Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 13
Grunnmynd af framtíðarbyggð í Geldinganesi. Á háeyjunni er fjölbýlishúsakeðja, 3-8 hæðir, sem fylgir hæðarlínum og myndar „borgarmúr"
um miðbæinn. Utan múrsins eru einbýlishús, raðbýli og tvíbýli. Innan múrsins eru tveir knattspyrnuvellir, tveir skólar, kirkja, félagsmiðstöð,
sundlaug, verslanir, þjónusta o.fl.
stór skip ásamt ferjuaðstöðu, en
hafnaraðstaða er óvíða betri en
þarna vegna sjávardýpis vestan
eiðisins og skjóls. Upp af viðleg-
ukantinum og meðfram Vestur-
landsveginum er hugsað iðnaðar-
svæði sem er í góðum tengslum
við byggð og umferðaræðar.
Nýtt
samgöngukerfi
Þegar höfundar skipulagsins
voru spurð um rafknúnu brautina
og hvort hún væri orðin raunhæf-
ur kostur fyrir almenningssam-
göngur, þá töldu þau að margt
benti til að svo myndi verða í
framtíðinni. Slíkar brautir væru
hljóðlausar, lausar við mengun
og óháðar bflaumferð, en það
væru einmitt meginskilyrðin sem
samgöngutæki framtíðarinnar
þyrftu að uppfylla. Hægt væri að
hugsa sér slíka braut ofan úr Mos-
fellssveit um Geldinganesið og
meðfram Sætúni niður í gamla
miðbæinn og þaðan upp eftir'
Hringbraut-Miklubraut og upp í
Breiðholt og síðan suður um
Kópavog og Hafnarfjörð. Menn
hefðu hingað til talið að rekstur
slíks mannvirkis kostaði of
mikið, en forsendur slíkra kostn-
aðaráætlana væru alltaf að
breytast. Til dæmis væri nú talað
um það í alvöru að leggja 3-5
miljarða í að grafa einkabílnum
braut í gegnum Digranesið.
Spurning sé hvort ekki væri æski-
legra að leysa þann vanda með
rafbraut ofan jarðar, þannig að
menn gætu svifið hljóðlaust og
mengunarlaust yfir Fossvogs-
dalnum í stað þess að fara ofan í
jörðina. Sérstaða íslands væri
líka sú að við hefðum hreina orku
úr fallvötnunum og iðrum jarðar,
sem hægt væri að nýta til þessara
samgangna með hagkvæmari
hætti en tíðkaðist meðal annarra
þjóða. Það væri jafnframt fram-
lag okkar til mengunarvama í
heiminum að takmarka sem frek-
ast er unnt brennslu á olíu, kolum
og gasi.
Aðalatriðið er þó, að menn fari
að huga að þessum möguleikum í
tíma, þannig að aðrar fram-
kvæmdir verði ekki til þess að
torvelda eða loka þeim mögu-
leikum sem fyrir hendi eru til þess
að byggja slíkt umferðarkerfi í
áföngum.
„Múrinn“
Eitt megineinkenni þessarar
skipulagstillögu er fjölbýlishús-
akeðjan eða „múrinn" á há-
eyjunni, sem hlykkjast eftir hæð-
arlínu og er 3-8 íbúðarhæðir. Múr
þessi er að því leyti frábrugðinn
hliðstæðum fjölbýlishúsakeðj-
um, sem við þekkjum t.d. úr
Breiðholtinu, að svæðið innan
hans er ekki lokað fyrir umferð.
Þvert á móti er lögð áhersla á að
gera það skjólsvæði sem þarna
myndast að líflegum miðbæ með
sem fjölþættastri starfsemi. Á
neðstu hæðinni innan múrsins er
hugsað fyrir möguleikum á
verslunar- og þjónustustarfsemi
eftir þörfum þessarar 7-8000
manna byggðar. Jafnframt er
hafður í huga sá möguleiki, að
Geldinganesborgin muni geta
gegnt nokkru miðborgarhlut-
verki í framtíðinni, þegar borgin
hefur þanið sig lengra meðfram
vStröndinni til norðurs. Einnig er
hugsað fyrir möguleika á skrif-
stofuhúsnæði í fjölbýlishúsunum,
þótt meginhlutinn verði undir
íbúðir, þar sem áhersla er lögð á
að flestar íbúðir hafi eigin útidyr
og að þær sem eru á efri hæðun-
um hafi góðar svalir eða þak-
garða. Allar íbúðirnar eiga að
hafa tvær úthliðar, eina inn í
„borgina" og aðra með útsýni til
fjalla. Verður múrinn allur
mótaður af mörgum hönnunar-
einingum, sem hönnuðir munu
samræma eftir þeim fjölbreyti-
leika og þeirri hugmyndaauðgi
sem húsagerðarlist samtímans
býður upp á.
Borgarhlaðið
Á hlaðinu innan múrsins, sem
er í um 30 m hæð yfir sjó, myndast
þrjú meginrými. Skólarnir tveir
Séð yfir austurenda mið-
borgarinnar með grunnskólann
til hægri og borgarhlið í átt að
Kistufelli efst á myndinni.
eru í vestur- og austuranga, en
meginrýmið er íþróttasvæði og
menningartorg, sem tengir þessa
þrjá hluta svæðisins saman. Á
menningartorginu skerast allir
meginásar og sjónlínur byggðar-
innar.
Hægt er að aka inn fyrir múrinn
og leggja bflum meðfram honum
til að auðvelda aðgang að þjón-
ustumiðstöðum. Skólarnir
standa á hlaðinu innan múrsins,
og umhverfis þá eru skólaport og
afmörkuð leiksvæði.
fþróttasvæðið tekur yfir stærst-
an hluta svæðisins innan múrsins,
eða u.þ.b. 5 hektara. Svæðið er
allt þrem metrum lægra en um-
hverfið í kring. Þessi tilhögun er
fyrst og fremst gerð í öryggis-
skyni, en hún skapar jafnframt
skemmtilegan blæ í kringum
svæðið. fþr5ttasvæðið er girt af
með eins meters háum vegg með
útskotum og opum, sem skír-
skotar til hins eiginlega múrs sem-
umlykur allt svæðið. Á íþrótta-
svæðinu er gert ráð fyrir tveim
flóðlýstum knattspyrnuvöllum,
gervigrasvelli og malarvelli, sem
jafnframt er fjölnytjavöllur, sem
hægt er að breyta í bflastæði ef
sérstök þörf krefur. Hiti er lagður
í alla íþróttagryfjuna, svo að þar
festir ekki snjó. Við suðurjaðar
gryfjunnar stendur íþróttahús,
sem brúar hæðarmuninn að
menningartorginu. Húsinu teng-
ist veitingasala, sem snýr að
menningartorginu. Við torgið
standa auk þess sundlaug, kirkja,
safnaðarheimili, kvikmyndasalur
og félagsmiðstöð, þar sem tóm-
stundastarf allra aldurshópa fer
fram. Lögð er áhersla á að að-
skilja ekki aldurshópa meira en
þörf krefur. Þannig er t.d. gert
ráð fyrir því að sérhæfðum þjón-
ustuíbúðum verði dreift um
„múrinn".
í heild er gert ráð fyrir því að
atvinnustarfsemi, verslun og
þjónusta ásamt með skólum,
íþróttastarfsemi, veitingarekstri
og hvers konar menningarstarf-
semi geri borgarhlaðið að lifandi
borgarumhverfi er virki örvandi á
öll mannleg samskipti. Að utan
séð minnir borgin á hásléttunni á
eldborgir sem eru algengar í ís-
lensku landslagi, eða miðalda-
borgir, sem umgirtu byggð á hæð-
um til varnar utanaðkomandi
óvinum.
Utan múra
Utan múranna er gert ráð fyrir
lægri byggð 1-3 hæða einbýlis-
húsa, raðhúsa og tvíbýlishúsa.
Byggðin raðar sér meðfram göt-
um, sem fylgja hæðarlínum um-
hverfis múrinn. Ekki er um
neinar einstefnu- eða blindgötur
að ræða, og geislagöturnar út frá
miðborginni gefa greiða leið að
henni úr öllum áttum. Hringveg-
urinn neðst í byggðinni gerir
óþarfa gegnumakstur í gegnum
íbúðabyggð ónauðsynlegan. Við
íbúðagöturnar er nokkrum
„grenndarvöllum" komið fyrir,
en það eru litlir hverfisleikvellir,
sem bflaumferðin sveigir fram-
hjá. Þar er komið fyrir leiktækj-
um, bekkjum og trjágróðri. f
húsgötum utan múranna er ak-
brautin 5 m á breidd og gangstétt-
ir meðfram eru annars vegar 1 m.
og hins vegar 2 m., en á milli
breiðari gangstéttar og akbrautar
er 2 m. breitt belti fyrir bflastæði,
raflýsingu, lagnir í jörðu og snjó-
ruðning að vetri. Neðan hring-
vegar umhverfis alla byggðina er
svo ströndin sem jafnframt er
frjálst útivistarsvæði. Meðfram
henni eru lagðir látlausir göngu-
stígar ofan hamrabeltisins, og án-
ingastöðum er komið fyrir þar
sem geislar frá „háborginni"
skera ströndina. Tröppur eru á
stöku stað niður í fjöruborðið.
Bflastæði eru einnig neðan við
hringveginn á móts við göngus-
tíga upp í íbúðarhverfin.
Ekki verður annað séð en að
hér sé um afar athyglisverða
skipulagstillögu að ræða, sem eigi
eftir að leggja grundvöll að blóm-
legu borgarumhverfi í Gelding-
anesi í framtíðinni.
-ólg.
Laugardagur 21. apríM990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13