Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 13

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 13
X-NESKAUPSTAÐUR Kosið um meirihlutann að venju G-listinn 1. Smári Geirsson kennari, 2. Guðmundur Bjarnason starfs- mannastjóri, 3. Sigrún Geirsdótt- ir skrifstofumaður, 4. Klara Sveinsdóttir verkakona, 5. Einar Már Sigurðarson kennari, 6. Magnús Jóhannsson verkamað- ur, 7. Guðmundur R. Gíslason nemi, 8. Katrín Jónsdóttir sjúkraliði, 9. Steinunn Aðal- steinsdóttir yfirkennari, 10. Guðjón B. Magnússon sjómað- ur, 11. Jóna Katrín Aradóttir húsmóðir, 12. Friðný H. Þorláks- dóttir hjúkrunarfræðingur, 13. Snorri Styrkársson fjármála- stjóri, 14. Guðrún Jónfna Sveinsdóttir verkamaður, 15. Karl Jóhann Birgisson fram- kvæmdastjóri, 16. Kolbrún Skarphéðinsdóttir verslunar- maður, 17. Anna M. Jónsdóttir húsmóðir, 18. Halldór Þorsteins- son sjómaður. Klara Sveinsdóttir: Kröfurnar breytast og við verðum að endurskoða ýmislegt og bœta. Meirihlutinn hefur sannað gildi sitt Eg bæði get haft og vil hafa áhrif á málefni bæjarins og það er meginástæðan fyrir því að ég þáði boð um að taka þátt í þessari bar- áttu, segir Klara Sveinsdóttir í samtali við Þjóðviljann, en hún skipar fjórða sæti G-listans í Nes- kaupstað. Klara er 29 ára móðir, fisk- verkakona og sjómannskona. Hún er algjörlega nýtt blóð í póli- tíkinni í Neskaupstað, hefur ekki tekið þátt í pólitísku starfi og ekki verið bundin flokkum. „Ég hef mikinn áhuga á bæjar- málum, en það var engu að síður erfið ákvörðun að blanda sér í þessa baráttu. Sem móðir og sjómannskona hef ég ekki ákjós- anlegar aðstæður til þess að standa í þessu, en þetta tekst ein- hvern veginn,“ segir Klara í sam- tali við blaðið. Hún kemur úr umhverfi og stétt sem ekki er algengt að eigi fulltrúa svo ofarlega á framboðs- lista. Nýju fólki fylgja nær óhjá- kvæmilega nýjar áherslur og Klara bendir á að þjónusta sem talin var fullgild í gær þurfi ekki endilega að vera fullnægjandi í dag eða á morgun. Nýjar aherslur „Ég hef aðrar áherslur í ýmsu en þeir sem hingað til hafa stjórn- að bæjarfélaginu hér. Það er þörf á að endurskoða ýmislegt og bæta, til dæmis hvað snertir umönnun barna og aldraðra. Þessi þjónusta hefur verið góð í Neskaupstað, en við getum enn bætt hana. Kröfurnar breytast og endurnýjun og nýjar hugmyndir eru hverju bæjarfélagi nauðsyn. Auk þess að efla félagslega þjónustu er nauðsynlegt að auka fjölbreytni í atvinnulífi staðarins. Hér er næg atvinna, en fjöl- breytnin mætti vera meiri. Okkur vantar ýmsa þjónustu sem bráð- nauðsynlegt er að hafa í bænum. Með aukinni fjölbreytni í at- vinnulífinu gerum við bæinn betri og meira aðlaðandi sérstaklega fyrir ungt fólk. En það er sjálfsagt að fólkið í bænum taki þátt í þessu, það er ekki bara hægt að bíða eftir að bæjaryfirvöld taki málin í sínar hendur.“ Verður tvísýnt „Áróður andstæðinga okkar gengur út á að meirihlutinn verði Klara Sveinsdóttir með Birtu dóttur sinni: Ég hlakka til að starfa að bæjarmálunum og hef trú á að þetta verði skemmtilegt. að falla hér vegna þess að „kommúnisminn“ sé alls staðar að falla. Fólkið ræður þessu auðvitað, en ég tel að meirih- lutinn hafi sannað gildi sitt fylli- lega . Minnihlutinn hefur ekki staðið sig í núverandi hlutverki sínu og mun áreiðanlega ekki gera það heldur ef hann kemst í meirihluta. Við höfum þó ekki sigrað í þessum kosningum fyrir- fram, þetta verður tvísýnt. Ég hef trú á að það verði skemmtilegt að starfa í bæjarmál- unum. Ég hlakka sérstaklega til þess að starfa í nefndum, enda fer mikilvægasta starfið fram þar,“ segir Klara. Alþýðubandalagið hefur haldið meirihluta í 44 ár. Aðeinsþrjúframboð. Benedikt Sigur- jónsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins, Stella Steinþórsdóttir leiðir D-listann. Endur- nýjun í efstu sœtum hjá G-listanum Smári Geirsson. Stella Steinþórsdóttir. Benedikt Sigurjónsson. Framboðum hefur fækkað í Neskaupstað frá fyrri kosn- ingum. Oháðir kjósendur bjóða ekki fram nú, en þeir fengu 142 atkvæði og einn bæjarfulltrúa fyrir fjórum árum. Nýir menn hafa valist til forystu hjá Alþýðu- bandalaginu, Framsóknarflokk- urinn hefur kosið sér nýjan oddvita, en Stella Steinþórsdóttir verður efst á D-listanum. Kosningarnar í Neskaupstað snúast að venju fyrst og fremst um hvort meirihluti Alþýðu- bandalagsins eigi að halda velli eða ekki. Sjálfstæðismenn segja í Norðfirðingi sínum að það geri engum gott að sitja einráðir í valdastóli of lengi. Framsóknar- menn spyrja í leiðara Nestíðinda hvort það hafi verið gæfa Norð- firðinga að Alþýðubandalagið skuli hafa ráðið það lögum og lofum í hartnær hálfa öld. Meirihlutamenn svara því til að starf þeirra byggist á samvirkri forystu og innri dreifingu valds, reglulegri endumýjun og virku lýðræði, þrátt fyrir að minnihlut- inn hafi ekki staðið sig sem skyldi í aðhaldi. Misjafnlega öruggt Vinstri menn hafa haft meiri- hluta í bæjarstjórn síðastliðin 44 ár, fyrst Sósíalistaflokkurinn, síð- an Alþýðubandalagið. Þessi meirihluti hefur þó verið misjafn- lega öruggur í sessi. í kosningunum voru þrjú fram- boð eins og nú. Alþýðubandalag- ið fékk þá mjög ríflegan meiri- hluta og fimm bæjarfulltrúa. Meirihlutinn styrktist fremur en hitt í kosningum 1982, en síðast var staða hans mun tæpari. Þá kom nýtt framboð til sögunnar, framboð óháðra. Óháðir, Sjálfs- tæðisflokkur og Framsóknar- flokkur fengu þá 531 atkvæði samtals á móti 524 atkvæðum Al- þýðubandalagsins, en meirihlut- inn hélt velli. Víst er að baráttan verður tvísýn nú sem þá. Stella efst á D-lista Stella Steinþórsdóttir bæjar- fulltrúi og verkakona er oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem nú hef- ur tvo bæjarfulltrúa. Elínborg Eyþórsdóttir bæjarfulltrúi hefur dregið sig í hlé, en Magnús Sig- urðsson verktaki skipar annað sætið í hennar stað. Magnús D. Brandsson fulltrái skipar það sæti Breiðablik. Þjónustuíbúðum fyrir aldraða hefur fjölgað verulega á kjörtímabilinu. sem Sjálfstæðisflokkurinn lítur á sem sitt baráttusæti. Jón Kr. Ól- afsson og Guðmundur H. Sigfús- son eru í fjórða og fimmta sæti D-listans. Benedikt Sigurjónsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins sem hefur einn bæjarfulltrúa. Benedikt var ekki á listanum síð- ast, en núverandi bæjarfulltrúi, Gísli Sighvatsson, skipar heiðurs- sæti B-listans. Annað til fimmta sæti listans skipa þau Þórarinn V. Guðnason verkamaður, María Kjartansdóttir húsmóðir, Sigrún Júlía Geirsdóttir bankastarfs- maður og Guðröður Hákonarson bifreiðarstjóri. Prír nýir Efstu sæti G-listans eru að hluta skipuð nýju fólki. Þrír bæjarfulltrúar hafa dregið sig í hlé, oddvitinn Kristinn V. Jó- hannsson, Elma Guðmundsdótt- ir og Þórður M. Þórðarson. Smári Geirsson kennari var í þriðja sæti listans síðast en hlaut flest atkvæði í fyrsta -sætið í for- vali flokksins. Guðmundur Bjarnason starfsmannastjóri skipar annað sætið, en Sigrún Geirsdóttir það þriðja. Sigrún var í öðru sæti síðast. Klara Sveinsdóttir fiskverkakona hefur ekki verið á lista áður, en skipar fimmta sætið nú. Einar Már Sig- urðarson er varabæjarfulltrúi, en hefur nú verið settur í baráttusæt- ið. -gg Nýjar áherslur með nýju folki Föstudagur 18. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.