Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 2
I ROSA- GARÐINUM FUGLINN FLAUG FJAÐRALAUS... Amarflug fær vængi. Fyrirsögn í Tímanum ÍSALANDS ÓHAM- INGJU VERÐUR ALLT AÐ VOPNI Stórmótið í bridge í New York: Vantaði eina umferð í við- bót til að vinna. DV HVERNIG Á MAÐ- UR AÐ VITA ÞAÐ? Til að koma í veg fyrir vand- ræði skuluð þið (hermenn á Fil- ippseyjum) áður en þið deyið á- kveða hvaða eiginkonu þið elsk- ið mest. Alþýóublaóið ÞAÐ ER MARGUR LÍFSHÁSKINN Víkverji velti því fyrir sér, hvað hefði gerst ef frá því hefði verið skýrt hér í Morgunblaðinu íyrir nokkrum áratugum, að með því að drekka venjulegt kók gætu menn bæði tapað vextinum og ró sinni! Morgunblaöió LÍFSDRAMAÐ MAGNAST Nú titrar allt enn og skelfúr í Danaveldi...upplýst var að Janni Spies eða Janni Spies Kjær eins og hún heitir nú, ætti von á sér. Morgunblaóió I UPPLÝSINGA- ÞJÓÐFÉLAGI Skýringin á fjarveru Janni (í afmælisveislu Margrétar drottn- ingar) var að hún væri með magapinu. Hvemig lýsti hún sér? Jú, henni var óglatt. Það þurfli ekki vitnanna við. Var þetta aðal- umræðuefnið í veislu drottningar sem stóð til klukkan þijú að nóttu. Morgunblaðió VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ Þegar tveir einstaklingar leita nánari kynna eða vilja vera í friði, minnkar homið sem líkam- ir þeirra mynda úr 90 gráðum niður í 0. Líkamstjáning EITT AF LÖGMÁL- UM LIFSINS Hér er klórað með vísifíngri hægri handar neðan við eyma- snepilinn eða í hálsinn. Athugun okkar leiddi þá athyglisverðu staðreynd í ljós að oftast er klór- að u.þ.b. fímm sinnum. Sjald- gæft er að klórað sé sjaldnar en fímm sinnum og sjaldan oftar en fimm sinnum. Líkamstjáning MIÐBÆRINN HEFN- IR SIN Þrír af hverjum fjórum búða- stuldum í Kringlunni. DV [Amarffug] látbragð Allt í einu verð ég var við það, að allir eru að læra eitthvað nema ég, enda er bærinn fullur af námskeiðum og handbókum og meisturum. Nanna er búin að læra að gefa bami brjóst ef ske kynni að hún eignaðist eitthvaö slíkt. Kalli er bæði búinn að læra að hætta al- veg að drekka og að drekka í hófi. Gísli tók sig til, bráðum sextugur, og lærði að gera hitt (tími til kominn sagði hún Sigga hans, hehe). Villa litla lærði á kroppinn á sér sem hafði áður verið henni óþekkt stærð, óræð tala mætti segja. Svo hitti ég Eirík frænda minn, bróður Gísla og Helga, þennan sem er í mublu- bransanum og hann var líka að læra eitthvaö merkilegt. Hvaða bók ert þú með frændi? spurði ég. Líkamstjáning heitir hún, sagði Eiríkur. Og hvað kennir hún? spurði ég. Hún kennir manni að ráða í hug manns af látbragði hans, sagði hann. Til dæmis? spurði ég. Að yppa öxlum, sagði Eiríkur hátíðlegur upp úr bókinni, sýnir að manneskja veit ekki eða skilur ekki það sem um er rætt. Það var þá viskan, sagði ég. Að klóra sér í höfðinu, sagði Eiríkur, er margrætt látbragð - það getur táknað flösu, flær, svita, óvissu, gleymsku og lygar. Jæja, sagði ég. Eftir þijátíu daga þjálfun, hélt Eiríkur á- fram, geturðu náð stjóm á augnatilliti þínu og sent frá þér til dæmis kaupsýsluaugnaráö. Og hvemig er það? spurði ég. Þú hugsar þér ímyndaðan þríhyming á enni viðmælandans og ef þú horfir á þennan blett mótar þú alvariegan viðræðublæ og við- mælandinn skynjar að þér er bisness í hug. Hvað fleira? spurði ég. Viðtekið samræðubil milli stórborgarbúa er 46 sentimetrar en helvítis Japanamir koma nær, þeir nota 25 sentimetra og þess- vegna eru þeir að hrekja amríkana á flótta í öllum bissness. Merkilegt, sagði ég. Þegar þú kyssir konu besta vinar þíns skaltu gæta þess að um það bil 15 sentimetr- ar séu milli mjaðma ykkar, annars veit enginn hvemig það fer.... Ég sætti mig ekki við að Eiríkur vissi meira um þetta en ég og las bókarskrattann. Það var líka eins gott. Þegar ég kom næst á skrifstofuna til hans var allt gjörbreytt þar - það lá í augum uppi, að hann hafði lesið vandlega kaflann sem flallar um „tiltekna muni á mikilvægum stöðum hér og þar á skrifstofunni sem geta styrkt stöðu og völd heimamanns á lævísan og óyrtan hátt”. Eiríkur sat við skrifborðið í nýjum stól með tveggja metra háu baki (minnir á hásæti konungs, segir bókin). Og hann bauð mér sæti í leðursófa sem var svo lágur að rassinn á mér nam rétt við gólf og hnén settu mig í keng eins og aumingja. Lágir sófar handa gestum, segir bókin. Viltu ekki reykja? spurði helvítis maður- inn og benti á feiknarlegan öskubakka sem reis við hlið hans hinumegin á þessu risa- borði. Aha, hugsaði ég - bókin segir: „Nýr og vandaður öskubakki sem stendur utan seil- ingar gestsins svo að hann þarf að teygja sig þegar hann drepur ösku af vindlingnum". Maður hefur svo mikið að gera, sagði Ei- ríkur ábúðarmikill og horfði af einurð á kaup- sýsluþríhyminginn á enni mér meðan hann seildist eins og af tilviljun í möppu sem sýnd- ist úr eðalskinni. Ég mundi hvað bókin sagði: „Rauðar möppur, merktar „Trúnaðannár sem liggja á skrifborðinu”. Ég sætti mig ekki við allan þennan yfir- gang og stóð upp úr niðurlægingarsófanum og leit til veggja og sagði: Jæja frændi, hvar er svo næsti punktur: „Ljósmyndir, verðlaun eða viðurkenningarskjöl, sem heimamanni hafa hlotnast, hangandi upp á vegg”? Nú roðnaði Eiríkur garmurinn, því honum hefur ekki einusinni tekist að komast í stjóm hjá Kiwanis, og hann gat bara státað af stóm' mynd af ættarmóti þar sem mest bar á vitur- legum manni og höfðinglegurn (Skaða) og verðlaunaskjali fýrir boðsund á Óseyri frá því hann var tjórtán ára. Hann ætlaði að grípa til næsta valdalát- bragðs úr bókinni góðu, rennilegrar tösku með talnalás, en ég stoppaði hann með því einfalda ráði að hleypa upp skoltum og reka út úr mér tunguna framan í Eirfk eins langt og hún komst. Hann seig yfirbugaður maður ofan í há- sæti sitt: Þetta er svindl Skaði, sagði hann. Þetta er ekki í bókinni. ____SKAÐI SKRIFAR Eglæri aðlesa 2 StÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.