Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 11
Hægri eða vinstri; D eða G -tveir kostir Svavar Gestsson skrifar um stjórnmál , «•>•••> i . * >»« ••••* Lóðin sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins úthlutaði sjálfum sér og seldi síðan með miljónahagnaði. Ljósm. Jim Smart. Margt fróðlegt hefur komið fram í kosningabaráttunni í Reykjavík undanfarna daga. Það sem skiptir langmestu máli að mínu mati eru upplýsingar um vinnubrögð meirihlutans annars vgar og tillögur minnihlutans og einkum Alþýðubandalagsins hins vegar. Alvarleg dæmi um misnotkun meirihlutavalds Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins hafa bent á alvarleg dæmi um spillingu þá sem þrífst meðal forráðamanna borgarinn- ar í krafti meirihlutavaldsins: 1. Þeir hafa fullyrt að einn borgarráðsmaður hafi sótt um lán til sjálfs sín og samþykkt að lána sjálfum sér hæsta lán sem veitt hefur verið úr húsverndunarsjóði borgarinnar. 2. Þeir hafa greint frá því að annar borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins hafi úthlutað sjálfum sér lóð á grænu svæði, hann hafi síðan selt lóðina og hirt af sölunni margar miljónir. Hann hafi þann- ig brotið reglur borgarinnar sjálfrar um að skila eigi lóðum ef sú starfsemi sem fyrirhuguð var er felld niður. 3. Fram hefur komið að til- teknir vinir borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins hafi aðstöðu til þess að knýja fram breytingar á öryggismannvirkjum í umferð- inni í sína þágu og sinna fyrir- tækja þó að þær breytingar stofni umferðinni í hættu. 4. Fram hefur komið að öll hönnun á mannvirkjum borgar- innar fer fram án útboðs og nem- ur hönnunarkostnaðurinn milj- örðum króna á kjörtímabili. Full- yrt er að íhaldið noti meirihluta- vald sitt til þess að veita vinum og vandamönnum þessi dýru verk- efni en aðrir fái þar hvergi nærri að koma sem ekki eru íhaldinu þóknanlegir. Jafnframt þessum dæmum um beina misnotkun valdsins af hálfu meirihlutans koma fram upplýs- ingar um það að hann er á móti því að styrkja lýðræði í borginni: 1. Meirihlutinn hafnaði tillögu um að efna til skoðanakönnunar um flugvallarsvæðið. 2. Meirihlutinn hafnaði tillögu um að félag eldri borgara fengi áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráði þegar fjallað er um stefnumót- andi mál sem snerta aldraða. 3. fhaldið samþykkti hins veg- ar að kaupmenn skuli fá áheyrnarfulltrúa í skipulags- nefnd. Kosningarnar snúast um grund- vallaratriði Þessi dæmi eru til marks um skýran hugmyndafræðilegan ágreining í kosningunum til borg- arstjórnar Reykjavíkur þar sem takast á vinstri stefna Alþýðu- bandalagsins annars vegar og hægri stefna Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Kosningar snúast því um pólit- ísk grundvallaratriði en ekki „ímynd“ eða ásjónu einstakra borgarfulltrúa. Það sem er í annan stað athygl- isvert við þessa kosningabaráttu er sú staðreynd að allar þær til- lögur sem minnihlutaflokkarnir bera fram eru tillögur sem eiga uppruna sinn í samstarfi minni- hlutaflokkanna eða í Alþýðu- bandalaginu. Það hefur ekkert nýtt komið fram frá H-listanum; ekkert umfram það sem sagt hef- ur verið þúsund sinnum áður af minnihlutaflokkunum. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt nema vegna þess að Nýr vettvangur segist vera nýr en er bersýnilega ekki nýr hvorki að því er varðar málefni og heldur ekki að því er varðar frambjóðendur. Þegar litið er yfir framboðslist- ana í Reykjavík blasir það við að allir frambjóðendur fráfarandi minnihluta eru í framboði aftur. Ef eitthvað er að marka skoðana- kannanir virðast átökin standa um það hvort Alþýðubandalags- maður eða krati, Bjarni P. Magnússon, verða borgarfulltrú- ar. Það hljóta að teljast kostuleg örlög fyrir Alþýðubandalags- menn að velta Alþýðubandalags- manni úr borgarstjórn fyrir krata eftir allt sem er á undan gengið í samskiptum þessara flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Enda verða þeir Alþýðubandalags- menn vonandi ekki margir sem fella sinn eigin mann úr borgar- stjórn Reykjavíkur! Þaö eru aðeins tveir kostir: G eða D Fyrr var minnt á það að um hugmyndalegan ágreining væri að ræða og í raun væru aðeins tveir kostir fyrir Reykvíkinga, hægristefnan í mynd Sjálfstæðis- flokksins og vinstristefnan í merki Alþýðubandalagsins. í sj álfu sér þarf ekki að fj ölyrða um þessar meginandstæður frekar, en etv. þarf að skýra það nokkru nánar að Nvr yetívangur ísljist ekki skýr valkostur fyrir vinstri- menn. Nýr vettvangur og landsmála- úrslitin Fyrst er það fram að telja að eini flokkurinn sem stendur að Nýjum vettvangi er Alþýðu- flokkurinn. Alþýðuflokkurinn mun því reikna sér atkvæði Nýs vettvangs í borgarmálum og í landsmálum líka. Innan minni- hlutaflokkanna hefur oft verið mjög góð málefnaleg samstaða en ágreiningur hefur helst stafað frá Alþýðuflokknum: 1. Alþýðuflokkurinn lagðist gegn breytingum á stjórnkerfi borgarinnar í lýðræðisátt í vinstri- meirihlutanum á sínum tíma. 2. Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að borgin selji hitaveituna og rafmagnsveituna. 3. Alþýðuflokkurinn var einn minnihlutaflokka með íhaldinu í Ölduselsskólamálinu en það mál snerist um lýðræði: Það er hvort foreldrar og starfsmenn skóla ættu að fá að ráða eða hvort fá- mennisklíka Sjálfstæðisflokksins ætti að ráða úrslitum. í landsmálum líka, sagði ég. Það er ljóst að meginátakamál ís- lenskra stjórnmála um þessar mundir eru: 1. Álmálið, það er hvort reisa cigi álvéfksiiiiojii liéf á lánui hvað sem það kostar eða hvort reisa eigi álverksmiðju ef viðun- andi orkuverð fæst og ef íslenskt forræði verksmiðjunnar er tryggt. 2. EB-málið. Þar er aðalá- greiningurinn um það hvort ís- land á fyrirvaralaust að verða að- ili að evrópsku efnahagssvæði. 3. Ágreiningur er um það hvort hleypa á erlendum aðilum hömlulaust inn í íslenskt hag- kerfi. Þar hefur Alþýðuflokkur- inn á ýmsum sviðum viljað ganga lengra en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er fullkomlega ljóst að ávinningur Nýs vettvangs verður túlkaður til framdráttar þessum landsmálapólitísku stefnumiðum Alþýðuflokksins ef vettvangur- inn kemur vel út úr kosningunum á laugardaginn í næstu viku. Atkvæði á H-lista er ekki kraf a um vinstristefnu Af þessari upptalningu er enn- fremur ljóst að atkvæði greitt H- listanum er ekki krafa um vinstri stefnu. Atkvæði greitt H- listanum er ekki ávísun á neitt nema óvissuna. Því ekki aðeins eru málefnin óljós, heldur er líka ljóst að það verður erfitt að ná samstöðu um nokkurt mál innan þess hóps sem stendur að Nýjum vettvangi eftir kosningamar. Þar verður ekki unnt með heilstæð- um hætti. Enda sagði Bjami P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýð- uflokksins að fólkið kæmi úr öllum áttum þegar hann útskýrði í sjónvarpsþætti af hverju þeir NV-menn væru ýmist með eða á móti Áburðarverksmiðjunni. Þar hitti Bjarni P. Magnússon nagl- ann á höfuðið. Þeir vinstrimenn í Reykjavík sem vilja kjósa heilsteypta vinstri stefnu kjósa því Alþýðubanda- lagið, G-listann. Atkvæði greitt öðmm listum eru ekki krafa um vinstri stefnu. SUZUKI cínœgjulegri akstur betri þjóniistu lcegra verð Suzuki Swift 3ja dyra. Verð frá kr. 613.000,- stgr. Suzuki Fox Samurai. Verð frá kr. 929.000,- stgr. Suzuki Swift 5 dyra. Verð frá kr. 687.000,- stgr. Suzuki Vitara. Verð frá kr. 1150.000,- stgr. Suzuki bilar hf. eru fluttir í Skeifuna 17. Opið kl. 9-18 mánud.-föstud. og kl. 10-17 laugardaga. SUZUKI --iWt* " ' SUZUKI BILAfí HF SKEtFUNNI 17 SÍMI 685100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.