinn gang eftir reglum að ofan. Að kerfíð sjái fyrir öllu. Að Flokkurinn með stórum staf og greini hafi ráðið öllu frá hinu smæsta til hins stærsta. Að flokksforystan í einangrun sinni haldi að hún tali fyrir miljónir og aftur miljónir. Að fólkið horfi á vestur-sjónvarp í áratugi og sjái að allt er öðru vísi handan: Meiri efni, betri lífskjör, ekki biðlisti eftir bflum, að vísu atvinnuleysi, en frelsi til þess að tala. Og svo allt í einu gerist undrið mikla. Múr- inn hrynur og allt opnast í senn. Ogenginn vill lengur Trabant Þannig er ástandið í Berlín um þessar mundir. En gleðin yfir hrynjandi múrnum hefur breyst í nagandi óvissu. Fyrst með því að kanslari Vestur-Þýskalands gaf yfirlýsingu í kosningbaráttunni um að fyrir hvert austur-mark fá- ist eitt vestur-mark. Og að daginn eftir stórfelldan kosningasigur CDU í Austur-Þýskalandi er lof- orðið tekið til baka. Auðvitað! En það sjá menn ekki fyrr en núna. Og nýja ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð: Fram- leiðsla fyrirtækjanna eystra er verðlaus á markaði. Fyrirtækin verða að lækka verðið á fram- leiðsluvörum sínum. Það þýðir aftur að þau verða að losa sig við alls konar kostnað sem þau hafa borið en fá ekki að bera lengur. Nú á að „hámarka" framleiðnina og gróðann en lágmarka kostnað- inn. Það kemur til dæmis niður á börnum og barnafjölskyldum því barnaheimilum sem hafa verið til fyrir alla er nú lokað. Iðnnáms -. plássum fækkar því fyrirtækin eru að losa sig við „óþarfa" kostnað. Nýir iðnnemar fá ekki náms- samning og þannig koll af kolli. Og Trabantinn er allt í einu verð- laus og enginn nennir lengur að bíða eftir Trabant. Heil kynslóð til einskis Ég ræddi við talsmenn stjórnar og stjórnarandstöðu í Berlín um páskana. Þeir sögðu: Það verður að skera niður kostnað fyrirtækj- anna. Þeir viðurkenndu að samt þyrfti að hækka launin því húsa- leigan hækkar og vöruverð hækk- ar. Þeir gerðu sér grein fyrir því að 2-3 miljónir manna verða að skipta um störf á örskömmum tíma - það er um fjórðungur allra vinnandi manna. Þeir viðurkenn- du að það væri betra fyrir hag- kerfi þeirra sjálfra að skrá gengi austur-marksins sem lægst, en viðurkenndu líka að það væri svik við fólkið sem þeir sjálfir höfðu lofað stórfelldum kjarabótum í formi falskrar gengisskráningar. Þeir viðurkenndu að það yrði að greiða niður kostnað við barna- heimili og skóla úr félagslegum sjóðum: En hvernig? Þegar það er ljóst að hvorki einstaklingar né fyrirtæki geta borgað skatta til sameiginlegra þarfa. Og þegar ég spurði þessa menn: Var þá allt unnið til einskis í 40 ár, þá vafðist þeim tunga um tönn: Það kostar líka sitt að segja það að heil kyn- slóð hafi stritað til einskis. Þannig ríkir alger upplausn. Flokksformaðurinn sem þóttist tala fyrir hreyfingu reyndist hafa verið svo einangraður að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð og brotnaði saman og skilur ekki enn og sennilega aldrei hvað gerðist - af því að honum var haldið í algerri einangrun jáb- ræðra sem aldrei sögðu satt orð um ástandið. Sennilega var hann í ljótasta fangelsinu sjálfur. Hann fékk aldrei að vita hvað var að gerast. Hlaut aö hrynja En hvað gerðist? Mín skýring hefur alltaf verið sú að almiðstýrt efnahagskerfi sé dæmt til að hrynja. Að það er útilokað að á- kveða sama verð á köku í Verko- jansk og Leníngrad. Þess vegna hlaut svona að fara og það var aðeins spurning um hvort en ekki hvenær kerfið hryndi til grunna. Við þessar aðstæður sem skapast hafa eystra og er margt hægt að skrifa um fleira hafa komið fram spurningar um grundvallaratriði og þeir sem svara skiptast í þrjá flokka: Þá sem hafa tilheyrt hægri flokkum sem hreykja sér af því að hafa alltaf haft rétt fyrir sér og að hið frjálsa markaðshagkerfi hljóti að leysa allan vanda. I öðrum hópn- um eru þeir vinstri menn sem hafa gefist upp og eru álíka rugl- aðir og margir forráðamenn Austur-Þýskalands um þessar mundir sem vita ekki sitt rjúk- andi ráð. í þriðja flokknum eru þeir sem reyna að draga al- mennar skynsamlegar ályktanir af því sem gerðist. Nokkurgrund- vallaratriöi sem alltaf standa upp úr í þessari umræðu vil ég hins vegar draga fram eftirfarandi meginatriði: í fyrsta lagi vil ég fyrir mitt leyti hafna algeru markaðskerfi sem ámóta fjarstæðu og almiðstýrðu hagkerfi. Hvorugt gengur þó að í kringum það séu reistir múrar í eiginlegri eða óeiginlegri merk- ingu. Alfrjálst markaðshagkerfi gengur ekki vegna þess að það brýtur niður manneskjuna í þágu fjármagnsins. Þess vegna verða að vera til skýrar lýðræðislegar leikreglur sem geta alltaf þegar þörf krefur takmarkað yfirgang fjármagnsins. Það er í öðru lagi ljóst hvað sem öllu öðru líður að krafan um jöfnuð er úrslitakrafa í stjóm- málabaráttunni og verður það um aldir. I þriðja lagi er ljóst að siðræn undirstaða okkar þjóðfélags þolir það aldrei að fólk sé troðið niður í svaðið í þágu fjármagnsins hvort sem það birtist í vaxtaokri nauð- ungamppboðum eða kjaraskerð- ingu. I fjórða lagi eru nú að koma á dagskrá með vaxandi þunga ný gildi umhverfisvemdar sem munu setja svip sinn stöðugt meira á stjórnmálabaráttu kom- andi áratuga. Og í fimmta lagi - og það er mikilvægast á íslandi - munu kröfurnar um sjálfstæði þjóðar- innar og virðing fyrir menningar- legum verðmætum þessa samfé- lags á íslandi ráða úrslitum um framtíð íslensku þjóðarinnar sem slíkrar. - Það er því þetta sem er á dag- skrá: - Lýðræði. - Jöfnuður. - Mannúðarviðhorf. - Umhverfisvernd. - Sjálfstæði. Um hvert þessara grundvallar- atriða mætti fara mörgum orð- um, en til þess er ekki tóm að sinni. Það skal hins vegar undir- strikað með þessari grein að það eru grundvallaratriðin sem skipta máli en ekki umbúðirnar. Og það skal ennfremur undirstrikað að þessi meginatriði eru einnig for- sendur grundvallarhugsjóna sósí- alismans. Og á það skal loks bent að Alþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur þessi grundvallaratriði öll í meg- instefnu sinni; í stefnu Alþýðu- bandalagsins eru ekki svör við öllum spurningum en þar er að- ferð við að leita svara við mörg- um spurningum og flokkurinn á sér þrátt fyrir allt heilsteypta hug- myndafræði. Vandinn er hins vegar sá að hugmyndaumræða hefur verið drepin niður í seinni tið og þess vegna hafa menn oft misst sjónar á aðalatriðunum og á samhengi hlutanna. Því miður hefur stjórnmálaumræða undan- farandi ára verið froða í vaxandi mæli þar sem menn hafa í besta falli skipst á merkimiðum en hafa ekki fengist til þess að skyggnast á bak við markmiðana eftir því sem öllu máli skiptir. Sérstaöa og sjálfstæöi Þessi grein hófst í Berlín. Það er vegna þess að sá sem er þar í nokkra daga um þessar mundir verður fyrir sterkum áhrifum og verður seint samur aftur. En það er líka vegna þess að þar fær mað- ur staðfest betur en nokkurs stað- ar annars staðar að öfgarnar geta aldrei átt við fyrir ísland og ís- lendinga. Öfgarnar vestra eiga heldur ekki við hér: Makaðshag- kerfið þar leysir ekki vanda ls- lendinga. Islendingar geta aldrei orðið aðilar að Efnahagsbanda- laginu ef við ætlum að halda sjálf- stæði þjóðarinnar og ef við ætlum að tryggja hér jöfnuð í lífskjör- um. Starfsemi erlendra stórfyrir- tækja gæti á svipstundu þurrkað út efnahagaslegan grundvöll hins menningarlega sjálfstæðis okkar. Ferð um Berlín um páskana 1990 segir því fyrst og síðast við íslend- inga: Við skulum ekki ánetjast allsherjarkerfum né nýjum efna- hagsbandalögum. Við skulum at- huga okkar gang og reyna að skapa okkur lífskjaraforsendur úr sjálfstæði og sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Þaö er til mikils aö berjast En enn hljóma svo spurningar eins og þessi: Er nokkuð fyrir okkar vinstri menn að gera? Get- ur ekki íhaldið séð um hagkerfið og okkar hlutur verður þá sá einn að leiðrétta og endurbæta þar sem markaðurinn fer offari. Svona spurningar hef ég heyrt frá sósíalistum sem bæta því við: Er til nokkurs að berjast fyrir völd- um þegar hugsjónir okkar breytast í skrímsli í framkvæmd- inni? Og mitt svar er þetta: Þó að við viðurkennum að sjálfsögðu vissa kosti markaðshagkerfisins þá eigum við betra með að skilja hættur þess en þeir sem eru ofur- seldir trúnni á yfirburði þess. Þess vegna er að sjálfsögðu enn til mikils að berjast og hér á landi sérstaklega fyrir Alþýðubanda- lagið. Um það verður frekar rætt í næstu grein. Höfundur er menntamálaráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.