Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 4
Skúli Alexandersson alþingismaður er á beininu Mynd: Einar Karlsson Wng- flokkurinn hljóp fra stefnunni Skúli Alexandersson er þekktur andstæðingur þeirrar fisk- veiðistefnu sem ríkt hefur undanfarin sex ár. Hann greiddi einn þingmanna Alþýðubandalagsins atkvæði gegn kvóta- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hann starfaði í ráðgjafarnefnd um kvótafrumvarpið fyrir hönd Alþýðubandalagsins og er fulltrúi flokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Hann segist hafa unnið þar í samræmi við stefnu flokksins, en er mjög ósáttur við meðferð þingflokksins á þeirri vinnu á síðustu stigum og afstöðu hans til hins endanlega frumvarps, en hvers vegna? Lögin um stjóm fiskveiða eru ekki í samræmi við vilja og stefnu Alþýðubandalagsins, eins og gerðar hafa verið samþykktir um í miðstjórn, í framkvæmdastjórn og á landsfundi. Mér var falið að vinna að þess- ari stefnu í ráðgjafarnefndinni. Ég fór þar inn til þess að laga fiskveiðistefnuna sem við höfum búið við, með því að byggja á tillögum okkar. Ég var í sjálfu sér ekki mjög hrifinn af því að taka að mér þessa vinnu. Ég hefði í raun og veru viljað berjast fyrir nýju kerfi. En ég sætti mig við stefnu flokksins í þessum efnum og reyndi að vinna að henni. Það verður hins vegar að segj- ast eins og er að lítið ávannst í því að breyta fiskveiðistefnunni, þótt það hafí verið áberandi að flestir í ráðgjafarnefndinni komu með sérálit. Það var vísbending um að vinna okkar sem vildu breyta hafði haft áhrif. Ég skilaði séráliti þegar nefnd- in skilaði af sér í janúar síðast liðnum. Sérálit mitt fjallaði um veigamikil atriði eins og ítök byggðanna í kvóta og að ekki yrði hægt að selja kvótann óhindrað eins og gert hefur verið og gert verður samkvæmt nýju lögunum. Bókun mín fjallaði jafnframt um stjórnsýsluna og fleiri mikilvæg atriði. Þetta samþykkti þingflokkur- inn. Þegar frumvarpið kom svo inn til þingflokksins síðar, taldi hann að skerpa þyrfti á bókun minni. Ég var feginn þessu vegna þess að ég hafði orðað bókun mína eins kurteislega og mér var unnt. Síðan vann ég í sjávarút- vegsnefnd á grunni samþykktar þingflokksins. Málin þróuðust hins vegar þannig að allt frá því frumvarpið kom til umfjöllunar í sjávarút- vegsnefnd 23. febrúar og til 21. mars voru ekki gerðar tilraunir til þess að samræma skoðanir stjórnarsinna. Svo gerðist það 21. apríl að við fulltrúar stjórnar- flokkanna í siávarútvegsnsfr.d vorum kallaðir á fund með ráð- herrum og þá voru lagðar fram nýjar tillögur, sem gengu í ber- högg við stefnu Alþýðubanda- lagsins. Þarna voru ný atriði sem ekki höfðu verið til umræðu áður. Meðal annars úreldingarsjóður, sem síðar var breytt í hagræðing- arsjóð og þar með var tekið fyrsta skrefið í átt að auðlindaskatti. Ég varð hissa á þessu, en á næstu dögum voru þessar tillögur full- mótaðar og fyrr en varði urðu þetta lokatillögur. Þannig vann ráðherragengið. Þessar tillögur voru bornar undir þingflokk Alþýðubanda- lagsins og samþykktar. Ég hafði hins vegar lengi verið vongóður um að við kæmum að okkar tillögum um eflingu byggða og hömlun gegn kvóta- sölu. En formaður Alþýðubanda- lagsins segist einmitt telja að í þessum breytingum hafifalist við- urkenning á meginsjónarmiðum Alþýðubandalagsins. Hann bendir til dœmis á forkaupsrétt sveitarfélaga á kvóta. Ég hef alltaf lagt áherslu á að í sjálfum lögunum yrði hreinlega komið í veg fyrir að kvóti flyttist í miklum mæli úr byggðarlagi. Stefna Alþýðubandalagsins gerir ráð fyrir að tveir þriðju hlutar kvóta verði bundnir byggðum. Kemur forkaupsrétturinn ekki í stað slíkra ákvœða í lögunum? Forkaupsrétturinn er þegar til staðar vegna þess að um leið og talað er um að selja skip úr héraði athuga menn nær alltaf hvort ein- hver heimaaðili hafí ekki bol- magn til þess að kaupa það. Þeg- ar skip hafa verið seld hefur yfir- leitt verið gengið úr skugga um það. Kvóti fer yfirleitt úr byggð- arlagi einmitt vegna þess að hvorki fyrirtæki né sveitarfélag hafa fjármagn til þess að kaupa hann. Ertu að segja að forkaupsrétt- urinn sé nánast einskis virði? Hann getur hugsanlega veitt ákveðinn frest í undantekning- artilfellum. En ef menn geta keypt gera þeir það hvort sem um er að ræða formlegan forkaups- rétt eða ekki. Formaður Alþýðubandalags- ins hefur látið hafa það eftirsér að hann telji það verulegan ávinning að hœgt verður að ráðstafa sex þúsund tonnum til illra staddra byggðarlaga. Erþað ekki til bóta? Eg held varla. Þótt ekki nema hluti af tillögum okkar um byggð- akvóta hefði náð fram að ganga hefði þessi hagræðingarsjóður ekki þurft að verða til. Hér erum við að tala um ráðstafanir til þess að mæta skakkaföllum sem eru beinar afleiðingar af fiskveiði- stefnunni. Ég lagði til að settar yrðu upp svo kallaðar „girðingar“ til þess að takmarka kvótasölu til þess að koma í veg fyrir að stærri skip gætu keypt varanlega kvóta af minni skipum. Ég óttast og er viss um að stærri skip kaupi upp kvóta minni báta þannig að smábáta- flotinn verði orðinn mjög lítill eftir tiltölulega skamman tíma. Þessi þróun er þegar hafin, en hún er mjög óheppileg og hættu- leg fyrir byggðir í landinu. Ég óttast það líka að byggðir verði enn fleiri verksmiðjutogar- ar, en þeim hefur fjölgað veru- lega. Var þingflokkurinn sammála tillögum þínum um „girðingar"? Já, hann tók undir þær og þær voru fluttar inn í ráðherranefnd- ina, en fengu ekki stuðning þar eftir því sem mér skilst. En hvað með hagrœðingar- sjóðinn? Þessi kvóti sem á að ráðstafa til byggða sem standa höllum fæti er lausn sem að mörgu leyti lítill- ækkar þá sem njóta hans. Það er veruleg hætta á að þau byggðar- lög verði sífellt á framfæri hag- ræðingarsjóðs. Svona sjóð hefðum við getað losnað við með því að binda kvóta við byggðir. Það hefði ver- ið hægt að fara ýmsar leiðir í því.. Ég er jafnvel farinn að huga al- varlega að fískvinnslukvóta, sem virðist hafa stuðning margra. Ég held að bæði forkaupsréttur og hagræðingarsjóður séu frekar neikvæðir fyrir byggðirnar. Þú og fleiri hafið gagnrýnt harkalega það ofurvald sem sjáv- arútvegsráðuneytið hefur, með bví að það hefur bceði eft'irliísvald og úrskurðarvald. Það hafa verið gefin fyrirheit um að skoða hvort ekki má aðgreina þetta. Ég fagna því vitanlega, þótt þetta sé ekki í hendi. En það er rétt að geta þess að þetta var ekk- ert sérmál Alþýðubandalagsins. Þróunin í réttarfarsmálum hefur verið þannig að þetta samþjapp- aða vald ráðuneytisins stenst ekki lengur. Það hlaut því að koma að þessu. Ein grundvallarbreyting á frumvarpinu var að fiskurinn í sjónum skuli vera þjóðareign. Er ekki ástæða til þess að fagna því? Það er allt gott um það að segja en við vorum sem betur fer búnir að vinna sigur í því máli áður. í síðustu lögum var ákvæði um sameign þjóðarinnar á þessari auðlind. Það sem nú gerðist var að menn bættu við aukinni áherslu á þennan þátt. Ég geri ekki lítið úr því. En þrátt fyrir að þetta sé í frumvarpinu virðast menn líta á þetta sem eign sína. Og flokkur- inn minn fékkst ekki til þess að andæfa gegn hinni frjálsu kvóta- sölu, hvorki tímabundinni né var- anlegri. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að útgerðarmaður á einum stað kaupi kvóta frá öðr- um byggðarlögum. Þarna er um að ræða seljanlegan afnotarétt og það er einn aðalgalli laganna að mínu mati. Það er veruleg hætta á því að kvótinn færist á færri hendur og því lengur sem þetta kerfi er við lýði því erfiðara verður það fyrir þjóðina blessaða að notfæra sér eignarréttinn, að taka þennan notarétt af þeim aðilum sem nú eru að versla með eignina okkar. Þess vegna er það mjög miður að tillögur okkar um takmörkun á sölu á þessum afnotarétti skyldu ekki hafa náð fram að ganga. Með bindingu við byggð eða fiskvinnslu? Já, þannig að ekki yrði hægt að selja kvóta frá byggðum. Viltu þá halda því fram að stefna Alþýðubandalagsins ífisk- veiðimálum hafi verið hunsuð? Hún var ekki tekin til greina. Stefna Verkamannsambandsins, Farmannna- og fiskimannasam- hanrlcim r»o nmi«co nnnnrrn nhi|n J llaiUJU wuiMUlH wV/llO var líka hunsuð við samþykkt þessara laga. Þeim fer nefnilega sífellt fjölgandi sem andæfa gegn þessari fiskveiðistefnu ríkis- stjórnarinnar. Þú hefur lagt mikla áherslu á að andœfa gegn núverandi fisk- veiðistefnu, en nú stendurðu mikið til einn í þessu máli innan þingflokksins. Hvaða áhrif hefur það á samstarf þitt við þingflokk- inn? Ég er mjög óánægður með þingflokkinn vegna þess að mér var falið að vinna þetta verk á allt annan hátt en niðurstaðan segir til um. Ég get vel sætt mig við að lenda í minnihluta í þingflokkn- um ef það byggist á því að ég hafi ekki verið að vinna eftir þeirri línu sem flokkurinn hefur gefið mér. Varstu þá blekktur í þessu máli? Ég myndi nú ekki orða það þannig, en ég fer ekki ofan af því að ráðandi öfl í þingflokknum hafi ekki ætlað sér að standa við stefnu flokksins í þessum efnum. Ég hef verið að vinna þarna í hálft annað ár á vegum flokksins, starf sem flokkurinn svo tekur ekki mark á. Og hvaða áhrif hefur það á samstarfið við þingflokkinn? Það hefur auðvitað slæm áhrif. Ég fer ekki ofan af því að ég hafi verið að vinna að stefnu flokksins en að hinir hafi hlaupið frá henni. Ég er ónægður með þetta og segi það hverjum sem heyra vill, hvar og hvenær sem er. Ég hef ekki hugsað mér að yfirgefa þing- flokkinn, en auðvitað verður samstarf mitt við ýmsa menn þar mun verra en áður. Það hefur komiðfram að þing- flokkurinn hafnaði beiðni þinni um að fá að gera grein fyrir sjón- armiðum þínum í eldhúsdagsum- rœðum við þinglok. Stóð þing- flokkurinn sameinaður að því? Ég held mér sé óhætt að full- yrða að svo hafi ekki verið, en fj ármálaráðherra og samgöngu- ráðherra var falið að ákveða hverjir skyldu tala þar fyrir flokk- inn. Áður hafði Hjörleifi Gutt- ormssyni verið meinað að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í ýmsurn máiufti þar sem hann hef- ur sérstöðu. Við vorum því tveir sem ekki var talið æskilegt að töluðu fyrir hönd flokksins við þessar umræður. Það var ekki tal- ið heppilegt að sjónarmið ann- arra en ráðherranna kæmu þama fram. -gg 4 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maf 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.