Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 7
Tvær gamlar konur, sem fluttar voru frá heimilum sínum nálægt Tsjernobyl eftir slysið en eru komnar heim aftur - í óleyfi yfirvalda. Kannski finnst þeim að þær séu orðnar svo gamlar hvort eð er. Samangrónir fingur barns - fæðingum vanskapaðra barna hefur fjölg- að á sýktu svæðunum. Tsjemobyl-eyðni Tíðni tilfella af vissum sjúkdómum á sýkta svæðinu hefur margfald- ast. Fimmti hluti landbúnaðarjarðar Hvíta-Rússlands er ekki nýttur vegna geislavirkni inu Information, sem ók um Sum sveitaþorpin hafa lagst með svæðið, frétti hjá fbúum í einu öllu í eyði og önnur eru hálftóm af fólki. Ein borg, Prípjat, er hafði um 50.000 íbúa er slysið varð, stendur auð síðan sumarið 1986. Pá voru allir íbúarnir fluttir þaðan í nýbyggðar blokkir í Kíef. Skæðasta slys í kjarnorkuveri hingað til átti sér stað 26. apríl 1986, þegar einn kjarnakljúfa versins við Tsjernobyl f Ukraínu sprakk í loft upp vegna of hraðrar kælingar. Þá var glasnost komið á kreik í Sovétríkjunum og fréttir af slysinu og þeim afleiðingum þess, er fyrst komu í ljós, bárust til þess að gera greiðlega til um- heimsins. En þegar nokkur tími var lið- inn frá slysinu hættu fréttir að mestu að berast frá Tsjernobyl. Aðrar og “heitari“ fréttir urðu ofan á í fjölmiðlum og einnig má vera að sovésk stjórnvöld hafi ekki kært sig um að mikið yrði um þetta fjallað til langframa. Hvað sem því líður var á ný farið að fjalla um Tsjernobyl á opinber- um vettvangi og í sovéskum fjöl- miðlum í apríl s.l. og síðan hafa afleiðingar slyssins þar ekki legið í þagnargildi. Börnin látin vera inni Yfirheyrslur um afleiðingar slyssins á vegum sovéska þingsins (æðsta ráðsins) í aprílbyrjun urðu til þess að vekja athygli á málinu á ný. Þá kom fram að á svæðum þeim, er harðast urðu úti, býr enn um hálf önnur miljón manna, þar af um 250,000 börn. Ljóst er að fjölmargt af þessu fólki, þar á meðal fjölmörg barnanna, hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum geislunar. Þar á meðal má nefna að ónæmisvörn líkamans brestur, enda er farið að kalla veikindi þessi Tsjernobyl-eyðni. Fólk fær verki sem erfitt er að greina hvað veldur, svimaköst eru algeng, svo og blóðsjúkdómar og krabba- mein. Erfðavísar truflast og börn fæðast vansköpuð. Sovéskir aðilar, sem um þetta mál fjalla, þar á meðal sérfræð- ingar af ýmsu tagi, eru nokk- urnveginn sammála um þetta. Tíðni skjaldkirtilssjúkdómstil- fella á sýktu svæðunum hefur fimmfal(iast síðan 1986, að sögn rannsóknarnefndar á vegum æðstaráðsins. Og tíðni hvítblæðis í börnum hefur á sama tíma að minnsta kosti áttfaldast, ef til vill tólffaldast. Eitthvað er um að börn missi hárið og að þau fæðist vansköpuð, t.d. með fingur gróna saman. Fréttamaður frá danska blað- í einu hvítrússneska þorpinu að venjan væri að hafa börnin sem mest innanhúss, þar eð þá væru þau síður í hættu af völdum geisla- virkni. Fréttamaður þessi lagði leið sína inn á hættusvæðin án þess að spyrja yfirvöid, enda hafa þau annaðhvort bannað óvið- komandi að fara þangað eða ein- dregið ráðlagt utanaðkomandi að láta það vera. Ekki tína sveppi og ber ... Fyrir utan fólk það, sem býr á umræddum svæðum, má ætla að þeir sem kvaddir voru saman til að hreinsa þar til eftir slysið hafi margir sýkst af völdum geislunar. Hér er um að ræða um 600.000 manns frá ýmsum hlutum Sovétr- íkjanna. Sagt er að mikið hafi vantað á að þeir hafi verið nógu vel búnir til varnar gegn geislun, enda hafa sjúkdómar af sama tagi og herja sýktu svæðin einnig gert vart við sig á meðal þeirra. Náttúran á þessum svæðum hefur vitaskuld ekki sloppið held- ur. Lítið sést þar af dýrum, enda hafa mörg þeirra glatað ónæmi- svörn sinni eins og mannfólkið. Kettir og hundar missa sjón og heyrn, lítið heyrist í fuglum og jafnvel rotturnar eru horfnar. Furur og grenitré eru ryðrauð og önnur tré eru án laufskrúðs. Fólki er eindregið ráðlagt að tína ekki ber eða sveppi þar á svæðun- um og að veiða fisk þar er bann- að. Að láta þetta ofan í sig getur þýtt að heilsutjóni sé boðið heim. Þau svæði, sem harðast hafa orðið úti, eru nyrst í Úkraínu og suðausturhluti Hvíta-Rússlands, stjórnarumdæmi sem kennd eru við helstu borgirnar þar, Mogilj- ov og Gomel. A þessum svæðum, sem líklega voru upphaflegt fóst- urland Slava, hefur landbúnaður verið lagður niður, því að skepn- urnar sýkjast og kornið er geislamengað. í stjórnarumdæm- unum Gomel og Mogiljov er fimmtungur landbúnaðarsvæðis Hvíta-Rússlands - eða réttara sagt var. Mikilf hluti íbúanna hef- ur flúið svæðin, en þeir sem eftir eru lifa á styrkjum frá ríkinu. DAGUR ÞORLEIFSSON Rukh villöll kjarnorkuver burt Engar nákvæmar tölur virðast liggja fyrir um fjölda dauðsfalla af völdum afleiðinga Tsjernobyl- slyssins. En líklegt er að þau séu þegar orðin mörg. Sumir nefna þúsundir í því sambandi. Enda þótt ljóst sé að mikið hafi þegar verið gert til hjálpar fólk- inu á Tsjernobylsvæðunum er jafnljóst að það hefur dugað heldur skammt. Sagt er að mikil vöntun sé á jafnvel nauðsynleg- ustu tækjum til að mæla geislun, sem og lækningatækjum og lyfj- um til að draga úr eftirköstum slyssins. f Sovétríkjunum kenna sumir þetta óstjórn og slæmu skipulagi. M.a kvað yfirvöldum í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu hafa tekist miður vel að samræma aðgerðir sínar um þetta. í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu er þetta mál ofar á baugi en flest eða öll önnur, eins og eðlilegt má kalla. Þar gætir reiði í garð sov- éskra stjórnvalda, sem sökuð eru um hirðuleysi í málinu og við- leitni að breiða yfir eftirköst slyssins. 26. apnl s.l., þegar fjögur ár voru liðin frá slysinu, var hringt öllum kirkjuklukkum í Kíef og borgarbúar stóðu kyrrir í þögn í tíu mfnútur. Sama dag stóð Rukh, úkraínsk hreyfing lík al- þýðufylkingum Eystrasaltslanda, fyrir mótmælum við kjarnorku- verin í Úkraínu, fjögur talsins, og krafðist þess að þeim væri lokað án tafar. Fleiri kjarnorku- ver slysaleg Sama dag komu tugþúsundir manna saman á íþróttavelli í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, og minntust þeirra sem látið hafa líf og heilsu af völdum Tsjernobylslyssins. Þann dag krafðist og hvítrússneska vís- indaakademían þess að lýðveldið yrði lýst svæði í neyð. Formaður grasrótarsamtakaþarlendra, sem líkjast Rukh og alþýðufylkingum Eystrasaltslanda, krafðist þess að Hvíta-Rússland yrði lýst kjar- norkulaust svæði. Ljóst er að Rukh og önnur samtök í Úkraínu og Hvíta- Rússlandi, sem vilja að lönd þessi verði sjálfstæð eða fái aukna sjálfstjórn, eru líkleg til að draga að sér fylgi út á vaxandi reiði al- mennings í garð stjórnvalda út af ófullnægjandi ráðstöfunum til að bregðast við eftirköstum kjarn- orkuslyssins. Æðsta ráð Sovét- ríkjanna hefur nú samþykkt að víðtækar rannsóknir skuli hafnar á eftirköstunum og jafnframt að hjálp við þann rnikla fjölda fólks, sem orðið hefur illa út af völdum þeirra, skuli aukin. En hversu mikið sem gert verður, fer varla hjá því að margt fólk muni ævina á enda þjást af sjúkdómum af völdum geislunarinnar frá Tsjernobyl, sem og margir af- komendur þess fólks. Það er sama sagan og eftir sprengjurnar, sem féllu á Hiroshima og Naga- saki. Og víðsvegar um Evrópu eru kjarnorkuver starfrækt, sum hver a.m.k. slysaleg talin. T.d. það sem er við Greifswald á strönd Austur-Þýskalands. Slys þar gæti eitrað stóran hluta þess lands auk dönsku eyjanna og syðstu héraða Svíþjóðar. Júgóslavía aö klofna? Forseti segir borgarastríð yfirvofandi. Króatar og Slóvenar líta á yfirlýsingu forsætisráðs sem hótun Ofriðvænlegar horfir nú í Júgó- . .. slavíu en nokkru sinni fyrr síðan yfirstandandi deilur milli lýðvelda og þjóða þar hófust, og komst Serbinn Borisav Jovic, sem nýtckinn er við forsetaembætti þarlendis, svo að orði nýverið að borgarastríð væri yfirvofandi. Sambandsríki þetta, sem stofnað var í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, er að sumra mati að því komið að klofna í tvennt (a.m.k.): kaþólskan og lýðræðislegan vestur- og norðurhluta og komm- únískan og rétttrúnaðarkristinn suður- og austurhluta. Samkomulagið hér á milli hef- ur upp á síðkastið farið dagversn- andi, að kalla má. Enn hitnaði í kolunum í gær er forsætisráð Júg- óslavíu, þar sem Serbar og bandamenn þeirra eru í meiri- hluta og hefur aðsetur í Belgrad, lýsti því yfir að það hefði á prjón- unum „áríðandi ráðstafanir" til að hindra að ríkið Ieystist upp i frumeindir sínar. Yrðu ráðstaf- anirnar kynntar síðar í mánuðin- um. Ekki fer leynt að í þessu felst viðvörun til Króata og Slóvena, sem hafa tekið upp fjölflokka- kerfi og felldu fyrir skömmu kommúnistaflokka sína frá völd- um. Bæði í Króatíu og Slóveníu eru nú við völd flokkar, sem krefjast aukinnar sjálfstjórnar og hafa jafnvel haft við orð að lönd þessi yrðu sjálfstæð að fullu. Mikil efnahagsvandræði Júgó- slava og deilur milli lýðveldanna um hvaða og hversu miklar breytingar skuli gera á stjórn- og efnahagsmálakerfi eiga mikinn þátt í því hve slæmt samkomu- lagið er orðið. Hjá Króötum og Slóvenum er efnahagsástandið drjúgum betra en í hinum lýð- veldunum og þeir halda því fram að suður- og austurhluti landsins sé dragbítur á þeirra eigin at- vinnulíf. Serbía, hið stærsta og fjölmennasta af lýðveldunum, sem Júgóslavía samanstendur af, vill hinsvegar efla sambands- stjórnina að völdum. Það mega Króatar og Slóvenar ekki heyra nefnt og telja að með þessu séu Serbar í raun að reyna að leggja undir sig hinar þjóðirnar. Forsætisráð sambandslýðveldis- ins er samkvæmt stjórnarskrá æðsta stofnun Júgóslavíu og hef- ur m.a. vald til að ráðstafa hern- um. Forsætisráð Slóveníu brást haft við “viðvöruninni" frá B’el- grad þegar í gær og lýsti því yfir að Slóvenía myndi einskis láta ó- freistað til að verja sjálfræði sitt geg-n hverskonar frelsisskerðandi ráðstöfunum sambandsstjórnar. Forsætisráð Króátíú fór vægar í sakirnar, en gagnrýndi forsætis- ráð sambandslýðveldisins fyrir að hafa ekki ráðfært sig við Króata áður en það ákvað ráðstafanir sínar. í gær stóð til að leiðtogar Kró- atíu og Slóveníu kæmu saman á fund til að ræða aðkallandi vandamál, ekki síst að líkindum yfirlýsingu forsætisráðs sam- bandslýðveldisins, sem í þeirra augum er varla annað en hótun frá Serbum. Föstudagur 18. maí 1990 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Tvö ár fyrir þukl á vinnustað Franska stjórnin hefur í undir- búningi lög til verndar konum á vinnustöðum gegn kynferðislegri áreitni af hálfu karlkyns yfirboð- ara og samstarfsmanna. Gert er ráð fyrir að karlmenn þeir, sem brjóta af sér í þessu efni, verði dæmdir í allt að 2000 franka (21,000 króna) sekt eða til allt að tveggja ára fangelsisvistar ella. Michele Andre, kvenréttinda- ráðherra, kynnti þessi fyrirhug- uðu lög í gær og kvaðst ætla að þau gengju í gildi síðar á árinu. Segir hún að fram til þessa hafi ■konur mátt sæta á. vinnustöðum klámbröndurum og -athuga- semdum, þukh, klípi og jafnvel hótunum um uppsögn ef þær létu ekki undan, oft án þess að eiga auðvelt með að bera hönd fyrir - höfuð sér, sérstaklega ef þær urðu fyrir ásókn yfirmanna eða atvinnurekenda. Nýju lögin myndu binda endi á allt þessh ,tt- Ef lög þessi ganga í gildi, verð- ur Frakkland fyrsta landið þar sem kynferðisleg áreitni á vinnu- stað verður talin til afbrota. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.