Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 26

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 26
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Maj-Siri Österling, málverk. Opið kl. 13-18 virka daga, kl.14-18 um helgar, til 29.5. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðumúla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramik- verk og módelskartgripir, opið lau 10-14. GalleríH Skólavörðustíg4a, Þorbjörg Pálsdóttir opnar sýn- ingu á skúlptúrum á lau kl. 15. Opiðalladagafrákl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Óla- sonar, Bankastræti 9, Húbert Nói sýnir málverk. Opið 9-18 virkadaga,til24.5. Norræna húsið, kjallari og and- dyri: Hernám og stríðsár, ljósm- yndasýning frá stríðsárunum á f s- landi 1940-45. Opin 14-19 dag- lega, til 24.júní. Sjá hitt og þetta, fyrirlestur. Hótel Lind, veitingasalur, Anna Gunnlaugsdóttir, málverk. Til 27.5. Kjarvalsstaðir, vestursalur: Steinunn Þórarinsdóttir, högg- myndir. Austursalur: Myndlista- og handíðaskólinn sýn. á útskrift- arverk. nemenda. Opiðdaglega frákl. 11-18. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, hög- gmyndagarðurinn alla daga 11 - 17. Listasafn íslands, Olli Lyytikan- en, 1949-1987: Draumurífjórum litum. Opið alla daga nema mán. kl. 12-18, aðg.ókeypis. Til 27.5. Menntamálaráðuneytið, Daníel Magnússon sýnir f ígúratívar og geómetrískar lágmyndir. Minjasafn Rafmagnsveitunn- ar, húsi safnsins v/ Rafstöðvar- veg, su 14-16. Gerðuberg, Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson, Spor í spori.Til31.5. Hafnarborg, Sveinn Björnsson opnar sýningu á lau, olíumálverk og klippimyndir. Opið kl. 14-19, til 27.5. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Vignir Jóhannsson listverk. Opið kl.10- 18 virka daga nema má, og kl. 14- 18umhelgar. Til 30.5. Saf n Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, eldgosa- og flóttamyndir Ásgríms. Til 17.6. þri, fi, lau og su 13:30-16. Sjóminjasafn íslands, Vestur- götu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftirsamkomulagi. Slunkaríki ísafirði, Kess Visser sýnir rýmisverk, sýningin fram- lengd til su, opið fi-su 16-18. Þjóðminjasafnið, opið 15.5- 15.9 alla daga nema má kl. 11 - 16. TÓNLISTIN Einar Kristján Einarsson, gítar- leikari, heldur tónleika í Hvera- gerðiskirkju lau kl. 17 og safnað- arheimili Ólafsvíkurkirkju su kl. 16 og Grundarfjarðarkirkju kl. 20:30. Áefnissfrránni eru verkfrá Japan, S-Ameríku og Spáni. LEIKLISTIN Leikfélag Akureyrar, Fátækt fólk. Leikfélag Kópavogs, Félags- heim. Kópav. Virgill litli. (s. 41985). Leikfélag Reykjavíkur, Borgar- leikhúsið, Litla sviðið, Sigrún Ást- rós, í kvöld og lau og su kl.20. Ungum er það allra best...Ljóða- dagskrá Leiklistarskóla ísl. og L.R.má. kl. 20. Nemendaleikhúsið Lindarbæ, Glataðirsnillingare/W.Heinesen í kvöld kl.20. Sýn.hlé 19.-27.maí. Norræna húsið, kabarettsýning: “Þeir héldu dálitla heimsstyrj- öld...“, flytjendur Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Jó- hann Sigurðsson og Ása Hlín Svavarsdóttir, ásamt Jóhanni G.Jóhannssyni. Lau kl.21 og su kl. 16. Hvað á að gera um helgina? Dr. Jakob Jakobsson fiskifræðingur Ég er nú ekki búinn að ákveða það ennþá þar sem ég er nýkominn úr fríi. Af þeim sökum tel ég það líklegt að ég verði eitthvað að vinna um helgina. Nú ef ég hef tíma aflögu fyrir sjálfan mig þá reyni ég að taka til í sumarbústaðnum mínum, sagði dr. Jakob Jakobsson fiskifræðingur og forstjóri Hafrannsóknastofnunar. HITT OG ÞETTA Ferðafélag íslands, afmælis- ganga Reykjavík-Hvítárnes. Tveir hópar, fyrri brottför kl. 10:30, seinni kl.13. Sameinast og ganga 7-8 km leið. Verð kr.800, fríttf.börn. Brottförfrá Umferðamst. austanm. Útivist, Krísuvíkurberg su kl.13. Brottförfrá Umferðarmiðstöð- bensínsölu. Göngu-Hrólfar, Félag eldri borgara, hittast á morgun lau kl. 11 við Nóatún 17, opið hús Goðheimum Sigtúni 3 su kl. 14, frjálst spil og tafl, dansaðfrá kl.20. Hana-nú í Kópavogi, samvera og súrefni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10, molakaffi. Heimsstyrjöldin, Hakon Brand- ers sendiherra Finnlands talar um Finnland og síð.heimst. (sænska) í Norræna húsinu lau kl. 16. Fuglaskoðun, reyndirfuglask- oðarar verða staddir í vesturbæ Kópavogs á mótum Urðarbrautar og Sunnubrautar á lau kl.15:30 og su kl.16, boðiðuppáfugla- skoðun í Kópavogsleiru og fjöru. Hafið m/sjónauka, fuglabók og skriffæri. SKAK HELGI ÓLAFSSON Fisher 111 liðs við samtök stórmeistara? - Aðalfundur Skáksambands íslands haldinn um helgina Aöalfundur Skák- sambands íslands Aðalfundur Skáksambands ís- lands verður haldinn um helgipa. Nú er ljóst að Einar S. Einarsson gefur ekki kost á sér til endur- kjörs en mun hafa í hyggju að starfa á vettvangi norræna skáks- ambandsins og FIDE. Varafor- seti SÍ, Jón Rögnvaldsson, gefur kost á sér sem forseti. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum á stjórninni. Fyrir u. þ. .b. hálfum mánuði síðan dvaldi Bobby Fischer í fjóra daga á heimili Bessel Kok stjórn- arformanns GMA, samtaka stór- meistara, og forstjóra SWIFT- fyrirtækisins. Það var Fischer sem átti frumkvæði að fundi sín- um við Kok. Á skrifstofu GMA í Belgíu fengust litlar upplýsingar um dvöl Fischers aðrar en þær að Kok og Fischer hefðu rætt fram- tíð skáklistarinnar í heiminum. Einvígið um heimsmeistaratitil- inn milli Kasparovs og Karpovs hefst í byrjun október nk. í New York. Þá má búast við að kastljós fjölmiðla beinist mjög að þessum glataða syni heimsborgarinnar. Fischer er 47ára gamall. ítrek- aðar tilraunir til að fá hann. að skákborðinu aftur hafa mistekist. Beljavskí á sigurbraut í Miinc- hen Sovéski stórmeistarinn Alex- ander Beljavskí stóð með pálm- ann í höndunum er tveimur um- ferðum var ólokið á móti í Munc- hen sem kennt er við Mephisto- skáktölvurnar. Beljavskívar með 6V2 vinning úr 9 skákum, IV2 vinningi á undan landa sínum Jusupov, Júgóslavanum Nikolic, Hollendingnum Van der Sterren og Bandaríkjamanninum Boris Gulko. Beljavskí tók snemma foryst- una í sínar hendur m.a. með sigri yfir sterkasta V-Þjóðverjanum, Robert Hubner, og bætti við sig hægt og bítandi. í 8. umferð lagði hann Aríur Jusupov að velli í skák sem skoðast má sem úrslit- askák þessa móts: Strax í 7. leik valdi Jusupov hina hvössu peðsfórn Polugajev- skí sem m.a. kom fyrir í 2. einvíg- isskák Kasparovs og Karpovs 1984. Beljavskí breytti út í 12. leik með - Rba6 í stað 12. .. Bf6. Juspov vann peðið fljótlega til baka og riddarinn á d6 batt stöðu svarts saman. Veikleikar í peð- astöðu hans gerðu honum hins vegar erfitt fyrir enda leið ekki á löngu þar til svartur náði að not- færa sér þá, 22. .. Da4. í 27. leik vann svartur peð og mótfæri hvíts reyndust ónóg. Baráttan sem í hönd fór var athyglisverð því hvítur var bundinn í báða skó vegna yfirráða svarts eftir löngu skáklínunni, a8-hl. Er tíma- mörkunum var náð kom á daginn að hvítur var í leikþröng. Hann gat á engan hátt varist hótuninni 41. .. Rd4, t.d. má kóngurinn ekkihreyfasigvegna41... Hxe5. Arthur Jusupov - Alexander Beljavskí Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. RO d6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. Ö-Ó Ö-Ö 7. d5 exd5 8. Rh4 c6 9. cxd5 Rxd5 10. Rf5 Rc7 11. Rc3 d5 12. e4-Rba6 13. Bf4 Bf6 14. Rd6 Bc8 29. Kg2 Hd5 30. Dg4 Db7 31. Kh2 Hdl 32. He4 h5 33. Df5 Hfl 34. Bd4 Hd5 35. He5 Hxe5 36. Bxe5 Hel 37. Kg2 Hdl 38. Kh2 Hd5 39. Kg2 a5 40. c4 Hc5 ~*—*—mrz-* jlmiB"' ^!1§ S 15. excd5 Bxc3 16. bxc3 Rxd5 17. Bxd5 cxd5 18. Dxd5 Be6 19. Dh5 Dd7 20. Hfel RcS 21. He3 Had8 22. Hael Da4 23. a3 Hd7 24. Rf5 Bxf5 25. Dxf5 Re6 26. Be5 Hfd8 27. HO Dxa3 28. h4 De7 8 7 6 5 4 3 2 1 a b c d e f g h - og Jusupov gafst upp. Um nokkurt skeið hefur Belj- avskí reynt að flytjast frá Sovétr- ívinniim pn huðar. virðisí stands IIVJ UllUlll w«1 J/UUUI* YliWiJl yfir einhverskonar atgervisflótti. Eigi alls fyrir löngu tók Lev Pshakis, tvöfaldur Sovétmeistari, staf sinn og hatt og flutti ásamt fjölskyldu sinni til ísrael. Hann bjó í Krasnojarsk í Síberíu og furðulega afskiptur af sovéska skáksambandinu. Og sjáifur Mikhael Tal hafði á tíma uppi sömu áform en mun hafa fallið frá þeim. Jóhann og Jón L. tefla í Moskvu Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason tefla á „lokamóti“ GMA sem hefst í Moskvu þann 23. maí nk. 12 þátttakendur í þessu móti komast áfram í næsta hring heimsbikarmóta. Jón L. vann sér rétt til þátttöku í lokam- ótinu með góðri frammistöðu í Palma De Mallorca í desember en Jóhann komst beint áfram sem þátttakandi í síðustu heimsbik- arkeppni. Keppendur verða um 60 talsins en tæplega helmingur þeirra sovéskir skákmenn. Strax að mótinu loknu stendur GMA fyrir fyrsta „At-skákmóti“ sambandsins í bænum Murcia á Spáni. Þeir Jóhann og Jón koma beint frá Moskvu og undirritaður og Margeir Pétursson munu væntanlega bætast í hópinn ásamt tleiri keppendum. Leiðrétting Vegna mistaka í vinnslu misrit- aðist nafn franska skákmeista- rans Joel Lautier í myndartexta með síðasta pistli. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.