Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 9
Fljúgandi furðuhlutir Sigurður Örlygsson listmálari opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag Ég haföi mjög gaman aö sög - um Jules Verne þegar ég var strákursegir SigurðurÖrlygsson, sem opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Loftbelgir, hjólhestar, fljúg- andi menn, gervihnettir og fleiri furðuhlutir blasa við þegar gengið er inn í salinn á Kjarvals- stöðum þar sem Sigurður sýnir nokkur stór verk. Þótt andi Jules Verne, Leonar- do da Vinci og annarra fornra vís- indahyggjumanna svífi yfir vötnum vill Sigurður alls ekki einskorða verk sín við einhvern sérstakan tíma. Afstæði tímans er það sem heillar mig, segir hann. Ég vil að menn sjái það sem þeir kjósa að sjá í myndum mínum þess vegna gef ég þeim nöfn al- gerlega út í bláinn, ég vil ekki að nafnið gefi of mikið upp og þrengi þannig hugarflug áhorf- andans. Þessi sýning er einskonar fram- hald á sýningu þeirri sem Sigurð- ur hélt á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Hann segist fyrst halda sýningar á minni útfærslum af verkunum, “prufusýningu“, áður en hann ræðst í gerð og sýn- ingu stóru verkanna. Verkin á sýningunni eru öll unnin á síðustu 12 mánuðum, með akrýl og olíulitum á striga. Furðuhlutirnir sem stinga sér út úr myndunum er unnir úr timbri, pappa og trémassa. Sigurður ljóstraði því einnig upp að fljúg- andi fígúrurnar væru málaðar barbídúkkur. Sigurður Örlygsson útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1971. Hann hélt þá til Danmerkur í Det Kongelige Danske Kunstakademi, þar sem hann stundaði nám í eitt ár. Eftir það lá leiðin vestur um haf til Nýju Jórvíkur. Þar var hann í eitt ár í Art Students Leage of New York. Sigurður hefur haldið fjölda sýninga víða um land og á Norðurlöndunum. Hann hlaut Menningarverðlaun DV fyrir sýningu þá sem hann hélt á Kjar- valsstöðum 1988. Sýningin sem opnuð verður kl. 14 í dag stendur til 6. maí. BE Sigurður örlygsson og forn eða fútúr vísindamaður, sem stingur höfðinu út úr einu verkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Mynd: Kristinn EG E-R MEfe ÚrBLOT EFTÍR. NEÐANjAR&ARKÍARNORKLL- SÞRENGÍNOAfe. ASMA AF LflFT- mengun. magakveísu. AF MENGUPU VATNÍ OG HAU5~ \|ERK EFTÍR SIÐUSTU YFÍR- LÝSÍN6AR dLAFS RA6NARS... Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.