Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 17
Er ísöldin liöin? Það tímabil jarðsögunnar sem við lifum á heitir KVARTER og er talið hefjast fyrir um 3 milljónum ára. Mestur hluti kvarters nefnist ÍSÖLDIN og þá hafa skipst á mjög köld tíma- skeið, JÖKULSKEIÐ (algeng lengd frá 50.000 til 100.000 ár) og svo nokkuð hlý tímaskeið, HLÝ- SKEIÐ (líkleg algeng lengd 20.000-50.000 ár). Síðasta jökul- skeiðið hófst fyrir u.þ.b. 115.000 árum og því lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Við lifum því í raun á hlýskeiði sem þá hófst og nefn- um það NÚTÍMA til aðgreining- ar frá ísöldinni. En í raun vitum við ekki hvort nýtt jökulskeið hefst eftir ein- hverjar þúsundir eða tugþúsund- ir ára; reyndar er ekkert sem Einfölduö skýringarmynd af hitafarssögu siöustu 120 þús.ára Hlýtt Hlýtt Kuldakast Hlýnandi Kuldakast meö hitasveiflum Kaldast Hlýnandi? HLÝSKEIÐ JÖKULSKEIÐ 30.000 Hægt hlýnandi Kuldakast^ 13.000 Hlýnandi Kuldakast J 10.000 -11.000 HLYSKEIÐ 6000-7000 2500 (600 f.Kr. • 500 (1400) ' 90 (1900) - 0 (1989) ÞJÓOVILJINN / ÓHT segir okkur að nútíminn sé eitthvað annað en eitt af hlý- skeiðum kvarters. Þótt við notum hugtakið ísöld aðeins yfir liðin jökul- og hlýskeið, veit enginn í raun hvort henni sé lokið eða ekki. Nú fara fram miklar og víð- tækar rannsóknir á fornveðurfari m.a. til þess að menn geti betur áttað sig á breytingum á veðurfari í fortíð og framtfð. Vísindamenn rannsaka botnleðju vatna og sjáv- ar til þess að fá lífrænar leifar til að segja sér veðurfarssögu, út- breiðsla og hörfun jökla er skoðuð, einkum á norðurslóð- um, flókin líkön af vexti og við- gangi, hreyfingum og hitaáhrif- um jökla eru búin til og boraðir eru kjarnar úr jökulskjöldum. Einna drýgstir til upplýsinga eru kjarnar úr Grænlandsjökli (sem er allt að 3000 metra þykkur). Þar hafa menn náð sér í samfellda ís- kjarna sem ná aftur til upphafs síðasta jökulskeiðs. í kjarnana er skráð mörg sag- an; eldgos koma fram sem toppar í sýruinnihaldi íssins, efna- greiningar á innilokuðum lofttegundum í ísnum úr and- rúmsloftinu sýna sveiflur í koldíoxíð- magni lofstins (breyti- leg gróðurhúsaáhrif) og síðast en ekki síst: Með því að mæla hlut- fall súrefnissamsæta (tveggja gerða venjulegs súrefnis) sjást sveiflur í lofthita, bæði mismunur árstíða og meiri breytingar sem teljast hlý eða köld tímabil af minni stærðargráðu en jökulskeið/hlýskeið. Þarna hefur margt forvitnilegt komið í ljós. Fimmtánhundruð til þrjúþúsund ára sveiflur á hitastigi sýnast frekar reglulegar langt aft- ur í tímann. Það svarar nokkuð til tveggja hlýrra og tveggja kaldra skeiða á nútímanum og sveiflna sem þekktar eru á síðari hluta síð- asta jökulskeiðs. Birkileifalög og þykkar mómyndanir á víxl í jarð- vegi hér sýna sveiflurnar á nútíma en jökulgarðar aftur eina eða tvær framrásir norrænna jökla fyrir 9000 - 13.000 árum, þegar aðaljökull síðasta jökulskeiðs hafði minnkað eitthvað. Enn er verið að skýra þessa sögu hér, en 1500 - 3000 ára sveiflurnar í hitastigi ættu að segja okkur að það styttist í nú- verandi köldu/röku tímabili sem hófst fyrir 1500 - 2000 árum. Til langs tíma litið ætti veðurfar að fara hlýnandi og úrkoma að minnka eitthvað. En þar á móti kemur að hlýskeiðið gæti runnið á enda og nýtt jökulskeið hafist og eins er hugsanlegt að mengun í lofti eða önnur áhrif geri um- rædda hlýnun að engu. Það kem- ur í ljós í ískjörnunum að breytingar á lofthita virðast mjög snöggar við upphaf a.m.k. sumra upp- og niðursveiflnanna, þ.e. meðalhiti fellur (eða hækkar) á nokkrum áratugum svo mikið að veðurfar breytist á afgerandi hátt. 9 ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR Þess vegna veit enginn hve al- varleg merki um breytingar á meðalhita einhver sveifla kann að vera þegar hún uppgötvast með samfelldum hitamælingum víða um heim. fskjarnarnir sýna líka sveiflur í meðalhita sem þekktar voru úr íslandssögunni, bæði í kringum hið hefðbunda landnám, á 14.öld og svo aftur samfellt kuldakast frá u.þ.b. 1500 tii síðustu aldar og nefnt hefur verið „litla ísöldin“. Þessar minni sveiflur sýnast ekki reglubundnar. Þá er líka staðfest að hlýju árin frá um 1920 til 1965 voru á við bestu hlýindakafla fyrrum í allri sögunni. Það er því varla hægt að óskapast yfir því heldur kalda og úrkomusama tímabili sem hófst eftir 1965 og stendur líklega enn. Og enn síður má draga af því ályktanir um veðurfar framtíðar. Frekari rannsóknir kunna að hjálpa okkur við að sjá aðalatriði veðurfarsbreytinga en það verð- ur ávallt varlegt að spá. Hins veg- ar er öll hæverska óþörf þegar sporna á við mengun sem getur haft áhrif á veðurfarið. Og þá erum við komin yfir í ríki stjórnmálanna. DflGUR JARÐAR 22. APRÍL EHGIN MENGUN er markmið okkar Dagur jarðar er haldinn til að minna okkur á að hvert og eitt berum við ábyrgð á móður jörð. Mengun láðs, lagar og lofts, og eyðing náttúru- gæða, varðar alla því áhrifanna verður vart um allan hnöttinn. Hver ein- asta manneskja getur haft áhrif til góðs. Fyrirtæki Reykjavíkurborgar hafa það að markmiði að af starfsemi þeirra sé engin mengun. HITAVEITA RiYKJAVÍKUR Hitaveita Reykjavíkur hitar allt höfuöborgarsvæöiö frá Kjalamesi til Hafnarfjaröar. Ef höfuðborgarsvæðið væri kynt t.d. meö oiíu færu í þaö 500 þúsund rúmmetrar á ári, brennsla í húskötlum mundi skila út í andrúmsloftiö 3500 tonnum af brenni- steinsdioxiði, 2300 tonnum af köfnunarefni og 600 tonnum af ösku og sóti. Af starf- semi Hitaveitunnar er hinsvegar engin mengun. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Orka frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur útrýmdi á sínum tíma notkun kola, olíu og gastækja á heimilum borgarinnar. Rafmagnsorkan er ósýnileg, hljóðlaus og lyktar- laus. Rafmagnsveitan hcfur alla tíð kappkostaö aö fella gerð mannvirkja sinna sem best að umhvcrfinu og halda því grónu og í góöri umhiröu. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR Vatnsveitan sér nú um 120 þúsund íbúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir hreinu oggóöu neysluvatni, sem tekiö er úr neðanjarðarbrunnum í Heiömörk. Forsenda þess aö mögulegt sé aö tryggja gæði vatnsins um alla framtíð er aö komiö sé í veg fyrir meng- un grunnvatnsins á vinnslusvæðunum í Heiðmörk. Vatnsveitan hefur lagt á þaö áherslu aö virkjunarmannvirkin væru aö mestu Iciti neöanjaröar, þannig að sem rninnst umhverfisröskun eigi sér stað í Heiðmörkinni. GARÐYRKJUDEILD REYKJAVÍKURBORGAR Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna saman aö því aö klæöa borgarlandið skógi og skapa sem víðast skjólsælt umhverfi til leikja og útiveru. Á vegum þessara aöila er um hálfri milljón trjáa plantaö árlega af æsku borgarinnar. GATNAMÁLASTJÓRINN I REYKJAVÍK Á vegum Gatnamálastjórans í Reykjavík er unnið aö því aö hreinsa fjörur borgar- innar með það aö markmiði að þær veröi mengunarlausar af völdum skólps. öflugur búnaöur hefur nú þegar verið settur upp að noröanveröu, viö Skúlagötu og Sætún og samsvarandi aðgeröir viö Ægissíöu aö sunnan eru hafnar. REYKJAVÍKURHÖFN Um Reykjavíkurhöfn er mikil umferð og þar eru lestuð og losuð úrgangsefni jafnt sem viökvæm matvara. Reykjavíkurhöfn rekur umfangsmikla hreinsiþjónustu og mengunarvarnastarfsemi á eigin vegum og í samstarfi viö notendur á hafnarsvæðinu. Markmiöið er: Engin mengun. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Gríðarleg breyting er að verða á sorpeyðingarmálum höfuðborgarsvæðisins. Nú þeg- ar hafa tekið til starfa móttökustöðvar fyrir einnota drykkjarílát, notaðar raftilöður og fyrir umhverfismengandi úrgang. Á næsta ári tekur svo til starfa móttöku- og flokkunarstöð fyrir almcnnt sorp og þá verður urðun óflokkaðs sorps hætt og tckin upp önnur vinnubrögð - meðal annars endurvinnsla í stórum stfl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.