Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 23
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Fyrir nokkru birtist í DV grein eftir
Guðmund Magnússon þar sem
reifuðersú kenning, að ein
meginástæðan fyrir hruni komm -
únismans í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu hafi blátt áfrárn
verið sú að þetta þjóðfélagskerfi
reyndist leiöinlegt.
Petta er ekki frumleg kenning
hjá Guðmundi frekar en annað:
hann hefur hana frá breskum
prófessor. Síðan verður í fljótu
bragði ekki greint á milli þess sem
hann hefur sjálfur um málið að
segja og hvað hann hefur frá sín-
um prófessor. En það er eitthvað
á þessa leið: sósíalísk þjóðfélags-
skipan hefur óhjákvæmilega í för
með sér dapurlegan lífsleiða.
Vegna þess að sósíalisminn kem-
ur í veg fyrir að einstaklingseðlið
fái að njóta sín með því að útiloka
metnað, framkvæmd og sköpun-
argleði. „Skipulagið sjálft, stend-
ur þar, gerir ráð fyrir því að óper-
sónulegt vald ákveði þarfir
manna og athafnir allar. Uppræt-
ing einstaklingsvitundar er eitt af
hann heldur því fram, að hann
hefði reynst meiri spámaður en
Orwell. Lögregluríki Orwells
(sem sótti margt til Sovétríkja
Stalíns) hafði þá þegar slakað
verulega á klónni. Og við getum
haldið áfram og sagt: nú er það
hrunið og þegar að því kom, þá
reynist öll innrætingin með
fulltingi refsivalds hégómi einn
og rokin út í veður og vind fyrr
en varir.
Aftur á móti lifir hin „milda“
hrollvekja Huxleys allgóðu lífi og
enn sterkar nú en þegar hann hélt
fram sinni spámannsgáfu árið
1958. Við erum alltaf að heyra ný
og ný tíðindi af því að menn séu
„að skemmta sér í hel“ eins og
fræg bandarísk bók um áhrif
sjónvarpsins nefnist. Hver félags-
fræðingurinn, sálfræðingurinn og
trúmaðurinn af öðrum rís upp og
stynur undan valtaraáhrifum af-
þreyingariðnaðar og auglýsinga-
mennsku á sálarlíf og sjálfstæða
skoðanamyndun og undan tor-
tímingu minnisins í tætingslegu
sjónvarpi. Að maður ekki tali um
Geta þjóðfélög drepist
úr leiðindum?
höfuðatriðum sósíalískar og
marxískrar hugmyndafræði."
Einstaklingurinn
dýrmæti
Strax skaut upp kolli löngun til
að andmæla þessari túlkun mála.
Ekki barasta vegna þess að það er
reyndar rangt að það sé höfuðatr-
iði í marxískri hugmyndafræði að
uppræta einstaklingsvitund. Sú
hugmyndafræði leggur að sönnu
áherslu á alhæfingar um hópa
manna, stéttir, það sem er sam-
eiginlegt í hugsunarhætti þeirra
sem búa við svipaðar aðstæður í
samfélaginu. En „uppræting ein-
staklingsvitundar" er ekki á dag-
skrá, síst hjá Marxi, sem vildi ein-
mitt breyta þjóðfélaginu í þeirri
meginvon að frjáls þroski ein-
staklings og heildar ættu samleið.
Voru Rússar
leiðinlegir?
Nei, hér hangir fleira á spýt-
unni og þá ekki síst það að lífs-
reynslan er alltaf að gera
skemmtilegar skráveifur allskon-
ar „fræðilegum“ staðhæfingum
um það, hvernig hlutir séu eða
hljóti að vera í samfélögum.
Mætti ég taka dæmi af sjálfum
mér: Þegar ég kom til Moskvu
gekk ég á skóla með ungu fólki
sem hafði alist upp í skólakerfi
Stajíns. Þar hafði svo sannarlega
verið reynt að „gera alla einsy í
feiknalega miðstýrðu skólakerfi
sem gekk alltaf út frá því að
sannleikurinn væri fundinn og
hann væri einn og endanlegur og
sovéskur og allar efasemdir af
hinu illa. Vitanlega hafði þetta
uppeldi mótað félaga mína meira
eða minna - aðallega þó minna
en maður hefði getað ætlað. Og
allra síst fannst gestinum að þetta
fólk væri leiðinlegt - það átti í
mörgum erfiðleikum, en ekki
leiðindum - ekki umfram það
sem ungu fólki er títt á sínum al-
heimsþjáningarárum.
Þverstæður
merkilegar
Þessir ungu Rússar voru hart
leiknir af afar smásmugulegu eft-
irliti sem veifaði svipu óttans yfir
þeim. En þessar aðstæður gerðu
þá ekki að einhverri leiðinlegri
„hópsál“ eins og margir halda.
Manneskjan er úrræðagóð: hún
hefur margskonar möguleika,
t.d. á „metnaði“ og „sköpunar-
gáfu“ - sem brjótast fram annars-
staðar en í framtakssemi við
rekstur einkafyrirtækja, þótt
ýmsir nútíma markaðshyggju-
menn virðist eiga erfitt með að
skilja það. Þessir samferðamenn
mínir, þeir leituðu sér margir lífs í
þeirri þverstæðu, að einmitt þar
sem ritskoðun og bönn setja
mönnum stólinn fyrir dyrnar, þar
lifa listir og bókmenntir háska-
legu og „spennandi“ lífi á mörk-
um hins leyfða og óleyfilega - og
ná með undarlega sterkum hætti
til iðkenda sinna. Svo sterkum
hætti að öfundarefni hefur orðið
mörgum þeim sem alast upp við
fullt tjáningarfrelsi á Vestur-
löndum: æ hér, segja þeir (með
hinu norska tónskáldi sem fékk
verðlaun Norðurlandaráðs nú í
vetur) tekur enginn eftir því sem
við listamenn erum að gera, hér
kafnar allt í afþreyingarsukki og
allsherjar markaðsbráðlátri
meiningarleysu.
Leiðinn kemur víða að: hann
er tengdur skorti og fátækt, hann
er tengdur ofmettun. Hann fylgir
ekki settum reglum: ég tel t.d.
líklegt að Brézjnefstíminn hafi
verið miklu leiðinlegri og tóm-
legri í Sovétríkjunum en sá tími
sem á undan fór - eins þótt lífið
væri um margt þægilegra orðið og
bönnum beinum fækkaði smám
saman.
Ofbeldið
og innrætingin
Menn hafa að sjálfsögðu lengi
velt fyrir sér möguleikum þjóð-
félaganna á að „steypa alla í sama
mót“ - en í þeirri formúlu sjá
menn að sjálfsögðu beina ávísun
á niðurdrepandi lífsleiða. Merkir
höfundar sem hafa sett saman
framtíðarskáldsögur setja þetta
efni mjög á oddinn hjá sér. Ge-
orge Orwell dró upp í „1984“
mynd af samfélagi sem gerir alla
eins með ströngu eftirliti, of-
stopafullum áróðri, ótta og
grimmum refsingum. Aldous
Huxley setti um 1930 saman
skáldsöguna „Veröld ný og góð“
þar sem allir voru gerðir eins (eða
a.m.k. allir í hverri stétt) með því
að ráðamenn spiluðu á sefjandi
innrætingu og þægindafýsn - að
viðbættu fitli við erfðastofna.
Árið 1958, tíu árum eftir að
hrollvekja Orwells kom út, skrif-
aði Huxley bókarkver, þar sem
þann lífsleiða og lífsflótta sem
birtist í fíkniefnafaraldri, sívax-
andi grimmu og meiningarlausu
ofbeldi og mörgu fleiru.
Þegar menn
hættu að lesa
Það eru þessar þverstæður sem
upp eru teknar í enn einni frægri
framtíðarhrollvekju, „451 á Fa-
hrenheit" eftir Ray Bradbury.
Þar eru allar bækur brenndar af
„brunaliði" á þeim forsendum að
bækur hafi truflandi áhrif á þægi-
legt líf, samstillt og skemmtilegt.
Og í staðinn kemur þrívíddar-
sjónvarp á risastórum skermum
sem skemmtir og skemmtir og
skemmtir þar til allir eru eins og
enginn segir neitt lengur sem máli
skiptir og lætur sér aldrei detta
neitt í hug nema þá að keyra bfl-
inn sinn í klessu í blindri útrásar-
þörf eða gleypa róandi lyf. Og
samkvæmt hugmynd Bradburys
er þetta ástand ekki til orðið
vegna tilskipana slóttugra vald-
hafa upphaflega - heldur vegna
þess að fólkið yfirgaf heim bókar-
innar (og þar með hins einstak-
lingsbundna, sérviskulega,
þrjóska andófs gegn aliri ríkjandi
tísku) smám saman af fúsum og
frjálsum vilja. Af því menn
nenntu ekki lengur að leggja það
á sig að lesa, það var svo miklu
erfiðara en að horfa á næsta
skemmtiprógramm.
Grein þeirri úr DV, sem fyrst
var nefnd, lýkur á undarlegri
krúsindúllu sem er áreiðanlega
frá Guðmundi Magnússyni sjálf-
um. Hann er að tala um mikla
gæfu íslendinga, sem hafi „ekki
gengið á hönd fölsku öryggi lífs-
leiðans. Við höfum kosið frelsið
og lífsgleðina". Æjá, mikil er sú
sjálfumgleði, sem er líkast til
sprottin af skrýtinni vanmeta-
kennd: þess gætir nokkuð hjá
fleiri íslendingum en greinarhöf-
undi að fslendingar telji lífsgleð-
ina og hamingjuna einhvem
neysluvarning eða eign sem þeir
mundu skammast sín mikið fyrir
að hafa ekki þegar keypt sér og
látið þinglýsa. Satt að segja færi
okkur bétur að raupa minna - og
síst er það við hæfi að afgreiða
lífsieiðann með því að segja:
hann er annarsstaðar. Helvíti -
það eru hinir.
Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐÁ 23