Þjóðviljinn - 21.04.1990, Síða 15
Jim Springer og fjölskylda: Tvíkvæntur keðjureykingamaður í lögregl-
unni, giftur konu sem heitir Betty og á hund sem heitir Toy og tvíbura-
bróður sem heitir Jim Lewis.
Jim Lewis og fjölskylda: Tvíkvæntur keðjureykingamaður í lögreglunni, giftur konu sem heitir Betty og á
hund sem heitir Toy og tvíburabróður sem heitir Jim Springer.
Römm er sú taug sem tvíbura tengir...
Tvíburar sem alist hafa upp hvor í sínu lagi hafa furðusvipaðar venjur og skoðanir
Bandarískir vísindamenn hafa rannsakað af mikilli nákvæmni meir
en hundrað pör tvíbura, sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki alist
upp saman - og oft reyndar við gerólíkar aðstæður. Árangurinn þykir
mjög koma á óvart og benda til þess að eiginleikar sem menn taki í arf
séu mun fleiri og sterkari en haldið hefur verið.
Fræðimenn hafa lengi glímt við
það, hvernig hægt sé að komast
að því, hvert sé hlutfallið milli
erfða og uppeldis - hve mikið ein-
staklingarnir mótast af því sem
þeir fá í vöggugjöf og hve mikil
áhrif er hægt að hafa á þá með
uppeldi og innrætingu. Á seinni
árum hafa flestir hallast að því,
að leggja sem mestar áherslur á
áhrif umhverfisins, þau hefðu
mun meir að segja en erfðastofn-
arnir.
Margt líkt
með skyldum
Það héldu líka sumir þeirra
bandarísku fræðimanna sem hafa
sýslað með rannsóknir á tvíbur-
unum sem fóru hvor sína leið
vegna aðstæðna hjá foreldrum
þeirra. En þeir standa uppi með
niðurstöður sem benda í allt aðra
átt - og þykja grafa mjög undan
hugmyndum um möguleika
manna á að móta menn í uppeldi
og með markvissri leiðsögn eða
innrætingu.
Þetta birtist í stóru og smáu.
Frægt er dæmi um bræður tvo
sent vissu ekki hvor af öðrum í 39
ár: Samt höfðu þeir báðir gift sig
tvívegis, í fyrra skipti konum sem
hétu báðar Linda, í annað skipti
Bettyum! Þeir voru báðir keðju-
reykingamenn, voru báðir í að-
stoðarlögreglunni, áttu báðir
hund sem þeir kölluðu Toy! Slík-
um dæmum er auðvelt að fjölga.
En mestu varðar, að skyldleikinn
nær einnig til lífsviðhorfa, hæfi-
leika og fleiri slíkra meginþátta.
Trúhneigð er
arfgeng
Niðurstöður fyrrgreindra
rannsókna eru í stuttu máli sam-
an dregnar með þessum hætti
hér:
Það kemur í ljós, að trúhneigð,
hneigð til pólitískrar róttækni eða
þá til umburðarlyndis gagnvart
kynferðislegum minnihlutahóp-
um eru að mjög verulegu leyti
meðfæddir eiginleikar. Þá eru
hæfileikar til tiltekinna starfa og
hneigðir í starfsvali í miklu sterk-
ari mæli en menn höfðu gert ráð
fyrir tengd erfðum en síður um-
hverfisáhrifum.
Möguleikar til að hafa áhrif á
greind og námsgáfur með uppeldi
eru takmarkaðir.
Einn þeirra sem rannsókninni
stjórnaði, Thomas Bouchard,
hefur tekið svo djúpt í árinni, að
um helmingur allra eiginleika
sem innt var eftir virðast arf-
gengir - þar á meðal námsgáfur,
greind og trúhneigð...
áb byggði á Spiegel.
Jafnt mót
Eins og kunnugt er af fréttum urðu
liðsmenn sveitar MODERN Iceland
fslandsmeistarar í sveitakeppni 1990.
Sveitina skipa: Magnús Ólafsson fyr-
irliði, Páll Valdimarsson, Valur Sig-
urðsson, Sigurður Vilhjálmsson og
Einar Jónsson.
Sigur þeirra félaga kom í raun lítið
á óvart. Fyrir mótið spáði umsjónar-
maður því, að þetta yrði óvenju jafnt
mót og einar 6 sveitir kæmu til með að
ógna titlinum. Pað kom á daginn þótt
möguleikar 3 efstu sveita væru mestir
er dró að lokum spilamennsku.
Fyrir síðustu umferð var staða efstu
sveita:
Verðbréfin 109, Modern 103, Flug-
leiðir 101. Sveitir í fyrsta og þriðja
sæti áttust við í lokaumferð, á sama
tíma og Modern glímdi við neðstu
sveitina, Ásgrím Sigurbjörnsson.
Með góðum sigri f24-6) mátti sjá fyrir
æsispennandi átök í hinum leiknum.
Enda áttu Fiugleiðamenn gott fors-
kot í hálfleik og miðað við þá tölur var
staðan: Modern 122, Flugleiðir 120
og Verðbréfin 120. Verðbréfin sneru
síðan síðari hálfleik við og sigruðu í
leiknum 17-13 og hefðu raunar unnið
mótið en lukkan snerist á sveif með
Modern, sem tók sitt á móti Ásgrími.
Er upp var staðið var Iokastaðan
þessi:
1. MODERN Iceland 127
2. Verðbréf íslandsbanka 126
3. Flugleiðir 114
4. Samvinnuferðir/Landsýn 113
5. Ólafur Lárusson 105
6. Tryggingamiðstöðin 102
7. Símon Símonarson 82
8. Ásgrímur Sigurbjörnsson 67
Jafnhliða úrslitakeppninni var
reiknaður út Butler-árangur allra pa-
ranna í mótinu og niðurstaðan varð
athyglisverð, svo ekki sé meira sagt.
Af pörunum urðu efst: Ragnar og
Rúnar Magnússynir 12.8, Sigurdur
Vilhjálmsson - Valur Sigurðsson
10.85/10.00 og Bragi Hauksson - Sig-
tryggur Sigurðsson 8.11. Þessar tölur
eru meðalárangur paranna í sko-
ruðum plúsimpum í hálfleikjum. Þeir
bræður Ragnar og Rúnar eru liðs-
menn í sveit Flugleiða, sem undir lok-
in átti möguleika á sigri, með hag-
stæðum úrslitum.
Að mfnu mati er þetta eitt jafnasta
fslandsmót í sveitakeppni sem spilað
hefur verið nú hin síðari ár. Úrslitin
undirstrika frekar þá skoðun mína,
að hvaða sveit sem er getur sigrað
hvaða mót sem er hér á landi séu rétt-
ar aðstæður fyrir hendi. Sá „toppur“
sem við höfum búið að í mörg ár,
eldist og þreytist. Önnur markmið
sækja á og sífellt yngri menn eru að
taka að sér hlutverk okkar bestu spil-
ara. Bræðurnir ungu frá Siglufirði,
Ólafur og Steinar Jónssynir í sveit
frænda síns Ásgríms, eru teikn á lofti.
Með þessum sigri er hrundið þeirri
áralöngu einokun örfárra sveita að
íslandsmeistaratitlinum, sem við höf-
um búið við. í framtíðinni spái ég því
að verulega breytt mynstur verði á
skipan þeirra sveita sem koma til með
að skipa flokk þeirra allra bestu hér á
landi.
Mótið fór afar vel fram undir
styrkri stjórn Agnars Jörgenssonar,
en honum til aðstoðar var Kristján
Hauksson, sem jafnframt sá um út-
reikning para. Nokkuð var um áhorf-
endur, en minna en oft áður. Mætti
gera mun betur í þeim málum en gert
er.
Umsjónarmaður ítrekar hamingju-
óskir sínar til liðsmanna MODERN.
Undanrásir fslandsmótsins í tví-
menningskeppni eru settar á skv.
mótaskrá um aðra helgi. Líklega
BRIDGE
Ólafur
Lárusson
verða þær spilaðar í Gerðubergi.
Mótið er öllum opið og komast 23
efstu pörin (24) áfram í úrslita-
keppnina auk 8 svæðispara, alls 32
pör í úrslitakeppni.
Þegar nánar er gluggað í Butler-út-
reikning fslandsmótsins, og skoðað
hverjir eru að spila vel (saman) kem-
ur allt önnur útkoma í ljós heldur en
þeir opinberu. Raunveruleg úrslit í
Butler eru: Björn Eysteinsson - Helgi
Jóhannsson 14.83 (6), Ólafur Lárus-
son - Júlíus Sigurjónsson 13.00 (7),
Eiríkur Hjaltason - Sverrir Ár-
mannson 12.75 (4), Ragnar Magnús-
son - Rúnar Magnússon 12.80 (10),
Sigurður Vilhjálmsson - Valur Sig-
urðsson 10.83 (12), Hermann Lárus-
son - Jakob Kristinsson 10.60 (5) og
Páll Valdimarsson - Einar Jónsson
10.60 (5). Tölur innan sviga tákna
fjölda hálfleikja hjá viðkomandi
pörum.
Lítum á eitt spil úr viðureign
tveggja af ofangreindum pörum:
Þú heldur á: Á76 D854 D86 Á93
Og átt út eftir þessar sagnir: (þú
situr í Austur)
Suður
1. spaði
2 tíglar
Vestur Austur
pass pass
pass Allir pass
Norður
1 grand
3 grönd
Ólafur Lárusson og Júlíus Sigur-
jónsson sátu í A/V á móti Sverri Ár-
mannssyni og Eiríki Hjaltasyni, sem í
þessu tiiviki var sagnhafi. Austur hitti
á spaðasjö út og blindur lagði upp:
KG982 - ÁG972 754 og Eiríkur hélt á
móti þessu: 53 ÁKG2 K1053 KG6
Eiríkur lét gosann, sem Vestur tók
á drottningu. Þá kom laufatvistur frá
Vestri, gosi frá Eiríki, drepið á ás og
spaðasexa um hæl. Eftir yfirlegu bað
Eiríkur um níuna, tfan frá Vestur og
laufadrottning lá á borðinu innan
fárra andartaka. Eiríkur hristi höfuð-
ið, fann síðan tíguldrottningu og fór
einn niður. 100 til sveitar Ólafs, sem
tók inn 13 stig á spilinu, því á hinu
borðinu voru spiluð einnig 3 grönd,
en þar kom út hjarta frá Austri og 11
slagir voru niðurstaðan. Leikurinn
endaði 22-8 fyrir sveit Ólafs.
Ein „harðasta" slemman á mótinu
var eftirfarandi spil:
S: 6 S: 952
H: K8 H: ÁG10
T: KDG742 T: Á1095
L: ÁK42 L: G98
Hjá Karli Sigurhjartarsyni og Sæ-
vari Þorbjörnssyni gengu sagnir
þannig:
Pass Pass 1 tígull Pass
2 tígiar Pass 4 grönd Pass
5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass hjá öllum
Félagi „fann“ ekki spaðaútspilið,
heldur spilaði út smáu laufi. Karl
stakk upp gosa, drottning og tekið á
ás. Tekinn tfgullinn og sá sem átti
drottninguna í laufi, hendir smáu
laufi í annan tígulinn. Hvað nú? Karl
varð nú að treysta á hjartað. Hjarta-
kóngur lagður niður og meira hjarta
og gosa svínað. Hann hélt. Þá ásinn
og spaða hent í að heiman. Laufið
síðan toppað og gefinn slagur á það.
920 til Verðbréfanna, því á hinu borð-
inu voru spilaðir 5 tíglar. Hvað ann-
að? Nokkuð ósanngjörn slemma í
húsi, eða var eitthvað vitað um laufa-
stöðuna í spilinu?
M Fóstrur
U5 til Egilsstaða
Forstöðumaður og fóstra óskast til starfa við
leikskólann og dagheimilið Tjarnarland Egils-
stöðum frá 1. ágúst eða jafnvel fyrr eftir nánara
samkomulagi. Fyrir á dagvistarheimilinu eru 4
fóstrur auk ófaglærðs starfsfólks. Góð vinnuað-
staða. Nánari upplýsingarveitirforstöðumaðurí
síma 97-12145 eða undirritaður í síma 97-
11166.
Félagsmálastjóri
Lynghálsi 12
700 Egi.lsstöðum
Auglýsið í —HIII!IJI
Þjóðviljanum 0 6813 33
-------------------—-—yt---------------,___i
Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTf HELGARBLAÐ - SÍÐA 15