Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 18
Dagur jarðar
„Við getum bætt heiminn“
Á morgun, sunnudag 22. apríl verður haldið upp á „Dagjarðarinnar“
hjá rúmlega 100 þjóðum sem helgajörðinni og umhverfismálum einn
dag ár hvert. Fjölskylduganga hefst í Öskjuhlíð kl. 14, útiveisla haldin
og hátíðafundur í Borgarleikhúsinu kl. 17
Sunnudagurinn 22. apríl 1990
verður um allan heim sérstakur
dagur jarðarinnar. Aðilar í meira
en 100 þjóðlöndum hafa gerst
aðilar að heimsátaki sem miðar
að því að fræða fólk og hvetja til
umhverfisverndar. Þótt ísland sé
enn ekki formleguraðili að „Earth
day“, hefur borgarstjórn Reykja-
víkur að frumkvæði minnihluta-
flokkanna í janúar ákveðið að
efna til fjölbreyttrar dagskrár á
morgun til að vekja borgarbúa til
umhugsunar og aðgerða í um-
hverfismálum undir yfirskriftinni
„Við getum bætt heiminn".
Fyrsti „Dagur jarðar" var hald-
inn 1970 í Bandaríkjunum og
hafði mikil áhrif. Meðal annars
var bflaumferð bönnuð um helstu
breiðgötu New Y ork borgar þann
dag og 600 þúsund manns söfnuð-
ust saman.
Hátíðahöldin
erlendis
Náttúruverndarsamtök í
Bandaríkjunum hafa um marera
mánuða skeið undirbúið „Dag
jarðar“. Smám saman hafa fleiri
samtök og þjóðir slegist í hópinn.
Aðgerðir eru mismunandi eftir
löndum. Farið verður í kröfu-
göngur, haldnir verða fjölda-
fundir, sýningar og tónleikar,
auk þess sem kennsla fer fram.
í Vestur-Bengal á Indlandi
verður efnt til fjöldahjólreiða,
skólabörn á eynni Máritíus
planta trjám og fjallgöngumenn
frá Sovétríkjunum, Bandaríkjun-
um og Kína ætla að klífa tind
Everest-fjalls og hreinsa þaðan
rusl sem fyrri leiðangrar hafa
skilið eftir. Áætlað er að yfir 100
milljónir manna taki beinan þátt í
„Degi jarðar“ á morgun.
í Kanada verður m.a. plantað
100-200 þúsund trjám á vegum
skólabarna og á Bahamaeyjum er
líka efnt til skógræktarátaks.
Kínverjar efna til mikillar sýning-
ar í Náttúrugripasafni Peking-
borgar og sjónvarpa beint þaðan
um allt ríkið á morgun. í Tékk-
óslóvakíu ráðast 10 þúsund
skólanemar í endurplöntun í
skógi við borgina Most, en þar
hefur súrt regn valdið usla. Víða í
Indlandi verður plantað trjám, í
Róm og Mflanó á Ítalíu verða
mótmæli gegn umferðarslysum
og mengun frá bflum. í Japan og
fleiri löndum eru opnaðar glæsi-
legar sýningar og efnt til fjölda-
funda, tónleika og annarra hát-
íða.
í Mexíkó verður hreinsunar-
átak kringum hús og híbýli, skát-
ahreyfingin í Kenýa byrjar
feiknarlegt átak í skógrækt, þar
sem planta á miljón trjám á ári
fram til 1995. Á Nýja-Sjálandi
hefst formlega „The New Zea-
land Tree Program“, plöntunar-
átak sem umhverfisráðuneytið
gengst fyrir.
í Póllandi verða meðal annars
mótmæli gegn stórlega mengandi
koksverksmiðju sem Tékkar ætla
að reisa fáum kflómetrum frá
landamærunum, en þetta orku-
ver, Czech Stolawa, mun gefa frá
sér 500 sinnum meiri mengun en
leyft er samkvæmt pólskum
stöðlum.
í Bretlandi vekja „Friends of
the Earth" sérstaka athygli á
ástandi regnskóga jarðar, kvenn-
ahreyfingin „Womens Environ-
ment Network" skorar á konur
að haga innkaupum eins og
venjulega en rífa allar ónauðsyn-
legar umbúðir utan af vörunum
og afhenda verslunarstjórum í
mótmælaskyni.
„Glastonbury Earth Link“
heldur heila „Jarðarviku“ frá 15.-
22.apríl og „Cooperation Survi-
val“ er alþjóðahreyfing sem hef-
ur frumkvæði að samstarfi við
umhverfisverndarhópa í Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu.
Frakkar beina athyglinni að
uppblæstri og gróðureyðingu í
háfjöllum og kynna áætlanir til
vamar.
í Sovétríkjunum hefur „Stofn-
un félagslegra nýjunga" umsjón
með samstarfi margra hópa sem
sjá um ólíkustu atburði í Moskvu
á morgun. Sjónvarpssendingar,
tónleikarnir „Rokk fyrir hreinu
vatni" og fleira er þar nefnt til. í
Leningrad verður áherslan lögð á
slæmt ástand í drykkjarvatnsmál-
um.
Á vegum Sameinuðu þjóðanna
er það UNEP, Umhverfismálaá-
ætlunin, sem annast hátíðasam-
komu í sal Allsherjarþingsins.
Þar mæta 44 geimfarar sem gera
grein fyrir hugmyndum sínum um
jörðina, eftir reynslu sína í
geimnum.
Grænfriðungar
kaldir — 18
þjóðir planta
Alls konar aðilar taka þátt í
„Degi jarðar", Dalai lama sendir
út ávarp á vegum Búddista, tveir
Grænfriðungar ætla að kasta sér
til sunds í vök við Suðurskauts-
landið og senda að því loknu
skeyti til Bush Bandaríkjaforseta
með tillögur að Heimsgarðinum
á Suðurskautslandinu.
Alþjóðasamtök neytenda og
umhverfismálaráðherrar fjölda
landa leggja átakinu lið á morg-
un, auk fjölda aðila sem of langt
er hér upp að telja.
Og íslendingar eru ekki einir
Verslunarmannafélag
Suðurnesja
Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja
verður haldinn að Hafnargötu 28, Keflavík,
mánudaginn 30. apríl n.k. kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Stjórnin
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
Ólafíu S. Einarsdóttur
Frá Svínabökkum i Vopnafirði
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á sjúkradeild
Sundabúðar á Vopnafirði fyrir góða umönnun.
Guðlaug Björnsdóttir
Metúsalem Björnsson
Sigurður Björnsson
Arnþór Björnsson
Halldór Björnsson
Þórarinn Sigurbjörnsson
og barnabörn
Rúrik Sumarliðason
Guðrún Þorbergsdóttir
Ólöf Heigadóttir
Helga Valborg Pétursdóttir
Margrét Þorgeirsdóttir
Sólveig Arnórsdóttir
Sigríður Asgrímsdóttir
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
Hauks Þorleifssonar
fyrrv. aðalbókara
Rauðalæk 26, Reykjavík
Sérstakar þakkir til Guðjóns Lárussonar læknis og starfs-
fólks á deildum 1A og 2A á Landakotsspítala fyrir frábæra
umönnun.
Ásta Björnsdóttir
Gunnar Már Hauksson
Þorleifur Hauksson
Halla Hauksdóttir
Nanna Þórunn Hauksdóttir
og aðrir vandamenn
Framboðsfrestur
til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 26. maí
1990 rennur út föstudaginn 27. apríl n.k.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann
dag, kl. 15.00 til 16.00 og kl. 23.00 til 24.00, í
fundarsal Borgarstjórnar Reykjavíkur, Skúla-
túni 2.
Reykjavík 17. apríl 1990
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur;
Guðmundur Vignir Jósefsson,
Arent Claessen,
Guðríður Þorsteinsdóttir.
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ