Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 21
Áfangar Serra í Viðey Landslagsskúlptúr Richard Serra, Afangar, er tilbúinn Hinn þékkti og umdeildi listamaður Richard Serra. Mynd: Jim Smart ar og standa stundum þétt en annars staðar lengra frá hvor annarri, þannig myndast sérstak- ar stemmningar við hvert súlna- par. Serra er mjög spenntur að heyra hver viðbrögð Islendinga verða. Hann vonar að mönnum líki verkið og það dragi þá til eyjarinnar í göngu milli súln- anna. Serra segir verkið á margan hátt ljóðrænna og jafnvel ró- mantískara en þau verk sem hann hefur unnið til þessa. En það er undir áhorfandum komið hvað hann sér, sumir sjá kannski bara símastaur, segir Serra, á meðan aðrir sjá hlið, eða eitthvað enn ljóðrænna. I nágrenni Reykja- víkur er auðvelt að láta sér detta í hug öndvegissúlurnar, Þingvelli eða verk Guðjóns Samúelssonar. Hluti af hugmynd Serra er að verkin eiga eftir breytast og mót- ast af veðri og vindum. Hann var hrifinn af hvítu mávadritskoll- unni sem komin er á eina súluna. Bandaríkjamaðurinn Richard Serra er gestur Listahátíðar og verður verkið vígt eftir opnun hennar í byrjun júni. Listamað- urinn er á förum en hann kemur aftur til landsins til að vera við vígslu verksins. BE Þorsteinn Hauksson, tónskáld. Mýnd: Jim Smart vísu aðra tónlist einnig, m.a. er áðurnefnt kórverk ekki tölvu- smíð. Tölvuverk það sem Þorsteinn ræðir um er Chantouria. Það verk var pantað frá Grikklandi og í því notar Þorsteinn bæði grísk þjóðlög og ýmis umhverfishljóð. Þorsteinn Hauksson lauk ein- leikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1974. Tónsmíði lærði hann hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni og lagði stund á framhaldsnám í þeim fræðum við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum, þaðan lauk hann meistaraprófi árið 1977. Þorsteinn hefur auk þess lagt stund á tónsmíðar og rannsóknir við IRCAM, sem er hluti af Pom- pidou listamiðstöðinni í París. Hann starfaði ennfremur við tölvurannsóknastöð Stanford há- skólans í Kaliforníu. Þorsteinn hefur samið marg- vísleg verk og hafa þau verið flutt víða um heim. Tónskáldakynningin á þriðju- daginn er sú fjórða í vetur og jafnframt sú síðasta að sinni. BE mönnum fullbúið verk sitt, Áfanga, úti í Viðey í gær. í norðvesturhluta eyjarinnar blasa nú við níu súlnapör úr stuðl- abergi. Serra sagði að verkið ætti helst að fá menn til staldra við, hugsa sig um og skoða, horfa bet- ur og hugsa að nýju, þess vegna nafnið Afangar. En verkið ber einungis íslenskt heiti. Stuðlabergsúlurnar sem settar hafa verið upp út í Viðey sam- kvæmt óskum og hugmyndum Serra eru átján að tölu og er raðað tveimur saman í senn. Þær standa hringinn í kringum Vest- urey, allar í sömu hæð yfir sjó, níu þeirra eru þriggja metra háar og standa í 11 metra hæð, hinar níu sem hjá standa eru fjögra metra langar og standa í tíu metra hæð. Þannig er kollur þeirra allra í sömu hæð. Serra vill að menn gangi um eyjuna og fái þannig tilfinningu fyrir verkinu, sj ái sífellt nýj a fleti, ný horn. Hann vill að súlurnar leiði menn, fái þá til að snúa sér við og sjá þá nýtt súlnapar, jafnvel mörg í einu. Súlurnar eru rammi fyrir landslagið, Reykja- vík, Esjuna og jafnvel Hallgríms- kirkju. Stuðlabergið sem notað er í súlurnar var flutt frá Hrepphól- um í Gnúpverjahreppi. Þær voru síðan settar upp í Viðey í umsjón Magnúsar Sædals Svavarssonar, tæknifræðings. Serra er að sögn yfir sig hrifinn af útkomunni. Á vissan hátt er þetta verk hans öðruvísi en fyrri verk. Serra vinn- ur oftast með stál og mörg verka hans hafa vakið upp mótmæli borgarbúa víða um heim þar sem þau hafa verið sett upp. Að þessu sinni lét listamaður- inn náttúruna ráða verkinu að miklu leyti. Súlurnareru misjafn- með tón- Þorsteinn Hauksson fjallar um eigin tónlist á tónskáldakynningu í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar Þorsteinn Hauksson, tónskáld, mun tala um verk sín á tónskáld- akynningu í Listasafni Sigurjóns á þriðjudagskvöldið 24. aprfl kl.20.30. Auk fyrirlesturs Þorsteins verða flutt tóndæmi, bæði af bandi og í lifandi flutningi. Há- skólakórinn flytur verkið Sapent- ia auk þess verður fluttur endinn úr verkinu Pschyomachia. Þorsteinn mun ræða um það hvernig hann notar tölvur við tónsmíðarnar en hann er eina tónskáldið á íslandi sem semur verk eingöngu með hjálp tölvu- tækninnar. Þorsteinn semur að Hinn heimskunni skúlptúristi, Richard Serra, sýndi blaða- Robyn Koh og Hróðmar I. Sigur- björnsson. Mynd: Jim Smart Ungur sembal- leikari Robyn Koh, sembal- leikari, heldur tónleika í Laugarneskirkju Robyn Koh heldur tónleika í Laugarneskirkju á mánudags- kvöld kl.20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Handel, Scarlatti, Ligeti og Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Robyn Koh frumflytur þrjár prelúdíur eftir Hróðmar. Þær kallar höfundur, Hljóm, Páska- lilju og Hring. Hróðmar segir þær lítil stutt verk og ætlar hann sér að semja fleiri slíkar, sem framhald þeirra sem áður er getið. Robyn Koh fæddist í Malasíu árið 1964, hún hóf píanónám sex ára gömul og fór fljótt að koma fram opinberlega. Tólf ára gömul fluttist hún til Englands þar sem hún stundaði nám við Cetham's School of Music. Framhaldsnám hóf hún í Royal Academy of Music í Lundúnum og síðar lagði hún stund á nám í Royal North- ern College of Music í Man- chester. Robyn hefur víða komið fram bæði austan hafs og vestan. Hún starfar nú í Lundúnum en sækir tíma til Kenneth Gilbert í Salz- burg. Hróðmar I. Sigurbjörnsson út- skrifaðist úr Tónskóla Sigur- sveins, sem gítarleikari, 1982. Síðan lagði hann stund á tónfræði í Tónlistaskóla Reykjavík, með áherslu á tónsmíðar. Til frekari náms fór Hróðmar til Hollands, þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Tónleikarnir næstkomandi mánudagskvöld eru haldnir í Laugarneskrikju og hefjast Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.