Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 17
Stjómun á drykkju ekki raunhæf Alkóhólistar hafa borið skaða af að vera sagt að þeir geti lært að drekka segir Þórarinn Tyrfingsson yfir- læknir á Vogi sér“ sagði Þórarinn. „Sááfengis- sjúki hefur það (sér að hann get- ur ekki drukkið áfengi sér að skaðlausu og hann hefur það einnig í sér að hann getur ekki haldið sig frá áfengi. Þróunarferill þessa sjúkdóms er nokkuð langur og það eru margir þættir sem spila inn í hann. Þegar endanlega sjúk- dómsmyndin er komin hefur ýmslegt farið úrskeiðis: Líkam- legir hlutir, andlegir hlutir og fé- lagslegir hlutir. Það er hægt að sýna fram á það að einstaklingur- inn er ekki eins og hann á að sér að vera þegar litið er á þessa hluti. Hann getur ekki notið sín. Þess vegna er þetta sjúkdómur sem hefur skapast. Gamlar hugmyndir Hugmyndin um að hægt sé að kenna alkóhólistum að stjórna sinni drykkju er ekkert ný. Menn reyndu að venja alkóhólista af drykkjuskap með rafstuðum og öllu mögulegu í þá veru hér áður fyrr. Það tókst ekki. Nýjustu rannsóknir segja okkur það að þarna er um að ræða þætti sem varla er hægt að útskýra sem lærða hegðun. Það er ekki hægt að útskýra það sem lærða hegðun þegar frumuhimnur í heila alk- óhólista hafa breyst, þegar boð- efnabúskapur þeirra hefur breyst og jafnvel það sem nýjustu rann- sóknir eru að sýna: Að litningar þeirra séu öðruvísi en annars fólks. Ef einn þáttur sjúkdómsins byggist á því að sjúklingurinn get- ur ekki, lyfjafræðilega séð, farið með áfengi þá segir það að ekki er hægt að breyta þar um með einhvers konar þjálfun. Það er ekki hægt að breyta frumuhimn- um og efnafræði heilans með þjálfun. Þessir þættir eru ekki undir stjórn viljans. Þannig er ekki hægt að gefa manni LSD og segja við hann: „Farðu hóflega með það.“ Getum ekki útskýrt löngunina í grein sinni talar Ævar Árna- son um að sjúkdómsskilgreining- in byggist ekki á raunvísindum. Ég vil benda honum á það að sálarfræði byggist ekki á raunvís- indum og þar stendur alltaf hníf- urinn í kúnni með það að við get- um ekki skýrt einn þátt alkóhól- ismans frá raunvísindalegu sviði þó við getum útskýrt aðra þætti á þann veg. Við getum ekki útskýrt af hverju áfengissjúklingur, sem ekki er drukkinn, fyllist skyndi- lega knýjandi löngun til að byrja að drykkju að nýju þegar verst á stendur. Það er ekki hægt frekar en við getum útskýrt út frá raun- vísindum hvenær maður er þung- lyndur og hvenær latur. Þegar talað er um að námskeið í stjórn á drykkju skili árangri þá er vandamálið það að menn hafa gefið út rannsóknir sem sýna góð- an árangur þegar fólki hefur ver- ið fylgt eftir í nokkra mánuði. Það hefur hins vegar komið í ljós þegar farið er ofan í saumana á þessum rannsóknum og fólki fylgt eftir lengur, að þá er þessi árangur ekki eins glæsilegur og sagt er. Ég vil líka benda á það, að í Bandaríkjunum, þar sem menn eru komnir einna lengst á þessu sviði, er ekki nein stofnun svo ég viti til, sem kennir fólki að drekka. í öðru lagi er tekið skýrt fram í nýjustu útgáfu textabókar okkar í lyflæknisfræðum sem við læknar styðjumst mest við, að að svo stöddu sé sá möguleiki til með- ferðar á áfengissjúklingum að kenna þeim að drekka, ekki raunhæfur. Það séu engar rann- sóknir sem bendi til þess að þetta sé raunhæfur möguleiki og þær vonir sem hafa veriö bundnar við hann um tíma séu ekki fyrir hendi í dag. Sjúkdómshug- takió ekki óbreytanlegt í grein sinni segir Ævar að það sé einkum á sviði atferlisvísinda sem þekking og skilningur á mis- notkun hefur vaxið verulega á síðustu árum. Ég vil í því sam- bandi benda á að það er einkum á sviði lífeðlisfræði og lyfjafræði sem þekking og skilningur á áf- engissýki og annarri vímuefna- neyslu hefur vaxið á síðasta ára- tug. Okkar skjólstæðingar eru allir búnir að reyna út í ystu æsar að ná stjórn á drykkjunni áður en þeir leita til okkar þannig að það er mjög slæmt ef alkóhólistum er talin trú um að þeir geti drukkið. Ég hef aldrei vitað til þess að neinn alkóhólisti hafi borið skaða af því þó honum væri sagt að hann geti ekki drukkið. Ég hef aftur á móti vitað til þess að margir hafa beðið skaða af því að vera sagt að þeir geti drukkið. Þegar því er haldið fram að við alhæfum um drykkjusjúklinga og veitum þeim ekki meðferð sem miðast við hvern einstakling þá verð ég að svara því á þann hátt að menn gera sig oft seka um að tala um hugmyndir okkar og að- ferðir án þess að hafa kynnt sér þær í raun og veru. í þessarri greinÆvars ert.d. vitnaðí Jellin- ek sem var upphafsmaður hug- myndarinnar um sjúkdómsskil- greininguna. Auðvitað eiga hug- myndir okkar upptök sín í gömlum fræðum en þær hafa breyst mjög mikið síðan og við höfum tekið inn nýja þætti. Okk- ar sjúkdómshugtak er ekki óbreytanlegt hugtak.“ -vd. Er áfengismisnotkun sjúkdóm- ur eða ávani? Við leituðum til Þórarins Tyrfingssonar yfir- læknis á sjúkrastöðinni Vogi og báðum hann að segja sitt álit á grein Ævars Árnasonar sálfræð- ings í tímaritinu Geðvemd. „Áfengisdrykkja er ekki alltaf sjúkdómur og því verða menn að átta sig á. En sjúkdómur er ekki alltaf það sem maður fær, heldur það sem maður hefur og er með í Þórarinn Tyrfingsson: Boðefnabúskap í heilafrumum og afbrigðilegum litningum verður ekki breytt með breyttri hegðun. í bitaformi en traustur sem fyrr MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.