Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 8
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólatur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útllt: Þröstur Haraldsson
Auglýslngastjórl: Olga Clausen
Afgreiðsla: © 68 13 33
Auglýsingadelld: © 68 13 10- 68 13 31
Sfmfax:68 19 35
Verð: í lausasölu 150 krónur
Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsls og verkalýðshreyfingar
Síðumúla37,108 Reykjavík____________________________
Dagur jarðar
Á morgun, 22. apríl, grípur fólk víöa um lönd til aðgerða
vegna „Dags jarðar", sem fjölmargiraðilarhelga umhverfis-
vernd. Að frumkvæði minnihlutaflokkanna í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur Umhverfismálaráð borgarinnar skipulagt
sams konar viðburði í tilefni dagsins. Meðal annars verður
þar kynnt áætlun um trjáplöntun í höfuðborginni.
í Ijósi þess að nú fer um ísland skógræktarvakning á
mörgum vígstöðvum, er athyglisvert að sjá hve þær þjóðir
sem við álítum oft búa betri skilyrði í þeim efnum leggja nú
ríka áherslu á skógræktina. Bæði er þar um að ræða
táknrænar athafnir eins og „friðarskóginn" sem verður
plantað á morgun á gömlu landamærunum milli Austur- og
Vestur-Berlínar og beina endurheimt landgæða.
Ástralir gróðursetja á morgun 100 þús. tré og ætla sér að
hafa plantað einni milljón trjáa fyrir árið 2000.1 El Salvador
fer af stað skógræktaráætlun um 900 þús. tré. Og Jórdanir
byrja frá og með morgundeginum að láta hverju fæðingar-
vottorði fylgja landgræðsluskóga-vottorð, þar sem
stjórnvöld skuldbinda sig til að gróðursetja á svæðum í
uppblásturshættu eina trjáplöntu til heiðurs hverju barni
sem fæðist.
í 18 löndum verður á morgun byrjað á mismunandi viða-
miklum verkefnum og munu sum þeirra standa í mörg ár.
Næsti áratugur er helgaður umhverfismálum. Víða er nú
hafin skipulögð barátta stjórnvalda og áhugafólks til að
bæta fyrir þær skemmdir sem súrt regn hefur valdið og
ógnvænlegt er að kynnast tölum um það, hve mikið af skógi
Evrópu hefur skemmst undanfarna áratugi. Nú er til dæmis
talið að aðeins 29% af skógum Tékkóslóvakíu séu ó-
skemmdir og jafnvel í Noregi er ekki nema helmingur skó-
garins í því ástandi sem æskilegt er.
Enn er ekki vitað, hve drjúgur sá sjóður verður, sem
hérlendis safnaðist í af tilefni sextugsafmælis forseta ís-
lands, Vigdísar Finnbogadóttur, en úr honum verða frá og
með næsta ári veitt framlög til plöntunar á vegum skólanem-
enda.
Framundan er hins vegar stærsta átakið sem gert hefur
verið í landgræðsluskógum á íslandi, „Átak 1990“. Skipu-
lögð hafa verið útplöntunarsvæði um allt land, birkifræ hafa
verið húðuð til sáningar í miklu magni og plöntur eru í uppeldi
til gróðursetningar strax í sumar. Erlendir aðilar láta síðan fé
af hendi rakna til „vinaskóga“.
Forseti íslands er verndari „Átaks 1990“, en það er sú
aðgerð sem mest mun að líkindum marka skógrækt og
endurheimt landgæða á íslandi í ár. Leitað verður á næst-
unni til þjóðarinnar um kaup á „grænu greininni" til stuðn-
ings Átakinu, og er vonandi að einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir komi rösklega til liðs við þessa gróðurfarsbyltingu.
Sumum finnst ef til vill, að átaksverkefni í skógrækt og
landgræðslu séu að verða býsna mörg, jafnvel um of. Það er
rangt. Við vitum vel, að óhemju mikils átaks er þörf á marg-
víslegum vettvangi til að endurheimta landaæði og hefta þá
öfugþróun sem enn er í gangi í lífríki okkar. Islendingar geta
líka litið til þeirra þjóða sem virðast eiga þokkalegustu frum-
skóga að okkar mati, en telja samt nauðsynlegt á morgun að
hefja sérstök verkefni í skógrækt. Skógurinn bindur jarðveg,
breytirveðurfarsáhrifum, hefurbeint notagildi og eykuryndi.
Við eignumst seint of mikið af honum.
í þessu sambandi getur verið hollt fyrir baráttufólk í um-
hverfisvernd, - og jafnvel í stjórnmálum almennt, - að hug-
leiða, hver virðast örlög „grænna" flokka í stjórnmálum í
Evrópu. Þrátt fyrir að þeir hafi víða náð mönnum á þing, til
dæmis 41 fulltrúa í Vestur-Þýskalandi og talsverðum fjölda á
Evrópuþingið, hallar nú undan fæti hjá þeim í ýmsum skiln-
ingi. Flokkadrættir og sundrung hafa einkennt hreyfinguna
hvarvetna. Deilan stendur yfirleitt milli hófsamari arma, sem
eru reiðubúnir til samningaviðræðna og samstöðu með öðr-
um stjórnmálaflokkum til að hafa áhrif á gang mála, og
öfgahópa sem finna sér mýmörg tækifæri til þrefs undir því
yfirskini að hugsjónirnar leyfi engar málamiðlanir eða sam-
starf.
ÓHT
Listamiðstöðin í Straumi
Straumhvörf í Straumi
Listamiðstöðin í Straumi var opnuð með viðhöfn
á miðvikudag
IL_________E_________E_________E
Horfur á sunnudag: Minnkandi SV-átt með éljum Sunnanlands og vestan og á annesjum
Norðurlands en léttskýjað á Austurlandi.
Listamiðstöðin Straumur var
formlega tekin í notkun 18. apríl.
Var listamönnum og velunnurum
þeirra, þar á meðal bæjarstjórn
Hafnarfjarðar og menntamála-
ráðherra, boðið að skoða húsið í
tilefni að opnuninni.
Áð uppbyggingu og rekstri list-
amiðstöðvarinnar stendur hópur
myndlistarmanna, hugsjónafé-
lagið Straumur, og Hafnafjarðar-
bær.
Listamiðstöðin er til húsa í svo-
köliuðum Straumshúsum sem
voru í eigu Hafnafjarðarbæjar.
Hugsjónafélaginu var vel tekið af
bæjarstjórninni þegar þeir föluð-
ust eftir húsi til listiðkana, sagði
Sverrir Ólafsson í ræðu sinni við
opnunina. Listamennirnir unnu
að mestu sjálfir að lagfæringum á
húsinu, en nutu fjárstuðnings
Hafnarfjarðarbæjar, mennta-
málaraðuneytisins og nokkurra
fyrirtækja.
Straumshús voru teiknuð af
Guðjóni Samúelssyni en voru í
niðurníðslu þegar listamennirnir
tóku til við að gera þau upp. Hús-
in hafa hýst margvíslega starfs-
semi, m.a. hænsna- og svínabú.
Listamiðstöðin sem nú kemst í
gagnið er aðeins hluti af þeim
vinnustofubæ sem Hugsjónafé-
lagið er með áform um. Er ætlun-
in í framtíðinni að komið verði á
fótgrafíkverkstæði, bronssteypu,
trésmiðju, steinsmiðju og fleiri
verkstæðum fyrir listamenn sem
vinna verk sem erfitt er að koma
fyrir og vinna að í litlu húsnæði.
Ætlunin er að listamenn skipt-
ist á um að nota aðstöðuna sem er
í boði og afhenti bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, Guðmundur Arni
Stefánsson, Magnúsi Kjart-
anssyni listmálara lykilinn að
vinnustofunni við athöfnina.
Magnús fær afnot af aðstöðunni
næstu þrjá mánuði en síðan mun
stjórn Straums í samvinnu við
Hafnarfjarðarbæ velja annan
Hstamann úr hópi umsækjenda.
Listamiðstöðin er hugsuð sem
vinnuaðstaða fyrst og fremst en
Burstabær Guðjóns Samúelssonar fær nýtt hlutverk. Listamiðstöðin
í Straumi var opnuð með viðhöfn nýlega. Mynd — Jim Smart.
ekki sem sýningarhúsnæði. Al- á að skoða húsnæðið í dag og á
menninei eefst hins veear kostur moreun kl. 14-17. np
Helgarveðrið
8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Laugardagur 21. apríl 1990