Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 30
Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hveija innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. sór staö. En mér finnst hún helst til lang- dregin. /SIF Bíóborgin Draumavöllurinn*** Undarlega falleg eöa fallega undarleg mynd um svolltið skrítinn bónda (Kevin Costner) sem tekur upp á því að byggja hafnaboltavöll I miðjum akrinum slnum af því hann heyrir raddir. Þetta er þannig mynd að ómögulegt er að segja afhverju hún er eins góð og hún er, fólk verður bara að sjá og sannfærast. /SIF Bekkjarfélagið ★ ★ ★ ★ Hunang kvikmyndalistar. Með ólíkindum hvernig höfundunum tekst að gera bók- menntakennslu í piltaskóla að hrífandi og spennandi framvindu. Foreldrar og sam- kennarar óttast að óvenjulegar fræðsluað- ferðir og áhugamál bókmenntakennarans spilli drengjunum, en honum tekst að opna augu þeirra fyrir lífinu og gildum þess. /ÓHT Bíóborg/Bíóhöll Tango og Cach* Sem sþennumynd hlýtur þessi að vera af- skaplega misheppnuð. Hún er svo fyrir- sjáanleg að hún kemur manni aldrei fram í sætið, eins og ég man eftir að Leathal We- apon qerði á sínum tíma og það er löggu- mynd eftir sömu forskrift og þessi, bara mun betur heppnuð. Eiginlega átti maður von á einhverju aðeins betra frá Stallone og Russel, maður átti að minnsta kosti ekki von á að sofnal! Stalione fær samt eina stjörnu fyrir gleraugun. /SIF djoðwuinn/ BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar blaðbera víðs þlOÐWILIINN 0 68 13 33 vegar um bæinn Öryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Ytri strimil — kassakvittunina - á hver viðskiptavinur að fá í hendur. Réttir viðskiptahættir tiyggja heiðarleg skattskil. Þau^eru undirstaðaþeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. HaföuPjp viðstupti' á Itreinu! FfÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ VIÐ BENDUM Á Háskólabíó Vlnstri fóturinn**.** Algjörlega yndisleg mynd sem maður get- ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar óðurtil líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir manni I hlutverki Christy Brown að vinstri fóturinn er allt sem maður þarf til að vera sjarmerandi og sexy. /SIF Laugarásbíó Fæddur fjórða júlí*** Oliver Stone er enn einn ganginn kominn með stórmynd um Víetnam, I þetta skipti er fjallað um ástandið heima fyrir í Bandaríkj- unum. Hann vinnur þetta handrit eftir sjálfsævisögu Ron Kovics sem Tom Cru- ise leikur. Þetta er að mörgu leyti áhuga- verð mynd, sérstaklega fyrir þá sem muna stríðið og þessi pólitísku uppþot sem áttu Söðlasmíði að Skógum Sjónvarpið laugardag kl. 20.05 Hjónin Jónína Björgvinsdóttir og Jón Þorgeirsson að Skógum í Vopnafirði hafa lengst af lifað af hefðbundnum landbúnaði, en þau hafa nú lagt hann af að mestu. Þess í stað hafa þau nú lífsviðurværi sitt af leðurlistinni. Úr smiðju þeirra koma mynds- kreyttar töskur, veski, hnakkar, hnakktöskur og margt fleira. Inga Rósa Þórðardóttir ræðir við þau hjónin í þættinum Fólkið í íandinu eftir fréttir í kvöld. Hemám íslands Rás 1 sunnudag kl. 14.00 Bretar hernámu ísland 10. maí 1940. f þætti á Rás eitt eftir há- degið á sunnudaginn verður fjall- að um aðdraganda hernámsins, afstöðu íslenskra stjórnmála- manna til styrjaldaraðila og fyrir- ætlanir þeirra hér á landi á þess- um örlagaríku tímum. Þátturinn er sá fyrsti af fjórum og umsjón- armenn eru þau Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Einar Krist- jánsson. Hekla árið 1947 Rás 1 mánudag kl. 10.30 Séra Kári Valsson í Hrísey hreifst svo af mikiifengleik Heklugoss- ins árið 1947 að hann varði öllum sínum frítíma frá sumrinu það ár og fram yfir áramót til þess að fylgjast með þessu mikla sjónar- spili. Birgir Sveinbjörnsson ræðir við séra Kára um þetta í þætti á mánudaginn. Valgeir og yngri kynslóðin Sjónvarpið sunnudag kl. 17.50 Stundin okkar er liðin tíð að sinni, en skarð hennar fyllir Sumarstundin í umsjón Valgeirs Guðjónssonar. Fyrsti þáttur Valgeirs verður á dagskrá á morgun og eins og ætla má verður þar mikið um glens og tónlist. Valgeir segir þáttinn ætlaðan „fólki í yngri kantinum". §

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.