Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 5
Fjármagnsmarkaður Aukið frelsi í áföngum Avettvangi ríkisstjórnarinnar er nú fjallað um drög að nýrri reglugerð og auglýsingu um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. Með þeim verða stigin skref í átt til aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum sem marka í reynd áætlun um markvisst af- nám boða og banna í gjaldeyris- málum í áföngum fram til 1. janú- ar 1993. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti þessi drög í erindi sem hann hélt í gær á ráðstefnu Fjárfestingarfélagsins um erlend verðbréf. Samkvæmt drögunum eru róttækustu breyt- ingarnar á gildandi gjaldeyris- reglum að finna á sviði fjárm- agnsflutninga og þá einkum frá landinu. Sem dæmi má nefna er gert ráð fyrir að innlendum aðil- um verði heimilað, innan tiltek- inna marka, að stofna til beinna fjárfestinga í atvinnurekstri í út- löndum, kaupa fasteignir og verðbréf í útlöndum, veita er- lendum aðilum lán án sérstaks til- efnis, geyma gjaldeyri á banka- reikningum erlendis, stofna til framvirkra gjaldeyrisviðskipta innan tiltekinna takmarkana, gera samninga um skiptirétt og stofna til mynt- og vaxtaskipta. Hvað varðar fjármagnstilflutn- inga til landsins er í drögunum skýrt kveðið á um að erlendum aðilum sé heimilt að flytja fé til landsins til að stofna til beinna fjárfestinga, kaupa fasteignir og verðbréf, bæði hlutabréf og skuldabréf, svo framarlega sem ekki er um takmarkanir að ræða í öðrum stjórnvaldsfyrirmælum. Þá er gert ráð fyrir skýru ákvæði þess efnis að við sölu eigna sé útlendingum heimilt að flytja söluandvirðið til útlanda og hið sama gildir um arð og aðrar tekj- ur af fjárfestingunni. í reglum um erlend verðbréf er gert ráð fyrir að þær nái bæði til markaðsbréfa sem innlendir og erlendir aðilar hafa gefið út í er- lendri mynt og skráð eru á opin- berum verðbréfamarkaði í ein- hverju af aðildarríkjum OECD. Einnig er gert ráð fyrir að öll við- skipti með erlend verðbréf fari fram fyrir milligöngu verðbréfa- sala sem aðild eiga að Verðbréfa- þingi fslands. Kaup á verðbréfum sem innlendir aðilar gefa út verða heimiluð án nokkurra takmarka en eignarhald þeirra á verðbréf- um sem erlendir aðilar hafa gefið út verður bundið við stighækk- andi fjárhæðarmörk sem falli nið- ur 1. janúar 1993. Á sviði þjónustugreiðslna til útlanda verða þær breytingar helstar að þær verða undanþegn- ar gjaldeyrisleyfi frá næstu ára- mótum og verða þá algjörlega frjálsar eins og nú gildir um greiðslur fyrir innfluttar vörur. -grh Frambjó&endur eru á þönum þessa dagana og mikill tími fer í að hitta kjósendur í návígi á götum og torgum. Frambjóðendur G-listans voru staddir í Austurstræti í gær, skröfuðu við vegfarendur og afhentu þeim bæklinga. Á myndinni er Sigurjón Pétursson á tali við einn bæjarbúa. Mynd Jim Smart. Mengunarhœtta Geislaúrgangur í Dounrey Evrópsk upplýsingasamtök um kjarnorkumál, NENIG, segja að kjarnorkuver Breta í Dounrey á Skotlandi hafi gert samning um endurvinnslu kjarnorkuúrgangs sem ekki sé tekið við í Bandaríkj- unum vegna ótta við umhverfís- mengun. Samkvæmt upplýsingum NENIG tekur Dounrey-verið sex miljónir punda fyrir endur- vinnslu á geislaúragangnum sem kemur frá rannsóknarstöðvum í Þýskalandi, Hollandi og Spáni. Samtökin benda á aukna meng- unarhættu í Norðursjó og Norður-Atlantshafi þegar skip sigla með úrganginn til Dounrey. Upphaflega var geislaúrgang- urinn sendur til Bandaríkjanna til endurvinnslu. En orkumálaráð Bandaríkjanna bannaði allan innflutning kjarnorkuúrgangs í desember 1988. Talið er að bannið hafi orðið til þess að mikið magn geislavirks úrgangs hafi safnast saman í Evr- ópu. NENIG segir að þess vegna megi búast við fyrstu sendingun- um af kjarnorkuúrgangi til Do- unrey innan örfárra mánaða. Við endurvinnsluna er fram- leitt svokallað auðgað úraníum. Það er notað í kjarnorkuvopn og nýja tegund kjarnorkuvera sem nú er verið að gera tilraunir með. Við endurvinnsluna eykst geislamengun upphaflegs kjarn- orkuúrgangs 160 falt. Breska stjórnin gaf fyrir nokkrum dögum leyfi til þess að kannaður yrði möguleiki á að geyma kjarnorkuúrgang í djúp- um borholum við Dounrey. fslensk stjórnvöld hafa ítrekað mótmælt fyrirhugaðri endur- vinnslu kjarnorkuúrgangs við Dounrey og geymslu kjarnorku- úrgangs þar vegna hættu á geislamengun sem berst í hafið og ógnar fiskimiðum íslendinga. -rb Grálúða Er stofninn hnininn? Lítið að hafa á mið- unum „Eg vona að svo sé ekki enda á grálúðustofninn ekki að geta hrunið svona í einu vettvangi eins til og dæmis loðnustofninn. Hins vegar hefur verið veitt mun meira af grálúðu en við höfum lagt til, þó svo að það hafi ekki gerst í ár“, segir dr. Jakob Jakobsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar. Grálúðuveiðar togara hafa gengið mun verr á þessum árs- tíma en áður og af þeim sökum hafa sjómenn verið að velta vöngum um hvort stofninn sé hruninn. Fyrir skömmu lokaði hafís grálúðumiðunum og kom í veg fyrir veiðar togaranna. Þegar ísinn hopaði bjuggust sjómenn við að veiðarnir myndu glæðast að nýju en það hefur ekki gengið eftir. Dr. Jakob sagði að ýmsar skýr- ingar gætu legið þar að baki svo sem að breyting hafi orðið á göngu grálúðunnar. Jakob sagði að það væri ekki á áætlun Haf- rannsóknastofnunar að kanna stofnstærð grálúðunnar í ár en þó gæti það breyst í ljósi þeirrar ör- deyðu sem verið hefur á miðun- um. Jakob sagði að ástandið á grálúðumiðunum yrði rætt innan stofnunarinnar á næstunni. -grh Sorpböggunarstöðin Borgin ræðir við íbúana Tillögu minnihlutans um viðrœður við íbúa Gra farvogs um staðsetningu sorpböggunarstöðvar vísað til borgarráðs. Guðmundur Guðmundsson: Fögnum þessu y Í® fögnum því að allir flokkar Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í frétt á forsíðu Þjóðviljans í gær, að Ólafur K. Ólafs, hjá peningamál- adeild Seðlabankans var sagður heita Ólafur Ólafsson. Þá sagði í fréttinni að smávægilegar breytingar hefðu orðið á vöxtum verðbréfasjóða, en hið rétta er að smávægilegar breytingar hafa átt sér stað á vöxtum Verðbréfa- þings íslands. Er Ólafur beðinn velvirðingar á þessu. hafa nú sagst vilja hlusta okkur og taka mark á mótmælum okkar gegn staðsetningu sorp- böggunarstöðvar í Gufunesi, sagði Guðmundur Guðmunds- son, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, í samtali við Þjóð- viljann í gær. Guðrún Ágústsdóttir mælti fyrir tillögu Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í borgarstjórn í gær um að hefja þegar í stað viðræður við íbúa Grafarvogs um staðsetningu sorpböggunarstöðvarinnar. íbú- arnir hafa mótmælt staðsetningu hennar í Gufunesi, meðal annars með undirskriftum nær 1300 íbúa hverfisins. Minnihlutaflokkarnir vildu láta afgreiða tillöguna á fundin- um í gær, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu henni til borgarráðs, sem á þriðjudag- inn kemur saman til síns síðasta fundar fyrir kosningar. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins lagði til að framkvæmdir við stöð- ina yrðu stöðvaðar þegar í stað, en tillögunni var einnig vísað til borgarráðs. Alfreð hóf umræðuna um sorp- böggunarstöðina á borgarstjórn- arfundinum í gær, enda hefur hann beitt sér mjög í málinu. Á fundi borgarráðs í vikunni flutti hann einnig tillögu um að stöðva þegar framkvæmdir við byggingu stöðvarinnar þar til heppilegri staður kæmi í leitirnar. Tillögu Alfreðs var vísað til stjórnar Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins með vilyrði um að af- greiðslu málsins yrði flýtt þar. Elín G. Ólafsdóttir Kvennalista benti hins vegar á að stjórnar- fundur hefur enn ekki verið boð- aður. Alfreð Þorsteinsson lagði til í borgarráði í vikunni að borgaryf- irvöld tækju upp viðræður við Hafnarfjarðarbæ um staðsetn- ingu sorpböggunarstöðvar í Hellnahrauni. Sem fyrr segir afhentu íbúar borgaryfirvöldum nær 1300 undirskriftir í vikubyrjun. Undir- skriftunum var safnað á aðeins tveimur dögum og að sögn Guð- mundar Guðmundssonar náðist langt í frá til allra íbúanna. Samstaða minnihlutans í borg- arstjórn í þessu máli nær aðeins til staðsetningar stöðvarinnar. Skoðanir eru skiptar um ágæti sorpböggunar og hefur Bjarni P. Magnússon m.a. talið að taka ætti upp aðrar aðferðir við sorp- hirðu. -gg Ftetudagur 18. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SK)A 5 Evrópuþingið Styður Iwahreiðibann Evrópuþingið hefur samþykkt stuðning við áframhaldandi hvalveiðibann. í ályktuninni, sem var samþykkt með 173 atkvæðum gegnu cngu, er skorað á aðildar- riki Alþjóðahvalveiðiráðsins að framlengja bann við hvalveiðum í hagnaðarskyni frá árinu 1987. Alþjóðahvalveiðiráðið kemur saman í Noordwijk í Hollandi 2.- 6. júní í sumar til að endurskoða bannið. Norsk stjórnvöld lýstu því yfir fyrr í þessum mánuði að Norðmenn myndu þrýsta á um að fá bannið fellt úr gildi. Samtök Grænfriðunga sendu í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem ályktun Evrópuþingsins er fagnað. -rb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.