Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 28
Dauðinn með hatt vænst var á þessum miöum, og enn munu nægir miöar falir hjá Samvinnuferðum á síðari hluta mótsins með flugi til Rimini 18. júní. Áhugi lands- manna á þessum íþróttavið- burði ársins virðist því ekki hafa mætt þeim væntingum sem skipuleggjendur íþrótta- hreyfingarinnar og ferðaþjón- ustunnar höfðu gert sér.B Munurinn er komma Hver er munurinn á íslensk- um radíóamatörum og Barátt- usamtökum írskra þjóðernis- sinna á Norður-írlandi. Mun- urinn er komma. Einsog al- þjóð er kunnugt ganga írsku þjóðernissinnarnir dags dacj- lega undir nafninu IRA. Is- lensku radíóamatörarnir skammstafa félag sitt hins vegar ÍRA. ÍRA stendur fyrir fyrirlestri í kvöld kl. 20 í húsi Verkfræðideildar HÍ við Hjarð- arhaga. Fyrirlesturinn nefnist „Hlustað á gervitungl" og er fluttur á ensku af Geoff Perry. Perry var skólastjóri og eðlis- fræðikennari við Kettering Boy School á Englandi. í fjöl- da ára var hann með hóp nemenda, sem hlustuðu á gervitungl og náðu undra- verðum árangri með einföld- um aðferðum við að ákvarða brautir gervitungla, hvaðan þeim var skotið m.fl. Þegar opinberir aðilar vissu ekki hvað Rússarnir voru að að- hafast gátu Perry og nemend- ur hans upplýst fjölmiðla um málið.B Nýstárleg fjáröflun Aðstandendur framboðs Nýs vettvangs í Reykjavík hafa að undanförnu hringt í grunaða stuðningsmenn og beðið þá um fjárhagsstuðning. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi en hins vegar er upphæð framlagsins ákveðin með fremur óvenjulegum hætti fyrir stjórnmálasamtök. Við- komandi eru nefnilega beðnir um að heita ákveðinni upp- hæð á framboðið fyrir hvert prósent sem það fær í kosn- ingunum, t.d. 500 krónum. Góður árangur Nýs vettvangs gæti því þýtt veruleg fjárútlát fyrir þá. Þetta skyldi þó aldrei verða til þess að heittrúaðir stuðningsmenn, sem hafa heitið á H-listann, fái bak- þanka í kjörklefanum og hætti við að greiða honum atkvæöi vegna blankheita?B Nafnavenjur á umhverfi- sráðstefnu Þáð vakti athygli hvað fulltrúar íslenska umhverfismálaráð- uneytisins á nýafstaðinni um- hveiíisráðstefnu í Bergen voru góðir fulltrúar fyrir ís- lenskar nafnavenjur. Herra- mennirnir Sólnes, Líndal og Schram voru nefnilega mættir þar fyrir fslands hönd.B Nú loksins getur landinn feng- ið að bragða ósvikinn svarta dauða, því ÁTVR hefur tekið að sér framleiðslu á þessum görótta drykk sem Siglfirðing- urinn Valgeir Sigurðsson hef- ur framleitt við góðan orðstír í Lúxemborg. Valgeir hefur í langan tíma reynt að fá ÁTVR til samstarfs, bæði við fram- leiðslu og sölu á drykknum hér á landi, en ÁTVR hefur sett ýmislegt fyrir sig, m.a. það að merki drykksins, höf- uðkúpan, væri of fráhrind- andi. Þá datt Valgeiri það snjallræði í huga að láta teikna hatt á höfuðkúpuna og þar með opnuðust dyrnar að ríkinu.B hverfanda hveli Tvær ágætar konur eru til sögu nefndar: þær hafa báðar tengt pólitíska atburði á ís- landi með eftirminilegum hætti við heimsþróunina. Þetta hér er haft eftir ann- arri: Mér er um og ó, ekkert er eins og það var: ekki nóg með það að kommúnisrninn er hruninn heldur er SÍS lasinn líka. Hin konan mælir svo: Ekki skal mig furða þótt Ólafur Ragnar Grímsson leggi Alþýðubandalagið í rúst, en við hinu bjóst ég ekki að hann væri svo magnaður að hann tæki alla Austur-Evrópu með sér í leiðinniM HM a Italíu - áhuginn minni en tafið var? Fáir hafa komist hjá því að heyra að íþróttaatburður árs- ins stendur nú fyrir dyrum, þar sem er heimsmeistaramótið í knattspyrnu á Ítalíu. Sala miða á leiki hófst þegar á síð- asta ári, og hefur salan á Ítalíu farið í gegnum banka eftir ströngum reglum. Stakir mið- ar á leiki eru ekki á lausu fyrir útlendinga, en seldir hafa ver- ið „pakkar" fyrir útlendinga með innifalinni gistingu á uppsprengdu verði. Hér á landi fékk Knatts- pyrnusamband íslands út- hlutað ákveðnum skammti stakra aðgöngumiða, en ekki reyndist áhugi á þeim mikill, og voru miðarnir þá afhentir Ferðaskrifstofunni Sögu, sem ekki reyndist heldur geta selt miðana. Frá Sögu gengu mið- arnir síðan til Samvinnuferða Landsýnar, sem er eina ferðaskrifstofan hér á Jandi með beint leiguflug til Ítalíu. Nýtt Helgarblað hefur frétt að áhugi hafi reynst minni en Húsbréf Einföld og örugg fasteignaviðskipti t#3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Nú stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum nýja valkosti á að aukast öryggi bæði kaupenda og seljenda, jafnframt því sem stuttur afgreiðslutími og hátt langtímalán á einum stað mun koma báðum aðilum til góða. Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína. Án hennar er hvorki hægt að gera kauptilboð né fá íbúð metna. Tilvonandi íbúðakaupendur: Byrjið á að sækja um umsögn ráðgj afastöðvar, áður en þið takið nokkrar skuldbindandi ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvaegt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur og algjört skilyrði fyrir íbúðar- kaupum í húsbréfakerfinu. ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur frammi hjá fasteignasölum um land allt og í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. maí kl. 22.45. SAMEINAÐA/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.