Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 22
7— 2— ■3— ¥— 3"— 3— (s> 7 T~ 9 3 75 T II 9 !Z n T~ £T V 9 11 £T y )¥ /S Jé> 3 77 18 W ÍL 'Zp K> Ih V 17- u> ií sr V "a? 'M fT V í> /9 2/ )6> 1? 2JL b" y 23 22 Ý T 6 7- '<r~ sa lb (p 13 ? T 1 3 %¥ n> )L T~ z/ zs ■J- U Z¥- 3 9 b' T T~~ T z? V u Zz 7- W~ 2¥ ? ? T é> Jé> 1} 10 U 2 T~ 5 y W~ 17 T T n 3 2 (s> n £ Y ? 3 V 21 17 3 u b n b I b 13 5 V L> W~ II iT 2 ZÝ lo / z 8 V L> 2.3 13 10 * $2 13 3 ? 10 18 2°) )o 22 b~ V r )Z Jle u> S? \!o )0 \h £T 2 JT 3 9 T AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta nr. 96 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37, merkt: „Krossgáta nr. 96“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. (0 /¥ 28 10 22 1 8 23 3 22 Lausnarorð á krossgátu nr. 93 var Hólmfríður. Dregið var úr réttum lausnum, og upp kom nafn Lilju Ingimarsdóttur, Skarðsbraut 19, Akra- nesi. Hún fær senda bókina Brimöldur, frásögn Haralds Ólafssonar sjómanns sem Jón Guðnason skráði og Mál og menning gaf út 1987. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 96 verða skáldsagan Á vegum úti eftir Jack Kerouac, sem Ólafur Gunnarsson þýddi og Mál og menning gaf út 1988. FJOLSKYLDAN Elísabet Berta Bjarnadóttir Vorið - ástin - stjórnmálin Kæru lesendur, síðast dróg- um við upp mynd af samruna tveggja manneskja, þegar þær verða gagnkvæmt ástfangnar og hvemig þær nota alla krafta sína í að springa svona út saman líkt og blómhnappur á vori, og hvemig ýmsar tilfmningar sem bærast með okkur í þessari sköpun tengj- ast einu og öðm úr frumgerðinni í foðurhúsum. Þegar kíkt er í orða- bók Menningarsjóðs, sést að ekki finnst nafnorð yfír það að vera ástfanginn, en skandínavar hafa aftur á móti nafhorð bæði yfir að vera ástfanginn og ástina, t.d. for- elskelse og kærlighet. Það væri gaman einhvem tíma að leitá uppi sem flest orðbrigði í okkar tungu yfir bæði þessi fyrirbæri og Ieiða að því getgátur hvemig það hefur þróast hjá okkur víkingunum að greina á milli og oróa þetta. Er ástin eigingjörn? Hinn ítalski Tæknir, sálffæð- ingur, félagsfræðiprófessor, dag- blaðsritstjóri og o. fl., Francesco Alberoni, er meðal þeirra spek- inga sem hafa ritað heilu bækum- ar um ástina. Hann er einn þeirra sem velt hafa fyrir sér, hvaðan sú hugmynd muni vera komin að ástin sé eigingjamt og lokað fyrir- bæri. Hann heldur því m.a. fram, að þessar hugmyndir komi ffá pólitískum, hugmyndafræðileg- um og trúarlegum stofnunum, sem krefjist þess að hafa full- komna stjóm á hveijum einstök- um meðlimi sínum. Það em margir hópar og samtök sem hafa sprottið uppúr hreyfingum sem krefjast þess að einstaklingurinn helgi sig algjörlega hópnum. Dæmi um þetta em kaþólskar klausturreglur. Margar þessara reglna hafa upprunalega verið bæði fyrir menn og konur en síð- an þróast yfir í aðskilnað og kom- ið sér upp stjómkerfi sem byggir á algjörri hlýðni við yfirboðarana. Hið sama gerist stundum í bylt- ingarsamtökum eða öðmm stjómmálahópum, þegar járn- harður agi þróast. Parið hindrun? í samtökum sem krefjast al- gjörrar undjrgefni, verður parið hindrun eða takmörkun sem úti- Iokar að hópurinn hafi allsherjar- vald. Svona hópum finnst þeir vera sviknir af mótstöðunni sem þeim er sýnd af einstaklingnum, sem hefur haldið fyrir sig á- kveðnu svæði þar sem valdið fær ekki inngöngu. Þetta svæði, fyrir utan allsherjarvald hópsins, kall- ast einkalíf. Frá sjónarmiði samtakanna er þetta einkasvæði mikill missir. Þess vegna berst hópurinn gegn parinu, úthrópar það sem eigin- gjamt, óverðugt. Þetta hug- myndafræðilega ráðsk getur náð svo langt að einkalífi fólks er blandað saman við einkaeignar- réttinn, þ.e. þær eigur sem ekki em ríkisins, flokksins eða auð- hringa. Alberoni heldur því fram að það séu meiri möguleikar á að fólk sem er meðlimir í stjóm- málasamtökum eða trúsamfélög- um, verði ástfangið af einhverjum innan samtakanna en utan, þó mest af þeirri einföldu ástæðu að þar skapist svo mikið tækifæri til að vera saman og vinna að sam- eiginlegum markmiðum og flcst- ar svona paramyndanir verði þeg- ar samtök séu nýstofnuð. A hinn bóginn er alltaf ein- hver móthverfa milli þeirra ást- föngnu, spennusvæði á milli þeirra, eitthvað andstætt í fari hins sem sóst er eftir. MATUR Guðrún Gísladóttir Skömm í hattinn Stundum er maður of upp- tekinn af eigin hugsun og gerir sér ekki grein fyrir því að hún er líklega ekki jafn augljós fyrir öðmm. I síðasta pistli mínum gat ég ekki orða bundist yfir nýjum línum í landbúnaðarpóli- tík, eða réttara sagt hugmyndum sumra um að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. Eg kann engin betri rök að nefna en þau, að þau tólf ár sem ég bjó erlendis sá ég alltaf til þess að eiga íslenskt lambakjöt í frystin- um, einfaldlega vegna þess að það var svo miklu betra en þar- lent lambakjöt. Þarf ég að segja meira? A föstudaginn var endaði hugleiðing mín á fiskuppskrift- um og ég hafði lúðu daginn eftir eins og til stóð. Glæný var hún, frá Hafliða auðvitað og bráðn- aði í munni. En ef einhver held- ur að mér finnist lúða betri en lambakjöt þá gæti það jafnvel jaðrað við misskilning:.... ...Skerið litlar rifur á lambalæri og stingið þar inn rifj- um af hvítlauk, rósmarín í lauf- um og myntu. Penslið lærið með blöndu af ólífúolíu, sítrónusafa og hökkuðum hvítlauk. Kryddið jafnframt með salti, pipar og or- egano. Steikið lærið í ofni (175- 200 gráður) og þegar það er hálfnað er það tekið út og sneiddum kartöflum, niður- skomu eggaldini (aborgini), lauk í stómm bátum og tómöt- um raðað í kring. Afgangnum af kryddblöndunni er hellt ofan á. Sömu kryddblöndu má nota sem marineringu fyrir kótilettur. Látið þær liggja í leginum í 4-5 tíma, leggið þær (ásamt mar- ineringunni) í ofnskúffu, krydd- ið með salti, pipar og oregano og steikið í ofni með niður- skomum karföflum. Berið fram með grísku grænmetissalati, sem í em tómatar, laukur, niður- sneidd gúrka (afhýdd) og ólífur. Stundum er til fetaostur hjá Mjólkursamsölunni eða í osta- búðinni í Kringlunni og er hann tilvalinn með, en þó ekki nauð- synlegur. Hellið ólífuolíu yfir og saltið vel. Þessu fylgja kveðjur austur í Gnúpveijahrepp. Pömn fólks milli stjómmálaflokka yrði sennilega til þess að ástin veitti aðhald eftir kosningar um að flokkamir standi við fyrirfieit sín um vemdandi fjöl- skyldupólitík. Kosningamar framundan - ástin leyfileg Fyrir nokkru komu elskendur að máli við mig og tjáðu mér þau vandræði sín, að margir vinir serii þau hefðu leitað ráða hjá, teldu ó- tímabært af ýmsum orsökum að þau stæðu í ástarsambandi. Þau kváðust hins vegar svo ástfangin að þau gætu ekki beðið með þetta, enda bæði óbundin. Þar sem ég hafði ekki orðið vör við að Al- þingi gæfi út sérstakar uppskriftir eða lagasetningar um þetla mál, sagðist ég ekki hafa heyrt þess getið að búið væri að ,banna ást- ina. I Ijósi alls þess er að ffaman greinir gætu kosningar þær er nú standa fyrir dyrum orðið aflvaki ástarinnar fyrir marga. Líklega væri best að'sem mest væri af sameiginlegum framboðs- fundum og teitum þeim tengdum. Þannig gæfist kostur á myndun margra milliflokkapara og það gæfi góða von um að staðið yrði vörð um öll kosningaloforð sem vemda vilja íjölskylduna. 22 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.