Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 3
Eystrasaltslönd Slovenía viðurkennir sjálfstæöis- mt/jl 1 rett Slóvenía hefur viðurkennt rétt Eistlands, Lettlands og Litháens til sjálfstæðis og hvatt sambands- þing Júgóslavíu til að gera slíkt hið sama. Skýrði blaðið Borba í Belgrad svo frá, að þing Slóveníu hefði samþykkt tillögu um þetta í fyrradag. „Þing lýðveldisins Slóveníu leggur fram þá kröfu að þing sósí- alíska sambandslýðveldisins Júg- óslavíu... viðurkenni Litháen, Eistland og Lettland sem sjálf- stæð ríki,“ segir í tillögunni. At- hygli vekur í þessu samhengi að ráðamenn í Slóveníu og Króatíu hafa haft við orð að lýðveldi þessi myndu segja skilið við Júgó- slavíu. Nærri 700 fórust í fellibyl Vitað er nú að um 690 manns fórust í einum versta fellibyl, sem Indland hefur fengið að kenna á þennan áratuginn. Hugsanlegt er að enn fleiri hafí farist. Hvirfilstormur þessi skall í s.l. viku á strönd fylkisins Andhra Pradesh. Um 400,000 manns hafa verið fluttir af þeim svæðum, sem harðast urðu úti. Um 360.000 húsdýr fórust, um 500.000 heimili eyðilögðust að miklu eða öllu leyti og uppskera eyðilagðist að mestu á um 100.000 hektara ak- urlendi. Skiptu á eiginkonum Tveir kínverskir bændur, bú- settir sunnanvert í fylkinu Sichu- an, skiptu fyrir skömmu á eigin- konum, að því er blað eitt í Pek- ing greindi frá í gær. Ekki tókust þau kaup fyrirhafnarlaust, því að annar bóndinn hélt því fram að drjúgur munur væri á kvenkost- um, þar eð kona hins væriúr hófi stuttvaxin og þar að auki engin fríðleiksmanneskja. Hinn bóndinn, Zhang' nefnd- ur, viðurkenndi um síðir áð hinn hefði nokkuð til síns máls og urðu þeir sammála um að hann skyldi borga 185 yuan (2.400 krónur) á milli. En þar sem Zhang bóndi hafði ekki svo mikið reiðufé handa á milli, galt hann kaupnaut sínum í staðinn gyltu og þúsund þakflísar. Lögregla komst í málið, lýsti makaskiptin ólögleg og fyrir- skipaði að bændurnir skyldu áfram búa hvor við sína upphaf- legu eiginkonu. Gefum okkur tíma í umferðinni. Leggjum tímanlega af stað! Umhveríi og mengun - Reykjavík framtíðarinnar Alþýðubandalagið í Reykja- vík gengst fyrir umræðu- fundi um umhverfismálin í Reykjavík að Hverfisgötu 105 næstkomandi sunnu- dag kl. 15.00 Frummælendur: Sigurbjörg Gísladóttir efnafræð- ingur, sem fjallar um loftmengun. Auður Sveinsdóttir landslags- arkitekt, sem m.a. mun segja fréttir af nýafstaðinni umhverfis- ráðstefnu í Björgvin. Guðrún Ágústsdóttir Stefán Thors Auður Sveinsdóttir Magnús Skúlason Sigurbjörg Gísladóttir Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins sem fjallar um umhverfis- mat og mengun. Magnús Skúlason arkitekt, sem fjallar um umferðarmálin i Reykjavík. Fundarstjóri verður Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi. Kaffiveitingar. Allir velkommr! Alþýðubandalagið í Reykjavík G-listinn. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 LAUNAMENN HEFUR STAÐGREÐSLU ÞINNIVERÐ SKILAÐ? Áríðandi er að leiðréttingum á staðgreiðsluyfirliti sé skilað sem allra fyrst. Nú eiga launamenn að hafa fengið sent yfirlit yfir frá- dregna staðgreiðslu af launa- tekjum sínum á árinu 1989. Yfirlitið sýnir skil launa- greiðenda á frádreginni stað- greiðslu launamanna til inn- heimtumanna. Brýnt er að launamenn beri yfirlitið saman við launaseðla sína til þess að ganga úr skugga um að staðgreiðslu sem haldið var eftir af launa- tekjum þeirra hafi verið skilað til innheimtumanna. Að lokinni álagningu tekju- skatts og útsvars nú í sumar fer fram samanburður við staðgreiðsluskil fyrir viðkom- andi launamann. Ef upplýs- ingar um staðgreiðslu launa- manns eru rangar verður greiðslustaða röng og launa- maðurinn hugsanlega kraf- inn um hærri fjárhæð en hon- um annars ber að greiða ef ekki er sótt um leiðréttingu í tækatíð. Ef um skekkjur á yfirliti er að ræða er nauðsynlegt að umsókn um leiðréttingu sé komið á framfæri við stað- greiðsludeild RSK, Skúla- götu 57,150 Reykjavík, hið allra fyrsta til þess að tryggja að greiðslustaða verði rétt við álagningu opinberra gjalda nú í sumar. Tryggið rétt uppgjör á staðgreiðslu og álagningu ísumar RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.