Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 25
Óvissa um Kötlu Eitt frægasta eldfjall landsins, Katla, hefur gosið 15-20 sinnum frá landnámi og líklega lagt tölu- vert af byggðu eða grónu landi í auðn á þeim tíma. Af einhverjum orsökum náðu hlaup samfara gosum Kötlu ekki að spilla landi þar sem nú er Mýrdalssandur og hluti Sólheimasands fyrr en eftir landnám. Kannski var þá lokið löngu goshléi. Kannski var stærð og lega Mýrdalsjökuls (hann var líklega minni og þynnri) þannig að hlaup voru lítil eða fóru fram til norðurs. Og óvissuatriðin eru fleiri. Og hugmyndirnar margar. Til dæmis hefur Kjartan Jóhann- esson, áhugamaður úr Álftaveri um eldgos og jökla, talið að skarðið þar sem Kötlujökull fell- ur nú hafi ekki verið til á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Gos og jökulrof hafi opnað hlaupum leiðina niður í byggðir austan fjallsins. Einar H. Einarsson, fræðimaður úr Mýrdal, telur að gosstöðin austan í jöklinum hafi ekki orðið virk fyrr en snemma á miðöldum, fram að því hafi gosið vestar. Svona má lengi telja, en þarfar vangaveltur sem þessar minna á að það er afar lítið vitað um sjálfa eldstöðina, rétt eins og hinar fornu byggðir. Það er líka lítið rætt um raunverulega hættu af framtíðargosum og -hlaupum Kötlu. Skoðum þessi striði nán- ar. Um 400-600 metra þykkur jökull liggur yfir eldvirku svæð- Veðurstofa íslands Veðursjá á Miðnesheiði Tilboö óskast í byggingu veðursjár á Miönes- heiöi. Um er aö ræöa að smíöa og fullgera 45 m2 radarhús. Smíða og reisa 8 m háa stálgrind og pall fyrir veðursjá. Jafna lóð umhverfis hús og setja upp 87 m langa girðingu meö hliði. Verkinu skal vera aö fullu lokiö 10. ágúst 1990, þó er ekki hægt aö Ijúka að fullu vinnu viö girð- ingu fyrr en í lok september. Lagður verður vegur að byggingarsvæðinu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá föstudegi 18. maí til og með mið- vikudags 23. maí gegn 5.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. maí 1990 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Boraartúni 7. sími 26844 Elskulegur eigimaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Baldvin Lúðvík Sigurðsson frá Hælavík Bergstaðastræti 43A, Reykjavík sem andaðist 12. maí á Vífilsstaðaspítala verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 13.30. Halldóra Guðmundsdóttir Anna María Baldvinsdóttir Hrafn Karlsson Garðar Baldvinsson Kristín Viðarsdóttir Baldvin Baldvinsson Bjarney Linda Ingvarsdóttir Hafþór Baldvinsson Sigurður Stefán Baldvinsson Arnór Baldvinsson og barnabörn 11 ÚRRÍKI m- ú p ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR H 4» ■ unum í fjalllendinu sem Mýrdals- jökull hylur (niðurstöður þyk- ktarmælinga uppúr 1950). Nýrri mælingar með íssjá sýna stóra dæld eða dal um miðbik fjalllend- isins og tvær smærri, dýpri dældir þar ofan í. Mælingarnar voru ekki nógu víðtækar til þess að af- hjúpa allan botn jökulsins eða uppbyggingu eldstöðvarinnar eða eldstöðvanna (tvö aðskilin skjálftasvæði eru í jöklinum). Menn hafa ýmist litið á Kötlu sem megineldstöð með einni stórri öskju og sprungukerfi sem nær til Eldgjár eða tvær megineldstöðv- ar og tvö sprungukerfi (það vest- ara stefnir í norður, það eystra í norðaustur). Fleiri möguleikar koma til. Nú þegar Katla er vöktuð með jarðskjáltamælum væri brýnt að fá sem gleggst mynd af eðli eldstöðvarinnar (eða eld- stöðvanna) svo og sprungukerfis (eða -kerfa) sem leynast undir ísnum. Það hj álpar til við að segj a betur fyrir um gos ásamt með sem gleggstum upplýsingum um fyrri gossögu (að þeim rannsóknum er unnið). Þess vegna ætti strax að kortleggja botn Mýrdalsjökuls eins og gert var með Hofsjökul á vegum Raunvísindastofnunar fyrir fáeinum árum. Þar var ástæðan virkjun Blöndu. Hvað Mýrdalsjökul varðar er fræði- legur áhugi og vörn gegn náttúru- vá næg ástæða. Ýmsar nauðsyn- legar jarðeðlisfræðilegar athug- anir geta auk þessa sagt eitt og annað um eðli Kötlu og til- heyrandi kvikuhólfs (eða hólfa). Hér er líklega um að ræða fjár- hæðir sem nema nokkrum tugum milljóna á fáeinum árum. Kötluhlaupin og önnur skyld hlaup eftir landnám fóru ýmist um svæðið austan við Skóga eða austarlega um Mýrdalssand. Þeg- ar versta gosóáran Kötlu gekk yfir (tíð gos á 17. öld og stór gos á 18. öld) tóku hlaupin smám sam- an að leggja undir sig svæðið vest- ast á sandinum, næst Vík. Á hlaupmörkum, t.d. úr stórhlaup- inu 1755, sést að framburður hef- ur náð a.m.k. 15 metra hæð yfir núverandi land (a.m.k.25-30 m yfir þáverandi grunn) hjá Múlak- vísl, nokkrum kílómetrum austan við Vík og varnargarðinn lága. Árið 1918, í síðasta goshlaupi, sýndist hlaupdýptin vera a.m.k. 10-15 metrar. Nú er alls óvíst hve- nær næsta Kötlugos verður; ekki má einblína á meðaltal goshléa, því hléin eru allt frá fáeinum ára- tugum að lengd upp í rúma öld og ekki er vitað hvort orðið hafi smágos í jöklinum 1955. Það er líka óvíst hvar hlaupið verður mest og dýpst og hve vestarlega það nær. En ef hlaupið er stórt og fari það nálgæt randfjöllum Vík- ur, mun varnargarðurinn ekki duga og þess utan er mikið flat- lendi nær sjónum. Það er því full ástæða til að endurskoða varnar- •'V Katla í Mýrdalsjökli. Útlínur öskjunnar eru dregnar samkvæmt loft- myndum og gervihnattamyndum. Landslag á botni hennar eftir Helga Björnssyni (1979). -Tekið eftir grein Kristjáns Sæmundssonar í Eldur er í norðri (1982). aðgerðir og efla rannsóknir svo valdinn: Eldsumbrot í Mýrdals- unnt verði að spá með sem lengs- jökli. Kostnaðinn má réttlæta tum fyrirvara um helsta óvissu- með kröfum um búsetuöryggi. fföfum það huggulegt á Hótel Valhöll! Frískandi göngur í stórkostlegri náttúru. Dýrlegur matur og drykkur. Kyrrð sveitarinnar. Mjúk rúm. Þægileg þjónusta. Þetta er lífið!.. O - a HÓTElVALHÖLL Þingvöllum MATUR FRAMREIDDUR TIL KL. 23:00 ÖLL KVÖLD. OPIÐ TIL KL. 01:00 FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD KÖKUHLAÐBORÐ MEÐ KAFFINU ALLA DAGA. UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR I SlMA 98-22622. Taikniið b)á Tömaai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.